Alþýðublaðið - 22.05.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.05.1941, Blaðsíða 4
FOSTUDAGUR Næturlæknir er í nótt Ólafur Þ. Þorsteinsson, Eir. 19, sími 2255. Næturvörður er í Reykjavíkur •g Iðunnar apótekum. ÚTVARPIÐ: 20,30 Útvarpssagan: „Kristín Laf- ransdóttir", eftir Sigrid Undset. 21,00 Strokkvartett útvarpsins: Alþýðulög eftir Sigfús Ein- arsson. 21,20 Garðyrkjuþáttur (Jóhann Jónasson ráðunautur). 21,40 „Séð og heyrt.“ Rakarastofur verða opnar til kl. 7 á morgun. 3. flokkur í gærmorgun vann Fram K.R. 2:1, en Valur og Víkingur gerðu jafntefli 2:2. Kvöldsöngurinn í Landakotskirkjunni verður endurtekinn í kvöld kl. 9,30. Að- göngumiðar við innganginn. Vikublaðið Fálkinn kemur út í fyrramálið. Mæðradagariim er á SMBBdasiaa. fflerkja- og blóraasala til ágóða fyrir bora og mæður. MæÐRADAGURINN er næstkomandi suíinudag 25. þ. m. Þann dag hefir Mæðrastyrksnefndin eins og að undanförnu fjársöfnun fyíir starfsemi sína og munu verða seld á götum merki og blóm. Um naiuðsyn þess, að sú fjár- söfnun gangi sem bezt, þarf ekki að fjölyrða. Allir munu geta orð- ið sammála um, að oft er þörf en nú er nauðsyn, enda þarf ekki að efa, að góðviild og hjálp- semi Reykvíkinga muni koma í jjós að þessu sinni ekki síður en undanfarin ár. En nú er erfiðara Um sö'iuna en áður, þar sem svo mörg góð og dugieg sölubörn eru farin úr bænum. Nefndim snýr sér því ti'l mæðranna, sem enn hafa stálpuð böm og unglinga heima, og biöur þær að löfa þeim að vera nefndinni til aðstoðar þennan eiuia dag. Þá treystir nefndin því, að ungu stúlkurnar muni verða henni hjálplegar og selja fallega mæðrablómið og rnerki dagsins. Þau verða afhent í Þingholtsstræti 18. Miior drakknar vii KTeMiifsbnrggln. KLUKKAN um 8 á mið- vikudagskvöld féll ungur maður út af Kveld- úlfsbryggjunni og drukkn- aði. Þetta var Ólafur Karl Núp- dal Eiríksson verkamaður, Vest urgötu 33. — Hann var fæddur 19. maí 1912 og því 29 ára gamall. Menn vom þarna nærstaiddir, þegar maðurinn fór út af bryggj- ttnni og hringdu þeir tiil lög- neglunnar. Fönu þrfr lögregluþjón ar inn eftir og kafaði einn þeixra Stefán Jóhannsson þrisvar eftir manninum og náði honum. Vom þegar gerðar lífgunartiliraunir þarna á bryggjunni og síðar á Landsspítalanum, en þessar til- raunir Teyndust árangursilausar. Alldjúpt er við bryggjuna og hafði maðurinn verið góða stund í sjónum, er hann náðist. VÍKIN6UR InstfspyrEEféliii Æffngatafia 1041. Knattspyrna. Meistarafl. og I. fl. Þriðjudagar kl. 8H2—10 e. h. Fimmtud. — 7 — 8V2 e. h. Laugardagar — 4 — 5V2 e. h. Sunnudagar — 21/2— 4 e. h. II. flokkur. Mánudagar kl. 8— 9 e. h. Miðvikudagar — 9—10 e. h. Föstudagar — 8— 9 e. h. III. og [V. flokkur. Mánudagar kl. 7— 8 e. h. Miðvikudagar — 9—10 e. h. Föstudagar — 7—8 e. h. Handbolti kvenna. Miðvikudagar kl. 8— 9 e. h. Föstudagar — 9—10 e. h. Frjálsar íþróttir. Mánudagar kl. 6—7 e. h. Miðvikudagar — 7—8 e. h. Föstudagar — 6—7 e. h. Handboltaæfingar kvenna byrja í næstu viku. STJÓRNIN. Reykjavíkur AbbáII hX SfW Revyan í kvöld kl. 8,30 (klukkan hálfníu). OAMtLA BIOB liaa í GrænHbiíð. (Anne of Windy Poplars.) Hrífandi ameríksk kvik- mynd, gerð eftir nýjustu skáldsögu L. M. Montgo- mery, um Önnu í Grænu- hlíð; Aðalhlutverkin leika: ANNE SHIRLEY og JAMES ELLISON. Sýnd klukkan 7 og 9. ;I Bl NÝJA BSð 33 Jðdge Clt? .44 Mikilfengleg og spennandi ameríksk stórmynd frá Warner Bros. Tekin í eðli- legum litum. Aðalhlut- verkin leika: Errol Flynn, Olivia de Havilland, Ann Sheridan. Börn yngri en 16 ára fá eklti aðgang. — Sýnd kl. 7 og 9. §,i. Oðnzln dansarnir laugardaginn 24. maí kl. 10 e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu, — Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2. — Sími 4900. — Aðeins dansaðir gömlu dansarnir. Harmonikuhljómsveit félagsins (4 menn). verða í G.T.-húsinu laugardaginn 24. maí kl. 10. — Áskriftarlisti og aðgöngumiðar í G.T.-húsinu frá kl. 2. Sími 3355. S.G.T.-hljómsveitin. Pantaðir aðgöngumiðar verða að sækjast fyrir kl. 8. Mönnum undir áhrifum áfengis hannaður aðgúnguV. Hallgrímur Jónsson og börn, Urðarstíg 1, Hafnarfirði. Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem á margvíslegan hátt auðsýndu okkur samúð og hluttekningu í veikindum og við frá- fall og jarðarför konunnar minnar og móður okkar, Jónínu Jónsdóttur. 