Alþýðublaðið - 30.04.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.04.1941, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 30. apríl 1941. ALÞÝÐUBIAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR i r Næturlæknir er Ólafur Jó- hannsson, Laugaveg 3, sími 5979. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.30 Útvarpssagan: „Kristín Laf- ransdóttir“ eftir Sigrid Und- set. 21.00 Hljómplötur: Orgellög. 21.05 Erindi: Um kirkjusöng og safnaðarsöng (Halldór Jóns- son að Reynivöllum). 21.35 Hljómplötur: Orgellög. 21.40 „Séð og heyrt“ (Thorolf Smith). Reykjavíkur Annáll h.f. sýnir revyuna „Hver maður sinn skammt“ í kvöld kl. 8. Dansleik heldur sundfélagið „Ægir“ ann- að kvöld (1. maí) í Oddfellowhús- inu. Áheit á Slysavárnafélag íslands. Ónefndur kr. 20. Ónefnd kona kr. 10. Gísli Guðjónsson, Hlíð, kr. 10. Ónefnd kona kr. 1. N. N. kr. 1. N. N. kr. .10. Efnalaugin Glæs- ir kr. 100. Dydda kr. 5. S. B. kr. 5. B. kr. 5. N. N. kr. 3. N. N, N. kr. 2.50. Frá Eyfellingi kr. 5. Gamalt áheit kr. 33.33. G. S. kr. 10. Gamalt áheit frá stúlku. Beztu þakkir. J.E.B. CKURCHILL Frh. af 1. sí'ðu. verða látnar fara fram í mál- stofunni um ófriðarhorfurnar fyrsta daginn, sem hún kæmi á fund í næstu viku. Lét hann þess jafnframt getið, að stjórn- in myndi fara fram á trausts- yfirlýsingu, þar sem úr því væri skorið, hvort þingið væri samþykkt þeim gerðum stjórn- arinnar, að senda her til Grikk- landfs, og hvort það treysti henni til þess að heyja styrjöld- ina við austanvert Miðjarðar- haf og raunar alls staðar áfram af fullum krafti. Churchill gerði ráð fyrir því, að umræðurnar yrðu mjög ít- arlegar og að svo gæti farið að þær tækju tvo daga. í svari við fyrirspurn sagði hann, að Anthony Eden utan- ríkismálaráðherra, sem orðið hefir fyrir nokkurri gagnrýni upp á síðkastið, myndi taka þátt í umræðunum. BANN SOVÉTSTJÓRNARINNAR hieimsins frá fyrirhUguðum vopna- í/utmngum um Rússland í jafn- vel.enn þá stærri stíl en áÖur. Lokað * allan dagðan á morgnn 3 Tryggingarstofnun rikisins. Bfl stolið f fyrradag Þ|óf nrinn náðisí þeg- ar í fyrrakvöld. ¥ FYRRADAG var stolið híl frá bifreiðastöð ' Steindórs við Hafnarstræti, honum ekið inn að Lambhagabrú, og þar út af vcginum. Bílþjófurinn var handsamaður strax um kvöldið eftir tilvísun bifreiðarstjóra. Var það 18 ára gamall .piltur, Gluðmann Alfred Jónsson, BræðrabiOT|giarstí'g 49, sem stal bílnum. Hafði hann farið inn í veifingast'Ofu hér í bænum og hitt þar brezfea sjóliða, sem veittu honum áfengi. Því næst varð ihann viðsfeila við þá þarna inni og rölti út i Haíniarstræti, en þar sá hann bifreiðina R 654 úti fyrir bifreiðastöð Steindórs. Datt honum í hug að tafea bifreiðina, afea í henni inn fyrir Elliðaár o;g skiia henni því næst aftur. Tók hann bifreiðina í leyfisleysi og ók af sta.ð, en þegar kom inn fyrir Elliðaár ákvað hann að aka Iengra. Pegar hann kom inn að Lambhagalmi ók hann út af .veg- inum og skemmdist bíllinn, en fór þó ekki á hvolf. Kom hann bíln'um ekki upp á veginn aftur, en varð að ganga til bæjarins. Þegar hann kom að Grafar- holti kom bíll aUstan að, R. 1409, og bauð bílstjórinn Guðmanni Upp í og þáði liann þiað. Ók hann honum því næst niður á Laugaveg innarlega, en þar vildi Guðmann fara út. Samkvæmtlýs- ingu þessa bílstjóra á manninum náði lögreglan honum seinna urn kvöldið. Guðmann hafði ekki bílpróf. Skemmdirnar álbílnum eru jnetn- ar á 335 krónur. Þúsundir vita að gæfa fylgir trúlofunarhringunum frá Sig- urþór, Hafnarstræti 4. WM GAMLA BIO Ljósið sem hvarf („The Light that failed.“) Aðalhlutverk: RONALD COLMAN. Aukamynd: , íkveikjuárás á London. Sýnd kl. 7 og 9. NÝJA Blð S Spellvirkjarnir (Spoilers of the Range). Spennandi og æfintýrarík amerísk kvikmynd frá Columbia-film. Aðalhlutverkið leikur kon- ungur allra Cowboykappa CHARLES STARETT. Aukamynd: Brezk hergagnaframleiðsla. Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. ' Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu og vinsemd við andlát og jarðarför Lofts Jónssonar. Börn, tengdabörn og barnabörn. wmwm SIHN Reykjavíkur Annáll h.f. Revyan i kvöld kl. 8. Lægra veröiö Biaa sýnlngin í fiessari viku. ððmmiskógerðin VOPNI leefir foezta skó~ fatraaöiun í sveitina. Útbreiðið Alþýðublaðið! mmmzmmmiKíZí Mikið úrval af kven - silki sokbura og sokkabandabeltum. VERZL.C! ^lmi/^85. 