Alþýðublaðið - 25.04.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.04.1941, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 25. APEÍL 1941. ALÞYÐUBLAÐIÐ •---------ALÞYÐUBLAÐIÐ---------------------* Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu.. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) HringbráUt 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 3.00 á mánuði. 15 aurar i lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H F. »--------—---*----------------------------—» Ffrsíi maf og bann Iðgreglnstjðra Glæsllegnr árangiir af f|ársðfnnninnl I gær. Meira fé safnaðist, en nokhru sinni áður. ..-♦. Samtal við fsak Jénsson kennara ' ¥ HÉR UM BIL TUTTUGU ÁR hefir dagtur verkalýðsins, fyrsti maí, verið haldinn hátíðleg- i íur hér í höFuðstaðmnn með hóp- göngum og útifundum, þar sem rædd hafa verið stefnumál vet'ka- lýðshreyfingarinnafr og kröfur hennar. Fyrsti maí á af þessUm ástæðum sterk ítök í hugum verkamanna hér í höfuöstaönum, og þeir myndu aldrei sretta sig við það, að hann væri frá þeim tekinn og þeim bannað að halda hann háiíðlegun eins og gert hef- ir verið í ýmsUm þeim löndum, þar sem lýðræðið hefitr verið myrt og einræði og harðstjörn setzt í sæti þess. í ár stendur þó svo sérstak’.ega á, að áíiir hugsandi verkaímenn mtinu vera sammá’.a um það, að ekki sé rétt að halda fyrsta maí hátíðlegan með hópgöngum og útifUndum. Öllum er orðið það ljóst, að til loftárásiar getur kom- ið á bæinn hvenær, sem er. Þegar þannig er ástatt væiri það flullkomið ábyrgðarleysi lað stefna þúsUndum manna, þar á meðal konum og bömum, sam- an til bópgöngu og fundárhalds á götUm bæjarins. Ef til loft- árásar skylidi koma meðan slík hátíðahö’d stæðu yfir undir bem lofti — og enginn s veit fyrir- j fram nerna það gæti skeð — i myndi það að öllum líkiudum hafa hinar hönnulegustu afleið- ingar. Þess vegna hefir það mælzt vel fyrir meðai verkamanna hér í höfuðstaðnum, engu síður en meðal annarra, að hópgöngur og útifundir hafa veriið bannaiðir af Iögreglustjóra, í samTáði við ríkisstjórnina, fyTsta maí í ’ár. Enda var, af sömu ástæðu, þegar ' áður búið að banna hina árlegu hópgöngu af tilefni' bamadajgsins, á sUmardaginn fyrsta, í gær. Hvorttveggja bannið hefir af öllum mönnum með ábyrgðartil- finuingu verið tekið sem sjálf- sögð öryggisráðstöfun vegna lioftárásarhættunniar. En því meiri furðu vakti það, að lögreglustjórinu skyldi leyfa viðavangshlaUpið hér í bænum í gær og láta þiað viðgangast, að þúsándir karla, kvenna og ba'rna | söfnuðust samian við götur mið- j bæjarins til þess að hbrfa á það. Hverni'g eiga menn að skilja það, að hann skUli þannig ganga í berhögg við það «bann, sem hann fyrix aðeinis tveimUr eða þremur dögum er búinn að gefa út við því, að hópgöngur verði farnar eða útifundir haldnir af tilefni bamiadagsins og ífyrsta maí? Heldur hiann ef < til vill, að það sé eitthvað hættUminna fyrir börn og verkamenn að safnast saman á götum bæjarins þúsUndum saman á þessum tím- lum til þess að horfa á viðavangs- hlaUpið eða einhverjar aðrar í- þróttir, helidur en til jjjess að halda barnadaginn og fyrsta maí hátíðlegan? Annað hvort hlýtUr hann að halda það, eða hann hefir banniað hátíðahöld barna- dagsins og fyrsta maí Undir beru lofti af einhverjum öðrum á- stæðum en þeim, sém upp hafa verið látnar. Hvernig ættu menn annars að skýra fytir sér svo fá- rán'ega ósamkvæmni í framkomu 1 ögreglu st j óran s ? Það væri broslegt, ef tímiatnir værU ekki eins aivarlegir og þeir eitu, að horfa upp á slíkt fálm á hæstu stöðum. En annað hvort er ástæða til