Alþýðublaðið - 22.04.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.04.1941, Blaðsíða 1
 RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXII, ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 22. APRIL 1941 63. TÖLUBLAÐ Brezk flotaárás á Tripolis í gær. Flotamálaráðu- NEYTIÐ í London tilkynnti í niorgun, að stór brezk flotadeild hefði í dögun í gærmorgun gert árás á hafnarborg- ina Tripolis í Vestur-Li- byu, aðalbækistöð Þjóð- verja og ítala í Norðiu1- : Afríku, og gert mikinn usla á hafnarmannvirkj- : um hennar, Nánari fregnir af árás- ; inni eru ókomnar, en í 1 London er talið, að árásin ; hafi verið mikið áfall fyr- ir hinar þýzku og ítölsku vélahersveitir í Libyu, sem bíða liðsstyrks og geta ekki fengið hann nema til Tripolis. I gær var skýrt frá því, að brezkur kafbátur hefði sökkt stóru olíuflutninga- skipi á leið til Tripolis. Fyrif sumardvöl barna Biæsiiegar skemmt- anir í kvöld. I Snndhölliniii og í Frikirkfunni. ¥ DAG hefst fjáröflunar- starfsemi Barnavinafé- lagsins Sumargjöf fyrir börn in, en hún stendur í þrjá daga. Barnadagsblaðið er selt í dag Frh. á 4 síðu. Undanhaldi Breta og Grikkja til nýjn vígstdðvanna lokið. ----4.--- Tilraunir Þjóðverja til að króa hersveitir þeirra inni á Þessalíusléttunni hafa algerlega mistekist. T HERSTJÓRNARTILKYNNINGUM Breta og Grikkja í morgun segir, að undanhaldinu til hinna nýju, styttri vígstöðva á Norður-Grikklandi sé nú lokið og hafi tilraunir Þjóðverja til þess að brjótast í gegn um herlínu Bandamanna og króa hersveitir þeirra inni á Þessalíuslétt- unni mistekisf algerlega, þrátt fyrir ógurleg áhlaup, sem þrjú þýzk vélaherfylki og um 1000 þýzkar flugvélar hefðu tekið þátt í. Það er viðurkennt í herstjórnartilkynningum Breta og Grikkja, að ástandið sé samt sem áður alvarlegt í Norður-Grikk- landi. Og ekki hefir enn verið skýrt neitt nánar frá því hvar hinar nýju vígstöðvar eru, en augljóst þykir, að þær séu ein- hvers staðar fyrir sunnan Þessalíusléttuna, því að það er viður- kennt, að Bretar og Grikkir liafi yfirgefið bæði Larissa og Trik- kala, en það eru stærstu bæirnir á sléttunni. ðgnrlegar ornstnr vorn hððar í Larissa. Það er nú kúnnugt, að her- svehir Ástralíumanna, sem vör'ðu Vistriitsadalinn vestan við Olymps fjall urðu /að fheyja ógurlegau tomstur í Larissa á undanhaldinu suður yfir Þessalíusléttuna. Þýzkar hersveitir voru1 komnar til borgarinnar á undan þeim og ætluðu sér augsýnilega að króa hinar áströlsku hersveitir inni. lEini möguleikinn, sem þær höfðu til undankomu var að brjótast í gegn Um hersvedir Þjóðverja og tókst peim þáð eftir að barizt hafði verið heilan dag í Larissa með skriðdrekUm, haídsp»teugj- lum og brugðnum byssustingjum. Er hin fiVakilega framganga áströísku hersveitanna á þessu erfiða og hættulega undanhaldi rómuð mjög í fréttunum frá Norður-Grikklandi. Þá hafa hinar brezku sprengju- og omstuflugvélar haft sig mjög í frammi, til þess að verja und- anhaldið og aþsið sprengjúkúl- ttn yfir þýzku hersveitimar, sem sótt hafa á eftir. , En mesta loftomstan, sem háð hefir verið hingað til í striðinu á Grikklandi, var þó háð yfihí Aþenu á sunnudaginn, þegar þýzkar sprengjuflugvélar gerðu tilraun til árásar á borgina. Lauk henni þannig, að 14 þýzkar flug- vélar vom skotnar niður. Hinar lögðu á flótta, án þess að gjeta varpað neinum sprengjukúlum i&rðsáE SÚ STÖÐVUN, sem nú í meira en vikutíma hefir orðið á sókn Þjóðverja við landamæri Libyu og Egiptalands, þykir ótví- rætt benda í þá átt, að þeir muni enn sem komið er hafa fremur þunnskipað lið þar. Þær skoðanir hafa líka styrkst við þá frétt, sem Lundúnablaðið „Times“ flutti frá vígstöðvunum í Libyu í gær, að síðara skriðdrekaáhlaupið, sem Þjóðverjar gerðu á To- brouk hefði ekki verið stutt af neinu fótgönguliðsáhlaupi. Hins- þegar þykir augljóst, að brezki loftherinn í Egiptalandi og Libyu hafi þegar fengið mikinn liðsstyrk frá Austur-Afríku. Árðs srfír Tjrklaed Sýr- land og Palestinn. BLAÐIÐ „Manehester Guar- dian“ gerði þessar upplýs- ingar um stríðið í Norður-Af- ríku að -umtalsefnd í gær, og dregur þær ályktanir af þeim, að Þjóðverjar muni fresta frek- ari tilraunum til sóknar við landamæri Egiptalands fyrst um sinn, en leggja allt kapp á það, að -brjótast yfir Tyrkland til olíulindanna í Iraq og sam- tímis yfir Sýrland til Palestínu til þess að geta síðan sótt að Egiptalandi úr tveimur áttum í einu, að norðaustan, frá Pal- estínu, og að vestan frá Libyu. „Manchester Guardian11 tel- ,ur, að Bretar þurfi með þessar horfur fyrir augum, að treysta varnir sínar fyrir -botni Mið- jarðarhafsins, og raunar á öllu svæðinu frá Egiptalandi til Indlands, sem allra bezt. Bendir blaðið í því sambandi á við- burðina, sem undanfarið hafa verið að gerast í Iraq, þar sem stjórnarbylting var gerð, að því er virðist ekki alveg án til- verknaðar möndulveldanna. En nú er kominn þangað öflugur Frh. á 4 síðu. ni'ður nema yfir úthverfi borg- arinnar. Bretar misstu 7 flug- véiar f orustunni. : ; 1 Búigarar leggja BOdii sig lönd t Júgóslaviu. Það ier nu opinberl-ega stað- fest í Berlín, að Búlgara/r hafi farið með her manns ton í Júgo- slavíu og séu að leggja undir sig suðurhluta hennar, Vestur- i Frh. á 4. síðu. Vísitalan | er óbreytt. 150 fyrir apríl. K AUPLAGSNEFND hefir nú reiknað út vísitölu fyrir aprílmánuð. Er vísitalan óbreytt frá síðasta mánuði, eða 150 stig. Er þetta fyrsta sinni, sem vísitalan hefir ekki hækkað síðan að stríðið brauzt út. Þó að mjólk og aðrar landbúnaðarafurðir 1; hafi hækkað mikið í mán- uðinum, hefir fiskur lækk- að svo mikið, að vísitalan helst óbreytt —- og kaupið einnig. Loftvarnirnar: Loftvarnahverfisstlérar, 61 að folu tóku við starfi síuu í morpn. ------4----- Þeir byrja pað með pvf að gangfa f tails og hafa tal af félkl. LOFTVARNANEFND hefir undanfarið unn- ið sleitulaust að því að koma loftvörnum bæjarins í eins gott horf og mögulegt er, eftir aðstæðum. Sveinn Einarsson verkfræð- ingur, sem er ráðunautur nefndarinnar, skýrði Alþýðu- blaðinu svo frá rétt fyrir há- degi, að þetta starf sé á góðum vegi. Hefir bænum verið skipt í 61 hverfi og hverfisstjóri skipaður fyrir hvert þeirra. Undanfarið hefir loftvarna- nefnd haldið námskeið fyrir þessa hverfisstjóra og hefir þeim verið kennt ýmislegt sem að loftvörnum lýtur. Þeim hef- ir verið skýrt frá því hvernig velja skuli loftvarnaskýli, hvernig útbúnaður þeirra eigi að vera og hvað nauðsynlegast þurfi að vera í skýltmum. Þá hefir þeim verið kennd skipulagning loftvarna, hjálp- arstarfs, eldvarnastarfs o. s. frv. Þar á meðal hefir þeim ver- ið leiðbeint um það hvernig eyðileggja beri eldsprengjur. Þessir hverfisstjórar loft- varnanna eiga nú frá deginum í dag að taka við starfi sínu og verður lögð mikil áherzla á að það verði sem allra ná- ■kvæmast af hendi leyst. Byrja þeir með því að ganga í öll hus hver í sínu hverfi og ræða við fólk í hverju einstöku húsi og skipuleggja starf þess. Allir hverfisstjórarnir munu fá fastan samastað, miðstöð eða skrifstofu hver í sínu hverfi og er fólki ætlað að snúa sér til hans ef það þarf á hjálp að halda ef til loftái’ásar kemur, en gera má jafnvel ráð fyrir að símar kunni að skemmast, svo að ekki sé haegt að kalla á hjálp með þeim hætti. Fólk er áminnt um að létta hverfisstjórunum starf þeirra eins og mögulegt er og yfirleitt ■ber fólki að fara eftir ráðlegg- ingum þeirra og leggja það starf fram, sem þeir fara fram á að unnið sé. Handfftaskiliin bef- nr sýningn. IDAG og í gær var í Safnahúsinu sýning Handíðaskólans, sem Lúðvig Guðmundsson hefir rekið und- anfarin ár. Sýningin er ákaflega fjol- breytt og getur þar að líta margskonar muni sem nemend- ur skólans hafa unnið undir leiðsögn kennara sinna. Sýningin er opin frá klukk- an 2 og ætti fólk að nota tækifærið að skoða hana. Aðalfundur Norræna félagsins verður haldinn í Oddfellowhús- inu uppi kl. 8% í kvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.