Alþýðublaðið - 29.03.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.03.1941, Blaðsíða 3
r------------ ALÞ7ÐU6L&Ð1Ð------------------------------ Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Simar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vílhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4900. Verð kr. 3.00 á mánuði. 15 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUP R E NTSMIÐJAN H. F. --------1----------------------------------------------♦ l Uppreisn Júgóslavíu. . 1 4 ASKAMMRI stund hefirskip- azt veður í lofti suður á Balkanskaga. Á þriðjudagiun í þessari viku var ekki annað sjá- anlegt, en að Hitler hefði fyrir- hafnarlítið náð sama þrælatak- inu á Júgóslavíu og hann var þegar áður búinn að ná á ná- gxannalöndum hennar að aust- an, Rúmeniu og Búlgaríu, og að Grikkiand væri yfirgefið af öll- Um þessum grannríkjum sínum og opið fyrir þýzkTi innrás að norðan bæði frá Búlgaríu og Júgóslavíu. Forsætisráðherra og utamríkis- málaráðherra Júgóslavíu höfðu á þriðjudaginn, án þess að ráð- færa sig við þing þjóðar sinnar, skrifað undir svokallaðan banda- lagssáttmála, en í raun og sann- Leika undir hreinían og beinan Uppgjafarsáttmála, við Hitler i Vínarborg, sem áttí að beygja Júgóslaviu undir ok þýzka naz- ismans og gera hana að bæki- stöð fyrir þýzka innrás í Grikk- land á sama hátt og Búlgaríu. En hinir júgóslavnesku ráðherr- ar höfðu ekki reiknað með fre’sis- ást og stolti þjóðar sinnar. Á miðvikudagskvöld koma þeir heim til Belgrad og var fálega tekið. Á fimmtudagsmorgun vom þeir komnir í fangelsi og nýir menn teknir við stjóm. Það var Uppreisn júgóslavnesku þjóðar- innar gegn þýzka nazismanumog luppgjafarsáttmálanum í ; Vínar- boig. Serbar og Svartfjallasynir höfðu enn einu sinná sýn*t, að þeir láta ekki kúgast. Júgóslav- ía var gengin þýzka nazismanum úr greipum aðeins tveimur dög- um eftír að hann hugðist hafa hremmt hana. Þetta er stærsti ósigurinn, sem Hitler-Þýzkaland hefir beðið á stjórnmálasviðinu síðan stríðið hófst. öllum fyrirætlunum þess Um einangmn Grikklands ogsíð- ar Tyrkliands suður á Balton- skaga var kollvarpað á einni nóttu. Hitler stendur stríp- aður og auðmýktur frammí fyrir utan'ríkismálaráðherra Japana, Matsuoka, sem einmitt þessa daga er stadkjflir i heimsókn í Berlín. Honum áttí að „impón- era“ með undirokun Júgóslavíu. Hún átti að sannfæra hann Um almætti þýzka nazismans í Ev- rópu og ryðja síðustu efasemd1- Unum úr vegi, sem hingað til hafa hindrað það, að hið gula stórve’.di gengi opinberlega í lið með Þýzkalandi og ítalíu á móti Englandi. Og þá gerist það ó- vænta: Sextán milljóna þjóðin býður hundrað milljóna stórveld- inu byrgin og segir: Hingað og ekki lengra! En stjórnarbyltingin í Júgóslav- víU' er ekki aðeins stærsti ósig- tarinn, sem Hitler hefir hingað til beðið á stjómmálasviðinu i þessari styrjöld. Hún er lika glæsiiegasta fordæmið, sem hin- Um undirokuðu þjóðum á megin- landi Evrópu Hefir verið gefið. Eins og júgóslavneska þjóðin, eins og Serbar og Svantfjalla- synir hafa með stjórnarbylting- unni risið upp á móti þýzka naz- ismanUm, eins munu þær allar rísa iupp á mótí honum í ná- inni framtíð og velta af sér oki hans. Það er enn of stuttur tími lið- inn frá hinum örlagaríku við- burðum í Belgrad til þess, að hægt sé að segja með nokkurri vissu, hvað næst gerizt. Hitler virðist í bili vera hikandi og ekki hafa verið við slíkri rás viðhurðanna búinn. Og það er ekki líklegt, að hin nýja stjórn í Júgóslavíu geri neitt til þess að egna hann til innrásar I lanfd- ið. En svo mikið virðist vera óhætt að segja, að héðan af verður Júgóslavía varin ef áhana vereur ráðizt, af aliri peirri hileysti, harðfengi og frelsisást, sem saga Serba oíg Svartfjallasona hefir svo margar glæsilegar minningar Um að geyma. Nú er rétti tímian til að læra að synda fyrir vorið. Sundnámskeið hefj- ast að nýju í Sundhöllinni mánudaginn 