Alþýðublaðið - 19.04.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.04.1941, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1940. ALÞVÐUBUÐIÐ Niðurlag. IV. Úlfur Indriðason skrifar langt mál í þrjú blöð. Hann notar nefnda grein eftir mig sem einskonar teksta til að leggja útaf og gerir það af þeirri nákvæmni að engu er gleymt, en sumt misskilið. Sam- þykkur er ég honum um mörg efnisleg atriði, en ekki get ég neitað því, að mér virðist hann flytja mál sitt sem málafærslu- maður er leitast við að sanna fyrirfram ákveðna niðurstöðu, sem sé þá, að sveitimar séu ekki líklegar til að draga að sér fólkið. Af þessari ástæðu vil ég andæfa með nokkrum orð- um. Það er rétt hjá Ú. I. að ég gerði ráð fyrir því í umræddri áætlun, að börn bóndans, -bæði innan 14 ára, hjálpuðu til við framleiðslustörfin án þess að þeim væri reiknað kaup, en það gerði ég einmitt af þeirri ástæðu, að slík vinna kemur að notum í sveitinni e'n ekki við sjóinn og bar því að taka þetta atriði með þegar um afkomu- möguleika og samanburð á að- stöðu var að ræða. í kaupstöð- um eru börn á þessu reki venjulega þyngstu ómagarni'r af því að verkefni fyrir þau eru lítil eða engin til. Er hér einmitt um mikilsvert atriði að ræða, og eitt mesta vandamál kaupstaðanna, sem ekki mun þó sakir rúmleysis rætt hér, en benda má á það sem öllum er kunnugt, að iðjuleysi ungling- anna í kaupstöðunum hefir margar hliðar, sem allar eru neikvæðar fyrir þjóðfélagið. Ú. I. bendir á það, að ég geri ráð fyrir að matvara og elds- neyti jcosti allt að kr. 2,00 á fæðisdag í Reykjavík miðað við verðlag síðari hluta s.l. árs. — Honum þykir þetta ótrúlega hátt reiknað og eyðir miklu rúmi til að sýna fram á hvaða áhrif það hafi á allar mínar á- ætlanir, ef þessi íkostnaður skyldi nú vera 25 aurum lægri á fæðisdag. í tilefni af þessu má benda á, að hér í Rvík er starfandi samvinnumötuneyti, sem starfrækt er aðallega af samvinnumönnum, konum og körlum ca. 30 að tölu. Er þetta mötuneyti mjög vel rekið, og fullyrði ég, að þar greiðir eng- inn nema nákvæmlega það, sem honum ber. Dagfæði í mötuneyti kostaði um s.l. ára- mót um kr. 4,00, sem þýðir að matvara og eldsneyti mun kosta talsvert yfir kr. 2,00 á fæðisdag, sennilega hátt á þriðju krónu. Hér mun ég því tæplega hafa gengið of langt í því að nota háar tölur, þótt Ú. I. kunni betur við að gera ráð fyrir því. Ú. I. telur að bændur greiði hlutfallslega hærri opinber gjöld en hinir svokölluðu launamenn, en afsannar þetta þó sjálfur mjög greinilega í síð- ari hluta greinar sinnar, því að þar bendír hann á hversu mat teknanna ráði miklu um greiðslu opinberra gjalda. Birt- ir hann dæmi af slíku mati, sern er mjög eftirtektarvert í þessu samtoandi. Sýnir það dæmi til dæmis hversu launamenn; væru betur settir gagnvart Stefán Jónsson: Hvort er betra og arðvænlegra að vera bindi i sveit eða verkamaðnr í kanpstað? greiðslu opinberra gjalda, ef þeir fengju sín þurftarlaun í lífsnauðsynjum með lágu mati í stað peninga, sem fara til greiðslu á sömu nauðsynjum með því verði sem þær kosta í sumum kaupstöðum þessa lands. Það er eftirtektarvert í þess- um samanburði, að Ú. I. gerir engar athugasemdir við magn þeirra nauðsynja er áætlun mín — að