Alþýðublaðið - 01.04.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.04.1941, Blaðsíða 4
I>K;í)JUDAGUR 1. APR.L 1941. ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími 3951. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.30 Erindi Þegar Nýja ísland varð sjálfstætt ríki (séra Jakob Jónsson). 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans: a) Sónata fyrir viola da gamba og píanó eftir Bach. b) Tríó-sónata úr „Tóna- fórninni,“ Bach-Casella. 21.25 Hljómplötur: Symfónía nr. 4, eftir Schumann. Enski sendikennarinn við Háskólann, Mr. Cyril Jack- son, flytur í kvöld kl. 8.15 stund- víslega fyrirlestur um enska menntum (English Education). Er þetta framhald af fyrirlestri, sem hann flutti s.l. þriðjudag. Sænski sendikennarinn fíl mag. Anna Ostermann, flytur fyrirlestur í I. kennslustofu Háskólans miðvikudaginn 2. apr. kl. 8.15. Efni: Esaias Tegniér og hin norræna endurreisn. Frið- þjófssaga/ ' Næturvarzla bifreiða: Aðalstöðiní sími 1383. Föstuguðsþjónusta í fríkirkjunni á morgun kl. 8.15. Síra Árni Sigurðsson. Farfuglafundur verður haldinn í Kaupþings- salnum annað kvöld kl. 9. Knattspyrnudómarafélagið gengst fyrir dómaranámskeiði í þessum mánuði og mun það hefjast um miðjan mánuð. Öllum mönnum, sem eru í félögum innan í. S. í. er heimil þátttaka ókeypis og ber að snúa sér til formanns dómarafélags ,ins, Gunnars Akselson, fyrir 8. apríl. Utanáskrift hans er: P. O. Box 822, og er hann einnig til við- tals í síma 5968 kl. 6—7 e. h. Börnin að Silungapolli. Jón Pálsson fyrrverandi banka- gjaldkeri skýrði Alþýðubl. svo frá í morgun, að undirbúningur væri þegar hafinn um sumardvöl barna að Silungapolli. Er gert ráð fyrir að börnin muni fara allmiklu fyrr en áður og verði lengur í dvölinni. Silungapollur. Umsóknir um sumardvöl fyrir börn að Silungapolli, sendist ■mér fyrir 8. apríl. — Dvalar- tíminn byrjar fyrr en venju- lega og verður lengri. Nánar síðar. JÓN PÁLSSON. '■'* a-:?% AIÞTÐÐBLAÐIÐ Verfcakoiar í Hafo- arfirði fá kjarabætur VEBKAKVENNAFÉLAG- IÐ „Framtíðin“ í Hafn- arfirði hefir samið við atvinnu- rekendur og hafa verkakonurn- ar fengið allmiklar kjarabætur. Hækkun varð á grunnkaupi. Dagvinnukaup var áður kr. 0,90, en er nú kr. 0,95. Eftir- vinnu, næturvinnu og helgi- dagakaup var áður kr. 1,35, en er. nú kr. 1,50 í eftirvinnu og kr. 1,65 í helgidagavinnu. Ákvæðisvinna við fiskþvott ! hækkaði um 10% og á sumum liðum þar yfir. Á þetta kem- ur full verðlagsuppbót, sem er reiknuð út mánaðarlega. Þar að auki eru ýms önnur hlunn- indi, sem verkakonur njóta. Þá hefir félagið haldið aðal- fund sinn. í stjóm voru kosnar, formaður: Sigurrós Sveinsdótt- ir, varaformaður Guðrún Niku- lásdóttir, ritari Guðný Guð- varðsdóttir, gjaldkeri og fjár- málaritari Ásta Guðmunds- dóttir. Á fundinum var lögum fé- lagsins breytt og sett inn í þau ákvæði um það, að enginn geti sagt sig úr félaginu frá því á- kvörðun um vinnustöðvun hef- ir verið tekin og þar til vinnu- stöðvun hefir verið formlega aflýst. Þá var og sett inn í lögin á- kvæði um trúnaðarráð, og voru kosnar í það til viðbótar stjórn- inni, sem er sjálfkjörin, þær Þuríður Pálsdóttir, Steinunn Ólafsdóttir, Margrét Björns- dóttir og