31. þ. m. Kennt verður bringusund og skriðsund. — Þátttakendur gefi sig fram sem fyrst. —r Upplýsingar í síma 4059. ATH. Nú verða sérstakir barna- og konuilokk- ar. SUNDBÖLL BETKJMlKDR — ÚTBREIÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ — ALÞYÐUBLAÐIÐ Árni G. Eylands: Um Manp ob orænmetl --------■: Árni Eylands, forstjóri Grænmetisverzlunar rík- isins, liefir beðið Alþýðu- blaðið fyrir eftirfarandi athugasemd. ÍMORGUNBLAÐINU 18. marz birtast nokkrar samþykktir, er Félag matvörukaupmanna í Reykjavík hefir gert. Ein af þess- Um samþykktum er á þessa leið: „Fundur haldinn í Félagi mat- vörukaupmanna þlann 14. marz 1941, lýsir megnri óánægju sinni yfir því, hve mikil óvissa virðist vera um innkaup á vörum, sem Grænmetisverzlun ríkisins hefir einkasölu á, þar sem kartöiflur eru oft ófáanlegar svo víkum skiptir og helztu tegundir græn- metis fást aðeins endrum 6g eins. Virðist meiri fyrirhyggja og út- sjónarsemi nauðsynleg, þar sem ekki er hægt að bera því við, að gjaideyrir sé ekki fyrir hendi. þar eð flestar vömtegundir, sem þetfa fyrirtæki verzliar með,mlunu fást keyptar í Engliandi, (letur- breyting mín) fyrir utan, að her er um brýnustu nauðsynjiar að ræða.“ Ekki hefi ég neitt Um það að segja, þótt félag samþykki að það sé fyrir sko.'ri á fyrirhyggju og úts jónarsemi, ef knappt er Um • einhverja vöm hér á landi eins og nú standa sakir um viðskiptí og aðdrættí'. Slík samþykkt skýrir aðeins viðhorf þeirra, er að henni standa, tíl þeirra vandamála, sem efst eru á baugi. Hitt vekur meiri furðu, er félagið gerir sér hægt um hönd og samþykkirH að flestar þær vörutegundir, sem Grænmetisverzlun rikisins verzlar með, fáist keyptar í Englandi. ifjg tel þess nokkra þörf, að neytendur í Reykjavík fái að vita hið rétta í þessu máli, því nú vill svo illa til, að stjóm Bret- lands virðist alls ekki taka neitt tiilit til þess, þótt Félag mat- vömkaupmainirfa í Reykjavík komi fram með svona samþykkt! Brezka stjórnin virðist Vera al- veg ófeimin við að láta brezka herinn iofg brezkn þjóðina sitja fyrir þeim vömnt, sem knappt er Um þar í landi, hvað sem fé- lag matvömkaupm(anna í Reykjia- vík segir og samþykkir. Er þá aðeins eftir að vita hvort neyt- endur í Reykjavík em nokkuð hissa á þessu. Jafnvel þótt varla þurfi að gera ráð fyrir að almenningur taki hlna nefndu samþykkt alvarlega, xnlun rétt að skýra í aðalatriðum hvernig er ástatt um innflutning á þehn vörum, sem Grænmetis- verzlun rikisins flytur inn að jafnaði. Laukur hef'r verib ófáanlegur frá EngiLandi I allan vetur. Leyfi til þess að flytja inn lauk frá Ameríku hafa verið tregfengin, því að honum hefir ekki verið skipað í flokk með þeim vömm, er þaðan verði að kaupa. Var Gr. r. á tímabili helzt vísað til þess að flytja inn lauk frá Spáni með tumhleðslu i Englandi. Gr. r. hefir a tll laodsins. samt ekki horfið að þvi ráði; taldi ekki ástæðu til að fleygja gjaldeyri og verðmæti á þann vonlausa hátt. Um beinar hag- kvæmar ferðir frá Spáni hefir ekki verið að ræða. Ein ailstó? sending, sem von hefir verið á, er nú búin að vera svo lengi á leiðinni, að litlar lítour em til þess, að hún verði neinum að liði. Er auðsætt, að ektoi er um aðra staði að ræða um nothæf toaup á lauk en Ameríku, þótt það hafi því miður ekki fengizt viðurkennt að fullu. . Af grænmetí. því, sem oeðið hefir verið um frá Englandi, hef- ir ekki fengizt annað en gulrætur og rauðrófur. Hvítkál, rau'ðkál og sellerí hefir ekki fengizt. Það, sem hefir fengizt af gulrótum og rauðrófum, hefir verið miður góð vara og frágangur og verð lakara en skyldi. Er slíkt ekki að Undra á stríðstímúm og frá landi, sem yfirleitt er hvengi nærri aflögu- fært með grænmeti. Tilraunir hafa verið gerðar með að fá kál frá Ameríku, og kom í ljós það, er vita mátti fyrir fram, að slíkt er ógerlegt sökum kostnaðar og skemmdarhættu, enda mun gjald- eyrir til slíks innflutnlngs þaðan ekki auðfenginn. Uoks eru