Alþýðublaðið - 29.03.1941, Síða 1

Alþýðublaðið - 29.03.1941, Síða 1
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXIL ÁRGANGUR LAUGARDAGUR 29. MARZ 1941 76. TÖLUBLAÐ Sendfherra Þféðverja í Belgrad héfir verið kvaddiar til Berlín. Talið vafasamt að hann fari aftur til Belgrad. SJémenn haldafnnd lusÍBlinphættnaa JÓMANNAFÉLAG 3 REYKJAVÍKUR boð- ar hér í blaðinu í dag til fundar á mánudagskvöld og verður fundurinn hald- inn í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu og hefst hann kl. 8 e. h. Umræðuefni fundarins verður siglinga- hæítan og er fundurinn að eins fyrir félagsmenn, sem verða að sýna skírteini sín við innganginn. Fyrir börn í svelt: IlBtaveita „Vorboð- ans“ ð morgnn. BARNAHEIMILISFÉLAGIÐ ,,Vorbio&inn“, sem rekið hef ir tvö barnaheimili í sveit und- anfarin sumur einir til mikillar hluíaveltu á morgun til ágóða fyrir starfsemi sina. Hiutaveltan hefst kl. 4 e. h. og verður í Varðarhúsinu. Hefír hlutaveltan verið undirbúin ákaf- lega vel og hefir hún upp á að bjóða mikið af ágastum munun1). REUTERSFREGN FRÁ BELGRAD, sem barst til Lon- don í morgun, hermir, að sendiherra Þjóðverja þar, von Heeren, hafi verið kvaddur til Berlín, og vafasamt sé talið, að hann komi aftur til Belgrad. Það er kunnugt, að von Heeren fór með hraðfyrirspurn Hitlers í gær á fund hins nýja utanríkismálaráðherra í Bel- grad. Hefir ekkert verið látið uppi um það, hvað hún hefði inni að halda, en heyrst hefir, að Hitler hafi krafist svars við tveimur spurningum: 1) hver afstaða nýju stjórnarinn- ar væri til Vínarsáttmálans, og 2) hvers vegna hún héldi áfram að hervæðast. Það er með öllu ókunnugt, hver svör hafa verið gefin við þessum spurningum. Vinarsáttmálinn var aldrel staðfestnr. Því er haldið fram í Berlín, að nýja stjórnin í Belgrad geti ekki gengið frá Vínarsáttmál- anum á annan hátt en að gerast samningsrofi, því að samning- urinn hafi gengið í gildi um leið og hann var undirskrifað- ur. En í London er bent á það, að samkvæmt stjórnarskrá Júgó- slavíu geti enginn milliríkja- samningur orðið bindandi fyrir landið nema því aðeins, að hann hafi verið samþykktur í báðum deildum júgóslavneska þings- ins. Þingið í Belgrad hafi aldrei verið kallað saman til þess að greiða atkvæði um Vánarsátt- málann og hann hafi þar af leiðandi aldrei gengið í gildi fyrir Júgóslavíu. Fyrstu lögin frá alþingi: Dýrtfðaruppbótln tll opiuberra starfsmanna -----O----- Emeíremnr isppbéf á eftirlaun op styrkfarfé á fjárliigiiiD. -----*----- T"\ ÝRTÍÐARUPPBÓTIN til opinberra starfsmanna var samþykkt á alþingi í gær, og afgreidd sem lög til rík- isstjórnarinnar. Þar með er ákveðið að allir opinberir starfsmenn, sem hafa ekki yfir 650 krónur á mánuði í grunnlaun, fái fulla dýrtíð- aruppbót á laun sín og verður uppbótin greidd fyrir hvern mánuð samkvæmt dýrtíðarvísi- tölu næsta mánaðar á undan. Munu opinberir starfsmenn hú um næstu mánaðamót fá greitt það sem þeir eiga inni frá 1. janúar s. ]., um næstu mánaða- mót. Þýðingarmikil breyting var gerð í nefnd á fnimvarpinu, frá því sem það var upphaflega og var breytingin samþykkt. Sam- kvæmt henni verður dýrtíðarupp- bót greidd á öll eftirlaun og styrktarfé á fjárlögum. Ennfrem- ur er veiitt heimild til að lífeyr- issjóbir embættismanna og bama- kennara greiði fulla dýrtíðamþp- bót á 'Jífeyri, sem ríkissjóður end- urgreiði síðan sjóðnum. Tónlistarfélagið og Leikfélagið sýna ,,Nitouche“ á morgun kl. 3. Roosevelt Bandaríkjaforseti hefir sent Pétri konungi heilla- óskaskyti í tilefni af því, að Júgóslavar skuli hafa ákveðið að verja frelsi sitt og er talið, að forsetinn hafi með þessu heillaóskaskeyti viljað undir- strika loforð Bandaríkjanna um að styðja Júgóslavíu, ef á hana yrði ráðizt. Þýzk felið byrjnð að æsa gegn Jugoslavin. Þýzku blöðin og þýzka út- varpið eru