Alþýðublaðið - 09.05.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.05.1941, Blaðsíða 1
r ALÞYÐ RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN » ^XXII. ARGANGUR FÖSTUDAGUR 9. MAl 1941. 110. TÖLUBLAÐ Ekjsprengjnr víö Anstur- Harskölann á nirpa. -----4---- Æfing sefiillðsliBS fyrir sweitir loft^arnanefndar. KoinmðnistarDir ern komnir tii Englands. Þeir búa i hiimm „hoíitmB- iega ættjarðarvinaskóla*4 í Wandsworth. I GÆK var á alþingi x byrjun funda lesið upp -svohljóðandi bréf, sem forset- um hafði borizt frá utanríkis- málaráðuneytinu: RáSuneytíð vilJ ekki láta hjá líða að tjá háttviirtu Alþingi, að því hefir borist símskeyti frá sendifulitrúa íslands i Lond- bn, um, að Einar Ölgeirssoin al- þingismaður o g þeir Sigfús Sigurhjartarson rítstjóri og Sig- urður Guðmundsson, blaðamað- ur, er fluttir voru brott af briezka hernámsliðinu hér, séu komnir til Englands og dveiji nú í Royal Patrioitic Sh'oools, Wandsworth. i í framhialidi af bréfi voru dags. í dag, skai háttvirtu Alþingi hér Frh. á 2. síðu. KVEIKT verður í eld- sprengjum framan við Austurbæ j arbarnaskólann kl. 2.30 á morgun. Er þetta gert í þeim tiígangi að kenna almenningi að verjast þessum vágestum, ef þeim kynni að verða varpað á borgina í loftárás. Það er brezka setuliðið hér, sem stendur að æfingu þessari og framkvæmir hana eftir beiðni loftvarnanefndarinnar. Taka 12—15 hermenn þátt í henni. Til þess er ætlazt, að mann- fjöldi geti safnazt á auða svæð- inu framan við skólann og fylgzt með öllu, sem fram fer. Sýnt verður hversu slökkva skal í eldsprengjum og hversu þeim skal komið burtu. En í eldsprengjum er hægt að slökkva með því að moka sandi á þær og nægir að hafa sand- fötu og skóflu við hendina til þess. Líka má slökkva í þeim með vatni. Til þess þarf dælur og vatn í ílátum. En það er miklu hættulegra að slökkva með vatni. (Frh. á 4. síðu.) Þetta er ein af hinum stóru sprengjuflugvélum Breta, sem á hvérri nóttu láta sprengjunv rigna yfir borgir Þýzkalands. Er verið að flytja sprengjur að henni áður en lagt er af ítað„. Mestu loftáráslr á Þýzkaland í nétt siðan styrjðldin byrfaðl. -----»...-- Fleiri brezkar sprengjuflugvélar tóku þátt í árásunum, en nokkru sinni hingað til. F REGNIR FRÁ LONDON í morgun herma, að fleiri brezkar sprengjuflugvélar hafi verið sendar til loft- árása á Þýzkalandi í nótt en nokkru sinni síðan stríðið hófst. Harðastar voru loftárásirnar á Hamborg og Bremen, en sprengjum var einnig látið rigna yfir Berlín, Emden og margar fleiri þýzkar borgir. Opinber tilkynning um árás- irnar hefir enn ekki verið birt í London. En í Berlínarút- varpinu var viðurkennt í morgun, að loftárásirnar á Ham- borg og Bremen hefðu verið harðari en nokkru sinni áður. Athyglisverðar yfirlýslngar á alftingi: Slálfstæðisflokkurinn á sife* ina á íhlutun setnliðsins. Ólafur Thors stóð á móti því í ríkisstjórninni að ráðstafanir væru gerðar gegn Þjóðviljanum \T IÐ UMRÆÐUR á alþingi í gær um bráðabirgðalög- * in um breytingu á landráðagreinum hegningarlag- anna gáfu tveir af ráðherrunum, þeir Ólafur Thors at- vinnumálaráðherra og' Hermann Jónasson forsætis- og dómsmálaráðherra mjög eftirtektarverðar yfirlýsingar í sambandi við deilur þær, sem undanfarið hafa staðið í blöðunum um bannið á „Þjóðviljanum". Tilefni þessara yfirlýsinga var fyrirspurn, sem GarSar Þorsteinsson bar fram þess efn- is, hvers