því er bóndann snertir, — byggist á, en honum þykir mat nauðsynjanna of hátt í krónum. Þess vegna umreiknar hann þessar nauðsynjar eftir sínu höfði og ber áætlunina síðan, þannig toreytta, saman við skattframtöl manna í sínum hreppi, árið 1939, og kemst að þeirri niðurstöðu, að hún (áætl- unin) sé allt of há í krónum miðað við þau, það er skatt- framtölin. Hvað meinar hann með þessu? Hversvegna lækkar hann ekki hið áætlaða magn nauðsynjanna eftir sínum geð- þótta eins og verðið, til þess að fá samræmi í þennan saman- burð? Eða er hann með þessU að gefa í skyn, að skattframtöl bænda séu grunsamleg? Hann segir, að efnahagsaf- koma manna í sinni sveit hafi verið góð árið 1939, ca. 20% betri en næstu ár á undan, en þó hafi meðaltekjur 4 manna fjölskyldu verið 180 krónur undir lögleyfðum persónufrá- drætti til skatts. Eftir þessu hafa heildartekjurnar samkv. Skattframtölum, verið kr. 1.50 á dag á hvern búandi mann í hreppnum, og þó segir Ú. I. að efnahagsafkoman hafi verið það góð þetta ár, að það sé ó- hagstætt fyrir sig til saman- burðar við launamanninn. — Hversvegna gerir hann ekki þann samanburð, og sýnir fram á, að efnahagsafkoman hjá verkamanninum eða launa- manninum á mölinni gæti einn- ig verið góð með sömu tekjur? Ég hefi ekki athugað hvað þessar tekjur hefðu gilt hér í Rvík árið 1939, en nú fengjust fyrir þær 350 grömm af kjöti og hálf flaska af mjólk handa hverjum einum í nefndri 4 manna fjölskyldu launa- mannsins. Og hvað með hús- næðið, föt, hita, ljós, skatta o. fl. þótt gert væri nú ráð fyrir að fjölskyldan yrði að vera svöng eða láta sér nægja þetta til matar? Hversvegna vill ekki Ú. I. sýna fram á þessa tiltölu- lega góðu afkomu? — Ætli hann hafi óttast að þessi fjöl- skylda yrði orðin köld á göt- unni áður en hún fengi eftir- launin, sem hann talar um? — Það skyldi þó ekki vera, að ó- samræmi sér hér í mati tekn- anna (lífsnauðsynjanna), eða hvað er það sem veldur því að Ú. í. skilur við dæmið hálf reiknað? í tilefni af þessu langar mig til að leggja eina spumingu ----------♦----------- fyrir Ú. I. Hvað myndi hann hafa sagt um mig, ef ég hefði byggt mínar áætlanir þannig, í samanburði á tekjum tveggja manna, að ég hefði metið allar þær lífsnauðsynjar, sem annar gat veitt sér fyrir vinnu sína, með því verði sem þær kosta í frjálsri sölu, en forðast að gefa upp magn eða verð þeirra lífs- nauðsynja er hinn gat aflað sér á sama hátt, en notað í þess stað niðurstöðutölur úr skatt- framtali þess manns, vitandi þó, að skattframtöl lögum sam- kvæmt byggjast á allt öðru mati en því, sem nauðsynjarn- ar kosta neytandann. Hefði Ú. I. fundist slíkar áætlanir sam- anburðarhæfari en þær sem ég birti? Ég sé að umreikningur Ú. I. á áætlun minni er gerður af þeirri nákvæmni, að hann gerir ráð fyrir að kýrnar mjólki sauðamjólk og eggjum, og einn- ig að hagstofan fái sínar áætl- anir um fatnaðarkostnaðinn frá mér, en með því að slík mis- tök teljast ekki til aðalatriða, þá vil ég ekki eyða um þau fleiri orðum. Ú. I. undraðist mjög gæru- þungann af dilkum S. J. (þ. e. mínum). Segir að ég miði við 4 kg. gæruþunga í stað 3ja, sem muni hæfilegt. Athugasemd þessi er torosleg, og sikyld mörg- um öðrum, því að það er ein- mitt