Alþýðublaðið - 03.04.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.04.1941, Blaðsíða 4
riMMTUDAGUR 3. APRÍL 1941. AIÞÝÐUBLADIÐ MMMTUDAGUR Næturlæknir er Jónas Krist- jánsson, Grettisgötu 81, sími 5204. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 20,30 Kvöldvaka: a) Gils Guð- mundsson: Vestfirzkur af- reksmaður; frásaga. b) Jón Eyþórsson: Úr æfisögu Há- konar á Borgum. c) Bjarni Björnsson, leikari: Gamalt og nýtt eftir Ingimund. Hjúskapur. Vala Ásgeirsdóttir og Gunnar Thoroddsen verða gefin saman í hjónaband á morgun. Músbruni varð á Seyðisfirði í fyrradag. Kom eldur upp í húsinu „Strönd“, eign Þóris Jónssonar. Bjuggu þar eingöngu brezkir setuliðsmenn. Eftir hálftíma tókst að kæfa eld- inn, en þá var húsið gereyðilagt. Reykjavíkur Annáll h.f. sýnir revyuna „Hver maður sinn skammt“ í kvöld kl. 8. Vegna þess, hve mörg leikrit eru til sýn- ingar um þessar mundir og húsið upptekið verður þetta síðasta sýn- ing fyrir páska. Norræna félagið hélt skemmtifund í gærkveldi. Formaður félagsins, Stefán Jóh. Stefánsson félagsmálaráðherra, setti fundinn og flutti ræðu um norræna .samvinnu. Löjtnant Mar- strander, sjóliðsforingi í norska Vorsa á handavinnuvörum blindra verður í Goodtemplarahús- inu (uppi) á morgun (föstu- dag) og hefst kl. 3. Á boðstólum góðar og ódýr- ar prjónavörur, burstar. klútar og margt fleira. BLINDRAFÉLAGIÐ. sjóliðinu, flutti fyrirlestur um vöm Norðmanna gegn innrásar- hemum. Frú Guðrún Ágústsdóttir söng nokkur lög eftir Grieg og að lokum var stiginn dans. ... '■ ,,.1, ■ Dýraverndarinn, 2. tbl. þessa árgangs er nýkom- ið út. Efni: Hornskellið eða „sagið innan úr“, sögur um lágfótu, Sóti, eftir Sigurð Gíslason, Ömmurnar, eftir Halldór Pálsson, Músin, eftir J. B. o. fl. Fermingarbörn séra Sigurbjörns Einarssonar komi til viðtals kl. 6 í dag í Aust- urbæjarskólanum. Næturvarzla bifreiða. Bifreiðastöð Steindórs, sími 1580. Loftvarnanefnd lætur í dag útbýta meðal al- mennings leiðbeiningum. Eru mörg atriði tekin fram í þessum leiðbeiningum, sem bráðnauðsyn- legt er fyrir alla að kynna sér ná- kvæmlega. Þar er getið allra loft- varnabyrgja og hinna ýmsu mið- stöðva, einnig hvernig fólk á að haga sér í hinum ýmsu tilfellum. Söngfélagið „Harpa“ Samæfing í kvöld kl. 8% á venjulegum stað. Telefei greifi, fer- sætisráðherra Dng verja, bráðfevaddar FREGN frá Búdapest í morgun hermir, að Tel- eki greifi, forsætisráðherra Ungverjalands, hafi orðið hráð- kvaddur þar í borginni í gær- kveldi. Hann var 62 ára að aldri. Þessi fregn vekur töiuverða eftirtekt vegna þess, að Czaky greifi, sem um langt skeið var Utanríkismálaráðherra Telekis, iézt með svipuðum hættí. i Buda- pest fyrir tveimur mánuðum síðian. fllæsilegt sundmót K. R. í gærhveldi SUNDMÓT K. R. í gær- kveldi fór mjög glæsilega fram. Var Sundhöllin fullskip- up áhorfendum og komust færri að en vildu, enda er það áreiðanlega stærsti gallinn á Sundhöllinni, hve fáir áhorf- endur komast þar fyrir. Þátttakendur voru 52 frá 3 félögum. Úrslitin urðu þessi: í 100 m. frjálsri aðferð, karl- ar: 1. Stefán Jónsson, Á. 