Alþýðublaðið - 18.04.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.04.1941, Blaðsíða 2
FÖSTUBAGUR 18. APRÍL 1941 EG sé að grein sú, er ég skrifaði í 111. tölublað Tímans í nóvemib. s.l. hefir vakið allmiklar umræður hér í blaðinu og raunar fleiri blöð- um s.l. tvo til þrjá mánuði. Má þar meðal annars nefna tvær greinar eftir Guðmund Inga að Kirkjubóli, grein eftir Dag Brynjólfsson í 3. og 5. tölubl. Tímans í janúar s.l., grein eftir Úlf Indriðason í 16., 17. og 20. tölubl. sama blaðs og einhverj- ar fleiri greinar í öðrum blöð- um, hálfdauðum og lítt lesnum, sem raunar skipta því ekki máli. Grein mína nefndi ég sem kunnugt er: „Hvort er betra og arðvænlegra að vera bóndi í sveit eða verkamaður í kaup- stað?“ Virðist svo sem efni þessarar greinar hafi ekki verið sem bezt séð af framangreind- um höfundum, því að skrif þeirra eru í sumum atriðum í svipuðum anda og skrif heittrú- armanna, sem hyggja ávallt einhvern andstæðing á næstu grösum, sem þó oftast alls ekki er til. í þessu tilfelli eru framan- greindir höfundar að glíma við einhvern andstæðing, sem að- eins er til í þeirra hugarheimi. Þeim finnst ég hafa ráðizt á heilög trúarbrögð að því er snertir gildi talna. Þeir gera sér í hugarlund að ég hafi hall- að á bændur, eða bændastéttina almennt, með því að birta áætl- un um tekjur tveggja manna, annars í sveit en hins í kaup- stað. Þeir gleyma efni og anda nefndrar greinar minnar. Þeir minnast vart á þá þjóðarhættu, sem af því stafar, ef sveitirnar tæmast af fólki, og önnur fleiri aðalatriði í nefndri grein minni. Allt fer í árangurslausa glímu út af tekjum þessara tveggja manna. Og svo er ákafinn mik- ill, að sumir þeirra leitast við á mjög vafasaman hátt að vé- fengja eða jafnvel rangfæra töl- ur til að verja— sennilega óaf- vitandi þó — flóttann úr sveit- unum. Allt þetta vekur undrun mína. Ég neita því að hafa hall- að á bændastéttina bg ég neita því að slíkt hafi komið fram í nefndri grein minni. Ég fullyrði að ég hafi í stað þessa talað hennar máli, en jafnframt sýnt sanngirni gagnvart öðrum stéttum. Ef til vill hefði mér sézt yfir þá sanngirni, hefði ég ekkert þekkt til annarra stétta en bændastéttarinnar, en með henni hefi ég lifað 3A hluta úr stuttri æfi. En þótt það sé sann- færing mín, að ég þekki þá stétt bezt, sem hefir borið mig og barnfætt, þá tel ég mér það heldur til gildis í þessum um- ræðum en hitt, að hafa lítillega kynnzt aðstöðu þeirra manna, er tilheyra öðrum stéttum. í mínum augum skiptir það engu máli, hvort blöðin — ein af hin- um andlegu samgöngutækjum manna — eru skrifuð á skrif- stofu eða í baðstofu. Hitt skiptir máli, hvort þeir, sem skrifa, þekkja aðeins eina hlið málanna eða fleiri. Þótt ég sé sammála hinum framangreindu bændum um margt af því efnislega í þeirra greinum, þá get ég ekki neitað _________________flLÞYÐUBUDlÐ________________ Stefán Jónsson: Hvort er betra og arðvænlegra að vera bðndl í sveit eða verkamaður i kaupstað? Þ12. nóvember s.l. skrifaði Stefán Jónsson, skrifstofu- • stjóri gjaldeyrisnefndar, all ítarlega grein í Tímann þar sem gerður var samanburður á tekjum smábónda í sveit annarsvegar og launamanns í kaupstað hinsvegar. Sýndi höfundur þar fram á með tölum að bóndi með 4 í heimili, sem hafi ársmjólk úr tveimur kúm og arð af 40 ám-til sölu, og þess utan búsafurðir til heimilisþarfa er jafn- gildi því sem launamaður geti veitt sér af sömu vöru, hafi raúnverulega hafí sömu tekjur og launamaður í Reykjavík, með jafnmarga í heimili, sem hafi haft í tekjur tæpar kr. 5.000,00 árið 1938 og rúmar kr. 6.000,00 árið 1940, ef þarfir beggja séu reiknaðar á sama hátt. Um grein þessa urðu allmiklar umræður í Tímanimi. Undu nokkrir bændur þessu illa og eyddu um 18 heildálka- rúmi í blaðinu til þess að mótmæla þessu, en er höfundur ætlaði að svara þeim, var honum neitað um rúm í Tímanum eftir að ritstjórinn hafði „saltað“ svar hans í rúmar 6 vikur. Með því að hér er um að ræða mál, sem oft hefir verið rætt í Tímanum af mikilli ósanngirni í garð þeirra er við sjóinn búa, hefir Alþýðublaðið gefið kost á