123 THEODORE DREtSEfe JENNIE GERHARDT svona hlaut þetta að enda — en samt sem áður hafði hún vonað, að aldrei yrði neitt úr því. Hvers vegna hafði hún vonað þetta? Hafði hún ekki sjálf sent hann frá sér. Og hafði hún ekki óbeinlínis stungið upp á þessu? Og nú var svona komið. Hvað átti hún að gera? Átti hún að vera hér kyr? Hana hryllti við þeirri hugun. Og samt sem áður hafði hann lagt til hliðar handa henni álitlega fjárhæð. í banka einum í La Salle Street voru geymdar járn- brautarhlutabréf að upphæð sjötíu og fimm þúsund dollarar, sem árlega gáfu af sér fjögur þúsund og fimm hundruð dollara, en það fé var henni borgað reglulega. Gat hún neitað að þiggja þessa peninga? Hún varð að hugsa um Vestu. Jennie var mjög særð, en samt sem áður skildi hún, að það var heimskulegt að reiðast. Þannig hafði lífið alltaf leikið hana. Og þannig myndi það verða áfram. Það var hún sannfærð um. En til hvers var að gráta og barma sér? Hún stóð hægt á fætur, lét blaðið ofan í skúffu og læsti skúffunni. FIMMTUGASTI OG ÁTTUNDI KAFLI. Nú, þegar búið var að auglýsa trúlofun Lesters og frú Geralds, átti hann ekki örðugt með að sætta sig við hið nýja líf. Vafalaust fór vel sem fór. Hann var sorgbitinn vegna Jennie — mjög sorgbitinn. Það var frú Gerald líka. En sú hugsun var ágætt læknislyf, að þetta væri bæði Lester og Jennie fyrir beztu. Hann myndi verða hamingjusamari — hann var það þegar. Og Jennie myndi að lokum sjá, að þetta væri öllum aðilum fyrir beztu. Hún myndi verða hamingjusöm við tihugsunina um það, að hafa verið svona óeigingjörn. En um frú Gerald er það að segja, að hún var fullkomlega hamingjusöm, að sumu leyti vegna þess, að hún hafði aldrei elskað fyrri mann sinn, Malcolm Gerald, og að sumu leyti vegna þess, að nú var æskudraumur hennar að ræt- ast — að fá Lester fyrir eiginmann — þótt segja mætti, að það væri ef til vill nokkuð seint. Hún gat ekki hugsað sér neitt yndislegra en að fá að njóta félagsskapar Lesters. Fyrsta missirinu í Chi- cago sem frú Kane næsta vetur skyldi fólk ekki gleyma strax. Og að ferðast til Japan — það var nærri því of ótrúlegt til þess að það gæti verið satt. Lester skrifaði Jennie og skýrði henni frá tilvon- andi brúðkaupi sínu og frú Gerald. Hann sagðist ekki hafa neina afsökun fram að færa. Það myndi ekki vera til neins. Hann áleit, að hann ætti að ganga að eiga frú Gerald, og hann áleit enn fremur, að honum bæri að skýra Jennie frá þessu. Hann vonaði, að henni liði vel. Hann vildi enn fremur að hún vissi, að hann myndi ekki sleppa hendi sinni af henni, þó að svona væri komið, hann myndi líta eftir því, að hana vantaði ekkert, sem hún þyrfti með. Hann myndi gera allt, sem í hans valdi stæði til þess, að henni gæti liðið svo vel sem kostur er á. Hann vonaði, að hún fyrirgæfi honum. Og hún átti að bera Vestu litlu kæra kveðju frá honum. Það ætti að senda hana í framhaldsskóla. Jennie skildi strax, hvernig í öll ulá. Hún vissi, að Lester, allt frá því hann hafði hitt frú Gerald á Carlton-í London, hafði verið mjög hrifinn af henni. Og hún hafði strax lagt gildru fyrir hann. Nú var hún búin að ná honum á sitt vald. Það var gott, hvernig fór. Hún vonaði, að hann væri hamingju- samur. Hún skrifaði honum og sagði, að hún hefði séð tilkynninguna í blöðunum. Lester las bréfið frá henni með athygli. Þar var hægt að lesa meira milli línanna en hin skrifuðu orð létu í ljós. Hann var hrifinn af þreki hennar og skapfestu. Þrátt fyrir allt fann hann, að honum myndi alltaf þykja vænt um Jennie, og hann myndi vera hrifinn af henni. Hún var göfuglynd, töfrandi kona. Ef allt hefði far- ið eins og átti að fara, þá hefði hann ekki gengið að eiga frú Gerald. En samt sem áður gekk hann að eiga hana. Brúðkaupið fór fram fimmtánda apríl á heimili frú Geralds, en það var kaþólskur prestur, sem gaf þau saman. Lester var ekki sérlega trúhneigður maður, en fyrst hann hafði verið alinn upp við ka- þólsk trúarbrögð, þá fannst honum hann eins vel geta gengið í hjónabandið samkvæmt kreddum þeirra. Um fimmtíu gestum, sem allir voru nánir vinir og kunningjar, var boðið. Brúðkaupsveizlan fór hið bezta fram. Meðan gestirnir átu og drukku heppnaðist Letty og Lester að sleppa burtu í lok- uðum vagni. Stundarfjórðungi seinna þutu gestirnir af stað í allar áttir að leita með glensi og gaman-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.