Alþýðublaðið - 08.04.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.04.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXn. ARGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 8. APSIL 1941 84. TÖLUBLAÐ Þlóðverjom heflr hvergjjteklzt að hrjótast i gegn A Balkanskaga Júgósiavar sagðir hafa hafið sóko gegn Itðlom bæði í Albanio og við iandamærin að norðvestan. f J| y\-: Wavell hefir teklð við yfirstjorsi brezka hersins i Cirlkklandl. i.a? \ i.......W . KORT AF GRIKKLANDI. Landsvæðið, sem Grikkir hafa flutt herlið sitt og íbúana af, eri Vestur-Þrakía, strandlengjan ofarlega á kortinu, lengst til hægri, frá landamærum Tyrklands vestur fyrir Kavalla. Borgin Salo- niki, sem sókn Þjóðverja um Strumadal er stefnt gegn, sést á kortinu. flaile Seiassie sagðnr væntanieg- nr tii Addis Abeba innan shamms. -------4.------- Vöri ttala 1 Abessiniu allstatar á protum. -------«-------- AÐ er nú búizt við, að Haile Selassie Abessiníukeisari haldi innan skamms innreið sína í Addis Abeba. Her- sveitir hans nálgast borgina að norðan og vestan og hafa þegar tekið bæinn Debra Markos, sem er suðaustur af Tana- vatni, um það bil miðja vegu milli landamæra Abessiníu og Súdan og höfuðborgarinnar. REGNIR FRA LONDON I MORGN herma, að barizt sé nú á 1200 km. löngum vígstöðvum meðfram norð- ur og austurlandamærum Júgóslayíu og norðurlandamær- um Grikldands. Grikkir og Júgóslavar veita alls staðar harðvítugt við- nám. Og þó að þeir hafi á stöku stað látið lítið eitt undan síga. hefir Þjóðverjum hvergi tekizt enn að ná neinum hernaðarlega þýðingarmiklum stöðum á sitt vald. í tilkynn- ingum Þjóðverja eru heldur ekki neinir staðir nefndir á nafn, sem hersveitir þeirra hafi tekið, en því er hins vegar haldið fram, að sókn þeirra haldi áfram hægt og öruggt. Látlausar orustur í Strumadal. Isleniiognr ræðst ð brezkan lögregloþjón EINT á laugardagskvöldið bar það við rétt fyrir fram- an Hótel Heklu, að íslendingur sparkaði í magann á brezkum lögregluþjóni og slasaði hann alvarlega. Var Breúnn flnttur á spítiala og skorinn upp Hafði hann verið að taka brezka hermenn út úr þvögtu, þegar hann fékk höggið. Fleiri brezkir lögregluþ]ónar vorn þarna viðstaddir og tóku þeir íslendinn og afhentu hann íslenzku lögreglunni. Lögreglan hefir nú fengið kæru á hendur honUm og er hann í gæzluvarð- haMi, * Vörn ItaLa í Abessiniu virðist raunverulega vera brotin á bak aftur og hersveitir Breta sækja nú að Dessie, sem liggur inni í miðju landi, við veginn frá AdUa til Addis Ahebe, bæði aið sunnan og norðan, og er ekki út- Ut á öðm, en að leifamair af sveitum íta’.a, sem flýðu frá Erit- reu og setuliðinu, sem yfirgaf Addis Abeba verði krðaðar af þar. Pað er ekki talið óhugsanlegt, að ítalir tvístri Uði sínu og reyni að hefja smáskæruhernað í fjöil- lunum til þesis að tefja Breta sem lengst í Austur-Afríku og hindra þg í því að senda her sinn til' annara vígstöðva, hvort heldur í Lyhíu eða norður á Balk anskaga. Það er nú kunnugt, að hertog- t Frh. á 4. síðu. Sókn Þjóðverja virðist