að birta svar Stefáns Jónssonar og birtist það hér í dag og á morgun. því að mér finnst það bera vott um einhliða hugsanahátt að láta sér koma til hugar að ætl- azt væri til að dæmin af hinum tveimur mönnum væru sígild, ættu alls staðar nákvæmlega við hvar á landinu sem væri. Vitanlega hefir mér ekki kom- ið það í hug, enda hefði slíkt verið fjarstæða, ekki aðeins að því er snerti ibændur, heldur einnig að því er snertir hina svo kölluðu launamenn. En einmitt úr þessum misskilningi virðast hinar mörgu greinar að tals- verðu leyti spunnar, og gegnir það nokkurri furðu, þar sem ég tók skýrt fram að áætlanir mín- ar væru miðaðar við tvo á- kveðna menn. Hitt er annað mál að ég benti á að áætlanir þessar gæfu nokkra hugmynd um hvaða misskilningur ríkti manna í meðal um þessi mál, einkum að því er snerti gildi talnanna, sem oft væru séðar í hillingum án þess að gera sér grein fyrir hvað þær raun- verulega giltu. Einnig virðist mér það benda á einhliða hugs- anagang að gera ráð fyrir að allir miði allt við sjálfa sig, en slíkt kemur sums staðar fram í þessum skrifum, og mun ég, mér að meinalausu, láta slíkt afskiptalaust að því er mig snertir. Þótt ég hafi, með því að foenda á þann misskilning, að einstakt dæmi væri notað sem væri það sígilt, raunverulega svarað flestu því, sem nefndar blaðagreinar eru spunnar úr, þá þykir mér rétt að víkja nán- ar að einstökum atriðum. II. Guðmundur Ingi hefir skrif- að tvær greinar, en enn mis- skilur hann húsaleiguliðinn í á- ætlun minni að því er snertir bóndann, sem ef til vill stafar af því, að hann hefir ekki veitt því athygli, að sá hluti af and- virði seldra afurða frá búinu, sem fer til að mæta kostnaðin- um við húsnæðið, er dreginn frá um leið og athugað er hvort hinar seldu afurðir hrökkvi fyr- ir aðkeyptum nauðsynjum, og er því þessi hluti teknanna hjá bóndanum alls ekki tekinn með í hinni sambærilegu tekjuáætl- un. • En til að fyrirbyggja frekari misskilning um þetta atriði vil ég benda á einfalt ráð: Ekki þarf annað en að sleppa þessum lið úr áætlun beggja, bæði hjá launamanninum og bóndanum. Lækkar þá hin sambærilega tekjuáætlun leiguliðans um kr. 1560,00 — eins og G. I. vill vera láta. Verða þá hinar sam- bærilegu tekjur bóndans kr. 2620.35 árið 1938, en kr. 4202.36 árið 1940. En við þetta er það að athuga, að hér eru ekki taldar með þær tekjur, sem notaðar voru til greiðslu vegna húsnæðisins eins og áð- ur er sagt og er því húsnæðið umfram þessar tekjur. Ef nú á- • ætlun launamannsins (leigjand- ans) er breytt á svipaðan hátt, liggur næst að hugsa sér það algenga fyrirbrigði, að launa- maðurinn hafi húsnæði hjá vinnuveitandanum, en hið út- borgaða kaup sé þeim mun lægra, eða kr. 1560,00 lægra á ári. Tekjur hans fyrir utan hús- næðið verða því hinar sömu og hjá bóndanum, kr. 2620,35 árið 1938, en kr. 4202,36, og eru þá tekjur þær, er mæta hinum op- inberu gjöldum hjá hvorugum meðtaldar þar sem þær reynd- ust ekki sambærilegar. Hverju breytir þetta? Alls engu. Báðir hafa raunverulega þær tekjur, er mín upphaflega áætlun sýndi. Það eina, sem breytist, eru niðurstöðutölurn- ar, og er það máske nokkur fyrir þá, sem hræðast háar töl- ur, en önnur áhrif getur þetta ekki haft. Afkoman er auðvitað sú sama þótt þessi reikningslegi skollaleikur sé viðhafður. Ekki er laust við að mér finn- ist ástæða til að biðjast afsök- unar á þessari skýringu, sem hlýtur að vera flestum með öllu óþörf, en þar sem ekki minna en tvær blaðagreinar sýna, að hún á erindi til sumra, þá hlaut ég að verða að þreyta lesendur með henni. III. Dagur Brynjólfsson skrifar all langt mál í tvö -blöð í tilefni af nefndri grein minni. Er ég honum sammála um margt, enda er grein hans að mestu sjálfstæðar athuganir, sem virðast framsettar á þann veg að ætla má að nokkur reynsla sé á bak við. Þó eru nokkur at- riði, sem ég tel mér skylt að leiðrétta. D. B. gerir athugasemd við húsnæðisliðinn í áætlun minni að því er snertir bóndann, en skilur þó hina reikningslegu á- stæðu fyrir því að hann er þar með talinn. Ég hefi skýrt þetta hér að framan, en vil