Alþýðublaðið - 29.05.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.05.1941, Blaðsíða 4
FSMMTUÐAGUR 29. MAÍ 1941 úr gengislögumun hefir krónem FIMMTUDAGUR - Næturlæknir er í nótt Axel Blöndal, Eir. 31, sími 3951. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.25 Þingfréttir. 20,00 Fréttir. 20.30 Minisverð tíðindi (Thorolf Smith). 20,50 Útvarpshljómsveitin: „Gala- thea hin fagra“, tónverk eftir Suppé. 21.15 Erindi: „Ekki lambahjörð, heldur úlfastóð“ (Pétur Sig- urðsson erindreki). 21.35 Hljómplötur: Sönglög úr ó- perum. , 3. flokkur. Víkingur vann Val með 1:0 í gærkveldi. Kærar þakkir til allra þeirra er sýndu mér ■yinsemd á 70 ára afmæli mínu. Þorsteinn Jónsson, Ljósvallag. 8. Leikritið Öldur eftir sr. Jakob Jónsson er um þessar mundir leikið vestan hafs af Leikfélagi Sambandssafnaðar- ins. Leikstjórinn er Árni Sigurðs- son. Og sólin rennur upp, hin fræga skáldsaga eftir amer- lkska rithöfundinn Ernest Heming- way, er nýkomin út í íslenzkri þýðingu Karls ísfelds. Rúsínnr, Sveskjur, Doðlnr, Suekat, Mondlur, Flórsykur, Mveitlklíð, og margt margt fleira. SveiM ÞorkelssoD, Sólvallafötu 9. Sími 2420. STÖÐVUN DýRTÍÐARINNAR Frh. af 3. síöu. framlei'ðslu. TH þess aö standa straum af verðjöfnunmni yröi að afla aUmikilla tekna o g nauðsynlegt er að sú tekju- öflun verði mjög alhliða eins og nú er málum komið. Nú er, eins o.g áður var sagt, ekki Um það að ræða lengur að láta útflutn- ingsgjald af ísfÍBkinum einum standa undir þessari verðjöfnun þar sem enginn ísfiskur er nú fluttúr út. Komist siglingar með þann fisk aftur á, má vel vera að mikið fé mætti þaðan fá, en því þarf varla að gera skóna eins tog allt útlit er nú. Tekjuöflunai'leiðirnar, sem fara yrði mundu þá helst verða þess- ar: 1. Framlag úr ríkissjóði. Heim- ilt er að gera ráð fyrir því að ríkissjóður fái mun meiri tekjur fnú í ár en hann þarf að nota Dg mætti því ætla homun ríflegt framlag í verðjöfnunarsjóðinn. 2- Útflutningsgjald af öllum út- fiuttum afurðUm landsmanna sem seljast viðunanlegu verði á er- lendum markaði. 3. Sérstakur söluskattur á allar. þær vömr, sem fluttar eru inn þða seldar í landinu og ekld til- heyra þeim flokki, sem verðlag- ið er lögákveðiið á og verðbættar veröa. 4- Álag á tekju- >og eignaskatt, ef það verð ekkl hrekkur ti'l verð- verðjöfnunar, sem aflað ef eftir liðunum 1—3 hér að framan. Ýmsar fleiri tekjuöflunarleiðir mætti finna, en þessar ern ein- faldastar og að ýmsu leyti sjálf- sagðastar enda beri þá þjóðin öll kostnaðinn við þær ráðstafan ir sem gerðár hefðu verið og er það hvað mikilsverðast. Ráðstafanir þessar eru í eðli sínu ekki annað en það, að ver- ið er að stöðva fall ísienzku krónunnar. Síðan þeim ákvæðujn, sem bundu verðlagið, var sleppt alltaf verið að faila, enda hlaut svo að fara þegar kaupgjaldið fór eftir vísitölu, en cngar ráð- . stafanijr voru gerðar til þess að halda niðri verðlagi þeirrair vöru, sem vísftalan byggðist á. Engin nauðsyn er á því að lögfesta kaupiö enda eitt hættu- legasta spor, sem hægt er að stiga fyrir margra hluta sakir. Þar sem kaupgjaldsvísitalan er heiknuð út eftir ákveðnum nauð- synjum, hækkar kaupiö ekki sem neinu iSfemur, ef meginhluti