Alþýðublaðið - 09.04.1941, Side 2

Alþýðublaðið - 09.04.1941, Side 2
BtfÐVIKUDAGUR 9. APRIL 1941 ALÞYÐUPLAÐIÐ Loftvarnanefnd hefir ákveðið að loftvarnaæfing verði ha!d- in laugardaginn 12. april n.k. Er hér með brýnt fyrir monn- um að fara eftir gefnum leið- beiningum og fyrirmælum, og verða feir, sem brjéta settar reglur, látnir sæta ábyrgð. Reykjavík 9. apríl 1941. Loftvarnanefnd. - En sTeitaskólarnlr of fin- Ir fyrir kaupstaðabörnin ? ----«---- Fnrðulegummæliformanns Fram sóStnarfloftíksins á alþmgi í gær STRÍÐIÐ Á BALKANSKAGA Frh. af 1. síðu. Hörðust er viðureignin sögð hafa verið um svonefnt Rupels- skarð, par sem 150 grískir sjálf- boðaliðar stöðvuðu margfalt of- urefli Þjóðverja klukkustumdum saman. Það vom grískir sjálfboða liðar, sem tóku að sér að verja skarðið og komust Þjóðverjar 'þar ekki pversfótar með véla- hersveitir sínar fyr en Grikkim- ir voru aliir með tölu fallnir. Atustur í Þrakíu, par sem eng- in vörn var neynd, vegna þess að ekki var talið hugsanlegt að veita nokkurt verulegt viðnám á svo mjórri og flatri strandlengju, em Þjóðverjar komnir suður að Eyjahafi og hafa tekið hafnar- borgina Dedeagatch aðeinsrúma 20 km. frá landamærum Tyrk- lantds. Tyrkneska stjórnin ræddi igær við herforingjaráö sitt hið nýja ástand, sem skapast hefir við pað, en hún hefir enn sem fyr enga opinbera afstöðu tekið til blurðanna á Balkanskaga, BandariKin kanpa 39 dSnsk skip. Það hefir nú verið tilkynnt í Washington, að Bandaríkin muni kaupa pau 39 dönsk skip, sem hald varhald var lagt á í höfnum par vestra, og er sendiherra Dana í Washington sagður hafa getið sampykki sitt til pess. Talið er víst, að skipin verði pegar í stað tekin til vopnaflutn- inga til Evrópu og þá fyrst og fremst til Grikklands og Júgó- slavíu. LOFTÁRIRNAR á kiel Frh. af 1. síðu. Margar minni loftárásir voru gerðar á borgir á Norður-Þýzka- fand í fyrrinótt. Þjóðverjar gerðu einnig margar loftárásir á Eng- Iand, en enga, sem stórkostlegt tjón varð af. Fregnir frá London í morgun herma, að sprengjuflugvélar Breta hafi gert aðra loftárás á Riel í nótt, en nánari fregnir af henni voru þá enn ókomnar. Loftárásá Coventrjr i nðtt Fregnir frá London í morgun herma einnig, að þýzkar sprengju- flugvélar hafi gert mikla loft* árás á Coventry í nótt og hafi hún staðið í margar klukku- stundir, Ógrynni af’ eldsprengjum var varpað niður yfiT borgina og á eftir peim sprengjum af stærstu gerð. Nákvæmar fregnir voru ekki komnar frá Goventry, en tal- ið er að tjónið hafi orðið mikið. NORSKT SKIP SKOTIÐ í KAF Frh. af 1. síðu. björgunarbáta með samtals 37 mönnum, annar er frá skipinu sem Gulltoppur bjargaði mönn- um af s.l. sunnudag, en hinn er af norska skipinu. Áheit á Neskirkju. Nýja kirkjan í Nessókn hefir fengið 50,00 kr. áheit frá sjö- mannskonu á Seltjarnarnesi. Beztu þakkir. G. A. 4í\7IÐ skulum leggja V þann hugsunarhátt til hliðar á þessum tímum, að tryggja þurfi efnaðri borgurum þjóðfélagsins skemmtistaði. Hugsum heid- ur meira um það að bjarga okkar æskulýð, — ekki að- eins undan beinum hernað- araðgerðum, heldur og ým- is konar annarri óhollustu.“ Þannig fórust Sigurjóni A. Ólafssyni orð í umræðum um frv. til 1. um heimild fyrir ríkis- stjórnina til að taka á leigu fundahús, þinghús og skólahús í sveitum, vegna brottflutnings barna úr kaupstöðum landsins. Var frv. rætt í Efri deild á þingfundi í gær. En ástæðan til þess, að Sig- urjóni fórust þannig orð, var sú, að Jónas Jónsson hreyfði því, að viss skólahús í sveitum yrðu undanskilin sumardvöl kaupstaðabarna. Væru þessir skólar svo fínir, að allt myndi þar spillast og eyðileggjast, við tilkomu barnanna úr kaupstöð- unum. Tilnefndi han neinkum kvennaskólana að Hallorms- stað, Laugum og Laugalandi, þar sem kvenfólkið hefði búið um sig með þeim þokka, sem því einu er laginn. Þá kvað hann ófært að taka Laugarvatn til