112 THEODQRE DREISER: JENNIE GERHARDT Jennie. Ef Lester yæri ekki þegar kvæntur henni, hlaut henni að vera það Ijósf, að hann hafði ekki í hyggju að gera það. Og skyldi það ekki bera árangur, ef þriðji maður kæmi, maður, sem ætti töluvert undir sér og væri auk þess bróðir Lesters, útskýrði fyrir henni, hvernig í málinu lægi og byði henni ríflegan Hfeyri? Skyldi hún þá ekki láta undan og binda enda á sambúð þeirra? Þegar alls var gætt, þá var Lester þó toróðir hans, og hann mátti ekki missa fjármuni sína. Robert hafði nú allan kaupsýsluhringinn á sínu valdi og hann hafði efni á því að vera veglyndur. Loks þóttist hann þess fullviss, að herra O’Brien myndi verða heppilegur milligöngumaður. Hann var hið mesta prúðmenni, enda þótt hann væri mála- færslumaður. Hann myndi geta, á óbeinan hátt, gert Jennie skiljanlegt, hvernig fjölskylda Lesters leit á þetta mál og að Lester ætti það á hættu að ruissa allar eignir sínar, ef hann héldi áfram sambúð sinni við hana. Og væri Lester þegar kvæntur henni, þá myndi O’Brien fljótlega geta komist að því. Það var ákveðið að láta hana fá að minnsta kosti sextíu til hundrað þúsund dollara. Hann sendi því boð til O’- Brien og sagði honum, hvað hann ætti að gera. Hann hafði verið einn af þeim, sem gerðu upp bú Archi- balds Kone og það var því hlutverk hans að reyna að komast eftir því, hvernig högum Lesters væri háttað. Herra O’Brien lagði af stað til Chicago. Þegar hann kom til Chicago hringdi hann til Lesters og komst þar að raun um, að Lester var ekki í borginni. Hann fór til hallarinnar í Hyde Park og lét færa Jennie nafnspjald sitt. Fáeinum mínútum seinna kom Jennie ofan stigann, án þess að hafa hugmynd um — hvert var erindi þessa manns. Hann heilsaði henni mjög kurteislega. Er þetta frú Kane? spurði hann og hneigði sig. — Já, sagði Jennie. — Ég heiti O’Brien og er einn af málafærslumönn- unum, sem gerðu upp bú herra Archibalds Kane. — Yður finnst það ef til vill einkenniiegt, að ég skuli heimsækja yður, en í erfðaskrá téngdaföður yðar voru sett ýms skilyrði, sem koma yður við og manni yðar. Þessi skilyrði eru svo þýðingarmikil, að mér finnst það skylda mín að láta yður vita um þau — ef herra Kane er þá ekki toúinn að skýra yður frá þeim. En allt virðist toenda til Iþess, að hann hafi ekki skýrt yður frá þeim. Hann þagnaði og horfði á hana spyrj- andi. — Ég skil þetta ekki vel, sagði Jennie. — Ég hefi aldrei heyrt minnst á þessa erfðaskrá. Ef þar er eitthvað, sem mér kemur við, þá held ég, að herra Kane hefði sagt mér frá því og hann hefir ekki ennþá skýrt mér frá neinu. — Einmitt, sagði herra O’Brien. Þetta datt mér í hug. En ef þér viljið hlusta á mig, þá skal ég koma yður í skilning um málið. Þau fengu sér sæti og O’- . Brien dró stól sinn til hennar. — Ég þarf víst ekki að segja yður, hóf hann máls, að faðir herra Kanes var mjög andvígur sambúð sonar síns og yðar. — Ég veit það, sagði Jennie. Hún var orðin dálítið óróleg. — Áður en herra Kane andaðist, hélt hann áfram, lét hann í ljós andúð sína á sambúð yðar og herra Kanes yngra. í erfðaskránni gerði hann grein fyrir skiptingu eigna sinna og setti skilyrði fyrir því, að Lester fengi arfinn, sem honum bar. Ef allt hefði verið eins og átti að vera, hefði Lester átt að fá fjórða partinn af hlutabréfunum í Kanefélaginu. Og það hefði verið um ein miljón dollara, eða ef til vill meira.Auk þess átti hann að fá fjórða partinn af öðr- um eignum Kane gamla ,en það er um fimm hundruð þúsund dollara virði. Ég held, að Kane eldri hafi vonað, að sonur sinn gæti orðið þessara auðæfa að- njótandi. En vegna þeirra skilyrða, sem gamli mað- urinn gerði, getur Lester ekki eignast þessa peninga, nema hann uppfylli skilyrðin. Herra O’Brien þagnaði og litaðist um. Hann var orðinn mjög hrifinn af Jennie. Honum var það ljóst, hvernig á því stóð, að Lester sýndi honum þennan mótþróa. Hann leit á hana í laumi og beið þess, að hún tæki til máls. — Og hvers óskaði hann í erfðaskránni. Hvaða skilyrði voru sett? spurði Jennie að lokum. Hún var orðin mjög óróle^. — Mér þykir vænt um, að þér skylduð leggja fyrir mig þessa spurningu, hélt hann áfram.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.