Alþýðublaðið - 25.04.1941, Page 4

Alþýðublaðið - 25.04.1941, Page 4
FÖSTUDAGl’R 25. APRIL 1941. FÖSTUDAGUR . í . ' ; ' ___ Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.25 Þingfréttir. 19,40 Lesin dagskrá næstu viku. 20,00 Fréttir. 20,30 Útvarpssagan: „Kristín Laf- ransdóttir“, eftir Sigrid Undset. 21,00 Einleikur á fiðlu (Þórarinn Guðmundsson): Vorsónatan eftir Beethoven. 21,15 Upplestur (Soffía Guðlaugs- dóttir): „í þjónustu æðri máttarvalda", eftir Leon Denis. 21.25 Hljómplötur: íslenzk lög. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Vikublaðið „Fálkinn" kemur út í fyrramálið. Parísarferðin heitir ameríksk skemmtimynd frá Columbiafilm, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika Joan Blondell, Melvyn Douglas og Walter Connolly. Tónlistarfélagið og Leikfélagið sýna operettuna „Nitouche“ í kvöld kl. 8. Karlakór Reykjavíkur endurtekur samsöng sinn í Gamla Bíó í kvöld kl. 11,30 og n.k. sunnudag kl. 3 e. h. V.s. „Þór“ hefir nú eyðilagt 16 tundurdufl á siglingaleiðum fyrir Norðurlandi og auk þess tekið 4 dufl, sem rek- ið hafði á land, gert þau óvirk og flutt þau hingað til Reykjavíkur. Skýrsla Gagnfræðaskóla Reykvík- inga skólaárin 1937—1940 er nýkomin út. Auk skýrslu um störf skólans flytur hún minningargrein um Pétur Halldórsson borgarstjóra — en hann var formaður skóla- nefndar frá upphafi til dauðadags. Radiovitarnir, sem ekki hafa starfað undan- farið, hafa nú aftur tekið upp reglulegar útsendingar, eins og áð- ur. KAUPI GULL hæsta verði. SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. HSrmulegt slyst Kláfferja slitnar og tveir menn biða bana. SÍÐASTLIÐINN mánudag vildi það slys til að tveir menn drukknuðu í Kolbeins- dalsá í Húnavatnssýslu. Mennirnir voru Halldór Björnsson, bóndi að Melstað, kvæntur og átti 1 barn, og Jón Jóhannsson frá Kolkuósi, hann var ókvæntur. Þeir Halldór og Jón voriu að faiia yfir ána á kliáfferju, er að- álstnengurinn siitnaði og kláf- fierjan féll í ána með menniina. Menn voru nærstaddir, er slys- ið vildi tii, og hlupu þeir strax tíl. hjálpar. Náðu þeir báðum mönnunum og hófu strax lifgun- artilraUnir. Jafnskjótt var og sent eftir héraðsTækninum á Sauðár- króki og hélt hann lífguniartil- raununum áfram strax og hann kom, en állt reyndist árangUrs- laust. STRÍÐIÐ I GRIKKLANDI Frh. af 1. síðu. í London er bent á það, að fetríðið í Júgóslavíu og á Grikk- landi bafi þrátt fyrir allt ekki verib háð til einskis. Hitler hefði gert sér vonir um að ná þessum tveimur löndum, auðlindum þeirra og samgönguleiðum ó- skemmdum á sitt vald með hót- Unum einum. En það hefði ekki tekizt. og Hitler hefði beðið ógur- |egt tjón í herferðinni á Balkan- skaga. » Ameríkskir fréttaritarar áætTa, að um 70000 manns hafi fallið i láði Þjóðverja og um 200 000 særzt. i VÍÐ A VANGSHL1UPIÐ Frh. af 1. siðu. kennilégt af lögregulstjóra, að leyfa víðavangshlauipið, þó að fyiirsjáanlegt væri, að það mundi safna miklum mannfjölda saman á tiltölulega lítinn stað. Er það álls ekkii í samræmi við þá á- kvörðun, að banna útihátíðahöld 1. maí, að banna lúðrasveitum að leika opinberlegia og leggja bann við skrúðgöngum barna á barna- daginn. Hver er raunveruTega meining- in með þessari framkomu? breyTingar á brezku STJÓRNINNI? Frh. af 1. síðu. skipUleggja hina þrengri stríðs- stjórn, fækka mönnUln