vegna hinum nýju á- kvæðum hegningarlaganna, sem sett hefðu verið með bráðabirgðalögunum, hefði ekki verið beitt meira gegn blöðunum. Ólafur Thors svaraði þessari fyrirspurn á þá leið, að hann hefði alltaf verið ein- dregið á rnóti því að gerðar | væru nokkrar ráðstafanir gegn „Þjóðviljanum“ af ís- lenzkum stjórnarvöldum, vegna þess að liann hefði á- litið það blað svo ómerkilegt og áhrifalaust, að það hefði jafnvel verið betra að hafa það til viðvörunaf. Eftir að Ólafur Thors hafði gefið þessa yfirlýsingu, stóð Hermann Jónasson á fætur og lýsti því yfir, að hann hefði talið rétt að hin- um nýju ákvæðum hegning- arlaganna væri beitt gegn „Þjóðviljanum“, bæði vegna tiihæfulausra og ósvífinna á- rása blaðsins á íslenzka emb- ættismenn og út af undir- róðri þess gegn brezka setu- liðinu. — En um þetta hefði ekki náðst samkomulag í ríkisstjórninni. Vél hefði þó mátt svo fara, að ef þetta hefði verið gert, befði ekki komið til eins alvarlegrar í- hlutunar setuliðsins um ís- lenzk mál. Um afstöðu ráðherra Alþýðu- flokksins, Stefáns Jóh. Stefáns- ■sonar, utanríkis- og félagsmála- ráð'herra, er þegar áður kunn- ugt. Hann hafði hvað eftir Frh. á 2. síðu. ♦ Þjóðverjar gerðu eining mikl ar loftárásir á Bretland í nótt og voru þær mestar við Hum- berfljót og norðarlega í Mid- lands. Það er viðurkennt í London, að tjón hafi orðið tölu- vert af loftárásum við Hum- ber. Flugvélatjón Þjóðverja í loftárásunum á England fer nú stöðugt vaxandi. í nótt voru skotnar niður 11 þýzkar árás- arflugvélar, þar af 10 yfir Eng- landi og 1 yfir Frakklandi. Er þá búið að skjóta niður sam- tals 85 þýzkar flugvélar að næturlagi síðan í maíbyrjun, eða svo að segja sömu tölu og í öllum aprílmánuði, og þykir það gefa góðar vonir um, að orustuflugvélum Breta muni hægt og hægt takast að sigrast á pæturloftárásum Þjóðverja. í fregnunum frá London í morgun var einnig skýrt frá því, að Þjóðverjar hefðu misst um 700 æfða flugmenn í loftá- rásum og loftbardögum síðustu fimm vikurnar og væri það fimmfalt fleiri en flugmennirn- ir, sem Bretar hefðu misst á sama tíma. Síðustu dagana hafa Þjóð- verjar aftur reynt að gera loft- árásir á England í björtu, eins og í fyrrasumar og í fyrrahaust, að vísu með miklu minni flug- vélafjöida en þá — og hafa til- þessar mistekizt með^ raumr öllu. í gær voru skotnar niður 14 þýzkar flugvélar, sem gerðui tilraun til þess að komast inn. yfir suðurströnd Englands. Þjóðverjar gerðu einnig í gær loftárás á umhverfi Suez- skurðarins og ollu þar nokkru. tjóni, án þess að skurðurinrx sjálfur yrði fyrir skemmdum. Enginn liösafnaðar við vestnriandanæri Sovét-Rísslands. Sovétstjórnin viil ekM vera grunuð um yræsku við Hitler f ÞVÍ var lýst yfir af Tass, hinni opinberu fréttastofu sovétstjórnarinnar, í útvarpinu í Moskva í gær, að þær fréttir, sem undanfarið hefðu verið bornar út um það, að sovét- stjórnin væri að flytja lið frá Austur-Asíu til Evrópu, draga saman lið við vesturlandamæri Kússlands og auka Svartahafs- flota sinn meðl herskipum norðan xir Eystrasalti, væru með öllu tilhæfulausar. Þessi yfirlýsing rússnesku fréttastofunnar vekur tölu- verða athygli úti um heim, þó. að það sé ekki í fyrsta skipti, sem hún vísar frá sovétstjórn- inni Öllum grun um það, að hún ætli að láta sig' yfirgang Hitler-Þýzkalands nokkru skipta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.