ég sem reikna með þriggja kg. gæruþunga, í stað þess að gera ráð fyrir, eins og hann, að engar gærur séu á því fé sem slátrað er til heimilisþarfa. Það er hann, en ekki ég, sem gerir ráð fyrir tveimur gærum á sumum þeim dilkum sem seldir eru og í því verður meðaltalið hjá honum 4 kg. af þeim. Sér til stuðnings bendir Ú. I. mér á grein eftir Pál Zophqn- íasson, sem ég las löngu á und- an honum, þar sem sýnt er fram á, að verkamenn geti með láunum sínum fyrir 317 daga vinnu keypt þá mjólk, sem bóndinn með sinni vinnu fram- leiði á 360 dögum, miðað við 10 klst. vinnudag. Ég efast ekki um, að P. Z. hafi athugað þetta nákvæmlega, en benda má á, að dæmið er nokkuð hæpið í þeim samanburði sem hér um mér á grein eftir Pál Z,ophon- átt við í samanburði um verð- breytingar, en þannig hygg ég að P. Z. hafi notað það. Einn verkamaður, sem áður var bóndi, en nú er illu heilli á möl- inni, sagði, er hann sá þennan samanburð P. Z.; „Meðan ég var bóndi, þurfti ég, samkv. þessu, að vinna 30 daga á ári fyrir því húsnæði, sem ég hafði þá til afnota fyrir mitt heimili, en nú verð ég að vinna ca. 90 daga fyrir svipuðu húsnæði er ég leigi hér á mölinni.“ Þannig má með einhliða dæmum — eins og þessi dæmi bæði eru — í þeim samaniburði, sem hér um' ræðir, ganga á snið við hið raunverulega. Það er theildar afkoman, sem skiptir máli, en ekki samanburður á verði einn- ar vörutegundar, þegar um samanburð á afkomunni í heild er að ræða. Þannig mætti halda áfram að leiðrétta, lið fyrir lið, flest af þeim atriðum, er máli skipta í grein Ú. I., en ekki hefi ég löngun eða vilja til að halda lengra á þeirri braut, því að þá gæti svo farið, að reynt yrði að halda því fram, að ég væri fyrst og fremst málsvari hinná svokölluðu launamanna, en þess óska ég ekki, þótt mig langi hinsvegar ekki til að vera haldinn af blindu einnar stétt- ar. Ég mun því láta mér nægja, að biðja menn að bera saman oft nefnda grein mína í 111. tbl. Tímans f. á. við þau skrif er um hana eru spunnin, svo þeir geti sjálfir gert sér grein fyrir, hvaða þræðir í spunanum séu henni viðkomandi og hverj- ir ekki. V. Ég hefi hér að framan, með sem fæstum orðum, sýnt fram á hversu fráleitt það er að nefnd grein mín hafi gefið tilefni til allrar þeirrar „blekiðju“ er framangreindir höfundar vilja vera láta, enda virðist hvert at- riði í henni enn standa óhrak- ið, og hygg ég að svo muni verða, hversu hörð sem hin ó- beina vöm fyrir flóttann úr sveitinni kann að verða á næstu mánuðum. Áætlun launamannsins, er ég toirti í nefndri grein, hefir ekki verið véfengd svo teljandi sé. Aðeins hefir verið reynt að gefa í skyn, án þess slíkt sé rök- stutt, að fæðiskostnaðurinn sé of hár. Áætlun bóndans hefir verið misskilin og mistúlkuð í þeim tilgangi að reyna að leiða að því rök,. að hann sé ekki ,,matvinnungur“, eins og launa- maðurinn, en allar þessar til- raunir virðast stafa af því, að menn fella sig illa við þá stað- reynd að sæmilegar fjölskyldu- þarfir skuli táknaðar með töl- um, sem þessir menn telja há- ar, en sem þeir þó raunveru- lega alls ekki geta hrakið, að minnsta kosti ekki án þess að sanna að þarfirnar sjálfar séu oftaldar, því að breytilegt mat þeirra, sem ekki er í samræmi