Alþýðublaðið - 24.04.1941, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 24.04.1941, Qupperneq 1
r RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXII, ÁRGANGUR MIÐVIKUDAGUR 24. april 1941. 94. TÖLUBLAÐ GrísMa stjéf niii mú farln frá Apennborg tll eyjarlnnar Allur gríski herinn sem barðist í Albaníu og Epirus hefir gefist upp fyrir Þjóðverjum og lagt niður vopn. Þelr voru komnlr að bakl honum við borglna Janlna. w Kort af Grikklandi: Á kortinu sést bæði eyjan Krít (Kreta), neðst til hægri, og Aþenuborg. Pelopsskagi er landsvæðið, seni íengí er við meginlandið með eiðinu við Korintuborg (Korint). Hikill skortur sagðar vera ð ótsœðlskartðflam í ár. M .KILL skortur er á kart- öfluútsæði hér á landi nú. Ekki er hægt að segja með vissu hversu mikið er til, en líklegt vegna upp- skerubrestsins í fyrra, að lít- ið sé til/ Grænmetisverzluninni var þetta ljóst fyrir löngu og gerði ítrekaðar tilraunir til að fá út- sæði erlendis frá. iHún panta'ði útsæði frá Eng- lanidi, en það reyndist ókleift að fá útflutnings- eða afgreiðslu- leyfi á því þaðan fyrr en um 20. apríl. jEn skipasamigöngur eru svo á- kaflega erfiðar eins og menn vita. i Og engin von er Um að fá út- sæði hingað fyrr en í fyrsta lagi ttm miðjan meí. Þietta er allt of seint. Ekki verður hagt að búa útsægið und- ír sáningn og verður að sá því ðundirbúnu. [Ámi Eylands, forstjóri Græn- metisverzlunar rfkisins, skýrði Al- þýðublaðinu frá pessu í morgun. JHann sagði enn fremur: i „Ég vil hvetja alla til að nota þær kartðflur, sem þeir eigo, til sáningar. Við verðum að hafa okkur alla við, ef við eigum að geta fengið sæmilega uppskeru í haust.“ Ekki gat forstjórinn gefið nein- ar upplýsingar um það, hvaða vei’ð yrði á hinum erlendu út- sæðiskartöflum, en innlent út- sæði mun nú vera selt á 40—50 kr. pokinn. Er það 10—20 krónum hærra verð en var í Tyrra. Pá skýrði Árni Eylands Al- þýðublaðinu frá því, að áburður sá, sem Grænmetisverzlunin átti í pöntun, væri nú kominn að mestu leyti. Petta em samtals 3050 tonn, sem koma bæði frá Ameríku og Englandi. En enn em ókomin hingað um 50 tonn frá Ameríku. , Petta er að mestu köfnunar- efnisáburður, en nokkur skortur er á kalí-áburði. , Áburðurinn verðUr nfú fluttur til hinna ýmsu staða úti um landið. Stúdentar hafa kvöldvöku í útvarpinu í kvöld kl. 8%. Verða þar m. a. ræðuhöld, söngur og leikþáttur. EORG GRIKKJAKONUNGUR gaf í morgun út ávarp til þjóðar sinnar þess efnis, að hann og stjórn hans hefðu neyðst til að taka þá ákvörðun að flytja stjórnar- setrið frá Aþenu til eyjarinnar Krít, til þess að geta haldið baráttunni áfram fyrir frelsi landsins frá grískri grund. Er þjóðin hvött til þess að örvænta ekki. Stríðinu muni verða haldið áfram við hlið Breta og bandamanna þeirra þar til fullur sigur sé unninn. Því er lýst yfir í ávarpinu, að þessi ákvörðun hafi verið tekin í gær eftir að stjórninni hefðu borizt fréttir af því, að allur her Grikkja í Epirus á Norðvestur-Grikklandi, sem mánuðum saman hefir barizt frækilegri baráttu gegn ítölum í Suður-Albaníu, hefði gefizt upp og lagt niður vopn. Uppgjöf Epirus-hersins var