Alþýðublaðið - 24.05.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.05.1941, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR ■ í Næturlæknir er í nótt Gunnar Cortes, Seljaveg 11. sími 5995. Næturvörður er í Ingólfs og Laugavegar apótekum. ÚTVARPIÐ: 19,25 Þingfréttir. 20,00 Fréttir. 20,30 Upplestur: Kvæði ævintýri, kafli úr „Lénharði fógeta“ o. fl. (Haraldur Björnsson og nemendur hans: Jón Sigurðsson, Svava Einars- dóttir, Herdís Þorvaldsdótt- ir, Kristján Gunnarsson, Nína Sveinsdóttir, Kristín Sigur ðar dóttir.) 21,50 Fréttir. 22,00 Danslög. Á MORGUN: Helgidagslæknir: Ól. Þ. Þor- steinsson, Eir. 19, sími 2255. Næturvörður er í Reykjavíkur og Iðunnar apótekum. ÚTVARPIÐ: 10 Morguntónleikar: a) Fiðlu- eónata í a-moll eftir Bach. b) Sðnata fyrir harpsichord eftir Haydn. c) Sónata í As-dúr, Op. 26, eftir Beethoven. 14 Messa í Frlkirkjunni (síra Helgi Sveins- son í Arnarbæli). 15,30—16,30 Miðdegistónleikar: Endurtekin lÖg. 19' Barnatími (Þorsteinn Ö. Step- hensen). 20 Fréttir. 20,20 Erindi: Sannapir sálarrannsóknanna, I. (Jón Auðuns prestur). 20,45 Ein- leikur á píanó (Emil Thoroddsen). Sónata nr. 1, Es dúr, eftir Haydn. 21,05 Ferðasaga: Gengið á Glámu (Ólafur Þ. Kristjánssón kennari): 21,20 Hljómplötur: Lagaflokkur éftir Kodály. 21,50 Fréttir. 22 Danslög. MESSUR: í dómkirkjunni á morgun kl. ■11 síra Bjarni Jónsson (altaris- UMDÆMISSTÚKAN nr. 1 til- kynnir: — UmdæmisþingiS verður, sett á morgun kl. 10 í Góðtemplarahúsinu í Rvík. Stigbeiðendur mæti , fyrir , þingbyrjun. ganga); kl. 5 s‘ra Friðrik Hall- grímsson. Hallgrímsprestakall. Hámessa í Dómkirkjunni á morgun kl. 2, sr. Jakob Jónsson. í Laugarnesskóla messar síra Garðar Svavarsson ltl. 5. Fríkirkjan. Kl. 2 á morgun messar síra Helgi Sveinsson í Arn- arbæli. Messur kaþólsku kirkjunnar: Lágmessa kl. 6% árd., Hámessa kl. 10 árd. Bænahald og prédikun kl. 6 síðd. Að Bjarnastöðum verður messað á morgun. Sr. Garðar Þorsteins- son. Gönguför á Botnssúlur. Ferðafélag íslands ráðgerir að fara gönguför á Súlur á morgun. Lagt af stað frá Steindórsstöð kl. 8 árdegis. Ekið um Þingvöll að Svartagili, en gengið þaðan eftir leiðinni á Leggjabrjót framan við Súlnagil. Á fjallið verður gengið uin Fossabrekkur upp á tind (1095 metra). Fjallgangan tekur um 5 tíma báðar leiðir. Farmiðar seldir í Bókaverzlun ísafoldarprent- smiðju til kl. 1 í dag, en á skrif- stofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5, frá 7 til 9 í kvöld. Rakarastofur eru opnar til kl. 7 e. h. í dag. Dansleikur verður í Oddfellowhúsinu ann- að kvöld kl. 9Vz síðd. Dansað verður bæði uppi og niðri. Sjá nánar í augl, hér í blaðiun í dag. Badminton. Úrslitakeppni í badminton fer fram í húsi Jóns Þorsteinssonar í dag kl, 3Vz e. h. 3. flokkur. Úrslit verða á morgun kl. 1.30 e. h. Keppa K.R. og Víkingur og Fram og- Valur. Dómarar á morgun verða K.R. —Vík. Þráinn Sigurðsson og Val- ur—Fram Sfgurjón Jónsson. Sundknattleiksmót íslands. Fyrstu leikirnir fóru svo: A-lið Ægis vann B-liðið með 9 gegn 0 og Ármann vann K.R. feð 11 gegn 0. Úrslitaleikirnir fara að Iíkind- um fram n.k. miðvikudag. VEGAVINNUKAUPIÐ OG RÍK- ISSTJóRNIN Frh. af 3. síöu. komi'ð, að verkalýðsfélög væru allsstaðar, og ekki væru við vinnU aðrir en þeir. sem skipu- lagsbundnir væru innan þeirra vébandia, væri hægra um vi'k að fá ríkiss'tjórnina til heildairsamn- inga en nú reyndist, og gæti svo farið þá, að stjómin