Margrét Jónsdóttir. Tveir menn dæmdir fjrrir að verzla vii brezka hermenn. IGJÆR var kveðinn upp dómur í lögreglurétti yfir tveim mönnum, sem höfðu keypt varning af Bretum. Annar þeima hafði keypt sjö teppi, vindlinga, niðúrsoðna á- Vexti og fleira. Var hann dæmdtur í 300 króna sekt. Hinn maðurinn hafði keypt vindlinga og ávexti. Var hann dæmdur í 100 króna sekt. Dðmnr í mðl Pðl- verjanna af Charzow IGÆR kvað sakadómari upp dóm í máli Pólverj- anna af skipinu „Charzow,“ — sem sýndu löreglunni mótþróa um daginn og miðuðu á hana skotvopnum. Voru þrír þeirra dæmdir í fangelsi, en einn þeirra sýknað- ur. Áfrýjuðu þeir dómnum til hæstaréttar, en sitja enn þá í gæzliuvarðhaldi. Skipstjórinn, Zygmtunt Gara, (var dæmdur í árs fiangelsi. Ann- ar Pólverji, Adam Babisz, var Öæmdwr í fimm mánaða fangelsi, og sá þriðji var dæmdtur í þriggja mánaða fangelsi fyrir vínþjófnað. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ „BALDUR“ Frh. af 2. síðiu. eitt vinnusvæðið með hárri plankagirðingu og ætluðu að halda áfram útskipun á fiski með venkfallsbrjótum. Þá var verkalýðnum á ísafirði nóg boðið. Sumir tóku stiga og fóru yfir girðinguna, en aðrir óðu í sjóinn út fyrir hana. Vinnan var stöðvuð, ógnarvald at- vinnurekenda brotið á bak aft- ur og þeir neyddir til með hörðu að viðurkenna Baldur sem samningsaðila. Þetta gerð- ist vorið 1926. Síðan urðu ekki hörð átök í kaupgjaldsmálunum, fyrr en árið 1931. Þá var verkfall, er stóð í 18 daga, en verkalýðsfé- lagið stóð þá betur að vígi en nokkru sinni áður vegna þess, að allan tímann var unnið eftir taxta hjá Samvinnufélagi ís- firðinga, er. hafði stærstu fisk- verkunina í bænum, og vinn- unni skipt á milli verkfalls- manna. Annars höfðu árin frá 1926 til þessa tíma verið mjög erfið, vegna þess að 17 fiskiskip voru seld burtu úr bænum á árunum 1926 og 1927. Var því atvinna orðin mjög lítil og ékki annað sýnna en ísafjarðarkaupstaður hefði að mestu lagzt í auðn, ef eigi hefði notið við Alþýðu- flokksins, meirihlutans í bæjar- stjórninni, og úrræða hans í at- vinnumálum kaupstaðarins. Voru þar unnar stórar ^fram- kvæmdir með stuðningi Bald- urs. Ségja má að í verkfallinu 1931 hafi Baldur unnið fulln- aðarsigur. Síðan thefir engum dottið í hug að reyna að ganga af félaginu dauðu. Samt hefir verið nóg að starfa. Félagið hefir verið svo heppið að eign- ast hvern formanninn öðrum ötulli, eftir að sá, er þetta ritar, íét af starfi. Hefir oft verið mikið erfiði að líta eftir því, að atvinnurekendur héldu gerða samninga og einnig hefir Baldur hvað eftir annað: veitt sér veikari félögum við Djúp öfluga aðstoð í kaupdeilum. Stjórn félagsins hefir jafnan haldið á kaupgjaldsmálum fé- lagsins með gætni, en þó fullri einurð. Jafnvel þó þau mál hafi verið verkafólki á ísafirðL mik- ils virði, er hitt þó engu minna um vert, að engin hagsmuna- mál eða réttindamál alþýðunn- ar hafa nokkru sinni verið fé- laginu óviðkomandi. Öll þau umbótamál, sem Alþýðuflokk- urinn hefir barizt fyrir ý Al- þingi, hafa verið rædd á fund- um Baldurs. Hefir þetta eflaust ráðið miklu um hve alþýða manna á ísafirði hefir fylgzt á- gætlega með, skilið vel og tekið mikinn þátt í frelsisbaráttu verkalýðsins. Sama er að segja um bæjarmálin. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins hafa jafnan haft þá regiu að ræða við verkalýðinn á fundum Baldurs um allar stórar framkvæmdir. Á þennan hátt hefir þeim tekizt að koma fram stórmálum, sem annars hefðu virzt óframkvæm- anleg, eins og t. d. rafveitu- Hi GAIV8LA Bfidm BB NÝJA BIÓ ■ Töaskildið Victor Herbert. Tower í London (Tower of London). (The great Victor Herbert). Amerísk söngmynd um Söguleg mynd frá „Univer- sal Pictures,“ er bregður upp myndum af London vinsælasta söngleikahöfund Ameríku. Aðalhlutverkin 1 leika söngvararnir Mari Martin, Allan Jones, É og „karakter“-leikarinn 1 Walter Connolly. í £ I 15. aldar, og aldarhætti þess tíma. Aðalhlutverkin leika: Basil Rathbone, Barbara O’Neil, Nan Grey og „kar- akter“-Ieikarinn frægi Boris Karloff. Sýnd kl. 7 og 9. j Sýnd kl. 7 og 9. Reykjavíkur Annáll h.f. Revyan verður sýnd í kvöld kl. 8. Aðeöngumiðar seldir fráo kl.;; Jarðarför sonar míns, Sigurjóns Jónssonar, Iæknanema, fer fram fimmtudaginn 3. apríl og hefst með húskveðju að Skarp héðinsgötu 4 kl. 10.30 f. h. María Sigurbjörnsdóttir. Hefi lokað lækningástofu minni á Laugaveg 16. Helgi Ingvarsson. málinu. Með stuðningi Baldurs hefir stefna Alþýðuflokksins sigrað á ísafirði. í stað atvinnu- fyrirtækjanna, sem hrunin voru í rústir hjá Sjálfstæðis- mönnum þar, árin 1926 og 1927, hafa önnur risið upp með tilstyrk bæjarstjórnar. Sú stefna Sjálfstæðismanna, að skipta sér ekkert af atvinnu- rekstri, þefir lotið svo gersam- lega í lægra haldi, að jafnvel bæjarfulltrúar þess flokks á ísafirði hafa á seinni árum séð sér þann kost vænstan að vinna' að því með Alþýðuflokknum að reisa við útgerðarfyrirtækin. ísfirðingar hafa því getað lifað á sínum eigin skipastól, síðan ísland var hernumið, og ekki þurft að vera háðir svonefndri Bretavinnu. Er þetta að þakka ágætri for- ystu bæjarfulltrúa Alþýðu- flökksins og nánu samstarfi þeirra við verkalýðsfélagið Baldur. Eftir 25 ára starf hefir félagið því margs að minnast og sá árangur, sem þegar er fenginn, spáir góðu um fram- tíðina. Baldur mun jafnan vera framarlega í fylkingarbrjósti í baráttuliði alþýðunnar á ís- landi. Finnur Jónsson, Reykjavíkurannáll h.f. sýnir revyuna „Hver maður sinn skammt“ í kvöld kl. 8. Vatnakerfi Ölfusár — Hvítár heitir nýútkomið rit eftir Finn Guðmundsson og Geir Gígju. Út- gefandi er fiskideild atvinnu- deildar háskólans. Kostar ritið kr. 3,00. Áður eru komnar út tvser ritgerðir á vegum deildarinnar. — ‘nnur um laxinn, en hin um storf deildarinnar á árunum 1937— ' 1939. Báðar eftir Árna Friðriks- son. Tímarit Verkfræðingafélags íslands er nýkomið út. Þorkell Þorkelssdn ritar í það um jarðhita og borán- ir. .. . , , .. Békamenn. Lítið inn í Fornbókaverzlun Kristjáns Kristjánssonar, Hafn- arstræti 19. Þar fæst m. a.: Tíðindalaust á Vesturvíg- stöðvunum. ■ Vér héldum heim. Annáll 19. aldar. Gráskinna. Lesbók Mbl. frá upphafi. " Lesbók Alþbl. frá upphafi' Jónsbók (ísl. lögbók). Ennfremur fjölda margar skáldsögur, ljóðabækur, rímur, riddarasögur o. fl. Úryalið er mest í FORNBÓKAV. KR. KRISTJÁNSSONAR, Hafnarstr. 19. Sími 4179:'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.