ákveðin án vitundar grísku stjórnarinnar, en það var þegar kunnugt seinnipartinn í gær, að hann var raunverulega innikróaður af Þjóðverjum, sem kom- izt höfðu að baki honum og tekið borgina Janina, en um þá borg var eina færa leiðin til undanhalds suður til Mið-Grikklands. Þó að gríska stjórnin hafi þannig neyðst til þess aö fara burt frá Áþenu, er ekki annað vitað, en að hersveitir Breta og Grikkja, sem áður vörðu Olymps- vígstöðvarnair, haldi enn hinum styttri vlgstöðvum milli Lamia- flóa á austurströnd Grikklands og Arfeflóa á vesturströndinni, þar sem Norður-Grikkland og Mið-Grikkland mætast. Er eystri fylkingararmur þeirra þar í 150 km. f jarlægð frá Aþenu. En aug- ljóst þykir þó af ákvörðun stjórn- arinnar, að Btotar og Grikkir geri sér ekki von Um það, að geta varið Mið-Grikkland og höfuð- borgina, A]>enU, eftir að gríski þerinn í Epirus, sem var á und- hnhalóJi frá Albaníu og átti að Strasser stofaar her frjákra Þjóðverja! 1° TTO STRASSER, hinn hatrammi andstæð- ingur Hitlers, sem tókst að flýja frá Þýzkalandi, þegar bróðir hans Gregor var myrtur blóðdaginn mikla, 30. júní 1934, og alltaf síðan hefir sloppið undan ofsóknum Hitlers, er nú kominn til Kanada. • Lýsti hann því yfir í To- ronto í gær, að hann hefði ákveðið að stofna her frjálsra Þjóðverja, sem nú lifðu landflótta víðs vegar um heim, og myndi sá lier síðar taka þátt í stríðinu með Bretum og handa- mönnum þeirra til þess að frelsa Evrópu, þar á með- al einnig Þýzkaland, og steypa harðstjóranum. af stóli. sameinast aðalhernum vestast á hinni nýju, styttri varnarlinu, hef- ir orðið að gefast Upp. Mikið er nú hins vegar rætt Um það, hvort Bretar og Grikkir muni ekki geta varið Suður- Grikkland, hinn svo nefnda Pe- lopsskaga, þó að þeir yrðu að yfirgefa Mið-Grikkland. Pelopsskagi er tengdur við meginlandið með aðeins örmjóu eiði, Korinthoseiðinu, og þvl mjög erfitt að koma þar við miklu liði, enda há fjöll strax sunnan við eiðið og báðum megin við það á ströndunum við Korinthosflóann Frh. á 4. síðu. S|6menníriiir9 sem bjðrguðust af Reykjaborg komnlr heim. -----*----- Alþýðnblaðið átti stutt viðtal við annan ðeirra skðmmn eftir að þeir stigu á land OJÓMENNIRNIR tveir, sem af komust af ^ togaranum Reykjaborg, Eyjólfur Jónsson, Hverfisgötu 90, og Sigurður Hansson, Fram- nesvegi 18, komu heim snemma í morgun. Alþýðublaðið hafði um hádegisbilið stutt samtal við Eyjólf Jónsson. Hann kvað svo hafa verið lagt fyrir þá félaga að gefa blöðum ekki nákvæmar frásagnir af árás- innj á Reykjahorg fyrr en sjópróf hefðu farið fram, en þáu munu fara fram á morgún. Þó sagði Eyjólfur, að árásin á togarann hefði verið gerð í ljósaskiptunum um kvöldið 10. marz og hefði árásin verið mjög skyndileg. Það var kafbátur, sem árás- ina gerða með vélbyssu- og fall- byssuskothríð. Kveðst Eyjólfur álíta að íkveikjusprengjum hefði verið skotið á skipið. Ann- að eða þriðja skotið kom á j Sigurður Hansson. Eyjólfur Jónsson. hvalbakinn og kviknaði bál þegar í stað. Leið ekki langur tími þar til mikill eldur var kominn upp í skipinu. (Frh. á 2. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.