Alþýðublaðið - 09.04.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.04.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANÐI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXIL ARGANGUR______________________________MIÐVIKUDAGUR 9. APRIL 1941______ 85. TÖLUBLAÐ LJagnfræðaskóli Reykjavíkur sýnir á morgun fimleika nemenda sinna í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Sýningin verður í tvennu lagi kl. 10—-12 (1. bekkur) og 2—4 (2. og 3. bekkur). Sýningin er aðeins fyrir foreldra og aðstandendur nemendanna. Sýning- unum stjórnar fimleikakennari skólans, Vignir Andrésson. I skólaniun hafa æft fimleika í vetur 233 nemendur af rúmlega 270 nemendum, sem eru í skólanum, en 202 tóku fimleikapróf. Fimleikasýoing Oagnfræðaskéia Rvikor. Mörg hoiidrBð brezkar flngvélar gerðu loftárás á Kiel í fyrrioött. BorgÍD var eitt eldhaf eftir árásina. -------4------- FLUGMÁLARÁÐUNEYTIÐ í London tilkynnti í gær, að sprengjuílugvélar Breta hefðu í fyrrinótt gert ægi- legustu loftárásina á hafnarborgina og flotastöðina Kiel á Norður-Þýzkalandi, sem gerð hefði verið á nokkra þýzka borg í ófriðinum. Mörg hundruð sprengjuflugvélar tóku þátt í árásinni. Komu þær inn yfir höfnina og borgina í mörgum sveitum, hverri á eftir annarri, og var haldið uppi látlausu sprengjuregni, fyrst eldsprengjum og síðan tundursprengjum af allra stærstu gerð, í samfleytt fimm klukkustundir. Sagt er að um 30 000 eld- sprengjum hafi verið varpað niður yfir borgina. ffierskt skip skotið kaf kér við land. 16 menn af áhöfninni náðu landi I gær. ÞEGAR skipið, sem sótti skipbrotsmennina til Sands var að leggja af stað það- an sást til björgunarbáts koma siglandi utan af hafi. Voru þarna komnir 16 skip- ibrotsmenn af norsku skipi, sem skotið hafði verið í kaf um 150 sjómílur vestur af íslandi síð- astliðinn sunnudag. Sagt er, að vitað sé um 2 Frh. á 2. síðu. Árásinni var aðallega stefnt gegn kafbátastöð, skipasmiða- stöðvUm og skipakvíum boirgar- innar. En innan skamms stóðu heil hverfi hennar í björtu báli, og segjast brezku flugmennirnir aldrei hafa séð aðra eins elda af völdum loftárásar. Var síðast ekki dökkan díl að sjá í eldhaf- inu yfir borginni, en Kielarfjörð- urinn var pakinn einu samfelldu reykjarskýi. Einn flugmaðulrinn sagði, að hann hefði ekki getaö séð, hvernig eldarnir yrðu slökkt- ir, nema með því að sópa öllu í sjóinn. I byrjun loftárásarinnar var skotið ákaft á hinar brezku flug- vélar af loftvarnabyssum borgar- innar, en síðar pagnað loftvahna- skothríðin með öllu. Frh. á 2. síðu. Þjöðverjar bafa brotizt frá Bðlg- arífl nlður í Vardardal syðst í Júgöslavín og sæbja paðaa íil borgarinnar að baki Grikkjnin. --------4------- Grikkir verjast enn i Strumadal. --------4------- rF ILKYNNINGAR GRÍSKU HERSTJÓRNARINNAR í -®- gærkveldi og í morgun bera það með sér, að Saloníki sé nú í alvarlegri hættu. Þjóðverjum hefir tekizt að brjótast frá Búlgaríu fram hjá Doiranvatni og smábænum Strumitza niður í Vardar- 4. dal syðst í Júgóslavíu og sækja nú suður þann dal í áttina til Saloniki um 65 km. fyrir vestan Strumadalinn og því raunverulega að baki Grikkjum, sem verjast þar. Sambandið milli hinna grísku og júgóslavnesku her- sveita hefir verið rofið með hinni hröðu sókn Þjóðverja frá Búlgaríu yfir í Vardardalinn. í London er tekið fram í