Alþýðublaðið - 24.04.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.04.1941, Blaðsíða 4
MHÖVIKUDAGUR 24. apÆ 1941 AIÞÝÐUBIAÐIÐ MIBVIKUDAGUR Næturlæknir er Þórarinn Sveinsson, Ásvallagötu 5, sími 2714. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,25 Þingfréttir. 20,00 Fréttir. 20,30 Kvöldvaka stúdenta: a) Ávarp (Þorgeir Gestsson stud. med., form. stúdenta- ráðs). b) Kórsöngur (Stúd- entakórinn, söngstj. Hallgr. Helgason). c) Erindi: Spá- maðurinn Amos (Jens Benediktsson stud. theol.). d) Einleikur á píanó (Jór- unn Fjeldsted stud. mag.). LitUl smnarbústaður á erfðafestulandi i ndgrenní bæjarins til sölu eða leigu. f\ sama stað til sölu dömu- reiðhjól í ágætu standi. H. v. á. Ráðsmann og ráðskonu vantar á sveitaheimili. Upplýsingar »hjá Guðm. Magnússyni kaupmanni, Hafnarfirði. Sími 9199. SnmaríagDaðor Knattspyrnufélagsins Víkingur er í Odd- fellowMsinu i kvold Aðgongumiða sé vitjað pang- að fel. 5-7 e) Erindi: Hagmælska (Andrés Björnsson stud. mag.). f) Tvísöngur. g) Stuttur leikþáttur (revya). h) Kórsöngur (Stúdenta- kórinn). 22,10 Fréttir — danslög. Gömlu dansarnir verða í kvöld kl. 10 e. h. í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgöut. Kvenréttindafélag íslands heldur aðalfund sinn í Þing- holtsstræti 18 í kvöld kl. 8%. Sumarfagnað heldur glímufélagið Ármann í kvöld kl. 10 í Iðnó. Verður þar danssýning, gamanvísur og dans. Frjálslyndi söfnuðurinn. Messað í fríkirkjunni í Reykja- vík sumardaginn fyrsta kl. 2. Ferming. Síra Jón Auðuns. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messað á sumardaginn fyrsta kl. 5. Síra Jón Auðuns. Knattspyrnufélagið Víkingur heldur sumarfagnað sinn í Odd- fellowhúsinu í kvöld. Karlakór Reykjavíkur heldur samsöng í kvöld. Söng- stjóri er Sigurður Þórðarson. Rakarastofur í verða opnar til kl. 7 í kvöld. Alþýffublaðið kemur út tvöfalt árdegis á morgun. MalMnr Norræna félagsins. AÐALFUNDUR Norræna fé- lagsins vár haldinn í gær- kveldi. Stjórn félagsins var öll endut' bosin, en hana skipa Stefáín Jóh. Stefánsson formaður. Guðlaugur Rósenkrans ritari, Jón Eyþórsson Páll Isólfsson og Vilhjálmur Þ. Gíslason. Ritari gaf á fundinum skýrslu |um starfsemina s. 1. ár. I félaginu erti nú 934 rfélagar, þar af í ideildum 50 á Akureyri, 30 á ísafirði og 75 í Vestmannaeyjum. 5 þúsund eintök seldust í gær af Barnahlaðinu. ¥ SAK JÓNSSON formaður SUmargjafar sagði Alþýðu- blaðinu í morgun að í gær hefði Barnablaðið selst miklu betur en nokkru sinni áður. Alls seldust 5000 eintök á 1 krónu hvert, fo^ urðu hreinar tekjUr kr. 4363,50, en allmiklar tekjur munu vera af augiýsing- lum í blaðinu. 