enn áköfust í Strumadal, þar sem þeir gera hvert áhlaupið eftir annað á vígi Grikkja með fallbyssum af stærstu gerð, skriðdrekum og steypi- flugvélum. En hingað til hefir þeim ekki tekizt að ná nema tveimur vígjum á sitt vald, alls staðar annars staðar hefir áhlaupum þeirra verið hrundið og þeir orðið fyrir ógur- legu tjóni bæði á mönnum og hergögnum. Þýzkir fallhlífarhermenn vorú í gær látnir síga niður á bak við herlínu Grikkja, én Grikkir segja, að fallhlífarhermennirnir hafi annaðhvort verið skötnir niður eða cltir uppi og teknir til fanga. Það er viðurkennt í fregnum frá Aþenu, að Grikkir hafi flutt hæði herlið sitt og íbúa burt úr Vestur-Þrakíu, strand- lengjunni, sem er fyrir austan Strumadal, þar sem ekki sé hægt að verja hana. Og fregn frá Ankara hermir, að Þjóðverjar séu þar á einum stað komnir suður að Eyjahafi. Skutari og Fiume á valdi Júgósiava? ----------«--------- Ostaðfestar fregnir frá Ankara 1 morgun herma, að Júgóslavar hafi hafið sókn bæði við landamæri Júgóslavíu og Albaníu og við landamæri Júgóslavíu og Ítalíu. Fylgir það fréttunum, að borgin Skutari nyrzt í Al- baníu hafi þegar verið tekin af hersveitum Júgóslava, svo og ítalska hafnarborgin Fiume, sem er við landamæri Jú- góslavíu og Ítalíu fyrir botni Adríahafsins. Ein ameríksk fréttastofufregn hermir einnig, að Júgóslavar hafi tekið hafnarbæinn Zara á strönd Dalmatiu, en hún er umkringd af júgóslafnesku landi. Þessar fregnir eru þó allar óstaðfestar enn sem komið er. borist af bardögum milli Júgó- slava og Þjóðverja við norður- landamærin, en búist er við þvi, að Júgóslavar muni ]>ar láta und- Frh. á 4. siðu. KORT AF ALBANÍU. Kortið sýnir hvernig Albanía er umkringd af Júgóslavíu bæði að norðan og austan. Borgin Skutari, sem óstaðfest fregn segir að Júgóslavar hafi þegar tekið, liggur rétt fyrir inn- an norðurlandamæri Albaníu skammt frá ströndinni. Fiskimean frá Sandi finna björgunarbát með 32 skipbrots- mðnnnm ' b ! I n r GÆR fundu fiskibátar frá Sandi björgunarbát með 32 erlendum skipbrotsmönnum og hjálpuðu þeim í land á Önd- verðarnesi. Sumir mannanna voru særð- ir og var læknir sóttur til Ól- afsvíkur. Skip fór héðan í gær- kveldi til að sækja mennina. Er álitið, að þessir menn séu af sama skipinu og mennirnir, sem Gulltoppur bjargaði um daginn. Aðalsoknin gegn slaviu frá Búlgarín. Engar áreiðanlegar fregnir hafia Mikill afli hjá togurunum. ^TlOGARARNIR afla nú mjög Á vel í salt. Koma þeir hver af öðrum inn með ágætan afla. í gær og í nótt komu Jón Ól- afsson með 127 föt, Gulltoppur 95, Belgaum 90 og Tryggvi gamli 128. Enn er ekki vitað hve lengi togararnir geta stundað salt- fisksveiðar, því að skortur er á salti og mjög erfitt um nægi- legt húsrúm til verkunar fiskj- ar. Sjómannaskólinn. Frv. til laga um sjómannaskól- ann var til 2. umræðu í Ed. í gær. Ingvar Pálmason talaði með vel- vild og skilningi um málið. En síð- an var það tekið út af dagskrá, samkvæmt ósk atvinnmuálaráð- herrans, Ólafs Thors.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.