1,07,4 mín. 2. Gunnar Eggertsson, Á. 1,08,5 mín. 3. Rafn Sigurvinss., K.R. 1,14,8 mín. — 100 m. bringusund, drengir innan 16 ára: 1. Einar Davíðsson, Á. 1,30,5 mín. 2. Jóhann Gíslason, K.R. 1,36,2 mín. 3. Geir Þórð- arson, K.R. 1.39,3 m. — 100 m. bringusund, karlar: 1. Sig. Jónsson, K.R. 1,20,5 mín. 2. Ingi Sveinsson, Æ. 1,20,7 mín. 3. Magnús Kristjánsson, Á. 1.24,5 mín. 100 m. frjáls aðferð, drengir innan 16 ára: 1. Sig- urgeir Guðjónsson, K.R. 1,15.8 mín. 2. Einar Hjartarson, Á. 1,19,5 mín. 3. Betty Magnúss. K.R. 1,20,7 mín. — 50 m. bringusund, stúlkur innan 16 ára: (Tvær þær fyrstu voru jafnar). 1. Halldóra Einarsdótt- ir, Æ. og Sigríður Jónsdóttir, K.R. 45,6 sek. 2. Únnur Ágústs- dóttir, K.R. 47,9 sek. 3. Magda Schram 48,8 sek. — 4x5 m. boðsund, drengir, innan 16 ára: 1. sveit K.R. 1,02,9 mín. 2. sv>t Ármanns 1,05,4 mín. — 50 m. baksund, karlar: 1. Guðm. Þór- arinsson, Á. 39,6 sek. 2. Rafn Sigurvinsson, K.R. 41,9 sek. 3. Birgir Valdimarsson, K.R. 44,2 sek. — 4x50 boðsund, karlar: 1. sv. Ægis 1,57,5 mín. 2. A- sveit Ármanns 2,00,2 mín. 3. A-sveit K.R. 2,07,0 min. HSl GAMLA BIOHI TöoskÉldið Victor Herbert. gi ca t » iu/Uí nci uci vj Amerísk söngmynd um vinsælasta söngleikahöfund Ameríku. Aðalhlutverkin leika söngvararnir Mari Martin, Allan Jones , og ,,karakter“-leikarinn Walter Connolly. Sýnd kl. 7 og 9. ■ NÝIA BIO ■ Tower i London (Tower of London). Söguleg mynd frá „Univer- sal Pictures,“ er bregður upp myndum af London 15. aldar, og aldarhætti þess tíma. Aðalhlutverkin leika: Basil Rathbone, Barbara O’Neil, Nan Grey og „kar- akter“-leikarinn frægi Boris Karloff. Sýnd kl. 7 og 9. Reykjavíkur Annáll1 h.f. Revyan í kvöld kl. 8. Síðasta sýning fyrir páska LÆGRA VERÐIÐ. Þakka hjartanlega öllum, sem sýndu mér vin- semd á áttræðisafmæli mínu. Hafnarfirði, 3. apríl 1941. Maren Einarsdóttir. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að maðuirnn minn, faðir og tengdafaðir, Lýður Bjarnason, trésmiður, andaðist í Landakotsspítala 3. þessa mánaðar. Guðrún Nikulásdóttir, höm og tengdasonur. — ÚTBREIÐIÐ ALÞÝBUBLABIB — 101 THEODORE ÐREISER: JENNIE GERHARDT Vafalaust vegna þess, að hún hafði hugsað um það, hvemig allt hefði getað verið öðruvísi, ef þau þau hefðu náð saman, hugsaði hann um það sama. Hugsunarhætti þeirra og tilfinningum var nú líkt farið. Samræður þeirra voru liðugar eins og milli gamalla kunningja. Hún þekkti flesta, sem Lester umgekkst og átti einhver skipti við, en því var ekki þannig farið um Jennie. Hún var af öðru sauðahúsi. Jennie var ekki eins fljót að hugsa og frú Gerald, en hins vegar risti hún dýpra og var skilningsbetri. En það gat ©kki komið fram í samræðum vegna þess, að Jennie var ekki jafn æfð samkvæmiskona og frú Gerald. Jennie var upprunaleg og óþvinguð, og ef til vill hefir það verið það, sem heillaði Lester. En þar kom, að Lester varð það ljóst, að hann hefði heldur átt að velja frú Gerald sem eiginkonu. Þá hefði hann ekki lent í neinum vandræðum gagnvart fjölskyldu sinni. Hann hitti ekki frú Gerald aftur fyrr en í Xairo. í listigörðum