Alþýðublaðið - 27.05.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.05.1941, Blaðsíða 4
I I0EXMDPAGÍ2B 87. MAI ÞRIÐJUDAGUR líœturlæknir er í nótt Eyþór •nnnarseon, Laugaveg 98, aími 2111. Næturvörður er í. Reykjavíkur- ©g Laugavegs-Apótekum. ÚTVARPIÐ: 20.00 Fréttir. 30.30 Erindi: Útlend mannanöfn á íslandi á 12. og 13. öld. — (Björn Sigfússon magister). 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans: Forellen-kvintett eftir Schu bert (dr. Urbantschitsch •tjórnar). 21.30 Hljómplötur: ,,Oxford“- aymfónían eftir Haydn. Mseðradagsblómin verða aftur seld í dag. Ármenningar efna til ferðar á Eyjafjallajök- ul nú um Hvítasunnuna. Væntan- legir þátttakendur gefi sig fram á skrifstofu Ármanns í kvöld kl. 8—9. Í.R.-ingar fara í skemmtiferð um Hvíta- sunnuna. Ekið verður til Þing- valla á laugardagskvöld. Á sunnu- dag verður gengið með Þingvalla- vatni að austan, um Ljósafoss að Kagavík á mánudag og gengið yfír Hengil að Kolviðarhóli. Þátttaka tílkynnist í Gleraugnabúðina á Laugaveg 2, miðvikudag og fimintudag kl. 9—12 f. h. báða dagana. Sundknattleiksmótið hélt áfram í gærkvöldi. Sigruðu Ármenningar B-lið Ægis með 11:1, en K.R. gaf leik sinn við A- lið Ægis. Úrslitaleikirnir fara iram á miðvikudag. 3. flokks mótið. Úrslitaleikirnir_ í gær urðu sngin úrslit, því að eftir þá eru Valur, Fram og Víkingur öll jöfn með 4 stig, en K.R. hefir 0 stig. Verða þrjú félögin því að keppa aftur. í gærkveldi vann Víking- ur K.R. með 3:0 og Valur — Fram gerðu jafntefli með 2:2. ©jafir til Kvennadeildar Slysavarnafé- lags íslands. Frá ónefndri konu í Reykjavík kr. 25. Frá stúlku, af- bent af frú Jónínu Jónatansdóttur, kr. 5. Frá ónefndum, afhent af frú Láru Schram, kr. 20. Frá ónefnd- um, afhent af frú Láru Schram, kr. 20. Frá gamalli konu, kr. 10. í sam bandi við merkjasölu kvennadeild- arinnar, frá Óskari Halldórssyni kr. 50. Frá Nýja Bíó, kr. 250. Frá Gamla Bíó, kr. 200. 3 gjafir frá ó- nefndum, móttekið frá frú Guð- rúnu Jónasson. Frá ónefndum í Reykjavík til skipbrotsmannaskála á söndunum í Skaftafellssýslu, kr. 100. Ég bið stjórn kvennadeildar- innar og þó einkum gefendurna afsökunar á því, hvað lengi hefir dregizt að auglýsa þessar gjafir. Beztu þakkir til gefendanna. J. E. B. Silfurbrúðkaup eiga í dag Anna ívarsdóttir og Þórarinn Guðmundsson, fiðluleik- ari. Hjónaefni. S.l. laugardag opinberuðu trúlofun sína Fanney E. Long og Sigurodd- ur Magnússon, rafvirkjanemi. Hverjir stálu bílnum R. 42? Lðgregilasi leitar ©ebes að p|éfBae%eiE2i. IFYRRINÓTT var bifrelð Hilmars Stefánssonar banka- stjóiia» R 42, stolið þaðan, sem hún stóð við húsið nr. 28 við Sólvallagötu. Bifreiðin var ólæst, og er sagt að svo hafi verið vegna þess, a'ð læsingin hafi verið biluð. Bifreiðarinnar var mjög víða leitað um nágrenni Reykjaviklur ©g jafnvel til Suðumesja, en síð- jdegis í gær fannst hún skammt frá flugvellinum. Var hún ali- mikið skemmd, og hafði henni verið ekið um vegleysu. Enn hefir ekki hafzt uppi á bílaþjóf- unUm, en brezkir hermenn, sem voru á verði við flugvöllinn í fyrrinótt, sáu tvo menn í borg- borgaralegum klæðum nálægt þeim stað, þar sem bifreiðin fannst- MR. JOHN MITCHELL Frh. af 3. síðu. en eftir var að klæða grindina. Þessu mundi hann hafa fengið lokið, ef líf og kraftar hefðu enzt svo sem tveim mánuðum lengur. Nú er vitanlega enginn sá, er það geti, og er það íslandi tjón. Þegar íslenzkir menntamenn vildu, eins og sjálfsagt var, taka þátt í að heiöna Sir William Craigie á sjötugsafmæli hans 13. ágúst 1937, kom Mr. Mitchell þar fram fyrir þeirra hönd, hafði með sér utan héðan gjafir þær, er sendar voriu, færði þær af- mæiisbarninu og flutti ræðu. Á mynd þeirri, sem hér birtist og tekin er úr ensku blaði, sést hann (til vinstri) vera að afhenda Sir WiIIiara Núma ríniur. Mr. Mitchell var mikill fram- fanamaður og umbóta, en var þó, eins og allir sannir umbótameinn, fastheldinn á hið forna. Hann var einarður maður, en hann var lí'ka umburðarlyndur, tafdi ekkert sjálfsagðara en að aðrir menn hefðu aðrar skoðanir en hann sjálfur, og vildi taka öll rök til greina. • Mr. John MHchell var einn þeirra manna, sem fæddir eru höfðingjar, og hans beið það hlutskifti í lífinu, að fara með mi'kii völd. Hjá því gat viart farið. fionum var þannig háttað, að náiega vildi hver maður sitja og standa eins og honum þófcnaðist. Allir virtu hann, og öllum varð filýtt til hans, sem kynni fengu af hon-um. Dnengskapur hans var frábær og vinfesti. Það voru víst ekki neraa ein takmörk fyrir því, hvað hann vildi í sölurnar leggja fyrir þann, sem hlotið hafði vin- fengi hans: — hvað heiðariegum manni sæmdi að gera- Risna hans var með svo stórfelldum höfð- ingsbrag, að ég hefi ekkert þekt, sem þar komst td jafns við. Þykist ég með því segja ekki litið, slíka rausn sem ég hefi ann- ars reynt, innam lands og utan. Um þetta atriði mundu fleiri ís- GAKILA BSOSS frá Mexicó. Ameríksk gamanmynd. Aðalhlutverkin leika: LUPE VELEZ, Lon Errol og Donaid Woods. Sýnd kl. 7 og 9. SBBBBnSBDHS NYJA bw Dodge Clty 7» Mikilfengleg og spennandi ameríksk stórmynd frá Warner Bros. Tekin í eðli- legum litum. Aðalhlut- verkin leika: Errol Flynn, Olivia de Havilland, Ann Sheridan. Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgang. — Sýnd kl. 7 og 9. Rcykjavíkur Affjtáll h.f. y A Eevyan verður kvöld sýnd annað klukkan 8. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 í dag og frá kl. 1 á morgun. Engar pantanir. Melas leikið örfá skipti em. lendingar get-a borið hið sama. Mr. J-ohn Mitchell hafði misst konu sína fyrir h. u. b. tiuttugu árum. Lætur hann eftir sig einn son, sem nú mun um þrítuigt, hið ágætastia mannsefni. Nú, þegar þessi skömiegi, góði og einlægi vinlur okkar er genginn, munu margir þeir is- len-dingar Um land allt, sem kynni höfðu af honum, h-arma hann, hhm höxðingiega mann, sem ætíð var sv-o hlýr og gl-að- legur, ætíð svo þakklátur fyrir hvað eina, sem fyrir hann var geri, og vitanleg-a kom fram við alla sem jafningja. Auður eða metorð höfðu þar engin áhrif, því að þ-að var allt annar mæli- kvarði, sem h-ann lagði á menn- ina- Og það er drengskapatskylda af hálfu ísl-ands, að það leggi sinn li'tla stein í varðaran hans. Sn. f. KÖKUBANNIÐ I Frh. af 1. síðu. leggja þeim síðan i sjálfsvald hvaða kökur þau framleiða. Má þó gera ráð fyrir að eitthvað af kökum komi í brauðsölubúðirnar næstu daga. j SKIPATJöNIÐ VIÐ KRíT Frh. af 1. síðu. þess fjóra tundurspilla, en nokkur herskip höfðu skemmzt. Þjóðverjar hafa fullyrt að skipatjón Breta við Krít væri miklu meira. Bústaðaskipti. Öllum viðkomandi tilkynnist rafstöðinni, lögreglustöðinni og ör- orkustjórninni — og öðrum, að ég er fluttur á Bakkastíg 8, góð íbúð. Oddur Sigurgeisson, áður Óðins- götu 17 B. Áheit á Strandakirkju. Frá „Þ.” kr. 11,00. 126 THEOÐORE ÐREISER JENNIE GERHARDT hönd Vestu. — Ó, nei, Vesta, ekki þú, ekki þú, kjökraði hún. — Svo-na, svona, sagði frú Davis hug- hreystandi. — Það er guð, sem ræður, þér megið trúa'því, að þetta er öllum fyrir beztu. Jennie fannst jörðunni vera kippt undan fótum sér. Nú voru öll bönd brostin. Hvergi var vonar- bjármi sýnilegur, allt var sveipað helmyrkri. SEXTUGASTI OG NÍUNDI KAFLI. Þessi örlagaskuggi nægði til þess, að aftur setti hið magnaðasta þunglyndi að Jennie.