Alþýðublaðið - 18.11.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.11.1927, Blaðsíða 4
4 A&ÞffiÐUaEiAÐia stein að nafni, og nokkra nienn, sem reynst hafa homun samsekir «m fölsun ungverskra ríkisskulda- bréfa, fimmtíu frankamilljóna virði. Reyndu falsarar þessir til &ð selja ríkisskuldabréfin í Frakk- landi. Blaðið „Matin“ fullyrðir, að falsararnir séu erindrekar ráð- stjómarinnar rússneskú(!). [Auð- valdsblöðin eru alls staðar lík. Hér kennir „Mgbl.“ jafnaðarmönn- um um atkvæðafalsanir íhaldsins.j Kínverskir stúdentar hylla Trotzki. Frá Berlín er simáð: Eitt hund- rað kínverskir stúdentar, sem fylgdu Trotzki að málum, fylktu iiði á götunum í Moskva og mót- mæltu gerðum Stalins í garð Trotzkis og áhangenda hans. Allir stúdentarnir voru handteknir og sendir til Kína, Frá sjómönnunum. FB„ 18. nóv. Farnir til Englands. Vellíðan. Kær kveðja tii vina og vanda- rnanna. Skipshöfnín á „Menju“. SJm daglaaa og w©h§ehbs* .Næturlæknir ier í nótt Jón Kristjánsson, Mið- stræti 3, símar 686 og 506. Tveir brautryðjendur mannkynsins hafa fæðst þenna dag. Annar þeirra var Louis Da~ guerre, sem fann upp fyrstu að- ferðina tii að taka ijósmyndir. Hann fæddist árið 1789. Hann var franskur málari. Hinn var Nor- dens'kjöld, sæíarinn frægi, sem fyrstur nxanna sigldi íshafsleiði'na norðaustan við Siberíu og fór auk þess víða um norðurhöf. Hann fæddist árið 1832. „Sérhver“ var ieikinn í íyrsta sinni í fyrra kvöld. Var leikstjórinn, Adaiu Poulsen og ieikendurnir tvívegis klappaðir fram og þökk áhorfenda vottuð með blómvöndum. Leikur- inn verður sýndur í þriðja sinni í kvöld. Dánarfrétt. Árni Zakaríasson andaðist í gær að heimili sínu hér í Reykjavík, 67 ára gamall. Hann var mjög lengi vegagerðarverkstjóri og trúnaðarmaður tíkisins samtals yf- if 40 ár. Síðustu á'rin var hann farinn að heilsu, én hraustleika- maður var hann, meöan harm varí fuliu fjöri. , Togararnir. „Gylfi“ kom af veiðum í dag. „Morgunblaðið“ og dagurinn. Það fer vel á því, að , Morgun- biaðið“ skuli einmitt í dag minn- ast á viðburðina, er gerðust í sambandi við rússneska drenginn, þyí í dag, 18. nóvember, eru rétt &ex ár frá þvi þeir viðburðir hóf- ust. Pað er gagnsiaust fyrir blaðið að ætla að afsaka atkvæðafals- Bnirnar og tilraunir íhaldsins til þess að hindra, að hið sanna komi j ljós í því máli, með því að segja, að éff /tafi verið dæmdur fyrir mótþróa gegn „löglegum frain- gangi mála". Enda þó satt væri, væri það engin vörn fyrir at- kvæðafalsanirnar, en svo er þetta bara gripið úr lausu lofti. Ég gerði mótþróa gegn ákvörðun stjóniarráðsins, sem var óheimil, af því hún studdist ekki við lög. Mér var ekki stefnt fyrir rétt fyr- ir tiltækið, heldur var safnað liði, og ég var handtekinn með mikilli viðhöfn. Þegar búið var að setja járn á hendur minar fyrir aftan bak. féll ég á gólfið í stimping- ununi; tók þá einn náungi í hárið á mér, víst til þess að hefna rétt- vísinnar, en Sig. Gísl. lögr. hróp- aði: „Farið ekki illa með hann.