þeirra nauðsynja er haldið í óbr>eyttu verði. Það, að menn eigi yfir höfði sér kauphækkun ef slakað er á klónni, er vitanlega Iang veigamesta ástæðan fyrir því að það verði ekki gert, heldur verði reynt að haldia verðlaginu á nauð- synjum stöðugu. Með þcssum hætti einum er1 hægt að stöðva lækkun eðakaup- máttarrýrnun krónunnar og skiapa sæmilegt ðryggi í atvinnuíífi þjóð arinnar. Einhverjir mtinu telja þetta of föst tök, en það mun sýna sig að þessi leið er hin eina sem dug- ar ,og þó því aðeins að mjög veroj til allra framkvæmda vand- að og þeir, menn sem þetta mik- ilvæga starf yröi falið, vinni það með heill alþjóðar fyrir augum en ekki í þágu neinnar ákveð- innar stéttar eða sérhagsmuna. Að fara að safna fé í verð- jöfnunarsjóð án þess að gera jafnframt róttækar verðlagsráð- stafanir er þýöingarlaust og gæti jafnvel verið skaðlegt- Þaðmundi verka þannig að dýrtíðin ykist og yrði enn óviðráðanlegri en hún er nú, og krónan héldi á- fram að tapa kaupmætti sínum- Sameinist hinsvega-r allir um lausn málsins á þessum eða svip- uðum grundvelll mundi vel fara. Atvinnulífið yrði tryggara, af- kioma fólks betri og íslenzkkróna stöðugri og betri gjaldeyrir en hún nú er orðin. HGAIUtLA BlðlSS Stúlkan frá Mexicó. Ameríksk gamanmynd. ASalhlutverkin leika: LUPE VELEZ, Lon Errol og Donald Woods. Sýnd kl. 7 og 9. a NÝJA Blð £■ „Dodge Citj“ Mikilfengleg og spennandi ameríksk stórmynd frá Warner Bros. Tekin í eðli- legum litum. Aðalhlut- verkin leika: Errol Flynn, Olivia de Havilland, Ann Sheridan. Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgang. — Sýnd kl. 7 og 9. Twalistarfélagið og Leikfélag lleykjavíkur. lÍDCHr 35. sýning annað kvöld klukkan 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Þökkum innilega sýnda virðingu og samúð við fráfall og jarðarför Jóns Lárussonar. Aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar, Bjargm'undar Guðmundssonar, rafveitugjaldkera. Kristensa Kristófersdóttir og börn. m Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð- •arför ^$rj£Sfi! Ingibjargar Guðjónsdóttur. Aðstandendur. irrmwmm alþýbublabið 128 THEODORE DREISER JENNIE GERHARDT Dearborn Street. Vagnar og fólk, allt þetta fannst honum leyndardómsfullt og óraunhæft. Þannig bær- ast skuggarnir í draumi. Það var byrjað að rökkva og sums staðar var búið að kveikja. — Það er ofurlítið, sem ég þarf að skýra þér frá, sagði Lester og það var eins og hann vaknaði af draumi. — Ég hlýt að líta einkennilega út í þínum augum, eftir það, sem skeð hefir. En mér þykir vænt um þig ennþá — á minn hátt. — Ég hefi alltaf hugs- að um þig, síðan ég fór frá þér. Ég áleit, að það borg- aði sig að skilja við þig — eins og á stóð. Ég áleit, að mér þætti svo vænt um Letty, að ég gæti gengið að eiga hana. Að vissu leyti virðist líka hafa farið vel, en ég hefi ekki orðið hamingjusamur. Ég var svo hamingjusamur í sambúðinni við þig. Það er aðeins ég, sem hér er u mað ræða. En einstaklingurinn hefir enga þýðingu. Ég veit ekki, hvort þú veizt, við hvað ég á við, en við eru mekki annað, en peð í tafli. Það eru kringumstæðurnar, sem flytja okkur úr einum stað í annan. Við ráðum ekki yfir okkurisjálfir. — Ég