hugsaði sig lum tvi'svar áður en hún gengi !til þess að ákv'eða kaiupið upp á feitt einidæmi í stað þess að fara samningaleiðina. ^ Að sjálfsögðu bar að mótmæl'd þesstum einstaka taxta ríkisstjórn- arinnar sem of lágum, ,og sam- þykkti samhandsstjórn á fundi síntum þann 21. þ. m., þá ályktun er birtist í blöðum bæjarins í gær, sem þá var og búið 'að senda ríkisstjórni'nni, sem mót- mæ’.i. Ályktunin var svo hljóöandi: Þar sem vegiamálastjóri hefir nagft í viðiíali við dagblaðið „Vísi“ þaiui 17. þ. m. iað kaapgja'd við vegavtnnu væri nú kr. 1,00 um kist.. (eilunnkaup), og síðar viSoir- kennt í viðtali, er fnamkvæmda- stjóri AlþýSiusambiaadsins átti við hann, að ríkisstiómin hefði á- kveðið þetta, verður Siamibantds- stjórn að líta svo á, að þettia eigi að Vefia íaxti, sem ríkisstjórn he.ir sett lum kaupgja'd við vega- og brúargeðir. Ályktiar Sam- bandsstjóm því að mótmæía þessum taxta við ríkisstjómina sem of láglum, saman borið við ■almeant kaupgjald verkamanna í landiniu . Vegna ofangreindra mót- mæla er taxti ríkisstjórnarinn- ar ekki gildandi og þurfa verkamenn ekkert tillit að taka til hans. Reykjavík, 24. maí 1941. Jón Siglurðsson. CAMLA BSÖ liana í Oræmblíð.Í (Anne of Windy Poplars.) Hrífandi ameríksk kvik- mynd, gerð eftir nýjustu skáldsögu L. M. Montgo- mery, um Önnu í Grænu- hlíð. Aðalhlutverkin leika: ANNE SHIRLEY og JAMES ELLISON. Sýnd klukkan 7 og 9. BBB NÝJA BiO a „Dodge City“ Mikilfengleg og spennandi ameríksk stórmynd frá Warner Bros. Tekin í eðli- legum litum. Aðalhlut- verkin leika: Errol Flynn, Olivia de Havilland, Ann Sheridan. Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgáng. — Sýnd kl. 7 °s 9- 4iiJ Tóniisíarfélagið og Leikfélag Reykjavíkur. 13*44 BBb Sýning annað kvöld klukkan 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. ATH. Frá kl. 4—5 verður ekki svarað í síma. I. í Oddfellowhúsinu sunnud, 25. mai kl. 9l/2 síðd.. Dansað bæði appi og niðri Hijórasveit Aage Lorange leiknr niðri 3. niairna Harraoniku iiljórasveit leikur uppi Aðgöngumiðar seldir í Oddfellowhúsinu frá kl. 8 á sunnudag. Panta má borð frá sama tima. Tryggið yður aðgang í tíma. Hitnnn Óskað er eftir ötulum og greinagóðum stálpuðum bömum og unglingum til að selja merki dagsins. Komi á þessa staði: Þingholtsstræti 18, Miðbœjarskólann (stofu20) og Austurbæjarskólann frá kl. 10 á morgun (sunnudag) MÆÐRASTYRKSNEFND 125 THEODORE PREiSER JENNIE gerhardt yrðum unz þau fundust á járnbrautarstöðinni, þar sem þau voru búin að koma sér fyrir í vagni. Enn þá fleiri kampavínsflöskur voru opnaðar, svo fór lestin af stað og ungu hjónin voru komin af stað út í veröldina. —: Jæja, þá ertu nú búin að klófesta mig, sagði Lester hlæjandi við Letty — hvernig finnst þér . það? —. Ég er himinlifandi, sagði hún og kyssti hann .áfergjulega. Fjórum dögum seinna voru þau komin til San Francisco, og tveim dögum þar á eftir voru þau komin um borð í hraðskreitt gufuskip á leið til lands Mikadóanna. En Jennie sat heima í þungu skapi. í fyrstu blaða- , tilkynningunum stóð, að þau ætluðu að gifta sig í aprlí, og hún hafði fylgzt nákvæmlega með því, sem stóð í blöðunum um þetta mál. Loks komst hún að því, að hjónavígslan ætti að fara fram 15. apríl , á heimili brúðarinnar klukkan nákvæmlega tólf. Þrátt fyrir það, að hún hefði ákveðið að láta þetta r ekki á sig fá, fylgdist hún með röð atburðanna eins . og soltið barn, sem horfir inn