Alþýðublaðið - 01.04.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.04.1941, Blaðsíða 2
MRUUDAGUB I. APRIL 1941. ALÞYDUBLAÐIÐ All civilian British subjects resident in the Reykjavik area are requested to register at the British Consulate General, Þórsham- ar, Templarasund, Reykjavik, and to call for this purpose with their passports at their early conveni- ence, between the hours of 10—12 and 2—5 (expect Saturdays). British Consulate General. m loftvarnanefnd iiefir ákveili að loftvarnaæf^ ing werHi Ifialdin fðstu* daginn 4. apríl n.k« fyrir hád. Er hér með brýnt fyrir mðnnnm að fara eftir gefnum leiðbeia* ingum og fyrirmælnm, og werða peir, sem brjéta settar reglur, látnir sæta ábyrgð. Reykjavík 31. marz 1941. Loftvarnanefnd. Tílkpning til sauðfjáreigenda. Að gefnu tilefni er alvarlega brýnt fyrir sauð- fjáreigendum hér í umdæminu, að samkvæmt 60. gr. lögreglusampyktarinnar mega sauðkindur ekki ganga lausar á götum bæjarins né annarsstaðar innan lögsagnarumdæmisins, nema maður fylgi til að gæta þeirra eða þær séu í öruggri vörslu. Ef út af þessu er brugðið varðar það eiganda sektum, og ennfremur greiði hann allan kostnað við hand- sömun og varðveislu kindanna, sem verða seldar til lúkningar kostnaði þessum, ef eigandi greiðir hann ekki eða hirðir þær. Lögreglustjórinn í Reykjavik, 31. mars 1941. Agnar Kofoed-Hansen. , Veikalýðsfélaolð „Baldur" á ísafirði 25 ára i dag. Bngin hagsmunamál eða réttindamál alþýðunnar hafa verið þvi óviðkomandi -----4.---.— VERKALÝÐSFÉLAGIÐ BALDIJR á ísafirði er 25 ára í dag. Það var stofnað 1. apríl 1916. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Sigurður H. Þorsteinsson múrari, nú til heimilis að Hringbraut 124 hér í bænum. JUGOSLA.VIA Frh. af 1. si&u. Berlínarútvarpið skýrir frá því i morgtun, að fyrsta jámbrautar- in með þýzka flóttamenn frá Jugoslavíu hafi toomió til Graz i Austurriki; í fyxrinótt. Hefir út- •varpið pað eftir þeim, að Þjóð- werjar í Jugoslaviu verði að þola miklar raunir. Þá sagði útvarpið einnxg frá því, að Jugoslavar hefðu sett vörð við landamæri Rámeníu, til þess að hindra þýzka fióttamerm í því að komast yfir þau. En frá Rúmenhi mætti sjá brennandi þorp innan við landamæri Jugoslavfu, þar sem vitað væri, að margtr menn af þýzkum ættum befðu búið. Þetta er til dæmis um frétta- burð nazista nú frá JugósLavíu, en svipaðer fregnir eru breidd- ar úí á ftaliuu Aðalfundur Blindravinafélags íslands verð- ur haldin föstudaginn 4. apríl kl. 8.30 í Yarðarhúsinu. Fundarefni: " Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum fást (hjó gjaldkera félagsins, Bókhlöðust. 2. STJÓRNIN. Ottmelðið Alþýtabiaðið! Sigurður var á sínum tíma einn af stofnendum verka- mannafélagsins á Akureyri og kann frá mörgu að segja frá þeim tímum 'þegar kaupmerin- irnir ákváðu bæði verð á vör- um sínum og vinnu verka- manna, réðu vinnutímanum og greiddu verkalaunin í vörum úr búðunum hjá sér. Hann fluttist til ísafjarðar árið 1910 og var formaður Baldurs árin 1916 til 1920 og fyrsti fulltrúi, er það kaus í bæjarstjórn á ísafirði. Auk Sigurðar beittu nokkrir traustir miðaldra menn og eldri sér fyrir stofnun félagsins. Höfðu þeir þjálfast nokkuð' í andstöðu sinni við kaupmanna- valdið frá Skúlatímunum á ísafirði og héldu fast við skoð- anir sínar, þó hart væri leitað á af andstæðingunum. Ýmsir þessara manna urðu kjarni Al- þýðuflokksins á ísafirði meðan þeim entist aldur til. Á fyrstu árum Baldurs var góðæri á ísafirði og hækkaði kaupgjald þá nokkuð vegna eft- irspurnar. Félagið fór að öllu gætilega. Það gekk að vísu í Alþýðusambandið árið 1917, en þá var sambandið ekki þess megnugt að veita neinn stuðn- ing. Það var að berjast fyrir því að fá að vera til, eins og öll stéttarfélög þurftu að gera á þeim tíma. íhaldsflokkurinn, sem nú kallar sig Sjálfstæðis- flokk og gerir gælur við verka- lýðsfélögin í því skyni að sundra þeim, sýndi félögunum og þeim mönnum, sem fyrir fé- lagsskapnum gengust, ekkert annað en fjandskap og ofbeldi. Baldur beitti sér brátt fyrir styttingu vinnutímans, úr tólf stundum í tíu, en eigi var þó fullur