Alþýðublaðið - 09.04.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.04.1941, Blaðsíða 4
KDViftUDAGUR 9 APRIL 1941 AIÞYÐDBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR Næturlaéknir er Gunnar Cortes, Eiríksgötu 11, sími 5995. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 20,30 KvÖldvaka: Upplestur: Á- rásin á Noreg, eftir C. Hambro (Guðni Jónson magister). Sigurð- ur Bjarnason og Hjálmarskviða, 100 ára minning: a) Jón Jóhann- eeson: Um Sigurð Bjarnason. b) Kvæðalög: Kjartan Ólafsson og Jóhann Garðar kveða úr Hjálm- arskviðu. c) Hljómplötur: íslenzk sönglög. 21,50 Fréttir. Dagskrár- lok. SKÍRDAGUR: Helgidagslæknir er Kristjón Hannesson, Mímisveg 6, sími 3836. Næturlæknir er Daníel Fjeld- »ted, Laugaveg 79, sími 3272. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 20,30 Um daginn og veginn (síra Jakob Jónsson). 20,50 Einleikur á lllkið úrval af kven- silklsokknm og sokkabandabeltnm. FREYJUPUNDUR á föstudag- inn langa kl. 8 e. h. 1. Ávarp. 2. Upplestur úr ljóðaflokkn- um „Friður á jörðu“ eftir Guðmund Guðmundsson. 3. Guðsþjónusta: Jón Kr. ís- feld stud. theol. prédikar. Söngflokkur I.O.G.T. aðstoð- ar. Öllum er heimill aðgang- ur meðan húsrúm leyfir. Fólk er beðið að hafa með sér sálmabækur. Æðsti templar. píanó (Emil Thoroddsen): a) Bal- lada í As-dúr og 2 Mazurkar í cis- moll og f-moll, eftir Chopin. b) Ung. Rhapsodie No. 11, eftir Liszt. 21,10 Upplestur: „Friður á jörðu“, kafli úr kvæðaflokki eftir Guðm. Guðmundsson (Edda Kvaran). 21,30 Hljómplötur: Kantata nr. 152, eftir Bach. 21,50 Fréttir. Dag- skrárlok. FÖSTUDAGURINN LANGI. Helgidagsíæknir er Theódór Skúlason, Vesturvallagötu 6, sími 3836. Næturlæknir er Eyþór Gunn- arsson, Laugaveg 98, sími 2111. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 11 Messa í dómkirkjunni (síra Friðrik Hallgrímsson). Sálmar nr. 148, 150, 152, 157. 12,10—13 Há- degisútvarp. 14 Lítúrgisk messa í þjóðkirkjunni í Hafnarfirði (síra Garðar Þorsteinsson). 19,30 Hljóm plötur: Kirkjulög. 20 Fréttir. 20,20 Ræða (síra Sigurbjörn Einarsson). 20,40 Sálumessa (Requiem) eftir Verdi (hljómplötur). 21,55 Frétt- ir. Dagskrárlok. MESSUR: í dómkirkjunni: Skírdag kl. 11 síra Bjarni Jónsson (altarisganga). Föstudaginn langa kl. 11 síra Frið- rik Hallgrímsson, kl. 5 síra Bjarni Jónsson. Hallgrímsprestakall. Skírdag kl. 11 f. h. hámessa í fríkirkjunni. Altarisganga. Sr. Jakob Jónsson: Á föstudaginn langa kl. 11 há- messa, síra Sigurbjörn Einarsson, altarisganga. í fríkirkjunni: Skírdag kl. 2 sr. Árni SigurðSson (altarisganga). Föstudaginn langa kl. 5, sr. Árni Sigurðsson. Dönsk guðsþjónusta í Trefoil Sailors home: Á skírdag kl. 5 og föstudaginn langa kl. 5. Biering Prip prédikar. í kaþólsku kirkjunni. Skírdag: Biskupsmessa og krismuvígsla kl. 9 árd. Bænahald og prédikun kl. 6 síðd. Föstudaginn langa: Messa hins forvígða guðslíkama kl. 10 árd. Prédikun og krossganga kl. 6 síðd. í Mosfellsprestakalli. Á skírdag kl. 14: Viðey. Á föstudaginn langa kl. 15: Þingvellir. f Útskálaprestakalli. Skírdagur: Hvalsnesi kl. 1. Föstud. langa: Keflavík kl. 1 %, Útskálum kl. 4 og Sandgerði kl. 6 (barnaskólan- um); síra Eiríkur Brynjólfsson. Kaþólska kirkjan í Hafnarfirði. Á skírdag: Hámessa kl. 9, bæna- hald kl. 6 síðd. Á föstudaginn langa: Kirkjuguðsþjónusta kl. 9, prédikun og krossganga kl. 6 síðd. í Nessókn: Skírdagur: Barna- guðsþjónusta kl. 10 í skólahúsinu í Skildinganesi. Á föstudaginn langa: Messað í Mýrarhúsaskóla kl. 2%. í Hafnarfjarðarkirkju á skírdag kl. 2 altarisganga, föstudaginn langa kl. 2, síra G. Þ. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Bergþóra Sigmarsdóttir, Ránar- götu 21, og liutenant William Cook. Alþýðublaðið kemur næst út á laugardag. Vopnin kvödd heitir nýútkomin bók eftir Ern- est Hemingway. Er þetta af mörg- um talin éinhver bezta bók þessa heimsfræga höfundar. Halldór Kilj an Laxness hefir íslenzkað bókina og ritað formála að henni. Útgef- andi er Mál og menning. „Allir hugsa um sig — það er bara ég, sem hugsa um mig“ heitir nýútkomin bók eftir Sigrid Boo. Steinþór Guðmunds- son hefir þýtt bókina, en útgef- andi er Söguútgáfan á Akureyri. Happdrættið. í dag er síðasti söludagur. Dreg- ið verður á laugardag. Goðafoss er kominn úr utanlandssigling- um. Ný bók, sem marg- ir hafa beðið eftir. F YRIR nokkmm dögum kom á bókamarkaðimi ný bók eftÍT Jón bisklip Helgason. Er það æfisaga Tómasar Sæmiunids- sonar og nefnlst „Tómas Sæm- tundsson. Æfiferill hans og œfi- starf“. Er þetta mikið rit, 261 blaðsíða IIH GAMLA Bion ws nýja bió mm Stúlkan frá Kentucky. Dndir snðrænni sól (The Lady’s from Kentu- Ameríksk kvikmynd frá cky)). Universal Pictures, er ger- Aðalhlutverkin leika: ist að mestu leyti í Rio de GEORGE RAFT, Janeiro í Suður-Ameríku. ELLEN DREW og — Aðalhlutverkin leika: HUGH HERBERT. BASIL RATHBONE, Aukamynd: VICTOR McLAGLEN Merkustu viðburðir árs- og norska leikkonan 1 ins 1940. SIGRID GURIE. S Kvikmyndir af þeim og <• Sýnd klukkan 7 og 9. 1 skopteikningar. 'ij Börn innan 16 ára fá ekki 1 Sýnd kl. 5, 7 og 9. I aðgang. Dinssýning nemenda og Lohadansleiknr verður haldinn í Iðnó í kvöld kl. 8.30. — Aðgöngumiðar verða seldir í Iðnó frá kl. 5—6 í dag og við inngang- inn. Bára Sigurjónsdóttir. Innilegar þakkir færi ég öllum samsveitungum mínum, nemendum og öðrum vinum, er heiðruðu mig með gjöfum, samsæti og heillaóskum á sextíu og fimm ára afmæli mínu. Vestri-Skógtjörn, 8. apríl 1941. KLEMENS JÓNSSON. ‘í stórtu broti, sem auk æfisög- Unnar hefir inni að halda for- mála eftir höfundinn, inngang um ætt Tómasar, yfirlit yfir heim- ilditr og nafnaskrá. Bókin er einn- ig prýdd nokkrum ágætum mynd- Uim. Útgefandi er Isafoldarprent- srniðja. Það var vitað fyrir nokkru, að Jón biskup Helga&on, hinn tnikilvirki æfisagnaritari, var að ljúka við þessa æfiisögu Tómasar SæmUndssonar, afa síns, og hafa margir beðið hennar með mik- illi eftirvæntingu. Bókarinnar mun verða nánar getið hér í blaöinu síðar. 102 THEOÐORE DREISER; JENNIE GERHARÐT Mydgely, maður Imogene, var enniþá deildarstjóri þar, og áð hann bjó í Evanston. Vegna missættis hans við ættingja sína gat hann ekki komist á snoðir um það strax, hvernig öllu var varið. En hann frétti það skömmu seinna. Maðurinn, sem færði honum fréttina, var enginn annar en Henry Bracebridge frá Cleveland, sem hann hitti eitt kvöldið í Union Club, iþegar hann hafði verið heima í mánaðartíma. — Ég hefi frétt, að þú sért kominn út úr^gamla fyrirtækinu, sagði Bracebridge og hrosti kurteislega. — Já, svaraði Lester — ég hefi sagt skilið við það fyrirtæki. — Hvað tekurðu þér nú fyrir hendur? — O, ég hefi nú ýmislegt á prjónunum. Ég er að hugsa um, að stofna fyrirtæki