Alþýðublaðið - 08.04.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.04.1941, Blaðsíða 4
MUÐJUÖAGUR 8. APÖIL mi ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími 3951. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 20,50 Tónleikar Tónlistarskólans: Tríó eftir Smetana.1 21,25 Hljómplötur: „Matthías málari“, symfónía eftir Hindemitli. Á förnum vegi heitir nýútkomið smásagnasafn eftir Stefán Jónsson kennara. Hafa áður komið út smásögur eftir þennan höfund og getið sér vin- sældir. Verður þessarar bókar nánar getið seinna. Prentarar ætla að minnast 43. afmælis H.Í.P. með borðhaldi í Oddfellow- húsinu n.k. miðvikudagskvöld kl. 7.30 e. h. Yfir borðum verða flutt- ar ræður og sungið, síðan verður Hólakvikmyndin, (litmynd), sýnd, en að lokum verður dans stiginn. Prentarar! Fjölmennið á ykkar eigin skemmtanir! nmzmzxnmmxx Molasykur Mrísgr|ón fslenskt smjör VERZL. ^ mjm. VatDSDéttið skófatnað yðar, hlífðarföt og tjöld með hinu óvið- jafnanlega „BEROL“ þéttiefni. BEROL þéttir allt, sem þétta þarf. Fæst hjá undir- rituðum. Jón Loftsson, Austurstr. 14. Sími 1291. Bjarni Bjarnason verkamaður, Mjóstræti 2, er 50 ára í dag. Dagsbrúnarfundur er í kvöld í Alþýðuhúsinu Iðnó og hefst hann kl. 8.30. Enski sendikeimarinn, Mr. Cyril Jackson, flytur fyrir- lestur í hóskólanum í kvöld kl. 8,15. Nefnir hann fyrirlesturinn ,,The Leisure of English Youth,“ Tómstundir enskrar æsku. Happdrættið. í Síðasti söludagur happdrættisins er á morgun. Dregið verður í 2. flokki á laugardag. Næturvarzla bifreiða: B. S. R., sími 1720. Undir suðrænni sól heitir ameríksk kvikmynd frá Universal Pictures, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika Basil Rathbone, Victor McLaglén og Sigrid Gurie. Stúlkan frá Kentueky heitir myndin, sem Nýja Bíó sýnir um þessar mundir. Aðalhlut- verkin leika Ellen Drew og George Raft. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Kristjana Kristins, — Bræðraborgarstíg 49 og Anton Sigurðsson bílstjóri, sama stað. Ármenningar! Frjáls íþróttamenn. Munið að mæta á æfingunni i kvöld kl. 8 í íþróttahúsinu. Áríðandi að aljir mæti. Ungfrú Bára Sigurjónsdóttir heldur lokadansleik rneð nem- endum sínum í Iðnó annað kvöld kl. 8%. Aðgöngumiðar verða seld- ir í Iðnó frá kl. 5—6 á morgun og við innganginn. ABESSINÍA Frh. af 1. síöu. inn af Aosta sendi mann í flug- véjj á fund Cunningham hershöfð- ingja, áður en Addis Abebe gafst upp, með peim skilaboðum, að hann myndi ekki verja borgina, en vænti pess í staðinn, að hinum ítölsku íbúum hennar yrði veitt örugg vérnd af sigurvegurum. Skrifstofur bæjarins og bælarsfoSnana verða lokaðar laugardaginn fyrir páska. Borgarst|érinn. STRIÐIÐ Á BALKANSKAGA Frh. af 1. siðu. an sígta, par eð landið er flatt á þeim slóðum og erfiðara að verja það en sunnar, ]>ar sem fjalllendi tekur við. Fregn frá Ankára hermir, að stjórn Júgóslavíu hafi þegar flutt sig burt frá Belgrad, en hvar hún hefir sezt að er ókunnugt. Líkur eru taldar benda til þess, að Þjóðverjar muni leggja mikið kapp á að komast frá vesturlandamærum Búlgaríu niður í Vardardal hjá borginni Skoplie í Suður-Júgóslavíu, til þess að geta sótt þaðan suður til Grikklands að baki vígstöðv- um Grikkja í Strumadal. Loftfloti Breta