í henni og taka jafnvel nýja menn í hana, sem ekki hafa tilheyrt ráðuneyt- inu hingað til. Nafn Lloyd George hefir oft iyerið nefnt í sambandi við þessar Umræður síðustu dagana. BANDARÍKIN Frh. af 1. siðu. ráðunauta sína á fund í Was- ihington i gær, og er talið, að þar haf-i verið rætt um fyrirhug- aða herskipavernd fyrir vopna- flutningana til Englands. Heyrzt hefir, að ætlunin sé sú, að byrja á því að láta amerísk 'herskip fylgja vopnaflutningun- Um 1500 km. leið austur á At- lantshaf, og sé þá gert ráð fyrir, að brezk herskip taki þar við. Verið er nú að smíða 80 mjög hraðskreáða tundurskeytabáta i Bandaríkjunum, sem eiga að fara tíl Englands og taka þátt í bar- áttUnni gegn þýzku kafbátunum. Nú þegar eru 20 af þessum tUndurskeytabátUm tílbúnir, og er búið að afhemda BretUm suma þeirra. ■ GAMLA BIOBI ■i NÝJA BIÓ ■ Fjðrkúgarinn Parísarferðin. (BLACKMAIL.) Ameríksk sakamálakvik- mynd. Aðalhlutverk leika: Edward G. Robinson, Ruth Hussey Sýnd klukkan 7 og 9. (Good girl go to Paris). Amerísk Columbia film. Aðalhlutverkin leika: Joan Blondell, Melwyn Donglas 0. fl. Aukamynd: Barnaverndarstarfsemi í Englandi. j Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. j SÝNINGIN KLUKKAN 3 TILHEYRIR BARNA- | DEGINUM. Barnasýning kl. 5. G O S I Allra síðasta sinn 4 Tónlistarfélagið og Leikfélag Reykjavíkur. „NIl ODCHE“ Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. S. G. T. emgðnflg eldri tlansarnir. verða í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu Iaugardaginn 26. apríl kl. 10. — Áskriftarlisti og aðgöngumiðar á sama stað frá kl. 2. Sími 4900. Fimm manna hljómsveit. Pant- aðir aðgöngumiðar verða að sækjast fyrir kl. 8. RANGÆIN6AFÉLAGIÐ heldur skemmtifund n.k. laugardagskvöld kl. 8V2 að Hótel ísland. TIL SKEMMTUNAR VERÐUR: 1. Ræða, Sigurður Einarsson dósent. 2. Kvartett syngur. 3. Upplestur, Helgi Helgason verzlunarstjórj., 4. DANS. Skorað er á félaga að mæta. — Allir Rangæingar velkomnir., STJÓRNIN^ 4— .----------------------:------------------- Kærar þakkir færi ég öllum þeim, sem minntust mín á fimmtíu ára afmælinu. Sveinn Helgason.. 110 THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT inn léti ekki blöðin á húninn, að farið væri hirðu- leysislega með kolin og ekki væri hitað nógu vel upp. Þetta voru allt smááhyggjur. Hann vissi, hvern- ig átti að hirða hús. Hann var alltaf mjög strangur við sjálfan sig, heimtaði mikið toæði af sér og öðr- um. Og hann var hræddur um, að allt færi nú í handaskolum, þegar hann væri kominn í rúmið. Jennie saumaði handa honum ágætan innislopp, kögraðan toláu silki og keypti handa honum mjúka og notalega inniskó. En hann fór ekki oft í slopp- inn. Hann vildi heldur liggja í rúminu og lesa í biblíunni og lúthersku blöðunum sínum og svo spurði hann Jennie að því hvað eftir annað, hvernig störfin gengju. — Ég held, að þú ættir að fara ofan í kjallarann og gá að hvað hann er að gera. Hann hitar ekki nógu vel upp, sagði hann í kvörtunartón. — Þú mátt reiða þig á, að hann er að lesa og svo gleymir hann eldinum, þangað til hann er nærri því dauður. Ölið er þarna niðri og hann getur drukkið af því eins og hann lystir. Þú ættir að læsa það inni. Það er ó- mögulegt að vita, hvernig náungi þetta er. Jennie mótmælti því. Allt gekk sinn vana gang í húsinu, sagði hún. Maðurinn væri