Alþýðublaðið - 31.03.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.03.1941, Blaðsíða 4
MÁNUDAG 31. MAEZ 1941 ALÞÝÐUBMÐIÐ MÁNUDAGUR Næturlæknir er Þórarinn Sveinsson, Ásvallagötu 5, sími 2714. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTvÁrPIÐ: 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl. 19,00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19,25 Þingfréttir. 20,00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn (spurningar og svör), Jón Eyþórsson. 20,55 Erindi: Haraldur Guðmunds son forstjóri: Alþýðutrygg- ingarnar 5 ára. 2l,10 Útvarpshljómsveitin: Skozk þjóðlög. Einsöngur (frú Guðrúri Ágústsdóttir): a) Sigf. Einarsson: Allt fram streymir. b) Páll ísólfsson: Vögguvísa. c) Bjarni Þor- steinsson: Taktu sorg mína. d) Þór. Guðmundsson: Kveðja. e) E. Thoroddsen: Vöggu- kvæði. f) Sigv. Kaldalóns: ísland ögrum skorið. 21,50 Fréttir — dagskrárlok. Norræna félagið heldur fund næstkomandi mið- vikudag. Löjtnant Marstrander mun flytja þar fyrirlestur um stríðið í Noregi, en hann tók þátt i því sem liðsforingi. Kaupsýslutíðindi, 10. tbl. 11. árgangs er nýkomið út. Efni: Hvers vegna er verðbólg- an hættuleg? Ársskýrsla Kron 1940, Syrpa, Hagkvæmari auglýs- ingar, eftir Herbert N. Casson, Ftá bæjarþingi Reykjavíkur, Firmaskrá kaupsýslumanna o. fl. Tower í London heitir söguleg mynd frá „Uni- versal Pictures", sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika: Basil Rathbone, Barbara O’Neil, Nan Grey og Boris Karloff. Tónskáldið Victor Herbert heitir ameríksk söngmynd, sem Gamla Bíó sýnir. Aðalhlutverkin leika Mary Martin, Allan Jones og Walter Connolly. Sundhöllin. Frá 1. apr. veröur sundhöllin aftur opin fyrir almenning á tíma- . bilinu frá kl. 11 til 1. Árshðtíð Alþýðnfl.fé- lagsias var fjðlsðtt. ARSHÁT Í-Ð Alþýðu- flokksfélags Reykjavík- ur fór mjög vel fram. Hús- fyllir var og var setið um alla sali hússins niðri og auk þess nokkuð uppi. s Amgrímur Kristjánsson skóla- stjóri, ritari félagsins setti há- tíðina, en síðan söng söngfélag- ið Harpa nokkur lög við ágætar tundirtektir. Að því ioknu fiutti HamldUT Guðmundsson ræðu sína Talaði hann Um ófriðarástamdið og baráttu Alþýðunmar fyrirfriði, frelsi og bræðralagi. Var ræða hans alvörUþrungin áminning til verkalýðsins um að halda hik- laust áfram starfi sínu með að byggja Upp samtök sín og efla þau. Þá las Lárus Pálsson leikari upp tvö æfintýri eftir H. C. And- ersen og var upplestrinum tekið af miklum fögnuði. Þá var fjöida söngur, en síðan lék leikfiokkur félagsins hinn kunna norska leik „IJpp til selja“. Tókst leikurinn vel og var leikendum vel fagnað. Loks var dansað fram undir morgun. Skemmtu menn sér hið bezta, jafnt ungir sem gamiir. NJÖSNARI STAlINS Frh. af 3. síðu. því, að fá einhverja aðstoð hjá Stalin til þess að viðhalda ]ýð- ræðinu í heiminum, þá gera þeir sig seka um hræði’.egt axarskaft.“ Og hann var sannfærðuir um það, að fall Hitlers myndi um leið boða fall Stalins. Hitt, sem oll'i honum ótta, var öryggisleysi konu hans og barns. Hann þekkti vel aðferðir Ogpu til að hefna sín. Krivitsky var ekki hræddur um sjálfan sig, hann hafði svo oft hætt lífi sínu, að persónulegt öryggi olli honum ekki neinum kvíða, en sú hugsun kvaldi hánn, að eitthvað gæti komið fyrir nánustu vandamenn hans. Aðeins eitt hefði getað komið honum til þess að fremja sjálfs- morð. Það, að eitthvað yrði gert á hluta konu hans og bams, ef hann væri á lífi. Menn vita ekki hvað það var, sem að lokum