jftlr Strumadal og Bðlgariu. Það hefir verið tilkynnt í Londop, að Sir Archibald Wa- vell, hinn sigursæli yfirmaður brezka hersins í Afríku, hafi tekið við yfirstjórn alls þess hers, sem Bretar hafa sett á land í Grikklandi. . Loftfloti Breta hefir þegar haf- ið grimmileg'ar árásir á vígstöðv- ar Pjóðverja í Strumadal, og bækistöðvar þeirra í BúLgaríu. I fyrstu viðureigninni, sem brezkar HuTricaneflugvélar lentii' í við þýzkar Messerschmidt flug- vélar yfir Strumadalnum á sunnu diagskvöldið, voru fimm af hin- um þýzku flugvélum skotnar nið- Ur, án iþess að Bretar misstu nokkra filugvél og höfðu Pjóð- verjar þó miklu fleíri flugvél- tim á að skipa í orustunni. í gær gerðu s ptengjuf’.ugvé I ar Breta mikla loftárás á Sofía, höf- uðhorg Búlgariu, þar sem inn- rásarhe'r þjóðverja í Grikkland hefir aðálbækistöðvar sinaT. Jám- brautarstöð borgarinnar varð fyr- ir sprengju og stórbrunar gusu ápp á mörgum stöðum. Allar brezku flugvélarnar komu aftur heilu og höldnu. Brezka stjórnin hefir nú slitið stjórnmálasambandi við Ungverja land með skírskotun til þess, að Þjóðverjar hafi gert landið að innrásarbækistöð fyrir sSlg í Júgó- slaviu. Afstaða Tyrktands. Stjórn Tyrklands hefirennenga afstöðu tekið opinberiega til við- burðanna á Balkanskaga, en hún sat á stööugum fundum í gær. Lundúnaútvarpið sagði í morgun að hlutverk Tyrkja væri þegar ráðið og nú þegar neyddu þeir þjóðverja til að hafa 7 herfylki aðgerðalaus við landamæri Búlg- aríu og Tyrklands. Fregn frá Ankara 'i morgun hermir að Sarajoglu muni á- varpa þingið á lokuðum fundi í dag. M GAMLA BÍOm StiUkan frá Kentucky. (The Lady’s from Kentu- cky)). Aðalhlutverkin leika: GEORGE RAFT, ELLEN DREW og HUGH HERBERT. Aukamynd: Merkustu viðburðir árs- ins 1940. Kvikmyndir af þeim og skopteikningar. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ■ NÝIA BIÓ I Undir snðrænni sól Ameríksk kvikmynd frá Universal Pictures, er ger- ist að mestu leyti í Rio de Janeiro í Suður-Ameríku. — Aðalhlutverkin leika: BASIL RATHBONE, VICTOR McLAGLEN og norska leikkonan SIGRID GURIE. Sýnd klukkan 7 og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. S. ||. GSmlin dansarntr Miðvikud. 9. apríl kl. 10 e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. — Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2. — Sírai 4900. — Aðeins dansaðir gömlu dansarnir. Harmonikuhljómsveit félagsins (4 menn). Fráteknir miðar verða að sækjast fyrir kl. 9. ÖLVUÐUM MÖNNUM BANNAÐUR AÐGANGUR. Nýreykt sanðakjðt Nýslátrað nautakjöt í buff og gullasch. Frosið dilkakjöt. Kindabjúgu. Miðdagspylsur. Hakkað kjöt. Saltkjöt. ": • £ llf Kjðtverzlanir Hjalta Lýðssonar. Bezta hangikjiftið I hátiðamatlnn í verzlnninni Kjöt & Fiskur Símar 3S28 og 4764 Að gefinu tllefni bið ég Alþýðublaðið að bera þau boð til Reykvíkinga? að slúðursögur þær, sem hafðar eru eftir mér um. árás á Reykjavík síðastliðinn pálmasunnudag eru með öllu tilefnislausar. Þennan dag hafði ég auglýst að ég héldi fyrirlestur í Varðarhúsinu og má af því marka, að ég hafði ekki búizt við neinum alvarlegum atburð- um þann dag. JÓHANNA SIGURÐSSON. Aðeins tveir sðludágar eftir i 2. flokki. bregið á laugardag. — HAPPDRÆTTIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.