Alþýðublaðið - 28.05.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.05.1941, Blaðsíða 4
WŒBVmiDAGUS 28. MAl 1S41. MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er í nótt Gísli Pálsson, Laugaveg 15, sími 2474. Næturvörður pr í Reykjavíkur- og Laugavegs-Apótekum. ÚTVARPIÐ: 29.00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn (Jón Eyþórsson): Spurningar og svör. 20.50 Takið undir! (Páll ísólfsson stjórnar). 21.40 „Séð og heyrt.“ Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína í Hafnarfirði ungfrú Sigríður Þorleifssonar, Jónssonar, ritstjóra, Bvg. 39 og Halldór Baldvinsson, Halldórssonar, skipstjóra. Brekku- götu 22. Operettan Nitouche verður sýnd í 35. sinn annað lavöld, og er það síðasta sýning í Boai. Sala aðgöngumiða hefst kl. 4 í dag. l.R.-ingar! Munið skemmtiferðina um hjvitasunnuna. Tilk. þátttöku á uiorgun kl. 9—-12 f. h. í Gleraugna- búðina, Laugaveg 2. Kappleikurinn milli Austur- og Vesturbæjar getur því miður ekki farið fram á uiorgun, eins og til hafði verið ætlazt. Er houm því frestað um úákveðinn tíma. Það er nýjasta orustuskip Breta, 35 000 smáiestir, eins og „Bismarck'- og barðist þrisvar við hann síðan á laugardagsmorgun. Myndin er tekin, þegar skipið hljóp af stokkunum. InBdhBattlðibsiaét- iiB Ifter i hvill SUNKNATTLEIKSMÓTINU lýkur í Sundhöllinni í kvöld með leik Ámianns og Ægis um meistarátitilinn. Er búizt við, að mjög spenn- andi keppni verði, því bæði eru liðin góð. Ættu menn að fjölmenna óg horfa á þennan skemmtilega leik í kvöld. Hitlers og þýzka nazismans nið- ur fyrir fullt og allt. RÆÐA ROOSEVELTS Frh. af 1. síðu. gert sér mikið far um að hafa áhrif á þessa ræðu Roosevelts sjálfum sér í vil. Það hefði verið gert með hótunum Readers, aðmíráls, og ræðu Lavals — skömmu á eftir, og það hefði síðast í gær verið reynt með orðsendingu Vichystjórnarinn- ar til Bandaríkjastjórnarinnar, þess efnis, að hún mundi hvorki láta flota sinn né nýlendur af hendi við Hitler. En allar þess-' ar tib'aunir höfðu mistekizt. — Roosevelt hefði aldrei lýst eins skorinort þeim ásetningi Banda ríkjanna, aö berja yfirgang Stúlkan frá Mexico heitir ameríksk gamanmynd, sem Gamla Bíó sýnir um þessar unxndir. Aðalhlutvrkin leika: Lupe Velez, Leon Errol o. fl. hleður á morgun til Flateyrar, Suðureyrar, Bolungarvíkur og ísafjarðar. Vörumóttaka fyrir hádegi. M.b. SæhrísBir Bld I frá Mexieó, Ameríksk gamanmynd. Aðalhlutverkin leika: LUPE VELEZ, Lon Errol og Douald Woods. Sýnd kl. 7 og 9. NYJA BIO Dodge Citi 46 Mikilfengleg og spennandi ameríksk stórmynd frá Warner Bros. Tekin í eðli- legum litum. Aðalhlut- verkin leika: Errol Flynn, Olivia de Havilland, Anu Sheridan. Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgang. — Sýnd kl. 7 og 9. Téaniistarfélagið ®g Leikfélag Seykjavikíir. 35. sýning annað kvöld klukkan 8. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4 til 7 í dag. Mig vantar MATREIÐSLUSTÚLKU í sveitina í þrjá mánuði, júní, júlí, ágúst. ’ Til viðtals í dag milli kl. 3 og 5 e. hád. JÓHANNES JÓSEFSSON. Getum ekki keypt tómar floskur fyrst um síuil Áfengfsveraslnn rfktsins. 127 THEODORE DREt&EH JENNÍE GERHARDT um það, sem hann hafði gert. Hann var ennþá ó- ánægður með framkomu sína. Honum var lítil hugg- un í því, þótt hann vigsi, að hann hefði séð henni fyrir nægilegum lífeyri, því að hann vissi, að hún kærði sig ekki um peninga. Ekkert var henni nokk- urs virði nema ást. Hann vissi, að án hans var hún eins og stjómlaust fley úti á reginhafi. Hún þarfn- aðist hans og hann blygðaðist sín fyrir það, að hafa látið löngun eftir auðæfum ráða gerðum sínum. — Hann var þungbúinn í skapi þennan dag, þegar hann yar á leiðinni í lyftunni upp til herbergis