neyddi hann til að hleypa af þessU skoti. En hafi það verið í þvi skyni gert, að hjarga konu hans og bami frá böðulshendi Stalins, þá hefði hann ekki hikað við að fremja sjálfsmorð. En hver sem orsökin hefir ver- ið, þá er það víst, að Krivitsky batt ekki enda á æfi sina af fús- Um vilja. Tii þess var hann of þrekmikill og áhugasamur um það, hver framtíð biði Evrópu. Sennilega hefir ekki verið auö- velt að skilja þennan mann. Og sum blöð hafa gefið ófagra og alranga lýsingu á honum. Og blaðamenn, sem aldrei hafa hætt nefnu, hafa sennilega ekki átt auðvelt með að skilja þennan mann, sem æfinlega hætti öllu, — sem hafði kjark til þess að leggja lífið í hættu í hvert skipti, sem málsstaðurinn þarfn- aðist þess. Krivitsky hafði sína galla eins og aðrir menn. Reynslan hafði kennt honum það, að sjá aldrei nema skuggahliðarnar á mönnum og málefnlim. Hann hafði kynnzt svo mörgum, sem kommúnistar höfðu mútað, — stjómmálamönn- Um, blaðamönnum og jafnvel sendihenum. En tTmvoru þó þeir menn, sem hann dáðist að. Hann áleit Roose- ve’.t og Churchill mestu mennina, sem nú væfu uppi. Hann bar og mikla virðingu fyrir Hilferding, fyrrum fjáirmála-áðherra Þjóð- verja. Þannig var Krivitsky, — mað- ur, sem fáir þekktu, maður, sem sá fegursta draum sinn, Lenin- GAMLA BIÚI Tonskáidið Victor Herkert. (The great Victor Herbert). Amerísk söngmynd um vinsælasta söngleikaliöfund Ameríku. Aðalhlutverkin leika söngvararnir Mari Martin, Allan Jones og „karakter“-leikarinn Walter Connolly. Sýnd kl. 7 og 9. wmwm ■ NÝIA BtO ■ Tower i London (Tower of London). Söguleg mynd frá „Univer- sal Pictures,“ er bregður upp myndum af London 15. aldar, og aldarhætti þess tíma. Aðalhlutverkin leika: Basil Rathbone, Barbara O’Neil, Nan Grey og „kar- akter“-leikarinn frægi Boris Karloff. Sýnd kl. 7 og 9. Reykjavíkur Annáll h.f. Revyan verður sýnd annað kvöld| klukkan 8. MMÆJU Engin forsala. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. *— 4—7 og eftir kl. 1 á morgun. frá Alf»ýðubrauðgerð« iuiai í Hafnafirði. Frá og með 1. apríl hættum við að senda heim mjólk og rjóma vegna erfiðleika á að fá sendisveina. isrnann, verða að ' vljöfullegri möru í höndum óhlutvandra manna. Og hann var að reyna að byggja líf sitt upp að nýju á öðrum grunni, þegax hönd ör- laganna seildist til hans og svipti honum af sjónarsviðinu. Fleiri en Krivitsky munu senni- lega koma til Ameríku, þegar þeir eru búnir að fá nóg af Ev- rópu. Þegar þeir koma, ættum við að taka betur á móti þeim og sýna þeim betra vinarþel en Krivitsky var sýnt. 99 THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT henni, að mismunurinn á siðferðisstigi fólksins væri stundum loftslaginu að kenna, stundum trúarbrögð- unum og einstöku sinnum gætu miklar persónur, svo sem Múhamed breytt siðferðisvitund manna. Lester hafði gaman af að benda henni á, hversu lítið hinn kotungslegi hugsunarháttur hefði að segja. Eftir lít- ínn tíma væru allir dauðir. Og hvað var þá eftir, sem nokkra þýðingu hafði. FERTUGASTI OG FIMMTI KAFLI ------------o- í þessari ferð skeði það, að Lester fann einu kon- una, fyrir utan Jennie, sem hann dáðist að. Fyrst hitti hann hana í London, en seinna í Kairo. Húrx hét Letty Pace. Hann hafði ekki séð hana lengi. Hún hafði verið gift í fjögur ár, manni, sem hét Malcolm Gerald, en í tvö ár hafði verið vel efnaður maður, sem hafði græðzt fé í bankaviðskiptum og kauphall- arbraski. Hann hafði skilið henni eftir mikla pen- inga. Hún átti eitt