þess vegnia loft- árásarhættUnnaT, að banna öll hátíðahöld og s,kemmtanir undir beru loftii innan bæjarins og í Umhverfi hans, eða það er ekki ástæða til þess að banna neinn slíkan mannsöfnuð. Og þar sem hópgöngUr og útifuridir barna- dagsins og fyrsta maí hafa þegar verið bannaðir með skíirskotun til loftárásarhættunnar, munu bæði verkamenn og aðrir gera skýlaUsa kröfu tíl þess, að það samaverði látið gilda um allar aðrar úti- skemmtanir meðan ástandið er óbreytt. * Þó að fyrsti máí verði ekki haldinn hátíðlegur með hópgöng- Um og útifundUm hér í höfuð- staðnum í ár, þá þýðir það að sjiálfsögðu ekki, að hann eigi ekki að vem frídaguT fyrir verka- lýðinn eins og Unidanfarin ár. Og vitanlega verður hans mirnnst með hátíðahöIdUm og ræðuhöldum í húsum inni. Fyrsti maí er og verður dagur verkia- lýðsins og það felst enginn af- sláttur við atvinnurekendavaldið og aðra andstæðinga verkalýðs- 'hreyfingarinnia/r í því, þó að idag- uriun sé í þetta ,sinn halditnn hátíðlegur með nokkuð öðmm hætti en áður. Það er aðems gert vegna þeirnar hættu, sem nú vofir yfir okkur öllum. Þegar sú hætta er liðin hjá, mun fyrsti maí aftur verða haldinn hátíð- legur með þeim hætti, sem verka- 1 mönnUm er tamastur og : kær- astUr. ummmsnrsnunu Mikið úrval af kven-silkisokknm #0 sokkabanðabeitnm. Guðspekifélagar. Reykjavíkurstúkan heldur fund í kvöld kl. 8,30. Skálda- kvöld. Erindi, upplestur, ein- söngur, músík. Reýkvíkingar eru ágætismenn. Ég hefi aldrei orðið eins áþreifan- lega var við það og í gær.“ ísak Jónsson formaður Sum- argjafar sagði þetta við Alþýðu- hlaðið í morgun. Hann var á- kaflega glaður yfir árangrinum. „Þetta viar metdagUr. Aldrei hefir starfsemi baxnádiagsins gengið eins prýðilega. Peningarn- ir komU til okkar úr öllUm áttum. Ég hygg, að svo að segja hvert mannsbiam í bsenum hafi lagt eifthvað af mörkum. ÖU hús, þar sem skemmtanir voru haldriar, voru troðfull, og urðu margir frá a'ð hverfa. Að- göngumiðár seldust upp yfirleitt á hálftíma. Hiappdrætti stúdeut- anna seldiist mjög vel, Sólskins- bókin seldist prýð'ilega og eins barnablaðið og bamadiagsmerkið seldiis't margfalt betur en nokkru sinni fyrr.“ — Vefetu nokkuð hvað miklir peniugar komU inn? „Nei, um það get ég ekki sagt fyrr en á morgun. Við höfum ekki gert Upp enn þá. Ég veit þegar um, að í Aus'turbæjar' skólanum var búið áð selja merki í gærkvel'di fyrir á 5. þúsund fcrónur, í Miðlbæjaiiskóianum vorU merki seld fyrir á 4. þúsUnd og í Grænuborg fyrtr um 1 þus. kr.‘ Þetta er þó ekki allt, því að ýms ir eiga eftir að gera úpp. Ég vil geta þess, að mjög lítill kostn- aðUr er við þessa starfsemi okk- ar. NæstUm öil vinna í gær var sjál'fboðaliðsstarf, og þess vegna fer næsfum því hver einastla króna, sem irin kom, ti‘1 bamanna. Ég vil biðja Alþýðublaðið að færa Reykvíkingum hinar alúðatv fyllstu þakkir okkar, sem stóðum íyrir þessari starfsemi í gasr.“ Fjársðlnnn til Sambands berklasjáfclinga. Sambandi ísl. berklasjúklinga hafa borizt eftirfarandi fjárupp- hæðir: Fyrir seld blöð og merki (frá síðustu birtingu): Jónína ,Her- mannsd. 33,40. Vilhjálmur Jóns- son, Akranesi 215,50. K. Júlíusson, Húsavík 40,00. Jón Árnason, Kópaskeri 15,00. Þóra Jónsd., Bíldudal 80,00. Einar Ástráðsson, Eskif. 50,00. Aðalh. Pétursd.. Bakkaf. 15,00. Örnólfur Valdi- marsson. Önundarf. 42,50. Ben. G. Benediktsson, Sandi 50,00. Estífa Björnsdóttir, Þingeyri 30,00. E. E. Hafnarfirði 2,00. Safnað fé. Safnað af: Síra Guðm. Einarss. Mosf. kr. 130.00. Síra Páll Sigurðsson, Bolungarv. kr. 800,00. UMF. Vestri, Rauðas. kr. 105,65. Kvenfél. Geiradalshr. kr. 70.00. U.M.F. Austri,. Eskif. kr. 282,00. Frá Ó. Þ. Vestmannaeyjum, kr. 10.00. Sig. Jóhannessyni, Rv. 10.00. Páli Jónssyni, Reykh. 