Alþýðublaðið - 22.04.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.04.1941, Blaðsíða 1
1 /IT ftvJ ZlTTÐl r ji mn JUPil EfUJfJ jAtl Itl EITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON \. . ÚTGEFANDI: ALÞÝÖUFLOKKURINN XXIL ÁIGÁNGUB ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1941 03. TÖLUBLAÐ l- -...... ii 'p i. ? i l h ll 1 Brezk flotaárás i í gær. F 'i •. * byu > '. LOTAMALARAÐU- NEYTIÐ í London , tilkynnti í morgun, að stór brezk flotadeild hefði í dögun í gærmorgun $ gert árás á hafnarborg- ina Tripolis í Vestur-Li- aðalbækistöð Þjóð- verja og ítala í Norður- Afríku, og gert mikinn usla á hafnarmannvirkj- i um hennar. Nánari fregnir af árás- inni eru ókomnar, en í j! London er talið, að árásin I; ' hafi verið mikið áfall fyr- * ir hinar þýzku og ítölsku vélahersveitir í Libyu, sem bíða liðsstyrks og geta ekki fengið hann nema til Tripolis. I gær var skýrt frá því, að brezkur kafbátur hefði sökkt stóru olíuflutninga- skipi á leið til Tripolis. Fyrif sumardvöl barna teilegar skemmí- anir í Wéll í Sundiiöllinni og í Fríkirk|nnni. T DAG hefst fjáröflunar- ¦*¦ starfsemi Barnavinafé- lagsins Sumargjöf fyrir börn in, en hún stendur í þrjá daga. Barnadagsblaðið er selt í dag Frh. á 14 siðu. Undanhaidi Breta on Orikkia «1 nýjn vigstððvanna loklð. ----------------«---------------- Tilraunir Þjóðverja til að króa hersveitir þeirra inni á Þessalíusléttunni hafa algerlega mistekist. i HERSTJORNARTILKYNNINGUM Breta og Grikkja í morgun segir, að undanhaldinu til hinna nýju, styttri vígstöðva á Norður-Grikklandi sé nú lokið og hafi tilraunir Þjóðverja til þess að brjótast í gegn um herlínu Bandamanna og króa hersveitir þeirra inni á Þessalíuslétt- unni mistekisí algerlega, þrátt fyrir ógurleg áhlaup, sem þrjú þýzk vélaherfylki og um 1000 þýzkar flugvélar hefðu tekið þátt í. Það er viðurkennt í herstjórnartilkynningum Breta og Grikkja, að ástandið sé samt sem áður alvarlegt í Norður-Grikk- landi. Og ekki hefir enn verið skýrt neitt nánar frá því hvar hinar nýju vígstöðvar eru, en augljóst þykir, að þær séu ein- hvers staðar fyrir sunnan Þessalíusléttuna, því að það er viður- kennt, að Bretar og Grikkir hafi yfirgefið bæði Larissa og Trik- kala, en það eru stærstu bæirnir á sléttunni. ðprlegar orustar vora háSar í Larissa. PaÖ er nú ktinnugt, aÖ her- svehir Ástralíumanna, sem vöiroú Vistriitsadalinn vestan við Olymps fjall urðu /að (heyja ógurlegari tortistur í Larissa á undanhaldinu suður yfir Þessalíusléttuna. Þýzkar hersveitir vorU komnar til borgarinnar á undan peim og ætlu&u sér augsýnilega að króa hinar áströlsku heTsveitir inni. lEini möguleikinn, sem J>ær höf ðu til Æindankomu var að brjótast í gegn um hersve'-tir PjóðveTja og tókst þehn þE|ð eftir að barizt hafði verið heilan dag í Larissa með skriðdrekum, haídspatengi- lum og brugðnium byssustingjum: Er hin fiVakilega framganga áströísku hersveitanna á þessu erfiða og hættulega undanhaldi rómuð mjög í fréttunum frá Norður-Grikklandi. Þá hafa hinar brezku sprengju- og orustuflugvélar haft sig mjög í frammi, til þess að verja Und- anhaMið og atusið sprengjúkúl- luim yfir þýzku hersveitimar, sem sótt hafa á eftir. ^ En mesta loftorustan, sem háð hefir verið hingað til í striðinu á Grikklandi, var þó háð yíiH Aþenu á sunnudaginn, þegar 'þýzkar sprengjuflugvélar gerðu 'tilrawn til árásará borgina.Lauk henni þannig, að 14 þýzkaa* f lug- vélar vorui skotnar niður. Hinar lögðu á flótta, án þess að gjeta varpað neimum sprengjukúlum niður nema yfir úthveifi arinnar. Bretar misstu 7 vélar f orustuimi. [ ; borg- flug- SÚ STÖÐVUN, sem nú í meira en vikutíma hefir orðið á sókn Þjóðverja við landamæri Libyu og Egiptalands, þykir ótví- rætt benda í þá átt, að þeir muni enn sem komið er hafa frémur þunnskipað lið þar. Þær skoðanir hafa líka styrkst við þá frétt, sem Lundúnablaðið „Times" flutti frá vígstöðvunum í Libyu í gær, að síðara skriðdrekaáhlaupið, sem Þjóðverjar gerðu á To- brouk hefði ekki verið stutt af neinu fótgönguliðsáhlaupi. Hins- þegar þykir augljóst, að brezki loftherinn