þegar byrjuð að undirbúa árásina á Júgóslavíu með árásum og ásökunum í garð nýju stjórnarinnar. Segja þau, að ofbeldisverk hafi verið unnin í Belgrad á þýzkum ríkisborgurum og Þjóðverjum verið sýndur margs konar fjandskapur. Er um það vitnað til árásanna, sem gerðar voru á þýzkar ferða- mannaskrifstofur, þar sem hús- munir voru brotnir. En að öðru leyti er bent á þann fögnuð, sem stjórnarbyltingin í Júgó- slavíu hafi vakið í Bretlandi, Bandaríkjunum og öðrum lýð- ræðislöndum, og sagt, að slíkt gæti ekki átt sér stað, ef ekki væri vitað, að hin nýja stjórn væri Þjóðverjum fjandsamleg. Sagt er, að Þjóðverjar í Júgó- slavíu séu nú óðum að búast til heimferðar og sé þegar byrjað að flytja þá heim. Gasárásir í aðsigi? Morrison innanríkismálaráðherra Breta, hinn þekkti leiStogi brezkra jafnaðarmanna, hefir hvatt brezku þjóðina til þess að vera á verði gegn gasárásum og skilja aldrei við sig gasgrím- urnar. Hér á myndinni sést brezk herlögregla með gasgrímur. Frægur íyrrveraudi njósnari Stal- ins finnst dauðnr í Washington. ------4----- Hann hafði sagt skilið við húsbændur sína og siðan verið hundeltur af þeim. Mál hðfðað gegn Jirem mðnnnm fyrir peningaspil. 1 1 „ NVLEGA hefir verið ákveð- ið að höfða mál gegn þremur mönnum fyrir peninga- spil. Mennirnir heita Víglundur Kristjánsson, Mikael Sigfinns- son og Ólafur Ólafsson. NÝKOMIN blöð frá Am- eríku herma, að hinn frægi fyrrverandi njósnari Stalins, Walter Krivitsky, höfundur bókarinnar „I was Stalins agent“ (Ég var erind- reki Stalins), sem meiri at- hygli hefir vakið en nokkur önnur hók um Rússland síð- ustu árin, hafi fundizt dauð- ur í gistiherbergi í Washing- ton þ. 10. febrúar síðastlið- inn. Það er ekki talið fullraiiþ- sakað mál, hvort Krivitsky hafi verið myrtur eða um sjálfsmorð hafi verið að ræða. En hvað sem því líður, efast enginn um, að það sé leynilögregla Stalins, G.P.U., sem sökina á á dauða hans. Því að enginn maður, að Leon Trotzki undanteknum, hefir verið eins hundeltur af henni utan landamæra Rúss- lands, og Krivitsky, síðan hann sagði skilið við njósnarstarf- semina fyrir Stalin og skrifaði hina fyrrnefndu afhjúpunarbók sína. Krivitsky átti mjög ævintýra- Jega sögu að baki séir. Hann var einn af lietjUm byltingarinn- ar á Rússlandi 1917—1918, en hefir 'síðan lengst af verið í þjón- Ustu rússnesku leynilötgreglunnar erlendis og hin síðaTi ár yfir- maður hennar i Vestur-Evrópu, allt til ársins 1937. Skipuliagði hann sem slíkur bæði mannrán og morð samkvæmt skipun Stal- íns. En eftir að aftökur hinna gömlu bolsévikafioringja byrjuðu í Moskva 1937 vax honum nógboð- ið. Hann nei’taði að koma heim til Moskva haustiö 4937 og sagði skilið við Stalín og alla hans starfsemi og stefnu. Til að forÖa sér undan hefnd harðstjórnarinn- iar i Moskva varð hann þá þegar að flýja til Ameríku og skxifaði þar hina frægu bók sína, „Ég var erindreki Stalins", þar sem miskunarlaust er (flett ofan af hinni blóðugu rússnesku harð- stiórn og vinnubrögðum hennar. Síðan he-fir Krivitsky ekki mátt um frjálst höfuð strjúka. Erind- rekar og morðingjar rússnesku leynilögreglUnnar voru allstaðar á hæ'.um honurrí, e'ms og á hæl- um Trotzki áður. Hann vissi of mikið um Stalin og vinnubrögð hans erlendis. Þessvegna þurfti að ryðja honum úr vegi. Og nú hefir það tekizt. SvartfngS reknr í Sandgerði. UNDANFARIÐ hefir rekið á fjörur suður lijá Sand- gerði töluvert af dauðuni og lifandi svartfugli. Fuglinn er ataður hráoliu og er fiðrið svo klest, að fuglinn er gersamlega bjargarlaus. Deildafundir eru nú að hefjast í Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis. Tveir fundir eru á morgun. Báðir verða haldnir í Baðstofu iðnaðarmanna. Fundur 8. deildar hefst kl. 2 e. h. og 10. deildar kl. 8,30.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.