Alþýðublaðið - 06.05.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.05.1941, Blaðsíða 4
ÞfcBÐJUDAGUR 6. MAÍ 1941. ALÞÝÐUBIÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er Gunnar Cortes, Biríksgötu 11, sími 5995. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 20,30 Erindi: Vertíðin, sem leið (Árni Friðriksson fiskifr.). 20,55 Tónleikar Tónlistarskólans: ^ríó í Es-dúr eftir Brahms. Hjúkrunarfélagið Líkn heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 9 í Thorvaldsensstræti 6. Hásetar á vélbátnum .,Sævari“ frá Vestmannaeyjum fengu nýlega 1000 kr. í hlut eftir veiðiför, sem WfSIWS „Esja“ Austur um land til Akureyrar laugardag 10. þ. m. kl. 12 á hádegi, Kemur á alla venju- lega viðkomustaði. Vörumót- taka á fimmtudag. Pantaðir farseðlar sækist fyrir hádegi á föstudag, annars seldir öðrum. fiammískógerðÍD VOPNI áðalstræti 16. I Gúmmístakkar, Gúmmívettlingar, íslenzku skÆPnir fyrir drengi og telpuf í sveitina. HVERGI BETRI KAUP. stóð í 3 Vi dag. Veiddi báturinn 15 167 kg. af flatfiski og 500 kg. af öðrum fiski. Fyrir aflann feng- ust kr. 20 252,80. 30 ára afmæli á knattspyrnufélagið ,.Valur“ á þessu vori. Afmælisins verður minnst með hófi í Oddfellowh. n.k. laugardagskvöld. Einnig verður gefið út afmælisblað. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af síra Friðriki Hall- grímssyni ungfrú Hólmfríður Karlsson og Guðmundur Ragnars- son. Heimili þeirra er á Sólvalla- götu 14. Tónlistarfélagið og Leikfélagið sýna óperettuna ,,Nitouche“ í kvöld kl. Ö. Næsta sýning verður annað kvöld. IRAK Frh. af 1. síðu. höfuðborgarinnar í Irak. Hins vegar er ekki talið . Hk- Iegt, að um neina verulega liðs- flhtni'nga geti verið að ræða á þann hátt, því að þessar her- flutnmgaflugvéiar geta ekki flog- ið lengra en 1500 km., eru hæg- fara og yrðu annað hvort að fljúga yfir Sýrland, sem er franskt land, eða enn þá lengri lei'ð yfir Palestinu, þar sem Bret- ar hafa öflíugar varnir. HÚSMÆÐRAFRÆÐSLAN Frh. af 1, síðu. Jóh. G. Möller fluttu tiliögu um að framlagið skyldi miðað við 3/4 hluta kostnaðarins. Og var Stúkan ÍÞAKA nr. 194. Fund- ur í kvöld kl. 8V2 stundvís- lega. 1. Skýrslur embættis- manna. 2. Kosning embætt- ismanna. 3. Innsetning. 4. Hagnefndaratriði. Mjög áríð- andi fundur. Æ.T. Kaupi gull hæsta verði. Sig- urþór, Hafnarstræti 4. þessi tillaga samþykkt. Þetta sneriir vitanlega byggingu hús- ímæðraskólans hér í Reykjavík. Áður hafði efri deiid samþykt að framlag til húsmæðrafræðslu í sveitum skyldi miðað við s,4. Neiri deild sampfkkir sameiningn (iðskiptaki- skéia og lagadeildar. FRUMVARPIÐ um breyt- ingu á háskólalögunum var í gær til 3. umr. í n. d. og var það afgreitt til efri deildar. Aðalatriði' frumvarpsins er að sameina viðskiftaháskóla iagia- deild háskólans. Hefir þetta ver- ið nokkuð hitamál. Nokkrar breytingartiilögur hö'fðu komið fram, en þær votu feldar og rökstudd dagskrá frá Skú'.a Guðmundssyni var einnig fe;d með 14:12. FrUmvarpið var samþykkt að viðhöfðu nafnakaili með 17 at- kvæbum gegn 4. Já sögðu: Ásgeir, Eiríkuri Emil, Finnur, Gísli Sv., Haraidur, Héð- inn, Islei'fur, Jóhannes, Jakob, Jó- hann Möller, Jón Pálmason, Hlíð- ar, Stef. Stef., Steingrímur, Vil- mundur og Þorst. Briem. Nei sögðu: Jörundur, Bjarni Bjarnas., Jón ívarsson og Pétur O'tte-en. Leiðrétting-. Leiðinleg prentvilla hefir slæðst inn í ritstjórnargrein blaðsins í gær, „Sjá hér, hve illan enda . .