skil þig, Lester, svaraði hún — og ég er ekki að kvarta. Ég veit að þetta er okkur öllum fyrir beztu. — Þegar alls er gætt, þ áer lífið ekki annað en ó- merkilegur skopleikur. Það bezta, sem við getum gert er að reyna að halda persónuleika okkar ó- snortnum. Það lítur svo út, sem réttlætið hafi ekki mikla þýðingu nú á dögum. Jennie var ekki vel Ijóst, hvað hann var að fara. En henni var það ljóst, að hann var ekki vel ánægður með sjálfan sig, og hún var döpur hans vegna. . — Þú skalt ekki vera áhyggjufullur mína vegna, Lester, sagði hún huggandi. — Mér líður vel og ég get áreiðanlega séð um mig. Um tíma gekk mér illa að þola einveruna, en nú gengur það betur. Ég. kefnst áreiðanlega af. — Ég vildi bara að þú vissir, að hugur ,minn hefir ekki breytzt gagnvart þér, hélt hann áfrarn. — Og, ég læt mér koma við allt, sem snertir þig. Frú — Letty skilur það. Hún skilur tilfinningar minar. Og þegar þú ert f-lutt á nýja heimilið þitt, þá kem ég og sé, hvernig þú hefir búið um þig. Ég kem aftur eftir fáeina daga. Þú skilur tilfinningar mínar, er ekki svo? — Jú, sagði hún. Hann tók hönd hennar og lagði hana í lófa sinn. — Þú mátt ekki láta þér þykja fyrir þessu, sagði hann. Ég skal gera fyrir þig það, sem ég get. Ég hefi ef til vill hagað mér illa gagnvart þér, og ég vil reyna að bæta við því, eins og mér er unnt. —- Þetta getur ekki öðruvísi verið, Lester. Ég vildi sjálf, að þú færir.frá mér. Þú ert hamingju- samur, er ekki svo? — Við skulum ekki tala um það, sagði hann og strauk handlegg hennar.. — Viltu kyssa mig, eins og í gamla daga? Hún lagði hendurnar á axlir hans og horfði lengi í augu hans. Svo kysstust þau. Þegar varir þeirra mættust, titraði hún. Lester titraði líka ofurlítið. Jennie varð þss vör, hve,óstyrkur hann var, og sagði; — Nú ættirðu að fara. Það er farið að dimma. Hann fór, en þá fann hann, að helzt af öllu hefðí hann viljað vera kyr, því að hann unni henni á þann hátt, sem hann gat unnað. Og þetta var Jennie hugg- un. Lester þótti enn þá vænt um hana. Og honum þótti líka vænt um Letty. Við því var ekkert hægt að gera. Hún hafði einu sinni vonað, að honum myndi aðeins þykja vænt um hana eina. En nú var það ekki svo. Og var þá ást hans einskis virði. Það gát henni ekki fundizt. , SEXTUGASTI kafli. — ■ ■ ■ ■ •'<* ... f- jafýjjpjp'. ‘i -• Viðburðirnir næstu fimm árin færðu Jennie og, Lester fjær hvort qðru. Þau vöndust sinni nýju til- veru og hittust sjaldan, eins og þó hefði mátt búast. við eftir að fundum þeirra bar saman í Tremont- hótelinu. Lester hafði allan hugann á kaupsýslumál- um og tók öflugan þátt í samkvæmislífinu. Hann fór þær leiðir, sem Jennie hafði aldrei dreymt um að ganga, svo óframfærin sem hún var. En hún lifði viðburðasnauðu lífi. Hún bjó í litlu húsi í virðingar- verðu og rólegu hverfi nálægt Jackson Park ásamt litlu fósturbarni — telpu með kastaníubrúnt hár, sem hún hafði tekið af barnaheimilinu Western Home of the Friendless. Þar var hpn þekkt undir nafninu Frú J. G. Stover, því að hún hafði álitið byggilegast að leggja niður nafnið Kane. Þegar herra og frú Kane dvöldu í Chicago bjuggu þáu í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.