dvalarstaðar fyrir böm, því að þar væri löngum þægilegur sumardvalarstaður og funda- staður fyrir Reykvíkinga. Páll Hermannsson tók í sama strenginn um kvennaskólana, og gat þess þar að auki, að hann óttaðist, að ef vinnukrafti yrði ekki bætt við bændur í sumar, mundi verða mikil töf og trafali að því, að börn úr kaupstöðum yrði flutt í stórum stíl til sveita. Sigurjón Ólafsson andmælti þessum skoðunum kröftuglega. Hann kvað það liggja í augum uppi, að gott og stjórnsamt fólk yrði að veita bömunum umsjá á hinum stærri stöðum, eins og skólunum. Væri þegar nokkur reynsla fengin í þessu, og virt- ist hún ekki þurfa að fæla frá þessum ráðstöfun’am. Og vissu- lega væri það betra að börn okkar fengi að dveljast x um- ræddum skólum en að þeir yrðu teknir til afnota af erlend- um hermönnum. Hvað Laugarvatni viðvéki, kvað Sigurjón það alkunnugt, að þar lægju auðugir borgarar við á sumrum sér til skemmt- unar. En vissulega þyrftu allir að gera sér það vel ljóst, að margar þarfir væru ose ná brýnari en sú, að tryggja efn- aðri borgurum þjóðfélagsins skemmtistaði. En hvað ætli mæðurnar, sem mest og bezt hafa unnið að stofnun umræddra húsmæðra- skóla, segi um það, að þeir aéu of góðir dvalarstaðir fyrir börn, sem eru í hættu stödd í kaupstöðunum. Lélegnr Dsgsbrnoar- fnndor i gærkveldi. AGSBRÚNARFUNDUR- INN í gær var lítið ann- að en rifrildi og skammir. Hann var ákaflega illa sóttur og var fundarsalurinn ekki nema hálfur. Stjórnin lagði til að ársgjald félagsmanna hækkaði upp í 20 krónur — og var það samþ. Stjórn félagsins varð fyrir mik- illi aðfinnslu og vaír Héðinn einn til varnar. Allar tillögur, sem voru andvígar honum voru úrskurðaðar frá af honum sjálf- um — án þess að það væri frek- ar rökstutt. Var stjórnin í algerum minni hluta á fundinum. Fjórar nýjar bækur frá forlagi Isafoldarprentsmiðju: Tómas Sæmundsson, æfiferill hans og æfistarf. Eftir Jón Helgason dr. theol., biskup. Þessarar bókar hefir verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Menn um land allt hafa hlustað á erindi Jóns biskups Helgasonar og ákveðið að kaupa bókina, þegar hún kæmi í bókaverzlanir. Nú er bókin komin og upplag er lítið. Á fömum vegi. Sögur eftir Stefán Jónsson kennara. í þessari bók eru 7 sögur, hver annarri betri, sem vekja mun almenna athygli. Um loftin blá. Eftir Sigurð Thorlacius skólastjóra. Þetta er önnur útgáfa bókarinnar, fyrri útgáfan seldist á nokkrum dögum fyrir jólin. Þarna er sumargjöfin handa unglingum um land allt. 100 íslenzkar myndir. Pálmi Hannesson rektor valdi og samdi for- mála. Ef þér viljið gefa vinum yðar erlendis fallega minningar- gjöf, þá er engin heppilegri en þessi bók. Lesið þessar bækur um páskana og gefið þær í sumargjöf. BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU. Stndebaker tilkynnir: Studebaker-vörubíllinn er til í öllum stærðum. Verðið er mjög vel samkeppnisfært. Skrifstofnr vorar verHa lokaðar allan dag~ Inn, laugardaginn fyrir páska^ Afgreiösla i síma 1700 til hádegis pann dag Slóvátryggingarfélag Islands h.f. Opið verður um páskana, eins eg hér segirs Fimmtudaginn 10. þessa mán. Föstudaginn 11. þessa mán. Laugardaginn 12. þessa mán. Sunnudaginn 13. þessa mán. Mánudaginn 14. þessa mán. ATH. Látið börnin koma fyrrihluta dags. Geymið auglýsingima. 8 f, h. — 3 e. h. 3 e. h. — 7 e. h. Fyrir bæjarbúa og yfirm. úr hernum. Fyrir brezka hermenn. LOKAÐ ALLAN DAGINN. Fyrir bæjarbúa og yfirmenn úr hernum. Fyrir alla karlmenn. LOKAÐ ALLAN DAGINN. Fyrir bæjarbúa og yfirmenn úr hernum. Fyrir brezka hermenn. Miðasalan hættir 45 mín. fyrir lokun. SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR. ( 7,30 f. h. — 7 e. h. í 7 e. h. — 10 e. h. I 8 f. h. — 12 á h. I 1 e. h. — 3 e. h. f ciag er sfðastl sSludagnr f 2. tlokki. Dregið á laugardag. — HAPPDRÆTTIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.