Alþýðublaðið - 17.05.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.05.1941, Blaðsíða 4
LAiUGARDAGUR 17. MAl ÍSM. LAUGARDAGUR Næturlæknir er Bjarni Jónsson, Skeggjagötu 5, sími 2472. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.30 Leikrit: Kaflar úr ,,Kon- ungsefnum,“ eftir Ibsen. Leikstj. Lárus Pálsson . SUNNUDAGUR: Helgidagslæknir og næturlæknir «r Halldór Stefánsson, Ránargötu ,12, sími 2231. Næturvörðuf er í Reykjavíkur- ©g Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 10.00 Morguntónleikar (plötur): Symfonía nr. 7. eftir Schubert. — 11,00 Messa í dómkirkjunni (séra Sveinbjörn Högnason). Sálmar: 85, 400, 409, 50, 276. Kl. 12.10— 13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.30 Miðdegistónleikar: a) Tónleikar Tónlistarskólans: Sónatína eftir Dvorák, Op. 100, G-dúr (fiðla: Björn Ólafsson; píanó: Árni Kristj- ánsson). b) Hljómplötur: Andstæð- ur í tónlist. 18.30 Barnatími: Leik- rit: „Þegiðu strákur!“ Óskar Kjartansson (Skátar leika). 20.00 Fréttir. 20.20 Kvöld útvarpsstarfs- manna: Ávörp, söngur, upplestur, hljóðfæraleikur, gamanvísur, leik- þáttur o. fl. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. MESSUR. í dómkirkjunni á morgun kl. 11, síra Sveinbjörn Högnason. Kl. 5, síra Friðrik Hallgrímsson. Engin messa í Laugarnessókn á morgun. Nesprestakall. í fjarveru síra Jóns Thorarensen næstu 2—3 vik- ur .er fólk beðið að snúa sér til dómprófasts, síra Friðriks Hall- grímssonar, og til sóknarnefndar- innar um málefni safnaðarins. Fríkirkjan í Reykjavík. Messað á morgun kl. 2, síra Árni Sigurðs- son. Messur í kaþólsku kirkjunni í Landakoti á morgun: Lágmessa kl. 6.30. Hámessa kl. 10 árd. Bæna- hald og prédikun kl. 6 síðd. Messað í Hafnarfjarðarkirkju á morgun kl. 2, síra Garðar Þor- steinsson. Hallgrímsprestakall. Hámessa í dómkirkjunni kl. 2. Síra Jakob Jónsson. Hjónaband. í dag yerða gefin saman í hjónaband ungfrú Guðleif Árna- dóttir frá Eyrarbakka og Þórar- inn G. Sigurjónsson, stýrimaður, Ólafssonar, alþm. Heimili brúð- hjónanna er fyrst um sinn á Hring- braut 148. Ferðafélag íslands ráðgerir að fara gönguför á Víf- ilsfell á morgun. Lagt á stað kl. 1.30 frá Steindórsstöð og ekið upp undir Jósepsdal. Á Vífilsfelli er útsýnisskífa Ferðafélagsins, sem bendir á öll helztu fjöll í hinum mikla fjallahring frá Snæfellsjökli til Reykjanes-fjallanna. í björtu veðri er dásamlegt útsýni af fell- inu og gangan er fremur stutt. — Farmiðar seldir í bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju til kl. 6 í kvöld. „Á útleið“ Vegna þess, hvað margir urðu frá að hverfa á seinustu sýningu Leikfélagsins á þessum ágæta sjón- leik, verður hann sýndur einu sinni ennþá, á morgun, sunnud. 18. maí, kl. 8 og hefst sala aðgöngu- miða í dag. Félag harmonikuleikara heldur fyrsta dansleik sinn í Oddfellowhúsinu annað kvöld kl. 10 sd. Kirkjutónleikar. Sunnudaginn 18. maí kl. 8.15 verður kvöldsöngur í Landakots- kirkjunni; sungin verða verk frá þremur öldum kirkjutónlistarinn- ar, m. a.: „Stabat Mater“, eftir Pergelese. Söngstjóri dr. Urbants- chitseh. Aðgöngumiðar við inn- ganginn. „Hver maður sinn skammt“, revyan, verður sýnd á morgun kl. 3. Stundin, 8. tbl. annars árgangs er nýkom- ið út. Efni: Tómas Sæmundsson, samtal við Jón biskup Helgason eftir S. B. Þrjú kvæði eftir Hjalm- ar Gullberg, Magnús Ásgeirsson ís- lenzkaði, í biðstofunni, leikrit eft- ir