gistihúss eins mættu þau henni alveg óvænt. Fyrst mætti Lester henni einn, því að hann hafði gaman af að fá sér gönguferðir einsamall. — En hvað það var gaman að hitta þig! hrópaði hann. — Hvaðan kemurðu? — Frá Madrid, vinur minn. Ég hafði ekki hug- rnynd um, að ég myndi fara hingað fyrr en á iþriðju- ■ dag. Ellicotts er hér líka. Ég kom með honum. Ég var einmitt að hugsa um það, hvar þú værir. Svo mundi ég eftir því, að þú hafðir sagt, að iþú ætlaðir til Egyi-ptalands. Hvar er konan þín? — Ég held, að hún sé í baði sem stendur. Það er svo hlýtt í veðri, að hún þarf allt af að fá sér kalt steypibað. Ég var einmitt að hugsa um að gera hið sama., Stundarkorn gengu þau saman um garðana. Letty var í ljósbláum silkikjól. Hún var töfrandi útlits. Allt í einu sagði hún: Ég er stundum að hugsa um það, hvað ég eigi að taka mér fyrir hendur. Ég get ekki flækst um á þennan hátt. Ég held, að ég fari aftur til Bandaríkjanna. — Já, því ekki það? — En til hvers væri það reyndar? Ég vil ekki giftast. Eins og er þekki ég engan, sem ég gæti hugsað mér að giftast. Hún leit á Lester mjög þýðingar- miklu augnaráði. — O, þú finnur einhvem, sagði hann og fór ofur- lítið hjá sér. Þú sleppur ekki, þú með alla þína fegurð og auðæfi. — Þegiðu nú, Lester. — Jæja, við getum talað um eitthvað annað. Ég sagði ekki annað en það, sem ég get staðið við. Dansarðu ennþá? spurði hún og hugsaði um dans- leik, sem átti að halda um kvöldið í gistihúsinu. Fyrir nokkrum árum hafði hann verið ágætur dausmaður. — Lít ég þannig út, að ég dansi ennþá? — Þú ætlar þó ekki að reyna að telja mér trú um, að þú sért búinn að leggja niður þessa fögru íþrótt? Mér þykir mjög gaxnan áð dansa. Þykir ekki frú Kane gaman að dansa? — Nei, henni þykir ekki gaman að því. Minnsta kosti hefir hún ekki viljað það fram að þessu. — Kopidu í kvöld og dansaðu við mig. Konan þín hefir vafalaust ekkert við það að athuga. Dans- salurinn er dásamlegur. Ég sá hann í morgun. — Lofaðu mér að hugsa mig um, sagði Lester. Ég hefi ekki æft mig lengi, og maður á mínum aldri á erfitt með að byrja æskubrekin að nýju. — Nei, nei, Lester, þetta máttu ekki segja, svaraði frú Gerald. — Þá finnst mér ég vera orðin svo gömul. Þú mátt ekki tala eins og roskinn og ráðsettur maður. Hanmingjan góða! Maður skyldi halda, að þú værir orðinn gamall maður. — Já, ég er það líka — að reynslu. — Reynslu! Ja, svei! Það gerir okkur aðeins ennþá meira töfrandi, svaraði þessi gamla vinkona hans. FERTUGASTI OG SJÖTTI KAFLI Strax eftir hádegið var hljómsveitin farin að leika í danssal veitingahússins, sem lá út að pálmalund- unum. Frú Gerald kom þar út á einar svalirnar og hitti þar Lster, sem var að reykja vindil, og Jennie var í hvítum silkikjól og hvítum, lághæluðum skóm. Þau höfðu farið um morguninn og skoðað pyra- midana og manntjónið. Þau höfðu séð hópa af tötra- lega klæddu fólki ganga um þröngar götur. — Þetta er undarlegt fólk, hafði Jenníe sagt. Mér lízt vel á það, en það virðist skríða um göturnar eins og ormar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.