1 Sundhöllinni var fullskipað og góður ágóði af þeirri skemmt- un. 1 fríkirkjunni var og allgóð að- sókn. 1 dag er Sólskin selt á götUnum og kiostar eintakið kr. 2,00. Eru Reykvíkingar beðnir að taka sölu- börnunum vel og kaupa bókina. Er hún mjög skemmtileg aflestr- ar. En aðalsöfnUnardagurinn er á morgun. GRIKKLAND Frh. af 1. síðu. og Eginaflóann, sem skilja skag- ann frá Mið-Grikklandi. RooseveM Bandaríkjaforseti gerði viðburðina á Grikklandi að ■mtalsefni í rfeeðu í gær og sagði, að stríðið yrði ekki unnið með einni sjóorustu eins og þeira, sem háð var suður af Matapan- höf ða á dögunum, en heldur ekki táþað með undanhaldi eins og því, sem nú færi'fram á Grikk- landi. Sigur eða ósigu'r í styrjöld- inni væri kominn Undir oTustunni um Bretland, og hann væri jafin vongóður eins og áður um það, að sú ortista ynnist. Svo mikið væri víst, að haldið yrði áfram að sénda vopn ti'l Englands. ,Það var tilkynnt 1 Washington í gær, að 1500 000 manns myndu verða undir vopnuin x Bandatíkj- uniun í júnímánuði í sumar. PBGAMLA BfOH H NÝJA BfO W Fjðrkfigarinn Við Svanafljót. (BLACKMAIL.) (SWANEE RIVER.) Ameríksk sakamálakvik- mynd. Aðalhlutverk leika: Aðalhlutverk: Edward G. Robinson, Don Ameche, Ruth Hussey og Gene Lockhart. Andrea Leeds og A1 Jolson. Sýnd klukkan 7 og 9. * 1 i Börn fá ekki aðgang. 1 Sýnd kl. 7 og 9. Sumardvil barna 1941 Öll börn, sem óskað er eftir að fari á sveita- go barnaheimili í sumar á vegum sumardvalarnefnd- ar, komi til læknisskoðunar í Miðbæjarskólann næstu daga kl. 15,30 til 17. FRAMKVÆMDANEFNDIN. Frá brezka setuliðinu. I Stórt „party“ notaðra blikkdunka til sölu hæst- 1 bjóðanda. Dunkar brendir (að nokkru leyti bögglaðir) — R 60 smál. Dunkar undan benzíni (kliptir og flattir) — 6 smál. Dunkar undan ,benzíni (óbögglaðir) — 10 smál. Dunkar undan sementi (óbögglaðir) — 10 smál. Allt í Reykjavík og nágrenni. Kaupandi verður að sækja dunkana, áður en vika er liðin frá því að honum hefir verið tilkynnt, að til- boði hans hafi verið tekið. Um leyfi til skoðunar skrifist til CHIEF ORDNANCE OFFICER, ICELAND FORCE. Haldið verður þó áfram að skrá . fjölga x hoixuim uipp í 2800000 á mienti í herinn, oig er ákveðið að | þessU ári. ! j 109 THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT er hafði komið henni úr jafnvægi. — En Iþú ert of mikill maður, Lester, til þess að láta þér nægja tíu þúsund dollara á ári, hélt hún áfram. — Þú ert alltof þekktur kaupsýslumaður til þess að geta sætt þig við það, að draga þig í hlé á unga aldri. Þú verður að fara aftur í kaupsýslustarf- semina. Það sem skeð hefir getur ekki orðið þér til neins tjóns, ef þú gerir kröfu til arfs þíns. Þú getur sjálfur ákveðið þín skilyrði. Og ef þú segir henni sannleikann, þá mun hún ekki vera í vegi fyrir þér. Ef henni þykir vænt um þig, þá mun hún með gleði færa þessa fórn. Það er ég sannfærð xxm. Og þú getur auðvitað séð um það, að hún geti lifað áhyggjulausu lífi. — Hún kærir sig ékki um peninga, sagði Lester dapurlega. / — Jæja, jafnvel þótt svo sé ekki, þá getur hún sennilega lifað án jþín, og það gengur henni betur, ef hún fær ríkulegan lífeyri. — Hún skal aldrei þurfa að líðá' skort, ef ég fæ við nokkuð ráðið, sagði hann hátíðlega. — En þú verður að skilja við hana, sagði hún á- kveðin. — Þú verður að gera það. Hver dagur er þér dýrmætur. Hvers vegna tekurðu ekki skarið af sitrax