Það liðu margar vikur áður en hún gat skilið það, að Vesta var horfin. Þetta horaða lík, sem hún sá fáeinum dögum seinna, var ekki líkt Vestu litlu. Hvar var nú fjörið og lífs- gleðin? Allt var horfið, aðeins þessi liljuhvíti nár var eftir og nístandi þögnin. Jennie átti ekki fleiri tár til að gráta, eftir var aðeins svíðandi þjáning, nístandi kvöL Aðeins ef einhver hefði getað hvíslað eð henni hinum eilífu sannindum, að það er enginn dauði til. Ungfrú Murfree, Emary læknir, frú Davis og ýmsir fleiri sýndu hénni mikla hluttekningu. Frú Davis sendi Lester skeyti og tilkynnti honum, að Vesta væri dáin, en hann var þá farinn og það kom ekkert svar frá honum. Heimilisverkin urðu aðrir að gera, þ.ví að Jennie gat ekkert tekið sér fyrir hendur. Hún gekk um stofumar og handlék muni, sem Vesta hafði átt, muni, sem hún eða Lester höfðu gefið henni —- og gat varla skilið, að Vesta þurfti þeirra ekki með lengur. Hún ákvað að flytja líkið til Chicago o-g láta grafa það í Kirkjugarðinum, því að þegar Gerhardt dó, hafði Lester keypt þar graf- reit. Hún lét ennfremur í ljós þá ósk, að lúterski presturinn frá Cottage Grove Avenue, sem Gerhardt gamli var vanur að hlýða messum hjá, væri beðinn að segja fáein orð við gröfina. Það var haldin venju- leg húskveðja heima. Metodistapresturinn las kafla úr fyrsta bréfi Páls postula til Þessalonikumanna, og bekkjarsystur Vestu úr skólanum sungu: „Hærra minn, guð, til þín.“ Það voru blóm, hvít líkkista, mörg huggunaryrði og svo var Vesta flutt burtu. Kistan var sveipuð, sett í lestarvagn og henni var skilað í lúterska kirkjugarðinn í Chicago. Jennie reikaði um eins og í draumi. Fimm af ná- grönnum hennar voru fyrir -bænarstað frú Davis, að fylgja henni. Þegar kistan var látin síga í gröfina virtist hún tilfinningarlaus, en sannleikurinn var sá, að hún var orðin sljó af sorg. Að lokinni jarðarför- inni fór hún aftur til Sandwood, en hún kvaðst ekki mundu verða þar lengi. Hún vildi flytja til Chica- g-o-, til þess að geta verið nálægt Vestu og Gerhardt. Þegar heim kom fór Jennie að reyna aS hugsa um framtíðina. Hún áleit, að hún yrði að hafa eitthvað fyrir stafni, jafnvel þótt hún þyrfti þess ekki. — Henni datt í hug, að hún gæti reynt að verða hjú-kr- unarkona, og hún ætlaði að byrja strax að læra hjúkrun. Iiún fór líka að hugsa um William. Hann var ókvæntur, og ef til vill vildi hann flytja til henn- ar. En hún vissi ekki, hvar hann var, og Bas vissi það ekki heldur. Loks ákvað hún að sækja um stöðu í vöruhúsi. Aðgerðaleysið átti ekki við hana. Hún gat ekki heldur verið hér, þar sem nágrannarnir voru alltaf að aumkvast yfir hana og spyrja, hvað hún ætlaði nú að taka sér fyrir hendur. Hún -bjóst við því, að hún yrði ekki jafnóhamingjusöm, ef hún ætti heima einhversstaðar annarsstaðar. Henni datt líka í hug, að hún gæti tekið sér fósturbarn. Það voru mörg barnaheimili í borginni. Um þrem vikum eftir lát Vestu litlu komu þau Lester og frú hans heim úr ferðalaginu og fann Lester þá og símskeytið og auk þess bréfspjaldið, þar sem honum var tilkynnt lát Vestu. Hann varð mjög sorgbitinn, því að honum hafði þótt vænt um þetta barn. Hann hafði mikla samúð með Jennie, og hann sagði konu sinni, að hann ætlaði að heimsækja hana. Hann velti því fyrir sér, hvað hún myndi nú taka sér fyrir hendur. Hún gat ekki verið ein. Ef til vill datt honum eitthvað í hug, sem gæti -o-rðið henni að liði. Hann fór með lestinni til Sandwood, en þá var Jennie farin og bjó í Hótel Tremont í Chicago. Hann ók þangað, en þá var Jennie farin að skoða gröf dótt- ur sinnar. Hann kom aftur seinna og þá var hún komin. Þegar ungþjónninn ko-m inn með nafnspjaldið hans, vaknaði þrá hennar á ný — sterkari en í gamla daga, því að nú þarfnaðist hún hans við hlið sína. Þrátt fyrir þau umsvif, sem Lester hafði haft síð- ustu dagana hafði hann þó hugsað grandgæfilega

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.