Davíð Jóhannesson, Persónleiki Jesú, eftir próf. dr. R. Eucken, Næturflug Rudolf Hess, eftir Sig- urð Einarsson o. m. fl. S. H. Gömlu dansarnir verða í kvöld kl. 10 í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu. Verðhækkun á benzíni. í dag hækkar verð á benzíni um einn eyri líterinn, eða úr 56 aurum í 57 aura. Frá því um síð- ustu mánaðamót hefir benzín hækkað úr 49 aurum í 57 aura lít- erinn. eða um 8 aura. M.s. Fagranes fer alla virka daga milli Reykja- víkur og Akraness. Ferðir þessar eru sérlega hentugar þeim, sem fara úr bænum um helgar. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjóna- band ungfrú Aðalheiður Guð- mundsdóttir og Sveinn S. Einars- son veðurfræðingur. Séra Jón Thorarensen gefur þau saman á heimili brúðarinnar, Baugsveg 29. Heimili ungu hjónanna verður á Njarðargötu 33. Verðuppbótanefndin, sem ríkisstjórnin hefir skipað til þess að gera tillögur um úthlutun fjár þess, sem Bretar greiða til verðuppbótar á íslenzkar útflutn- ingsyörur frá árinu 1940, er nú starfandi. í nefndinni eiga sæjti þeir Jón Árnason framkvæmda- stjóri, og er hann formaður nefnd- arinnar, Ásgeir Ásgeirsson banka- stjóri, Gunnar Viðar hagfræðing- ur, Jóhann Þ. Jósefsson alþingis- maður og Vilhjálmur Þór banka- stjóri. Dómarar hæstaréttar munu kveða upp endanlegan úrskurð um málið. Leiktélag Beykjaviknr: „k ÚTLEIГ SÝNING ANNAÐ KVÖLD KLUKKAN 8. Hljómsveit undir stjórn Dr. V. Urbantschitsch aðstoðar. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4—7 í dag. ALLRA SÍÐASTA SINN. nGAMLA BIOBS \ B NYJA bio b Fynta frelsishetjaa. t hjðnnstn Englands. Stórfengleg amerísk kvik- (The Sun never Sets). mynd, er gerist nokkrum Amerísk kvikmynd frá árum áður en Frelsisstríð Universal Pictures, er ger- Bandaríkjanna hófst. ist í Englandi og á gull- Aðalhlutverkin leika: ströndinni í Afríku. Aðal- JOHN WAYNE, hlutverkin leika: CLAIRE TREVOR, Douglas Fairbanks (yngri). GEORGESANDERS. Basis Ratbone. Barbara O’ Börn yngri en 12 ára fá | Neil. Virginia Field. ekki aðgang. Börn yngri en 16 ára fá ' 6 ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Sýnd kl. 7 og 9. Reykjavikur Annáll Kf. ;> Revyan Sýnd á morgun kl. 3. <! Aðgöngumiðar seldir í dag kl„I 2—7 «g frá kl. 1 á morgun. —| Verðið hefir verið lækkað.; Engar pantanir. <i Jarðarför konunnar minnar og móður okkar, Jónínu Jónsdóttur, fer fram frá Hafnarf jarðarkirkju þriðjudaginn 20. maí og hefst með húskveðju að heimili hennar, Urðarstíg 1, kl. 1.30 e. h. Hallgrímur Jónsson og börn. Maðurinn minn, r> Axel Ketilsson, kaupmaður, lézt í gær, 16. þ. m. Ólöf Björnsdóttir. — ÚTBREIÐIÐ ALÞÝÐUBLABiB — 121 THEODORE ÐREISERg JENNIE GERHARDT hann vissi, að í sambúð við hana myndi hann njóta samkvæmislí^sins í ríkuim madli. Hún vSssi vel, hvernig hann vildi helst lifa og þau myndu fá í heimsókn gáfaðasta og skemmtilegasta fólkið í Banda ríkjunum. Og hún myndi hafa gaman af því að umgangast sama fólk og hann. Það var svo margt, sem þau gátu notið í sameiningu. Hann fór með henni til West Baden, eins og hann hafði lofað. Og þegar þau voru í Chicago bauð hún honum í miðdegisveizlur og skemmtiferðir. Heimili hennar var að vissu leyti líka heimili hans eða það fannst honum að minnsta kosti. Hún ræddi við hann um fjárreiður sínar og skýrði fyrir honum, hvers vegna hún vildi, að hann tæki að sér fjárreiður hennar. Hún vildi ekki, að hann væri