hennar, enda þótt honum væri það ljóst,- að svo búið varð að standa. Þetta var allt saman hans sök. Það var hann, sem hafði þröngvað henni til fylgilags við sig, og svo hafði hann snúið baki við henni, þegar móti blés. En við þessu var ekkert hægt að gera úr því, sem komið var. Það eina, sem hann gat gert, var að vera hreinskilinn við hana og gefa henni góð ráð. — Góðan dag, Jennie, sagði hann, þegar harrn kom inn. Hann tók þegar eftir því, að hún hafði þjáðst mikið. Hún var orðin magrari, fölari í andliti og aug- un andvökuþreytt. — En hve mér þykir fyrir þessu með Vestu, sagði hann dálítið klaufalega. — Mér datt aldrei í hug, að þetta gæti skeð. Þetta voru fyrstu huggunaryrðin, sem veittu henni ofurlitla hugsvölun, frá því Vesta dó — já, frá því Lester fór frá henni. Það snart hana, að hann skyldi vera kominn til þess að huggsr hana. Um stund gat hún ekki talað. Augu hennar fylltust tárum, og þau runnu niður kinnar hennar. — Þú mátt ekki gráta, Jennie, sagði hann, tók utan um hana og hallaði henni að sér. — Mér þykir mikið fyrir þessu. Mér hefir fallið ýmislegt þungt, sem ekki er hægt að breyta. En þetta hefir fallið mér þyngst. Hvar er hún grafin? — Við hlið pabba, sagði hún kjökrandi. — En hve þetta er raunalegt, tautaði hann og þrýsti henni fast að sér. Loks náði hún svo miklu valdi á sér, að hún gat snúið sér frá honum. Hún tók upp vasaklút, þerraði augu sín og bað hann að fá sér sæti. — Mér þykir fyrir því, hélt hann áfram, — að þetta skyldi ske meðan ég var fjarverandi. Ég hefði komið strax, ef ég hefði ekki verið farinn af landi burt. Nú viltu sennilega ekki lengur eiga heima úti í Sandwood. — Ég get það ekki, Lester, ég get það ekki. — Hvert ertu að hugsa um að fara? — Ó, ég veit það ekki enn þá. Ég vil ekki vera þeim til byrði þarna í Sandwood. Mér hefir dottið íhug, að ef til vill gæti ég leigt hús einhversstaðar og ekið mér einhverja atvinnu. Ég get ekki verið ein. — Það var ekki svo slæm hugmynd, sagði hann — að taka fósturbarn. Þá myndirðu ekki vera jafn ein- mana. En veiztu, hvernig þú átt að fara að því að útvega þér fósturbarn? — Er ekki nóg að snúa sér til einhvers barna- hælisins? — Ég held að það sé ekki svo einfalt, sagði hú» hugsandi. Það eru einhver formsatriði, sem þarf að .fullnægja í sambandi við þetta. Þeir munu vilja hafa eftirlit með barninu. En þú ættir að minnast á þetta við Watson og biðja hann að hjálpa þér. Þú skalt sjálf velja þér barnið og láta hann svo sjá um hitt- Ég get líka minnst á það við hann. Lester sá, að hún þurfti að hafa einhvern hjá sérr til þess að ráðfæra sig við. — Hvar er George bróðir þinn? spurði hann. — Hann er í Rochester, en hann getur ekki komið.. Bas sagði, að hann væri kvæntur, bætti hún við. Er enginn af fjölskyldu þinni, sem myndi vilja jíoma og búa hjá þér? — Er til vill William. En ég veit ekki, hvar hann er. — Hvers vegna viltu ekki reyna að búa í nýja hverfinu fyrir vestan Jackson Park? spurði hann. Fyrst þú vilt eiga heima hér í Chicago. Ég hefi séð mörg falleg hús þar. Þú þarft ekki að kaupa hús} það er hægt að taka það á leigu, þangað til þú sérð, hvort þú kannt við þig þar eða ekki. Jennie leizt vel á þessa uppástungu, af því að hún kom frá Lester. Það var fallega gert af honum að vera svona umhyggjusamur um hennar hag. Hann hafði þá ekki að fullu og öllu skilið við hana. Hon- um þótti ennþá ofurlítið vænt um hana. Hún spurði hann, hvernig kona hans væri, hvort hún hefði haft gaman af ferðalaginu, og hvort hann ætlaði að setjast að í Chicago. Alltaf var hann að hugsa um það, hversu ódrengilega honum hefði farizt gagnvart henni. Hann gekk út að glugganum og horfði út á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.