það kartöflurjmr. Mest áherzla hefir verið lögð á að afla þeirra. Gr. r. hefir oirðið fyrir nokkurii gagnrýni fyrir það, íað hún hafi í því máli dregið of mikið taum neytenda. Tvö aðai stjórnmálablöðm birtu í haust á- skoranir Um að stöðva allan inn- fllutning kartaflna, og krafa kom fram um að stórri sendingu af vöidum kartöflum væri sökkt á sæ niður. Reynt hefir verið að kaupa kartöflur frá Englandi, eftir því sem hægt er, þrátt fyrir það þótt verðlag á kartöfl'um þaT í landi hafi verið geysimikxð óhagstæð- ara en t. d. í Canada. Innfllutn- ingurinn frá Englandi hefir geng- ið tregiega. Sökum afgreiðslu- örðugleika og tregðu á því að fá útf'iLtininysIeyii hafa umbeðnar sendingar hvað eftir annað orðið langtum rninni en til var ætlazt, log á einni sendingu urðu tilfirm- anlegar skemmdir af frosti. Engu betra mun framuiídan með kaup, afgreiðslu og útflutningsleyfi í Bret'Iandi, og þar við bætast þeir flutningsörðugleikar, sem öllum h'ljóta að vera kunnir (nema Fé* lagi matvörukaupmianna í Rvík). Af þessu, sem hér hefir verið sagt um kaup á lauk, grænmeti og kartöflum frá Englandi er aug'ljóst hve fjarri það er öllum sanni að hægt sé að fá „flestar vörutegumiir, sem Gr. r. verzlar með, frá Englandi." Hin broslega samþykkt FéHaigs matvörukaup- manná í Reykjavík um þetta efni hlýtur að vera gerð gegn betri vitund, því enginn æflar\ þeim þann afglapahátt, að vita ekki, að það stoðar Jitið, þótt einhver vara fáist keypt í Engiardi, ef ekki fæst leyfi til þess að flytjia hana úr landi, eða ef skipsrúm LAUGARDAGUR 29. MARZ 1941 Maccaroni Semelíu-grjón. Sago í pökkum. Corn-Flakes. All-Bran. Bygggrjón. Maizene. Tjarnarbðóin Tjarnargötu 10. — Sfani 3570. BREKKA Ásvallagötu 1. — Sími 1678. K&QOOöaöööö< og mögu'leika skortir til þess að flytja hana heim. Frá Canada hafa fengizt nokkr- ar sendingiar af kariöflum, prýði- legri vöru og langtum ódýnari héldUr en í Englandi. Örðugleik- ar hafa verið á því, að fá gjald- eyri til þeirra kaupa, þvi kartöfl- |ur em ekki meðal þeirra vara, sem viðairkennt er að megS og verði að kaiupa vestra. Af því leiðir svo, að ekki er hægt að taka ákvarðanir nema Um eina iog eina sendingu í senn og ekki löngu fyrir fram. Gr. r. hefir átt mjög undir högg. að sækja að fá rúm fyrir kartöfllur í þeim allt of fáu skip- Um, sem flytja vörur frá Canada. Vörur, sem sjálfsagt þykir að kaupa þar, og kaupa má með mik'lum fyrirvara og ráðstafa til fiutnings sitja fyrir um rúm í skipunxxm. Ti'L dæmis um þetta má geta þess, að ’samkvæmt nýliega fengnu 'leyfi hugðist Gr. r. að kaupa 500 smál. af kartöflum 1 Canada til afskipiunar með ís- lenzku skipi í apríllok, en þegar til kemur verður að hætta við þau kaup að mestu sökum þess, að mest alllt rúm í skipinu er fyrir langa löngu fest og lofað fyrir vörixr, sem heildsalafélagið hefir fest kaup á fyriT mánuðum síðan. Ef Félag matvörukaupmanna í Reykjavík vi'Idi stuðla að þvi, að nægar kartöflur fáist fíuttar inn frá Canada, yrði það fyrst og fremst að fá heildsalana í Réykja- vík, sem hafa állfrjálsar hendur um innflutning ýmissa vara frá Ameríku, ti'l þess að slaka nokk- uð á kröfum sínum um rúm í skipunum, svo að Gr. r. komist þar að með kartöflur handa mat- vömkaupmönnunum. Þessar upplýsingar um inn- flutning Gr. r. í vetur verða að nægja að sinni. Ég efa ekki, að frieytendur í Reykjavík og annars staðar á landinu sjá og skilja, hvað hér er um að ræða: örð- Ug'leika, sem ekki er auðrutt út vegi. Þegar vömr, sem flytja þarf til landsins, safnast fyrir í höfn- Um erlendis svo nemur skips- förmUm sökum ónógs skipakosts og erfiðra siglinga, þari engan að Undra þótt lítið verði úr því að flytja inn nýtt grænmeti og þótt kartöfluinnflutningur gangi ekki greiðar en það, að sú vara verði af skornum skammti. Ef fullnægja ætti kartöfluþðrf lands- manna og miða ætti við það, að Frii. á 4. stðu. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.