í dag? Því ekki það? — Það er ekki vert að hrapa að þessu, sagði hann. — Þetta mál er erfitt viðfangs. Og svo að ég segi eins og er, þá get ég ekki hugsað til þess. Ég er ekki einn af þeim, sem hleyp um og tala um einkamál mín við hvern sem er. Fram að þessu hefi ég hliðrað mér hjá að tala um þetta, jafnvel við foreldra mína. En mér hefir alltaf fundizt, að þú stæðir mér nær en nokkur annar, og þegar ég hitti þig aftur fannst mér ég þurfa að segja þér, hvernig ástatt væri um mig. Mér þykir vænt um þig. Ég veit ekki, hvort þú skilur, bvað ég á við, eins og nú standa sakir, en svona er það samt. Þú stendur nær mér en nokkur önnur manneskja. Þú skalt ekki hnykla ibrýrnar. Þú vildir fá að heyra sannleikann og nú ertu búin að fá að heyra hann. Svo verður þú að dæma mig. — Ég vil ekki stæla við þig, Lester, sagði hún blíðlega og lagði höndina á handlegg hans. — Ég vil aðeins elska þig. Mér þykir þetta leitt vegna ungfrú Gerhardt. Hún er töfrandi stúlka. Ég met hana mjög mikils. En hún er ekki kona við þitt hæfi, það er hún áreiðanlega ekki. Það er ef til vill ekki rétt gert af okkur að tala svona um hana, en svona er það nú samt. Ég er sannfærð um, að ef þú segir henni, hvernig ástatt er, þá mun hún skilja þig og samjþykkja skilnaðinn. Það myndi ég ekki gera í hennar sporum, Lester, það er áreiðan- legt. Það myndi engin góð kona gera. Og ég er sannfærð um, að hún skilur þig .Og ég held, að ég skilji hana eins vel og þú og jafnvel betur. Ó, sagði hún, — bara að ég gæti ná ðtali af henni. Ég myndi áreiðanlega. geta komið henni í skilning um þetta. Lester starði á Letty og undraðist ákafann í henni. Hún var fögur og mjög aðlaðandi. — Við skulum ekki hrapa að neinu, sagði hann. — Ég verða að hugsa mig um. Ég hefi ekki haft tíma til að átta mig á þessu. Hún varð þögul, dálítið vonsvikin ef til vill, en ákveðin. — Það ér kominn tími til að gera eitthvað, sagði hún og horfði ástleitnum augum á Lester. Hún vildi eiga þennan mann og hún blygðaðist sín ekki fyrir að láta hann verða þess varan. — Jæja, en ég verð nú samt að fá að hugsa mig um, sagði hann ofurlítið órólegur. Svo kvaddi hann í flýti og fór. SEXTUGASTI OG FYRSTI KAFLI. Lester hefði ef til vill látið strax til skarar skríða, ef ekki hefði komið ofurlítið fyrir á heimili hans í Hyde Park. Heilsa Gerhardts fór allt í einu að bila. Smám saman hafði hann orðið að hætta störf- um sínum í garðinum og að lokum varð hann að leggjast í rúmið. Hann lá uppi í heribergi sínu og Jennie hjúkraði honum af mestu nærgætni. Oft kom Vesta litla upp til hans og sat hjá honum og stundum kom Lester til hans. Rétt hjá rúminu var gluggi og þar var dásamleg útsýn út yfir garðinn og hverfið. Tímunum saman gat hann setið og horft út um gluggann og velt því fyrir sér, hvernig allt gengi núna, þegar hans nyti ekki við lengur. Hann hafði grun um, að Wood, ekillinn, gætti ekki nógu vel að hestunum og aktygjunum, að hlaðadrengur-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.