Alþýðublaðið - 09.04.1941, Page 3

Alþýðublaðið - 09.04.1941, Page 3
*--------- AIMÐUBLAÐIÐ -------------------• Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Slmar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 3.00 á mánuði. 15 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. »------------------------------------^----* Nýtt, alvarlegt vandamál. -----------4- YÍÐ veröum að horfast í augu við þá einkennilegu stað- reynd, að hin miklia vinna ,sem nú er hér og skapaðist við her- nám landsins, er að verða að alvarlegu vandamáli. Er nálægt pví ab jretla vandamál sé jafn erf itt viðfangs og atvinnu'.eysiö var, þegar það var mest og h'undruð heimila þjáðust vegna þess. (Um þessar mundir flykkjast skipbrotsmenn að ströndum íands ihs og fréttirnar, sem okkur ber- ast utan af hafinu hér ekki all iangt undan, eru ægilegri en orð fá 'lýst. Það getur vel verið að þetta sé aðeins ofviðri, sem geisar skamma stund, og að annar stríðsaðijinn, sem talirnn er ráða vpgUm hafanna, geti á tiltölu- lega skömmum tíma hreiusað þá svo, að þeir verði aftur færir fyrir sjófa endur, sem flytjanauð- synjar ti'l landanna og einnig okkar lands. En Um þetta er ekki hægt að fullyrða neitt. Enginn veit, hve lengi þetta ofviðri geisar, og •engihn veit hve nær sigliugar okkar geta hafist aftur af full- um krafti, eða hvort okkur auðn- ast að halda þeifn leiðum opn- ttn, sem enn eru farnar. Ef okkur tekst það ekki, þá stöðvast flutningar á nauðsynj- sim ti'l landsins og þjóðin getur þá ekki fengið erlendar nauð- synjar ti'l að lifa á. Þess vegna sjá menn nú að hin mikla vinna hjá setuliðinu bæði hér og annarsstaðar á land- SnU, felur í sér alvarlega hættu. pvi að menn stunda hana vegna kaupsins og hætta við framleiðsl- Wna. Það hefir þegar verið bent á það hér í blaðinu og víðar, að varla er Irægt að fá manneskju tii fiskverkunar, og úr nágranna- kaUpstöðuinum, þar sem kartöfl- Sir eða annar jarðarávöxtur hefir verið ræktaðu'r í stórum stil á fundanfömum árum, berast þær fréttir, að menn telji það alls ekki borga sig fyrir þá að undir- T>úa garða sína tii ræktUnar. Kaupi’ð, sem þeir fá nú fyrir að byggja vígvirki í landinu, er það mikið, að basl þeirra við garðrækt er alveg fráleitt að peirra áliti. Þeir hafa ekki feng- Sð svo mikið í aðra hönd á und- anförnum ámm fyPir kartöf’um- ar eða aðrar garðaafurðir, ajð þeir telji að þeir geti kastað frá sér vinnu, sem gefut þeim x aðra hönd eftií vikuna 160— 200 kfónur. Þetta er ekki nema eðlilegt frá því sjónarmiði, sem við höfum allt af haft, en menn verða aö muna það að allt er gjörbneytt frá því sem áður var. Hvað eigum (við að gera við peninga ef við getum ekki feng- ið brýntostu lifsnauðsynjar okk- ar fyrir þá? Þýðir þér að skamta barninu þínu peningaseðii á disk- iun sinn næsta vetur? Og hvern- ig fer fyrir landbúnaðiuum, ef enginn fæst til að vinna við hann? Undanfarnar vikur hafa sveitamenn streymt hingað til Reykjavíkur. í stórum stíl til að ná í gullið. Fæstir jreirra telja að það borgi sig að fara heim aftur, þegar vorannir byrja í sveitinni. Þeir vilja heldur taka sínar 23 krónur á dag hér í Reykjavík og eyða 10 þeirra. Þeir vilja það heldur en að fatra heim til sín og hugsa um fram- leiðslu landbúraaðarafurðanna, er hafa fætt okkur og klætt á und- anförnUm öldum. Það er sama sagan og uni garðana. Það er einkenniiegt að svo virð ist, sem fáir hafi veitt j)essu nægi ega mikla athyglt, og engin rödd hefir heyrst um þetta á aljjingi og nú sitja þar þó þing- menn þjóðarinnar. Þó að mörg aðkallandi vandamál steðji nú að úr ölltom áttum og flest jreirra ákaflega vandleyst, þá er j>etta þó sennijega eitt af þeim alvar- legustu eins og nú er ástatt. i Það er erfitt að sjá