sigur unninn í því máli fyrr en á árinu 1919. Þá gekkst félagið einnig fyrir pöntunar- starfsemi, sem oft tókst með sæmilegum árangri. Enn frem- ur stofnaði félagið sjúkrasjóð, sem oft hefir komið félags- mönnum að miklu gagni. í ársbyrjun 1920 lét Sigurð- ur H. Þorsteinsson af for- mennsku félagsins, en við tók Stefán J. Björnsson, riú fá- tækrafulltrúi í Reykjavík, og var hann formaður í eitt ár. Um haustið 1920 hafði sá, er þetta ritar, gengið í félagið eft- ir beiðni verkamanna og tekið við formennsku í félaginu í jan- úar 1921. Var svo óbreytt í ell- efu ár, eða þangað til Hannibal Valdimarsson skólastjóri leysti mig af hólmi á árinu 1932. Var hann formaður félagsins frá j 1932 til 1939 að Helgi Hannes- ! ?x>n tók við af honum. Hefir i Hélgi gegnt þeim storfum síft- I an, en Hannibal hefir verið varaformaður fél. frá því hann lét af fortíiannsstörfum. Af öðrum stjórnendum fé- lagsins mun Halldór Ólafsson múrari hafa setið lengst í stjórn. Hann var kosinn gjald- keri árið 1924 og hefir gegnt þeim störfum síðan af mestu prýði. Stjórn félagsins skipa nú auk Helga og Hannibals Krist- ján Jónasson ritari, Halldór Ól- afsson gjaldkeri og Ragnar G. Guðjónsson fjármálaritari. Baldri bættust allmargdr nýir félagar á árinu 1921. Kaus hann þá í fyrsta sinn samn- inganefnd til þess að tala við atvinnurekendur. Gerðu þeir munnlega samninga um kaup- gjaldið, sem ósamkomulag varð um. Brutu atvinnurekendur sainningana. Margir verkamenn neituðu að beygja sig og varð það upphaf einhverrar hinnar hatrömustu baráttu gegn verkamönnum, sem háð hefir verið hér á landi. Atvinnurek- endur bjuggu til svartan lista yfir 20—30 verkamenn,. sem þeir ætluðu annað tveggja að svelta burtu úr bænum, eða á sveitina. En þurfamenn höfðu þá eigi kosningarrétt. Þegar fiskvinna hófst vorið 1922, vildu atvinnurekendur því að- eins ráða menn til vinnu, að þeir segðu sig úr Baldri. Nokkr- ir létu fcúgast, heldur en að svélta, en allir nauðugir. Mér er í minni þegar aldraður vin- ur minn, sem unnið ihafði hjá sama fyrirtæki um margra ára skeið, sendi félaginu ársgjaldið sitt og dálitla gjöf í sjúkrasjóð ásamt úrsögn og bað mig um leið að strika sig ekki út úr fé- laginu. Þá fékk stjórnin heim- ild til að halda úrsögnum leyndum þó þær bærust. Félag- ið var orðið leynifélag 'sakir of- ríkis atvinnurekenda. Þá hættu úrsagnir að koma. Félagið var lamað, en var þó alltaf lifandi. Hafði það um skeið lítil bein áhrif á kaupgjaldið og má t. d. nefna að atvinnurékendur, að einum undanskildum, svöruðu kurteislegri umleitun um kaup- gjaldsumræður á árinu 1924 þannig, að þeir „myndu fram- vegis hækka og lækka kaup- gjaldið þegar þeim sýndist“. Baldur hafði þá ekki þrótt til þess að svara þessari ósvífni, eins og vera bar, en það breytt- ist brátt til batnaðar. Verkamaðurinn, sem lét kúg- ast fyrir ofríkinu í kaupgjalds- málunum, var jafn hinum vold- uga kúgara við kjörborðið. Baldur beitti sér um hver ára- mót fyrir kosningu Alþýðu- flokksmanna í bæjarstjóm fsa- fjarðar <yg vann hvern sigurinn öðrum glæsilegrd. Alþýðuflokk- Þrír síðustu for menn Baldurs. Finnur Jónsson. Hannibal Valdimarsson. Helgi Hannesson. urinn hafði hreinan meirihluta og notaði hann til þess að að- stoða félagið í kaupgjaldsbar- áttunni. Verkamennirnir af svarta listanum voru látnir sitja fyrir um bæjarvinnu. Bæjarstjórn gerði samninga við félagið um kaupgjald, réðist í stór fyrirtæki, greiddi taxta þess og hafði íhlutun um að þeir atvinnurekendur, sem eignir bæjarins notuðu, gerðu slíkt hið sama. Á þennan hátt kom ofríkið atvinnurekendum í koll. Þeir létu sér þó ekki segjast, heldur gengu svo freklega fram í kauplækkunartilraimum árið 1926, að öllum ofbauð. Baldur hélt hvern almennan verka- lýðsfundinn eftir annan. Rúm- lega 100 manns gengu inn í fé- lagið á fáum dögum og þolin- mæði verkalýðsins var alveg þrotin. Konur voru nú einnig gengnar í félagið. Vinna var stöðvuð með valdi við tvö skip. Atvinnurekendur þrjózkuðust enn við, neituðu að tala við verkamenn, víggirtu Frh. á 4. slöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.