5,Ó0. Ástu Guðmundsd. Kópav. 10,00. Ó- nefndri konu, 50,00. Ónefndri konu kr. 50,00. Ónefndri konu, 2,00. N .N. afh. af Árna Óla kr. 25,00. Ónefndri stúlku 10,00. Ó- nefndri konu 100,00. Ónefndri konu, a£h. af síra Á. S. 100,00. Ó- nefndri konu, Rv. 100,00. Frú Mar- íu Jónsson, Rv. 25,00. Frú Þ. P. 100,00. Ónefndri konu, áfh. af Gísla Guðm. 50,00. Sigurði Jóns- syni, Rvík 30,00. U.M.F. „Reynir*1 Mýrdal 15,00. Kvenfél. Hellusandi 100,00. Sjómanni 10,00. Tóiriasi Skúlasyni 5,00. Kvenfél. 19. júní, Borgarf. 100,00. Jóni Jóhann^s- syni, Sigluf. 100,00. Sigurbjörgu Benjamínsd. 5,00. Kvenfél. Hring- urinn Sthólm 500.00. Með beztu þökkum. Miðstjórn S.Í.B.S. Sítrónur, nýkompar, k sijir fi pSkkani. Ný egg, daglega. Tjarnargötu 10. — Sími 3576. BREKKA ÁsvaHagötu 1. — Sími 1678. Snnaróskir í haka- krossrðnm! MENN Urðu ekki lítið hissa í gær, þegar þeir epn- uðu Morgunblaðið og sáu, að sumaróskirniar ,sem þeir höfðu sent því tíl birtingar, vorim allar skreyttar atiglýsi ngarömm- um, settum samari úr eintónvum þýzkum hakakrossum. Þama óskuðu Sámband ísl. samvinnufélaga, Alþýðubraiuið- gerðin, Tóbaksverzlun rtfcisins og ótal mörg fleiri fýrtrtæld 'við- skiftavinum sínum gleðilegs sum- ars undir þýzka hakakrossinum. Hvernig skyldi þeim hafa orðið við, þegar þau sáu sumaróskÍT sínar þannig skreyttar? Vonandi hefir það ekki verið ætlunin. Og liklegt er, að hér hafi aðdns verið urn leiðinlegt slys áð ræða af hálfu Morgunblaðsins. Svo ætti að minnsta kostí að mega álykta af afstöðu þess tíl þýzká naz- ismans upp á síðkastið. En þannig hefna gamlar synd- ir sín á blaðinu. Stefnunni hef- ir verið breytt, en það hefir gleymst að leggja hakakross- rammana til hliðar! Barn skaðbrennist. Það slys vildi nýlega til nálægt Suðurpól, að 8 ára gamalL idreng- ur, Einar Hafstein, skaðbrenndist í bensínbruna. Hafði hann ásamt öðrum drengjum j náð í bensín- dunk og kveikt í honum. 6. bekkingar Menntaskólans fengu upplestrarfrí til stúdents- prófslesturs í fyrradag. FREYJUFUNDUR í kvold kl. 8V2. Kosning embættis- manna. Leiksýning: Húsið við iþjóðveginn. Leikstjóri Anna Guðmundsdóttir. Fé- lagar fjölmennið. Æðsti templar. Stpktarsfóðnr verkamanna og sjo mannafélagania í Revkjavík. ------»—:— Skýrsla stjórnarinnar fyrir síðastliðið ár ALÞÝÐUBLAÐINU hefir borizt eftirfarandi skýrsla frá stjórn Styrktarsjóðs verka- manna- og sjómannafélaganna í Reykjavík fyrir s.I. ár. Stjórn sjóðsins skipa: Sigur- jón Á. Ólafsson, Ágúst Jósefs- son og Sigríður Ólafsdóttir. Styrks úr sjóðnum nutu á ár- inu 45 karlar og 24 konur. Um- sækjendur eru meðlimir eftir- taldra félaga, og fengu styrk eins og hér segir: Sjómannaf. Reykja- víkur 44 kr. 5925,00 Vkf. Framsókn 24 — 2575,00 Bakarasv.f. ísl. 1 — 150,00 Styrkþegar 69 Kr. 8650,00 Upphæð styrksins var frá kr. 75,00 til kr. 150,00. Árgjald til sjóðsins hafa á árinu greitt þessi félög, sem öll eru í Al- þýðusambandi íslands: Sjómannafélag Reykjavíkur, Verkakvennafél. Framsókn, Hið íslenzka prentarafélag, Bókbindarafélagið, Bakarasveinafél. íslands. Ársgjaldið er kr. 1,00 af körl um, en kr. 0,50 af konum. Eins og að undanförnu hefir sjóðurinn notið styrks úr ríkis- sjóði kr. 4000,00 og úr bæjar- sjóði Reykjavíkur kr. 3500,00. Sjóðurinn var í ársbyrjun kr. 136.868.13, en í árslok kr. 146.- 442.13. Aukning á árinu kr. 9574,00.“ STARFSMANNAFÉLAGIÐ „ÞÓR“. Aðalfundur í kvöld kl. 9 í Hafnarstræti 21 uppi. Ðagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.