“ Þar stóð aftarlega í greininni: „Alþýðublaðið, sem allir vita, að frá upphafi hefir fordæmt þýzka nazismann og strax í ófriðarbyrj- un, hálfu öðru ári eftir að Bretar komu hingað, tók þá afstöðu til ófriðaraðilanna, sem það hefir enn. í dag.“ Hér átti vitanlega ekki að standa „hálfu öðru ári eftir að“ o. s. frv., heldur „hálfu ári áður en“ o. s. frv., eins og raunar bersýni- legt er af samhenginu og velvilj- aðir lesendur munu líka hafa séð. ■BGAMLA BÍÖISS3 aa nyja bio e.;j | Aaáy Haidy nftnr Æska Abrafiaras Lmcolns 1 (Young Mr. Lincoln). i lifsins. B Amerísk stórmynd frá Fox Ný Metro Goldwyn Mayer Film, er sýnir ýmsa kvikmynd um nýjustu æf- merkilega þætti frá æsku- intýri Hardy-fjölskyld- árum Abraham Lincolns, unnar. vinsælasta forseta Banda- Aðalhlutverkin leika; ríkjanna. - Aðalhlutverk- ið, Abraham Lincoln leik- MICKEY ROONEEY og ur: LEWIS STONE. HENRY FONDA. Sýnd kl. 5, 7 og 9. g 1 Sýnd kl. 7 og 9. Tónlistarfélagið og Leikfélag Reykjavflair. „NIl OUCHEu Sýning í kvöld klukkan 8. Ú T S E L T. Næsta sýning annað kvöld klukkan 8. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4 til 7 í dag. Leigigarðar bœjarins. Þeir, sem í fyrra fengu matjurtagarða á leigu hjá bænum og enn hafa ekki látið vita hvort þeir óska eftir að nota þá í sumar, eru áminnt- ir um að gera það fyrir 10. þ. m., annars verða garðarnir leigðir öðrum. Skrifstofan er opin daglega kl. iy2 til 3. BÆJARVERKFRÆÐINGUR. ardvðl barna Á morgun, miðvikud. 7. maí, kl. 2—4 og 5—7 s.d. verða 8 árá börn (fædd 1933) er óskað hafa sumarvistar innrituð á sumar- dvalarheimili. Framfærendum (eða umboðsmönnum) þeirra ber að mæta á ofangreindum tíma, til þess að uhdirrita loforð um mánaðarlega meðlagsgreiðslu. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Framk væmdanef ndin. 115 THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT — Hann kom til mín til þess að tala við mig um þig og erfðaskrá föður þíns. Hún þagnaði skyndilega, því að hann varð þungur á brúnina. — Hvern fjandann þurfti hann að tala við þig um erfðaskrá föður míns sagði hann. Hvaða erindi átti hann. — Þú mátt ekki verða reiður, Lester, sagði Jennie rólega, því að henni var það Ijóst, að hún varð að hafa fullkomið vald á sér, ef hún ætti að geta fengið eínhverja lausn á þessu vandamáli. — Hann sagði mér frá því, hvílíka fórn þú færðir með því að halda áfram sambúðinni við mig á þennan hátt. Hann sagði mér, að þú yrðir gerður arflaus, ef þú sæir ekki að þér í tíma. Ætlarðu ekki að kippa þessu í lág? Ætlarðu ekki að yfirgefa mig? — Fjandinn hafi hann, sagði Lester fokreiður. Hvern djöfulinn koma honum við einkamál mín? Geta þau ekki látið mig í friði? Hann skalf af reiði. Djöfullinn hafi þau! Það er Robert, sem hefir átt frumkvæðið að þessu. Hann var orðinn rauður í framan af reiði og augun skutu gneistum. i — Jennie titraði, þegar hún sá hann svona reiðan. Hún vissi ekki, hvað hún átti að segja. Svo náði hann valdi á sér og sagði rólega. 