einmana. Hún vildi ekki, að hann fengi tækifæri til þess að hugsa um málið, ef vera kynni, að hann sæi eftir því, sem hann hefði gert. Og smám saman gleymdi hann á- hyggjum sínum í návist hennar, því að þar var alltaf hvíld að fá. Hann kom oft í heimsókn til hennar ásamt fleiri gestum og smám saman barst sá orðrómur út, að hann ætlaði að ganga að eiga hana. En þar sem samband Lesters og Jennie hafði va-ldið svo miklu hneyksli ákvað Letty, að brúðkaupið, ef það yrði nokkru sinni, færi fram í kyrrþey. Hún ætlaði aðeins að láta tilkynningu um það í blöð- in og þegar atburðurinn væri búinn að missa fréttagildi sitt, ætlaði hún að hafa Stórt og ríij- mannlegt heimili. — Hvers vegna ættum við ekki að giftast í apríl og 'ferðast svo til útlanda í sumar? spurði hún einn daginn, þegar þau voru komin á þá skoð- un, að kunningsskapur þeirra hlaut að leiða til hjónabands. — Við skulum fara til Japan. Svo get- um við koinið aftur að hausti og leigt okkur hús í vetur. Lester hafði nú verið svo lengi skilinn við Jennie, að fyrsta iðrunarkastið var liðið hjá. Hann efaðist ennþá um að hann hefði gert rétt. — Jseja, sagði hann, ef ekki verður haft hátt um það. — Er þér alvara, vinur minn? hrópaði hún. — Ég hefi hugsað um það lengi, og ég sé ekki hvers vegna við ættum ekki að gera það. Hún gekk til hans, settist á hné honum og studdi höndunum á axlir hans. — Ég trúi varla því, að þú hafir sagt þetta, sagði hún og horfði á hann og horfði á hapn forvitnis- lega. — Á ég að taka orð mín aftur? spurði hann. — Nei, nei, nú er ákveðið að það verði í apríl. Og svo förum við til Japan. Þú mátt ekki breyta um ákvörðun. Þetta fer fram svo hljóðlega sem unnt er. En hamingjan góða, hvað ég skal vera í fal- legum brúðarkjól. Hann brosti og hún tók í hárið á honum. En . harm var ekki hamingjusamur. Ef til vill stafaði það af því, að hann var að verða gamall. SEXTUGASTI OG SJÖUNDI KAFLI. Nú var Jennie farin að venjast við hina nýju til- veru. Henni fannst það hræðilegt í byrjuninni — að vera án Lesters. Þrátt fyrir hina sterku einstakl- ingshyggju hennar var hún orðin því svo vön að styðjast við hann. Og ennþá hugsaði hún varla um annað en hann. Þegar hún vaknaði á morgnana fannst henni hann hvíla við hlið hennar. Og á. daginn sagði hún við sjálfa sig: Hvar er hann núna? Hvað er hann að gera? Hvað er hann að hugsa? Og á kvöldin fannst henni hún ekki geta háttað 'ein- sömul. Hann hlaut að koma hráðum — nei, auðvitað kom hann ekki. Drottinn minn! Hugsa sér það, að hann ætlaði aldrei að koma framar. Og hún, sem þráði hann svo innilega. Það var líka svo margt fleira, sem hún þurfti að venjast. Það er ekki hægt að breyta lífsvenjum sín- um í einu vetfangi. Erfiðast var að finna útskýr- ingu, sem Vesta litla tæki gilda. Litla stúlkan var orðin það gömul,'að hún var farin að hugsa sjálf- stætt, og hún var þegar farin að fá slæmar grun- semdir. Hún mundi eftir því, að móður hennar hafði verið borið það á brýn, að hún hefði ekki verið gift föður hennar. Hún hafði séð greinina um Jennie og Lester í sunnudagsblaðinu — hún hafði séð blað- ið, þegar hún var í skólanum — en hún hafði verið svo skynsöm, að minnast ekki á það heima hjá sér, því að hún hafþi grun um, að móðir hennar kærði sig ekki um það. Hún furðaði sig á því, að Lester skyldi fara svo skyndilega, og hún hafði orðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.