“ Slepti þá náungLnn. Síðan var igengið fram og aftur með mig í Suðurgötu og Vonarstræti, áður en bifreið kom til þess að flytja í glæpamanninn. Ég var dæmdur af hæstarétti í 8 mánaða fangelsi, ren í vitund almennings er ég fyr- ír löngu dæmdur sýkn saka. Ó. F. Þenna dag árið 1497 sigldi Vasco de Ganxa fyrir Góðrarvonarhöfða og hrakti þar með trú, er áður var aigeng í Evrópu, að Afríka breikkaði sí- felt eftir því, sem sunnar drægi og næði til heimsenda. Dánarfregn. Ekkjan Guðrún Pálsdóttir, móð- ir séra Friðriks Friðrikssonar, andaðist í fyrri nótt, 88 ára göm- ul. Hefir hún verið ekkja í mörg ár og dvalið hér lengi hjá syni , sínum og annast húsmóðurstörfin á beimili þeirra, Hún var vinsæi kona. Veðrið. Hiti 9—3 stig. Vfðast sunnanátt. Snarpur vindur í Vestmannaeyj- um. Annar.s staðar lygnara. Loft- vægisiægð við Suðvesturiand á austurleið. Xjftl.it; Hér á Suðvestur- iandi- hæg sunnanátt í dag og regnskúrir, en sennilega hæg vest- anátt í nótt. Hægviðri og dálítið fegn á Vesturiandi og þíðviðri á Norðurlandi og Austfjörðum. Togarar relcast á. Skeyti hefir komið frá togaran- um „Maí“, sem er í Englandsför. Segir þar frá því, að í fyrri nótt, þá er hann var í Noröursjónum á ieið hingað, rákust hann og enskur togari á. Sökk enski tog- arinn, en ,,Maí“-verjar björguðu skipshöfninni og fiuttu hana til Engiands. „Réttur“ 10 námsmeyjar í senn. Námskeið- in eru tvö hverja viku. Þessa viku sækja 10 stúlkur hið fyrra ki. 2—5 á daginn, en aðrar 6 eru kl. 6—8 að kvöldinu. Búnaðarfélagið kostar námskeiðin að Ví! hluta. Þau eru haldin í Veltusundi 1, í íbúð ungfrú Thoriacius mat- reiðslukonu, sem verið hefir þeini félögum mjög hjálpleg við starfið. Námskeiðin halda áfram, meðan aðsókn er nægileg. Þar læra hús- mæðraefnin að gera góðan mat úr ódýrum efnum. Trúloíun sína opinberuðu nýlega ungfrú Jóhanna Guðmundsdóttir og Benedikt Jónsson að Lambhöli. Kolaskipið, senx sökk. Af kolaskiptnu, sem sökk hérna á ytri höfninni, Inger Benedikte, er nú ekki annað eftir en botn- inn og stjórnborðssíða, en á henni liggur skipið. í bili veröur ekki gert meira að sprengingum þarna, og er danski kafarinn Karl O. Hansen, sern unnið hefir að þeim frá þvi slysið varö í suhiax, nú að fara utan. Það mun vera 27 feta dýpi á skipsflakinu, þar sem grynst er á því, en sprengingum verður haidið áfram með vorinu, þegar veður batnar. Töluvert er þarna enn þá af kolum, og járn- ið, sem biiið er að sprengja úr skipinu, liggur hér og þar um mararbotninn kringum kolabing- inn. Mun réttast að ná því upp, pó verð þess sé ef til vill ekki nema .rétt. fyrir kostnaði. St. „Skjaldbreið“. Pundur 1 kvöld í nýja salnunx við Bröttugötu. Mjög mikilsvarð- andi mál á dagskrá. Félagar og innsækjendur mæti stundvíslega kl. 8Vá- Flokkur manna skemtir með söng og hljóðfæraslætti. Innfluttar vörur í októbermánuði Kr. 3 769 743,00, þar af til Reykjavíkur kr. 2 560 941,00. (Tilkynning fjármála- ráðuneytisins* til FB.) Samkvæmt venju sinni segir „Mgbl.