hvemig skuli ráða bót á þessu. Eu fyrsta skilyrðið til ]>ess að það verði gert, er að hvert manns- bam í landinu, sem getur leyst eitthvert starf af hendi taki sér þtarf í hönd. Hver karl og hver kona verður að gera skyldu sína við þjóðarheildina og sjálfa sig. Það er mjög líklegt að bænd- tom myndi korna jjað vel að kon- tor úr ; kaupstööum réðu sig í kaupavinnu til jæirra í miklu stærri stíl en nokkru sinni áður og msetti um leið, ef til vili, ieysa að nokkm vandamáliðmeð bömin. Hér er aðeins bent á þetta, þó að líklegt sé, að þetta myndi ekki nema að sáralitiu leyti leysa aðalvandann. Einmitt nú þarf að framleiða í stærri stíl en nokkru sinni áður. Einmitt nú ríður okkur lífið á að búa okkur undir haustið og veturinn, ekki með peningum í kistu eða í banka heldur með nauösynjum, sem við getum sjáif framleitt í landinu okkar. Ef nauðsyn krefur verða stjórn- arvöld landsins að taka hér í taumana og tryggja það aðfram- leiðsla iífsnauðsynja fyrir þjóð- ina verði ekki vanrækt vegna hinnar vel borguðu vinnu hjá brezka setuliðinu. 1 ** Arthur Gook Samkomur í Varðai'húsinu skír- dag og föstud. langa kl. 4 og 8V£ báða dagana. Allir vel- komnir. ALÞYÐUBLAÐID MÍÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1941 REYKJABORG -♦ .. Á morgun, skírdag, fer fram minningarathöfn í dóm- kirkjudni um sjómennina, sem fórust, þegar togarinn „Reykjaborg“ var skotinn í kaf. í tilefni af því hefir Sig- urður Einarsson docent sent Alþýðublaðinu eftirfarandi grein: EYKJABORG var falleg- asta og stærsta skipið í íslenzka fiskiflotanum. Og hún var meira. Hún var tákn þess að íslendingar gefast aldrei upp í örðugleikum. Hún var keypt á tíma, þegar gamla útgerðin, með gömlu aðferðunum, 'var að tapa. Hún var svar hins ís- lenzka framtaks við axar- sköftum liðins tíma, og örðug- leikurp hins yfirstandandi. Út- gerðin var að hrapa. Tap og halli var viðkvæði dagsins. En engin þjóð verður fædd eða haldið við menningu með tapi og halla, undanhaldi og kveinstöfum. Aflasælasti og giftudrýgsti sjósóknari lands- ins svaraði undanhaldi þjóðar- innar í það sinn með því að leggja til þess afla sinn og auð, formannsgiftu sína og persónu- lega yfirburði, að sýna íslend- ingum hvernig þeir ættu að starfa á sjónum í framtíðinni. Og Reykjaborg var keypt; hin fljótandi verksmiðja, hinn fullkomni tcgari, — stoltasta skipið í íslenzka flotanum. Og Reykjaborg varð meira. Við á- ræði og formannsvit Guðmund- ar á Reykjum fór þjóðin að meta framtíðarkröfur sínar og heill. Hún sá ,,Reykjaborgir“ í stað ,,ryðkláfa“. Meðan Reykjaborg flaut var hún gunnfáni og tak- mark fyrir íslenzka framsókn á sjó. En nú er Reykjaborg horfin af hafinu. Við eigum hana ekki lengur. Hiún var skotin í kaf. Og stoltasta skip íslenzka fiski- flotans varð líkkista þrettán góðra drengja. Þeir voru myrtir varnarlaus- ir. Höfum við gert okkur Ijóst hvað það þýðir? Homer kvað fyrir mörg þús- und árum um ,,aidos“, dreng- skaparandann, sem toannaði manni að neyta yfirburða sinna undir vissum kringumstæðum — bannaði manni að níðast á varnarlausum andstæðingi, bannaði manni að níðast á frið- sömum vegfaranda. Og „aidos“ varð dyggð í augum Grikkja og sjálfsögð skylda, sem heimur- inn hefir virt til þessa dags, jafnvel í hernaði. Kári Sölmundarson lét vekja óvini sína, er hann kom að þeim sofandi. Þeir voru margfalt fleiri en hann og vesalingurinn Björn úr Mörk. í skapi hans svall harmur og beizkja mikilla saka. En hann var kynborinn kvistur á þeim meiði, sem skildi og virti hug- takið drengskapur. „Aidos“ Homers var samvizka hans. Þess vegna er það ekki tilvilj- un ein, að Hellas og ísland eiga nöfn sín skráð í sögunni um það, hvernig mannkynið brauzt sína torveldu leið frá