kurteis og fágað- ur Ameríkumaður. Og þótt hann drykki eitthvað af ölinu, þá væri það ekki svo hættulegt. En þá varð Gerhardt æstur. — Svona er það alltaf, sagði hann, Þú hefir ekk- ert vit á að spara. Þú lætur allt fara eins og verkast vill, þegar ég er ekki viðstaddur. Þú segir, að hann sé kurteis og fágaður maður, Hvernig veiztu, að svo sé? Hugsar hann vel um ofninn? Nei, það gerir hann ekki. Reitir hann arfann úr beðunum í garðinum? Ef þú lítur ekki eftir honum, verður hann alveg eins og hinir. Þú verður að gefa honum gætur. — Já, já, faðir minn, sagði hún og reyndi að friða hann. — Það skal ég gera. Þú skalt ekki hafa neinar áhyggjur af því. Ég skal loka klefanum, sem ölið er í. En viltu ekki fá kaffibolla og glóðað torauð? — Nei, þakka þér fyrir, sagði Gerhardt. — Það er ekki hollt fyrir magann. Ég veit ekki, hvernig ég á að fara að því að komast á fætur aftur. Makin læknir, þekktasti læknirinn í hverfinu, var kvaddur að sóttarsæng Gerhardts gamla. Hann sagði Jennie, að hún skyldi ekki gera sér vonir um, að hann kæmist á fætur aftur. — Hann er orðinn svo gamall, sagði hann. Það er ekkert hægt að gera annað en að láta honum líða svo vel sem hægt er. Hann getur að vísu lifað enn um hríð og ef til vill kom- ist á fætur aftur, þótt það sé ósennilegt. Jennie var sorgbitin yfir því, að ef til vill færi faðir hennar að deyja, en það var þó hetra, ef hægt var að láta honum líða vel síðustu árin. Hann gat að minnsta kosti fengið þá hjúkrun, sem hann þarfn- aðist. Það kom fljótt í ljós, að þetta myndi vera síðasta lega Gerhardts, og Jennie leit á það sem skyldu sína að tilkynna bræðrum sínum og systrum þetta. Hún skrifaði Bas, að faðir hans væri ekki heilbrigður og hann svaraði henni, að hann væri svo önnum kaf- jnn, að hann gæti ekki komið, nema ef bráðlægi á. Ennfremur skrifaði hann, að George væri, að því er hann bezt vissi, í Rochester. Marta og maður henn- ar væru farin til Boston og toyggju þau þar í litlú’. úthverfi, sem héti Belmont. William væri í Omaha og væri þar í raftækjaverzlun. Veronika væri gift: manni, sem héti Albert Sheridan, og væri á efna- rannsóknarstofu. — Hún heimsækir mig aldrei, sagði. Bas í bréfinu, en ég skal láta hana vita. Jennie skrif- aði öllum systkinum sínum. Frá Mörtu og Veroniku fékk hún stutt bréf: Þær. kváðust vera mjög sorg— bitnar yfir þessu og báðu Jenníe að skrifa sér, e£ einhver breyting yrði. Georg skrifaði og sagði, að hann vildi ekki taka sér ferð á hendur til Chicago,. nema ef faðir sinn væri mjög veikur, en hann lang- aði til að fá toréf annað slagið, tíl þess að vita, hvern- ig honum liði. Sjúkdómurinn dró gamla manninn til dauða, og Jennie varð mjög harmþrungin, því að enda þótt þau væru ekki á eitt sátt úm sinn, voru þau orðin mjög samrýnd síðustu árin og Gerhardt var kominn að þeirri niðurstöðu, að þessi glataða dóttir hans væri vænsta manneskja. Hún reifst aldrei við hann og gerði honum aldrei neitt á móti skapi. Þegar hann lá veikur kom hún oft inn til hans á kvöldin, og þegar honum itók að þyngja sat hún oft inni hjá honum og las fyrir hann eða saumaði. Einn daginn, þegar hún var að laga koddann undir höfði hans, greip hann hönd hennar og kyssti hana. Hann var mjög mátt- farinn: — Þú hefir verið mér góð, sagði hann. —

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.