“ enn, að Héðinn Valdimarsson sé umboðsmaður „British Petroleurn Co.“, þótt hann hafi sjálfur upplýst, að svo er ekki. „Mgbl.“ eru ósannindin svo eiginleg, að það getur ekki af þeim iátið. Málverkasýningu hefir Gumjlaugur Blöndal list- málari opnað í Góðtemplarahús- inu (uppi). Er þar margt fagurt og nýstárlegt að sjá. er kominn, síðara heftið, með allmergjuðum ritgerðum. Áskrif- endur vitji hans í Bókabúðina á Laugavegi 46. ísfisksala. ,,Ari“ seldí afla sinn í Engiandi fyrir 1253 stpd., ,,Maí“ fyrir 1504 og „Hafsteinn" hinn vestfirzki fyr- ir 1200 stpd. Gengið i dag. Sterlingspund kr. 22,15 DoiJar ‘ — 4,55 100 kr. danskar — 121,84 100 kr. sænskar — 122,45 100 kr. norskar 120,74 100 frankar franskir — 18,03 100 gyllini hollepzk — 183,73 100 gullmörk þýzk — 108,50 Nánxskeið í síldarmatreiðsla. Nú er hátt á aöra viku, síðan þeir Edvard Frede.iksen og Run- óliur Stefánsson, sem áður höfðu síldarréttasýninguna, komu á föt námskeiðum í matreiðsiu þttirra sönxu rétta. Kennir Edvard Frede- riksen á námskéiðunum. Stendur Ixvert þeirra í viku, og er kensiu- gjald 10 kr. Húsrúm er þar fyrir Samdráttur er að verða æ greinilegri milli Frelsishersins og aðal-íhaldsins. 1 málgagni sínu hallar Sigurður Eggerz vanganum upp að JónL Þorlákssyni, einkum nú upp á síðkastið. Hann viil aö eins heita „frjálslyndur" og fá að heita flokksforingi. Málefnamunurinn er ekki finnanlegur. C Willata 3 Beztu rafgeymar fyrir bila, sem unt er að fá. Willard hefir 25 ára reynslu. Will- ard smíðar geýma fyrir alls konar bíla, margar stærðir. Kaupið það bezta, kaupið Willard. Fást hjá Eiríki Hjaríarsyni Langavegi 20 B, Klapparstígsmegin. Mestar birgðir, heztar vftrnr. Sími 596. Sími 596. Hitamestu steam-kolin á- valt fyrirliggjandi. Kolaverzlun Ólafs Ólafssonar. Simi 596. Simi 596. a----------i---------------ii Heilræði eftir Henrik Lund fást viö Grundarstig 17 og i bókabúð um; góð tæbifærisgjöf og ódýr. □—...... Vdrusalinn, Hverfisgötu 42 (húsið upp í lóðinni), hefir tíl sölu: Madressu, rúm, borð, stóla, skrif- borð, handtöskur, veggmyndir, borðlampa, bækur, fatnaði, kven- kápur, hatta, myndavélar, byssu o. m. fl. Tekur alis konar notaða muni til sölu, bæði smátt og stórt. Bankabyggsmjöl fæst í verzlua Þórðar á Hjalia. Brauð og kökur frá Alþýðu- brauðgerðinni á Baldursgötu 14. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstrætl 18, preutar smekklegast og ódýr- ast kianzaborða, erfiljóð og alla smáprentan, simi 2170. Öll smávara til saumaskapar, alt frá því smæsta til þess stærsta Alt á sama stað. — Gudm. B. Vik- ar, Laugavegi 21. Sokkar — Sokkar — Sokkar frá prjónastofanni Malin eru is- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Ritstjóri og Abyrgðarmaðar HaHbjðm Halldórsson. AlþýðupreHtsmiðjen. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.