villi- mennsku til siðmenningar, til vits, góðleiks og ljfvænna at- hafna. Öll barátta íslenzku þjóðar- innar, — „íslands þúsund ár“, er háð undir þessu merki, — drengskapar, — „aidos“. Kúlnaélið, sem dreif um lít- inn björgunarfleka mitt úti á Atlantshafi yfir höfðum varn- arlausra manna var af öðrum anda. Það var ekki „aidos“, sem stýrði þeim vopnum, ekki drengskapur í norrænum skiln- ingi. Það voru ekki hermenn, heldur hatendur lífsins, sem kvöddu þessa menn af jörðunni. Það hafði engan tilgang nema þann einn að særa og deyða. Og nú er Reykjaborg farin, og nú eru þeir farnir, menn- irnir á Reykjaborg. Guð blessi þá, og veri oss hlíf sem enn lif- um. En framtakið, sem skóp Reykjaborg, formannsvitið, sem stýrði henni, starfsorkan, sem dró á þiljur afla hennar og fleytti henni um höfin, mun lifa með þjóð okkar, hvað sem á dynur. Þá þótti feðrum vorum vel skilizt við þenna heim, er þeir höfðu með sér mann í helju, er þeir voru vegnir. En Hellas og ísland, „aidos“ og drengskapur, mættust endur fyrir löngu og hófu mannkynið fram á leið. Fyrir því er það, að oss þykir mennirnir á Reykjaborg hafa skilizt vel við þenna heim, að þeir höfðu með sér til lífs og bjargar marga menn, áður en þeim var kippt á burtu. Þeir voru ták-n þess alls, sem oss hefir munað fram á leið í „ís- lands þúsund ár“. Og mann- mannkyninu hefir munað á- leiðis í þessi þúsund ár „frá dauðanum til lífsins". Sigurður Einarsson. Tveir íslendingar far ast með norskn skipi Flskflutningaskipið Borgund er nú talið af. NORSKT SKIP, „Borg- und“ að nafni, fór héðan 25. marz með ísfisk til Englands en er nú talið af. Á skipinu voru 13 menn, þar af tveir íslendingar: Magnús Brynjólfsson, Þórs- götu 2, kvæntur og átti 2 böm. Hannes Sturlaugsson, Þing- holtsstræti 28 og átti hann fyrir móður sinni og 2 börnum að sjá. „Borgund“ var eitt af norsku flóttaskipunum og kom það til Þórshafnar í Færeyjum í fyrra sumar. Gtonnlaugiur Sigurðsson. QflDBÍaognr Signrðs- son fjfrrs. bælarfnli íri ð Siglnfirði er sextín ðra i dag. GÚNNLAUGUR SIGURÐS- SON á Siglufirði er 00 ára í diag. Gunnlaugtor er einn af frmn- herjtom Alj)ýðuflokksins á Norö- toTlandi. Hann var einn af stofn- endium Verkamannaféiags Siglu- fjarðar árið 1918 og formaðtor þess til 1933. Þá var hann for- maðtor Verkamannaféiagsins „Þróttar" á Siglufirði frá 1934— 1935 og í stjóm þess til ársins 1936. Gunnlaugur sat í bæjarstjórn Siglufjarðar sem aðalmaður frá 1926—1938, en siðan hefir hann verið varamaðiur flokksins I bæjr arstjórn. Auk þessa hefir hann SB ið í nigtorjöfnunamefnd í m>öilg! ár og gegnt ótal mörgum öðr- Um trúnaðarstörfum fyrir al- þýðuna á Siglufirði. Þá hefir hann í nokkur ár átt sæti í stjóm Alþýðusambands íslands. ■ GtonnlauguT. er íæddur I Skar- 0al í Siglufirði 9. apríl 1881 og var par til 16 áfra aldtors, en þá ftottist hann á eyrina á Sigluflrði og er þannig einn af elztto borg- tomm Sigltofjarðarkaupstaðar. — Ounnlaugtor nam ungur trésmíði og hefir stundað hana jö-fnttm höndtom og sjómennsku, og var hann formaður á vélbát til 1929, að hann hætti að sækja sjóinn, og hefir síðan tonnið hjá Síidar- verksmiðjum rikisins. Hann er kvæntur Mangréti Böðvarsdöttur, og hafa þa« hjón búið saman í 35 ár. Gnnnlaugur er enn þá em og Rngur í anda og áhuga hans og festu hefir ætíð verið við brugð- ið. Hann nýttor mikils trausts hjá ölltom Siglfirðingum, enda rnunu siörf hans í þágto þeirra seint metin að verðleikum. Alþýðtoblaðið óskar Gunnlaugi til hamingju á 60 ára afmælinu og óskar þess að Alþýðuflokk- urinn megi sem Iengst njótia starfskjafta hans. SkriístðfuF stjóraarráðsiDS og ríkisféhirðis | ’ verða lokaðar laugar> daglnn tyrlr páska.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.