sambandi við þessar fregnir frá Balkanskaga, að með þessum möguleika hafi verið reiknað, og að öflugar varnarstöðvar .séu tilbúnar í fjöllunum á Norður- Grikklandi sunnan og vestan við Saloniki, ef sú borg skyldi falla. Þrátt fyrir þá hættu, sem skapazt hefir fyrir gríska herinn í Strumadal við það, að Þjóðverjar hafa komizt að baki honum í Vardardalnum, heldrn- hann áfram að verjast og hefir meira að segja náð aftur öðru því virki, sem Þjóðverjar tóku í fyrstu áhlaupunum á varnarstöðvar Grikkja í dalnum. Fyrsta tilkynning Júgóslava. Útvarpið í Belgrad byrjaði skyndilega að senda út fréttir og tilkynningar aftur í gærkveldi og flutti það fyrstu herstjórnartiikynningu Júgóslava. Segir þar, að aðstaða Júgóslava sé góð á öllum víg- stöðvum og öllum áhlaupum Þjóðverja hafi verið hrundið við mikið manntjón í liði þeirra. Mikla eftirtekt vakti það einnig í gærkveldi, að dr. Mat- chek. foringi Króata og varaforsætisráðherra júgóslavnesku stjórnarinnar, talaði í útvarp í Zagreb norður í Króatíu og hvatti Króata til þess að berjast einhuga með Serbum. Varð það ljóst af þessu útvarpi, að Zagreb er enn í höndum Júgóslava og Þjóð- verjar hafa ekki sótt neitt verulega fram enn í norðurhluta landsins. Júgóslavar sækja fram í Albaniu Enn hefir engin opinber staðfesting borizt frá Belgrad á fréttinni um það, að Júgóslavar hafi tekið Skutari í Norður-Al- baníu. En sú frétt hefir verið endurtekin af ameríkskum frétta- stofum, og það er víst, að Júgóslavar eru á þessum slóðum komnir 35—40 km. inn í Albaníu og hafa tekið þar smábæinn Litch. Talið er einnig víst, að fréttin um töku ítölsku hafnarborg- arinnar Zara á Dalmatíuströnd sé rétt. En ítalir bera þá frétt til baka, að Júgóslavar hafi tekið Fiume. Bardagarnir i Strnmaðai. Struinadal segja frá aödáunaö- veröri vörn Grikkja. Frh. á 2. síðu. Vígstöðvarnar norðan við Salo- niki. Vardardalurinn, sem ligg- ur frá Skoplje í Júgóslavíu niður að Saloniki, sést á kort- inu. Dalurinn, sem liggur til sjávar íyrir austan Vardardal- inn (frá suðvesturhorni Búlg- aríu, til hægri við Saloniki á kortinu), er Strumadalur. FrnmvarpoiBkenBsln tannlækna við hð- skilann. F1' RUMVARP er komið fram á alþingi um tannlækna- kennslu við læknadeild háskól- ans. Flutningsmaður er Vil- mundur Jónsson landlæknir. Frumvarpið er svohljóðandi: 1. gr. Stofna skal til tann- læknakennslu við læknadeild Háskólans. 2. gr. Þeir stúdentar, sem leggja vilja stund á tannlækna- nám og ljúka tannlæknaprófi, skulu hafa lokið miðhlutaprófi í læknisfræði. Að öðru leyti skal kveðið á um tilhögun kennsl- unnar í reglugerð. 3. gr. Til þess að annast tann- læknakennsluna skal skipa sérstakan dósent við lækna- deildina og tannsmíð. Auka- kennslu má fela stundakenn- kennurum. Dósentinn nýtur sömu réttinda og aðrir dósent- ar Háskólans. Ráðherra ákveð- ur tannsmið og stundakennur- um laun, er greiðast úr ríkis- sjóði. ttalir og Pjóðverjar hafa nú einnig tehið Derna i Anstur-Libp FRÁ AFRÍKU hafa litlar fregnir borizt síðasta sól- arhringinn aðrar en þær, að vélahersveitir Þjóðverja og ít-. ala í Libyu hafi nú einnig tekið Derna. Brezkar flugvélar halda uppi látlausum loftárásum á hinar þýzku og ítölsku hersveitir og telja sig hafa unnið þeim mikið tjón. Fréttirnar Bf bardög’unnum í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.