við kaupverð, sannar ekki neitt, nema þá hræðslu manna við háar tölur. Mér er ljóst að enn skortir mikið á að húsakynni til sveita séu almennt sæmileg. Sums staðar eru þau góð, sums staðar sæmileg, en alltof víða mjög léleg. Mér er einnig ljóst, að fjárpestarplágan hefir reynzt landbúnaðinum þungbær. En ég vil ekki nota þetta sem grýlu. Ég vil stórt átak af hálfu þess opinbera að styrjöldinni lokinni til að bæta húsakost sveitanna og skapa mörg ný heimili í sveit. Ég trúi því í lengstu lög að sigrast verði á verstu afleiðingum fjárpestar- innar. Þess vegna tel ég það neikvæða stefnu að nota þessi og önnur slík atriði sem sígilda mótbáru gegn því að sveitirn- ar geti dregið að sér fólkið. Það er því ekkert undarlegt þótt sá, sem trúir á hið jákvæða í þessu efni, hafi sneitt hjá þessum at- riðum í einnd blaðagrein. Hitt mun fjarri lagi að þau séu gleymd. Ég viðurkenni fullkomlega að búskap.ur í sveit sé erfiður og mér er jafnvel kunnugt um að fleiri störf séu erfið, jafnvel í ,,kaupstaðasælunni“, en ég viðurkenni ekki það sjónarmið, að hraust fólk forðist erfiði, hvort sem það er líkamlegt erf- iði, andlegt erfiði eða hvort- tveggja. Mega ókunnugir menn snúa þessu gegn mér eða öðr- um eftir vild, en það breytir engu um mína afstöðu. Ég við- urkenni ekki heldur að vinnan í sveitinni sé eins erfið og hún var t. d. fyrir 30 til 40 árum. Veldur því aukin ræktim og aukin tækni, enda mun vinnu- tími nú almennt skemmri í sveitum en hann var t. d. fyrir V2 mannsaldri. Ég hefi tekið eftir þvi í þess- um umræðum, að orðið „launa- menn“ er mjög óákveðið hug- tak í hugum margra. Einn táknar með þessu orði aðeins „konunglega11 emtoættismenn, annar alla opinbera starfs- menn, sá þriðji alla skrifstofu- og verzlunarmenn, sá fjórði alla þá menn í kaupstöðum, er taka laun í peningum fyrir vinnu sína. Og víst er um það, að allir eru þessir menn launa- menn, hvort sem þeir taka laun. sín vikulega eða mánaðarlega, að minnsta kosti hafi þeir stöð- uga atvihnu. Nú er það svo í flestum kaup- stöðum, að lánsverzlun þekkist þar vart lengur. Af þessu leið- ir það, að allir vinnandi menn í kaupstöðum verða annaðhvort að fá vinnu sína greidda í pen- ingum, að ákveðnum vinnu- dagafjölda liðnum, eða þá að vera án allra lífsnauðsynja. Það eru því æði margir, sem eru launamenn í hugum sumra — ætli að þeir nálgist ekki helm- ing allra vinnandi manna 1 landinu? Það er því engin smá- ræðisupphæð, sem þeir fá sam- anlagt í eftirlaun, ef þeir hæstu fá 8000 krónur í eftir- laun á ári, eins og Ú. I. bendir á. Mig skal ekki furða þótt- margir vilji verða launariienn. Svo skyldi það eiga eftir að bætast við, að hér, eins og £ öðrum löndum, eigi eftir að rísa upp bankar og aðrar lána- stofnanir úti um sveitir lands- ins, og lánsverzlun einnig að leggjast þar niður, þá yrðu lík- lega allir vinnandi menn í land- inu launamenn. Þá færu nú eftirlaunagreiðslurnar að verða toáar í heild. Með því að ég hefi hlerað, að enn séu á leið í pressuna nokkrar greinar, sem skrifaðar séu í tilefni af oft nefndri grein minni, þykir mér rétt að taka það fram, að mér er ekki ljúft að þreyta lesendur með „pexi“- ■j Frh. á 3. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.