1 — Jæja, hvað sagði hann þá? Hann sagði, að ef þú genigr að eiga mig, feng- irðu aðeins tíu þúsund dollara á ári. Og ef þú gengir ekki að eiga mig, en byggir samt með mér, myndirðu ekki fá neitt. En ef við skildum sambúð okkar, þá fengirðu um hálfa aðra milljón. Held- urðu ekki, að það væri bezt, að við skildum? Hún hafði ekki ætlað sér að bera þessa spurn- ingu fram strax. Henni var það strax ljóst, að ef hann væri ástfanginn af henni, myndi hún særa hann með þessari spurningu og hann myndi harð- neita því. En ef hann væri ekki ástfanginn af henni lengur, þá myndi hann hika við að ákveða sig og draga allt á langinn. — Það get ég ekki skilið, sagði hann.— Ég get ekki skilið, að aðrir þurfi að blanda sér í einkamál mín, eða að nokkuð liggi á að ákveða neitt um þetta mál. Og ég harðneita því, að óviðkomandi menn séu að hnýsast í einkamál mín. Jennie varð sorgbitin yfir því, hvað hann tók þetta létt. Hann var reiður, en hann elskaði hana ekki. Honum var alveg sama, þó að hann yrði að skilja við hana. En hann þoldi það ekki, að aðrir væru að skipta sér af þessu. Það var það, sem hann var að hugsa um. Aðrir höfðu gripið fram fyrir hendurnar á-honum, áður en hann var búinn að taka ákvörðun. Það þótti honum óþolandi. Hún hafði þrátt fyrir allt álitið, að eftir svona langa sambúð væri hann farinn að elska hana, og hann gæti ekki skilið við hana, án þess að það fengi mjög á hann. Hann hefði líka getað látið í ljós, að hann elskaði hana, enda þótt /nauðsynlegt væri, að þau skildu samvistir sínar. Snöggvast fannst henni sem hún skildi hann ekki, enda þótt þau hefðu þúið lengi saman. Honum þótti vænt um hana á sinn hátt. Hann gat ekki elskað neitt og honum var um megn að láta tilfinningar sínar í ljós. Henni var nú ljóst, hvað hún átti að gera. Hún mátti ekki láta hann færa svona mikla fóm. Hún var orðin honum mjög lítils virði. Það var aðeins eitt, sem hún gat gert, þegar svona var komið. En gat hann ekki að minnsta kosti látið í ljós, að honum þætti vænt um hana. — Heldurðu ekki, að bezt væri að fara að á- kveða eitthvað, hélt hún áfram, og vonaði, að hann segði eitthvert hlýlegt orð við hana. — Það er ekki svo langur tíma eftir. Hún var mjög óróleg. Hún var hrædd um, að hann réði sér ekki. Hún vissi ekki, hvað hann myndi segja eða gera. Lester var svo hræðilegur, þegar hann varð reiður. Samt sem áður ætti honum ekki að vera svo erfitt að slíta sambúð við hana núna, þegar hann hafði frú Gerald. — Þú skalt ekki hugsa um það, sagði hann kulda- lega. Reiðin við bróður hans og O’Brien sauð í hon- um. — Það er nógur tími ennþá. Ég hefi ekki af- ráðið, hvað gera skal. Og við skulum ekki tala meira um þetta núna. Er ekki miðdegisverðurinn að verða tilbúinn? Hann var svo móðgaður, að hann gætti naumast að því að vera kurteis. Bann gleymdi henni og tilfinningum hennar. Hann hataði Róbert bróður sinn fyrir' þessa niðurlægingu. Og hann hefði getað snúið O’Brien úr hálsliðnum, ef hann hefði verið viðstaddur. Þó var ekki hægt að láta þetta mál liggja í þagn- argildi og meðan þau voru að borða fóru þau aftur að ræða málið. En þau gátu ekki rætt það út í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.