þó bæta því við, að ég tók það fram upphaflega, að sams konar hús- næði hjá tveimur mönnum yrði að meta til sama verðs til þess að tekju- og gjaldaáætlun beggja yrði samanburðarhæf. Þetta var óumflýjanlegt þegar um afkomuskilyrði þessara manna var að ræða, þar sem ólíkt mat hefði raskað öllu sam- ræmi. En með því að þessir menn þurftu ekki að greiða sömu upphæð af sínum tekjum fyrir húsnæðið, get ég vel fall- izt á að réttara hefði verið að halda þessum lið fyrir utan tekjuáætlun beggja, en í 'mín- um augum, þar sem afkomu- skilyrðin voru aðalatriðið, en krónutalan með sitt breytilega gildi aukaatriði, skipti þetta engu máli. Ein mjög leiðinleg rang- færsla er í grein D. B. Hann segir: „Árið 1940 tel ég ekki hæft að taka í samanburði sem þessum, því að það er alveg sér- stakt að vöruhækkun, svo að stóru munar frá öllum venju- legum tímum.“ En hvað hend- ir D. B.? Þegar hann hefir sjálfur gert áætlun yfir tekjur bónda árið 1938, sem hefir svip- að bú (heldur minna þó) en sá er ég miðaði við, þá segir hann: „Ég ætla að þetta sýni glöggt, hvað fráleitt það er að telja tekjur hjá slíkum bónda sam- bærilegar við launatekjur ‘ kr. 500,00 á mánuði eða kr. 6000,00 um árið, þótt húsaleiga sé þar kr. 1560,00,“ eins og S. J. gerir ráð fyrir. Er ekki D. B. hér að bera saman tekjur bóndans ár- ið Í938 við tekjur launamanns- ins árið 1940? Með öðrum orð- um, árið 1940 er samanburðar- hæft að því er snertir kaup- staðabúann, en ekki að því er snertir bóndann að áliti D. B. Ég læt aðra um hversu sann- gjarnt þetta er, en hafi D. B. minnt að áætlun mín gerði ráð fyrir 6000,00 króna tekjum hjá launamanninum árið 1938, þá verður hann að lesa upp aftur. D. B. reiknar tekjur bóndans árdð 1938 með nokkuð öðrum hætti en ég, enda miðar hann við mann, sem hefir dálftið aðra aðstöðu, en það einkennilega skeður, án þess að D. B. geri sér grein fyrir því sjálfur, að hann kemst að svipaðri niður- stöðu og ég. Hann telur heildartekjur þsse bónda, er hann miðar við, kr. 3511,00, og er þá húsnæðið ekki metið til verðs. Leigu eftir jörð og hús, vexti af skuldum, viðhald, fyrningu, vanhöld á fénaði, flutningskostnað og önnur bein útgjöld við búið telur hann kr. 1343,00. Eftir verða þá fyrir fæði, fötum og opinberum gjöldum kr. 2168,00. Sambærilegar tekjur í áætl- un minni eru kr. 2897,00, og er hún því tölulega 729,00 krón- um hærri, en þegar betur er að gáð liggur þessi mismunur í eftirfarandi atriðum: D. B. dregur vanhöld á fénaði frá 'tekjum búsins. Ég taldi til tekna aðeins þær afurðir, er færu til heimilisnota og sölu og gerði þá ráð fyrir að áður hefði verið séð fyrir endurnýjun bú- stofnsins. Þetta þýðir auðvitað að ég miðaði við dálítið stærra bú. Frádrátt á tekjum vegna flutningskostnaðar frá búinu taldi ég auðvitað ekki, þar sem hinar seldu afurðir eru aðeins taldar til tekna með nettóverði. Greiddan kostnað við aðdrætti að búinu taldi ég ekki, þar sem aðstaða þess bónda, er ég mið- aði við, var þannig, að þess gerðist ekki þörf. Þennan kostnað áætlar D. B. kr. 200,00. D. B. gerir ráð fyrir að dilkar þess bónda, er hann miðar viðí séu mjög rýrir. Hann virðist miða við 110 til 11 kg. kjöt- þunga. 2,5 kg. gæruþunga og slátur og mör ca. 1,00 krónu úr dilk. Ég miðaði við nokkuð vænni dilka, enda mun dæmi D. B. miðað við það allra rýr- asta fé, sem til er á landinu. Ef þessi atriði, hvað frádrátt og tekjur snertir, í áætlun D. B. eru samræmd því, sem ég gerði ráð fyrir, þá verða niðurstöðu- tölurnar í áætlun okkar nær því nákvæmlega þær sömu. Það, sem hér ber á milli um að- stöðumun, er því ekki mikið og’ skal af mér engu slegið föstu um það, hvort dæmið er sígild- ará, ef endilega þarf að líta á þau þeim augum. D. B. miðaði aðeins við árið 1938. Taldi árið 1940 ekki sam- anburðarlhæft nema þá að því er launamuninn snertir og mun. ég því láta þetta nægja sem skýringu af minni hálfu við at- hugasemdir hans. Niðurlag á morgun). Mikið úrval af kven-silKisðkkam og sokkabandabeitnm. r,mmm... ......... KAUPI GULL hæsta verði. SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.