um skreyttan búðar- i glugga um jólaleytið, Þegar brúðkaupsdagurinn kom beið hún þess harmþrungin að klukkan slæi tólf. Það var eins og hún ætti sjálf að vera viðstödd — sem áhorfandi að sorgarleik. í huganum sá hún þetta fallega heim- ili, vagnana, gestina, skemmtanirnar — allt. Hún vissí um ferðalagið, þetta dásamlega ferðalag, sem ungu hjónin ætluðu í. Blöðin höfðu skýrt frá því, að þau ætluðu að eyða hveitibrauðsdögunum í Japan. Hveitibrauðsdögunum! Lester hennar! Og frú Gerald var svo aðlaðandi. Hún sá hana fyrir hug- skotssjónum sínum — hina nýju frú Kane — hina einu f r ú Kane, sem nokkru sinni hafði verið, hvíla í faðmi hans. Þannig hafði hann einu sinni elskað hana. Hann hafði elskað hana. Já, það hafði hann gert! Það var stór kökkur í hálsinum á henni, þegar hún var að hugsa um þetta. Ó, þú mikli guð! Hún andvarpaði og neri saman höndunum, en ekkert dugði. Hún var jafn óhamingjusöm og áður. Henni létti, þegar þessi dagur var liðinn. Nú var það skeð og því varð ekki breytt framar. Vesta litla hafði grun um, hvað við hefði borið, en hún þagði. Hún hafði líka séð tilkynninguna í blöðunurp. Þegar tveir dagar voru liðnir var Jennie orðin miklu ró- legri, því að nú stóð hún andspænis því, sem ekki varð riftað. En það liðu margar vikur, áður en hugar- kvalirnar dofnuðu. Nú myndu líða margir mánuðir, áður en þau kæmu aftur og þótt þau kæmu þá breytti það engu. Og Japan var svo langt í burtu, og hún þráði, að Lester væri nálægt sér, að hann væri í Chicago. Vorið og sumarið liðu og nú var komið fram í byrjun októbermánaðár. Dag nokkurn í köldu veðri kom Vesta heim úr skólanum og kvartaði um höfuð- verk. Jennie gaf henni heita mjólk, lagði vota þurrku við hnakkann á henni og háttaði hana ofan í rúm. Morguninn eftir var hún með ofurlítinn hita. Hitinn vildi ekki hverfa, og héraðslæknirinn, Emory, sem vitjaði hennar, hafði grun um, að þetta væri barna- veiki, sem var að stinga sér niður hér og þar í um- dæmi hans. Læknirinn sagði Jennie, að Vesta væri svo hraustbyggð, að hún myndi sennilega lifa veik- ina af, en vel gæti farið svo, að hún þyrfti að liggja lengi. Þar sem Jennie treysti ekki kunnáttu sinni í meðferð svo alvarlegs sjúkdóms, gerði hún orð eftir lærðri hjúkrunarkonu frá Chicago. Svo hófst lang- ur vökutími, þar sem skiptist á von og ótti, þrá og vonleysi. Það var ekki lengur vafi á því, að þetta var barna- veiki. Jennie velti því fyrir sér, hvort hún ætti að senda Lester skeyti um þetta. Álitið var að hann væri í New York. Það hafði staðið í blöðunum, að hann hefði í hyggju að eyða vetrinum þar. Og þegar læknirinn hafði fylgzt með veikindunum í viku og séð, hversu alvarlegur sjúkdómurinn var, áleit hann, að bezt myndi vera að skrifa. Það væri ekki gott að vita, hvað fyrir gæti komið. Lester hefði þótt svo vænt um Vestu. Hann myndi vafalaust vilja fá að vita um líðan hennar. Bréfið barst honurn aldrei í hendur, því að þegar það var komið á ákvörðunarstaðinn, var hann lagð- ur aí stað til Vesturindía. Jennie varð að vaka eim við sóttarsæng dóttur sinnar, því að þótt nágrann- ar hennar væru fullir samúðar og vildu gera allt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að létta raunir henn- ar, gátu þeir ekki veitt henni þá andlegu huggunf sem hún þarfnaðist. Um tíma virtist Vestu ætla að batna og bæði læknirinn og hjúkrunarkonan

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.