barn, telpu, sem alltaf var hjá barnfóstru. Letty Gerald var gáfuð kona, fögur og töfrandi og hafði mikinn áhuga á listum. Og hún var mjög hrifin af Lester Kane. Einu sinni hafði hún elskað Lester. Harm var svo hraustur og það var svo mikið jafnvægi yfir honum. Oft hafði það komið fyrir áður fyrr, að þau höfðu læðst burtu af dansleik, sezt út á svalirnar og talað saman. Hann hafði rætt við hana um bókmenntir og listir og hún hafði vonað, að hann bæði hennar. Henni þótti mikið fyrir því, þegar hann flutti til Chicago. Á þeim tíma hafði hún ekki frétt neitt um Jennie, en samt var henni það Ijóst, að hún myndi ekki verða þeirrar gæfu aðnjótandi að mega kálla hann eiginmann sinn. Svo bað Malcolm Gerald hennar, víst í tuttugasta sinn, og hún hafði tekið honum. Hún elskaði hann ekki, en þeim samdi vel — og einhverjum varð hún að giftast. Hann var fjörutíu og fjögurra ára gamall og hann lifði ekki nema í fjögur ár. Hann dó úr lungnabólgu og frú Gerald var auðug ekkja, töfr- andi fögur og vel gefin, sem þurfti ekki að gera neitt nema eyða peningum. Hana langaði samt ekki til þess að eyða peningum í neinn óþarfa. Hún þráði Lester. Þessir greifar, jarlar, lávarðar og barónar, sem hún umgekkst að jafnaði hrifu hana ekki. Hún var orðin uppgefin á ■þessum mönnum, sem höfðu titla,.og hún mætti hér og þar erlendis. Hún var ágætur mannþekkjari. „Ég hefði getað orðið hamingjusöm í hreysi með manni, sem ég þekkti einu sinni í Cineinnati,“ sagði hún einu sinni við vinkonu sína. — Var hann svona fátækur? spurði vinkonan. — Nei, hann var vellauðugur. En það var.auka- atriði. Það var maður, sem ég elskaði. — Það hefði sennilega ekki orðið langvarandi hjónaband,sagði vinkonan. — Þú þekkir mig ekki, sagði frú Gerald. — Ég beið eftir honum í mörg ár. Lester hafði alltaf átt góðar minningar um Letty Pace, eða frú Gerald, eins og hún hét. Hann hafði verið hrifinn af henni, mjög hrifinn. Hvers vegn*. hafði hann ekki gengið að eiga hana? Hann furðaði sig á því. Hún hefði orðið honum ágæt eiginkona. Faðir hans hefði orðið ánægður með hana. Allir hefðxi orðið ánægðir. í þess stað hafði hann verið eins og rekald í úfnum sjó þangað til hann hitti Jennie og eftir það hafði hann aldrei þráð Letty Pace. Núna, eftir 6 ára skilnað sáust þau aftur. Hann vissi, að hún hafði verið gift. Og hún hafði grum um, að hann hefði lent í ástaræfintýri. Hún hafði frétt, að hann væri kvæntur, en hún vissi ekki, að hann hefði misst auðæfi sín. í fyrsta sinn hittust þau af tilviljun júnikvöld eitt í Carlton. Gluggarnir voru opnir og blóm^angan barst inn til þeirra. — Hvernig líður þér, Lester Kane? hrópaði hún. þegar hún kom auga á hann. — Það gleður mig að sjá þig. Og þetta er frú Kane, er það ekki. Það var gaman að sjá ykkur. Þið komið með vorið með ykkur. Ég vona að þér afsakið það, frú Kane, en ég er reyndar himinlifandi yfir þvi að sjá manninn yðar. Það eru mörg ár orðin síðan ég sá hann. Mér finnst ég vera orðin gömpl, þegar ég hugsa til þess. Já, hugsaðu þér, Lester, það eru orðin sex eða sjö ár síðan við höfum sést. Og ég hefi verið gift á þessu tímabili og á bam og maðurinn minn er dáinn, og margt hefir komið fyrir. — Þú lítur ekki þannig út, að þú hafir orðið fyrir dapurlegri reynslu, sagði Lester brosandi. Honum þótti vænt um að sjá hana aftur, því að þau höfðu verið góðir vinir. Hún var enn þá hrifin af honum, það var bersýnilegt, og hann mat hana mikils.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.