í Egiptalandi og Libyu hafi þegar fengið mikinn liðsstyrk frá Austur-Afríku. Irás yfir Tsfrklaod Sýr- land m Paiestínn. BLAÐIÐ „Manohester Guar- dian" gerði iþessar upplýs- ingar um stríðið í Norður-Af- ríku að umtalsefni í gær, og dregur þær ályktanir af þeim, að Þjóðverjar muni fresta frek- ari tilraunum til sóknar við landamæri Egiptalands fyrst iim sinn, en leggja allt kapp á það, að brjótast yfir Tyrkland til olíulindanna í Iraqog sam- tímis yfir Sýrland til Palestinu til þess að geta síðan sótt að Egiptalandi úr tveimur áttum í einu, að norðaustan, frá Pal- estínu, og að vestan frá Libyu. „Manchester Guardian" tel- ur, að Bretar þurfi með þessar horfur fyrir augum, að treysta rvarnir sínar fyrir ibotni Mið- jarðarhafsins, og raunar á öllu svæðinu frá Egiptalandi til Indlands, sem allra .bez't. Bendir blaðið í því sambandi á við- burðina, sem undanfarið hafa verið að gerast í Iraq, þar sem stjórnarbylting var gerð, að því er virðist ekki alveg án til- verknaðar möndulveldanna. En nú er kominn þangað öflugur Frh. á '4 síðu. Búlgarar leggja ondir sig Iöad i Jðgóslaviu. Það er nú opinberlega stað- fest í Berlín, að Búlgarair hafi farið með her manns itan í Júgo- slaviu og séu að leggja junidir sig suðurhluta hennar, Vestur- Frh. á 4. síðu. r^#>^<«s#^#^>#^#4^#s#s#s#^ Vísitalan | er óbreytt. 150 fyrir apríl. k _ x AUPLAGSNEFND '}t ^" hefir nú reiknað út > vísitölu fyrir aprílmánuð. Er vísitalan óbreytt frá síðasta mánuði, eða 150 stig. Er þetta fyrsta sinni, sem vísitalan hefir ekki hækkað síðan að stríðið £ brauzt út. Þó að mjólk og aðrar landbúnaðarafurðir i hafi hækkað mikið í mán- |j uðinum, hefir fiskur lækk- að svo mikið, að vísitalan helst óbreytt — og kaupið einnig. í ¦*s#s#sT*s# Loftvarnirnar: Loftvarnataverf isstjórar, 61 að tolu tókn við starfi sínu i morguu. ----------------«-----------;----- Þeir byrja patB með pví að ganga í hús og hafa tal af f ólki. L OFTVARNANEFND hefir undanfarið unn- ið sleitulaust að því að koma lofívörnum bæjarins í eins gott horf og mögulegt er, eftir aðstæðum. Sveinn Einarsson verkfræð- ingur, sem er ráðunautur nefndarinnar, skýrði Alþýðu- blaðinu svo frá rétt fyrir há- degi, að þetta starf sé á góðum vegi. Hefir bænum verið skipt í 61 hverfi og hverfisstjóri skipaður fyrir hyért þeirra. Undanf arið hefir lof tvarna- nefnd haldið námskeið fyrir þessa hverfisstjóra og hefir þeim verið kennt ýmislegt sem að loftvörnum lýtur. Þeim hef- ir verið skýrt frá því hvernig velja skuli loftvarnaskýli, hvernig útbúnaður þeirra eigi að vera og hvað nauðsynlegast þurfi að vera í skýlunum. Þá hefir þeim verið kennd skipulagning loftvarna, hjálp- arstarfs, eldvarnastarfs o. s. frv. Þar á meðal hefir þeim ver- ið leiðbeint um það hvernig eyðiieggja beri eldsprengjur. Þessir hverfisstjórar loft- varnanna eiga nú frá deginum í dag að taka við starfi. sínu og verður lögð mikil áherzla á að það verði sem allra ná- kvæmast af hendi leyst. Byrja þeir með því að ganga í öll hús hver í sínu hverfi og ræða við fólk í hverju einstöku húsi og skipuleggja starf þess. Allir hverfisstjórarnir munu fá fastan samastað, miðstöð eða skrifstofu hver í sínu hverfi og er fólki ætlað að snúa sér til hans ef það þarf á hjálp að halda ef ti'l loftárásar kemur, en gera má jafnvel ráð fyrir að símar kunni að skemmast, svo að ekki sé hægt að kalla á hjálp með þeim hætti. ( Fólk er áminnt um að létta hverfisstjórunum starf þeirra eins og mögulegt er og yfirleitt ber fólki að fara eftir ráðlegg- ingum þeirra og leggja það starf fram, sem þeir fara fram á að unnið sé. Handíðaskólinn hef- nr sýningu. I DAG og í gær var í Safnahúsinu sýning Handíðaskólans, sem Lúðvig Guðmundsson hefir rekið und- anfarin ár. Sýningin er ákaflega fjöl- breytt og getur þar að líta margskonar muni sem nemend- ur skólans hafa unnið undir leiðsögn kennara sinna. Sýningin er-opin frá klukk- an 2 og ætti fólk að nota tækifærið að skoða hana. Aðalfundur Norræna félagsins verður haldinn í Oddfellowhús- inu uppi kl. 8% í kvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.