sjálfur. — Þú ætlar vonandi ekki að fara að keppa við bróður þinn? — Það var góð hugmynd hjá honum að stofna kaupsýsluhringinn. — Það hefi ég ekkert frétt um. Ég er nýkominn heim frá Evrópu. — Þá er sennilega bezt fyrir þig að fara að vakna af ferðavímunni, sagði Bracebridge. Hann er búinn að ná tökum á öllum stærstu fyrirtækjunum í sinni framleiðslugrein. Mér datt ekki annað í hug, en að þú vissir, að sex stærstu vagnaframleiðslufyrirtækin eru raunverulega undir stjórn hans. Bróðir þinh var kosinn framkvæmdastjóri kaupsýsluhringsins. Og það mætti segja mér, að hann hafi grætt fáeinar miljónir á því viðskiptaibragði. Lester starði á hann og hann varð hörkulegur á svipinn. — Jæja, það var heppilegt fyrir Robert, það gleður mig. Bracebridge sá, að hann hafði fært honum slæma frétt. — Jæja, vertu sæll, gamli vinur. Þegar þú kemur til Cleveland verðurðu að heimsækja okkur. Þú veizt, að konunni minni þykir gaman að sjá þig. — Ég veit það, sagði Lester. — Vertu sæll. Hann gekk hægt inn í reykingaslinn, en þessi frétt hafði svipt hann allri hrifningu á þessu fyrirtæki, sem hann hafði ætlað að bjóða aðstoð sína. Hvernig skyldi fara fyrir litla fyrirtækinu hans, þegar bróð- ir hans væri orðinn framkvæmdastjóri kaupsýslu- hrings? Hamingjan góða! Á einu ári hafði Róbert komizt fram fyrir hann. Lester hafði alltaf dreymt um íþað sjálfan að stofna framleiðsluhring. Nú hafði bróðir hans framkvæmt áformið. Eitt er að hafa æskuþrek og hugrekki til iþess að bera af sér þau högg, sem örlögin greiða mönnum stundum. En það er annað að finna fimmtugsaldur- inn nálgast, sjá efnahaginn þrengjast og öll sund lokast. Allt varð nú til þess að svifta hann hug- rekkinu. Hann reyndi að halda jafnvæginu — og honum fannst sér hafa hepþnazt það hingað til, en þessi síðasta frétt hafði fengið mjög á hann. Þegar hann kom heim um kvöldið var hann mjög daufur og niðurbrotinn. Jennie varð þess vör. Hán hafði fundið á sér allt kvöldið, að eitthvað óþægi- legt væri á seiði. Hún hafði verið örvæntingarfull. Þegar hann kom sá hún strax, að eitthvað hafði komið fyrir. Hana langaði til að spyrja: — Hvað er að, Lester? En svo datt henni í hug að láta sem ekkert væri, þangað til hann segði henni frá því sjálfur, sem þjáði hann. Hún reyndi að leyna hann því, að hún hefði orðið þess vör, að eitthvað amáði að honum. Hún reyndi að tala við hann, án þess að láta á nokkru bera. — Vesta var ánægð með sjálfa sig í dag, sagði hún, til þess að hafa af fyrir honum. — Hún fékk svo góða einkunn í skólanum. — Það er gott, sagði hann alvarlegur. — Og hún er farin að dansa svo vel. Hún sýndi mér fáeina nýju dansana í kvöld. Þú veizt ekki, hvað hún er orðin fim að dansa. — Það er gleðilegt, sagði hann. — Ég hefi alltaf ætlazt til þess, að hún lærði að dansa. Nú fer að verða tími til þess, að hún verði send í góðan kvenna- skóla. — Og pabbi er svo reiður. Ég gat ekki varizt hlátri. Hún gerir svo mikið gys að honum, litla tát- an. í gær bauðst hún til þess að kenna honum að dansa. Hann hefði hýtt hana, ef honum þætti ekki svona vænt um hana. — Það hefði mér þótt gaman að sjá, sagði Lester og brosti. — Gerhardt dansa! Það hefði verið spaugi- legt. — Og hún lætur sér á sama standa, hvað hann segir. — Það þykir mér vænt um að heyra, sagði Lest-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.