Alþýðublaðið - 30.05.1941, Page 1

Alþýðublaðið - 30.05.1941, Page 1
RITSTJÓRI: STKFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKUKÐiN I 'á&sm xm ÁlOANðllR FÖSTUDAGUR 3». MAÍ 1941. 127. TÖLUBLAÐ PnaMaseli Meosevells mii islaai: ¥ér mannm vera á werðl gep iffliam tll- rannum nazista tll að koma sér npp bæki stððvum nær Ameréku en peir eru búnir. ----+--- Ef þeim tækist að hertaka ísland eða bækistoðvar á Grænlandi væri stríðið komið í næsta nágrenni Ameríku Færeyskir verkansenai fSnftir hingað til iands --------------«,—-- Eiga að wlffiaa ffyrlr setiillillð. ALLMIKIÐ af verka- mönnum frá Færeyj- um er komið hingað. Mun ráðið að þeir stundi hér Btretavinnu í sumar. Ekki er vitað hve margir Færeyingarn- Ir eru ,en láta mun nærri að ]»eir séu um 800 að tölu. Byggðir munu hafa verið og verða byggðir, „braggar“ yfir þá m ekki er Alþýðublaðinu kunn- íagt hvar þeir fá mat sinn og *r þó líklegt, að allar nauðsynj- w þeirra verði fluttar til iandsins Bkkur óviðkomandi. Setuliðið mun hafa taldð að það BJBti alls ekki fengið nógan vintnu- limft hér til framkvæmda, sem þaif að hraða, ekki aðeins hér í bænum heldlur og utan Reykja- víkur. Ríkisstjórnin mun hafa tæskt þess, að ef erlendir verka- menn yrðu fluttir hingað, þá yrðu þeir ráðnir í Fæneyjum, því að bæði eru þeir næstir okkur, þar mun vera allmikið atvinnuleysi og auk þess enn engin — eða mjög lítil iikindi til, að þeir í- lendist hér, þegar vinnan er búin.. Ekki er AlþýðublaðinU kunnugt um kjör þessara verkamanna, en þeir munu hafa sérstaka samn- inga við setuliðsstjórnina Um kaup tog allan aðbúnað. Sögur hafa gengið |um bæinn undanfarna daga um að hiingað muni verða fluttir um 1800 Fær- eyingar en þetta mun ekki hafa við ne>tt að styðjast. Undanfama daga hafa verið gerðar tilraunir til að fá aHmarga unga Islendinga tii að ráða sig á skip og hefir verið talað um 250. Nokkrir menn munu þegar hafa ráðið sig. i FjArlr isgir islealiigar fara til flignáms i Verða við aám í 2 ár hjá kunnura vestur-íslenzkum flugkennara. UM þessar mundir munu 4 ungir íslendingar fara til Kanada til flugnáms. Munu þeir nema í Johannenson’s Fly- Ing School í Winnipeg, en eig- andi og aðalkennari þess skóla «r Konni Jóhannesson, kunnur Vestur-íslendingur. Mennimir, sem fara, eru þessir: Jóhann Snorrason, sonur Snorra Sigfússonar, skólastjóra á Akureyri. Kristinn Olsen, Túnbergi við Þormóðsstaði. Sigurður Ólafsson, Kárastíg 7, sem nú vinnur í verzluninni "Verðandi. Kjartan Guðlbrandsson, son- ur Guðbrands Magnússonar forstjóra. Að líkindum munu þeir dveljast um 2 ár vestra, því að flugnám tekur venjulega um það. Konráð, eða Konni eins og hann er venjulega kallaður, Jó- hannesson, hefir um skeið starfrækt flugskóla vestra og er ánægjulegt að ungir menn úr heimalandinu skuli sækja skóla Vestur-íslendinga. Konni var meðal þeirra vösku íslend- inga, sem kepptu fyrir hönd Kanada í ís-hockey á Olympíu- leikunum í Antwerpen 1920 og báru þar sigur úr býtum. A LÞÝÐUBLAÐINU hefir nú borizt orðréttur sá kafli úr ræðu Roosevelts Bandaríkjaforseta á þriðjudags- kvöldið, sem beinlínis snertir ísland. Fer þessi kafli ræð- unnar hér á eftir: „Ef nazistum tækist að hernema eða ná fótfestu á nokkurri eyju í Atlantshafi, þá væri þar með öryggi stórra svæða af Norð- ur- og Suður-Ameríku, eyja, sem tilheyra Bandaríkjunum, og þar með sjálfu meginlandi Bandaríkjanna, stofnað í yfirvofandi hættu. I»að hefir verið sökkt skipum á milli Grænlands og íslands. Það er staðreynd, að fjölda mörgum skipum hefir þegar verið sökkt á svæði, sem er á vesturhelmingi jarðar. Menn vita, að langmest af þeim hergögnum, sem Bandaríkin senda til Englands, fer hina norðlægu skipaleið, örstutt frá Grænlandi og nálægt Islandi. Alvarlegustu árásir Þýzkalands á skipalestir eiga sér stað á þessari siglingaleið. Ef nazistum tækist að hernema .fs- land, eða bækistöðvar á Grænlandi, þá væri stríðið þar með komið í næsta nágrenni við strendur hins ameríkska megin- lands, því að þessi tvö lönd eru eins og stiklur á leiðinni til La- brador, Nýfundnalands, Nýja-Skotlands og nyrztu ríkjanna á austurströnd Bandaríkjanna. Það er sama, hvaða bækistöð það væri, sem nazistar næðu á sitt vald á öryggissvæði Bandaríkjanna — það gæti þýtt árás á þau. Sérhver maður, sem hefir landabréf og nokkra þekk- ingu á hinum skyndilegu árásum í nútíma styrjöld, veit, að það er heimskulegt að bíða þangað til óvinurinn hefir náð fótfestu á þeim stöðum, sem hægt er að nota til árásar. Hin gamla og góða heilbrigða skynsemi gerir kröfu til þess, að sú herstj órnaraðferð sé höfð, að hindra óvininn í því að ná fótfestu á nokkrum slíkum stað. Vér höfum þess vegna aukið eftirlit vort á Norður- og Suður-Atlantshafi. Vér erurn stöðugt að bæta við fleiri og fleiri skipum og flugvélum til þess að hafa það eftirlit með höndum. Vér 'munum vera á verði gegn öllum tilraunum nazista til þess að koma sér upp bækistöðvum nær vesturhelmingi jarðar, en þeir eru búnir að gera. Það er óbifanleg sannfæring vor, að það sé lífsspursmál fyrir Bandaríkin að hindra, að Hitler isminn nái nokkrum þeim bletti í heiminum á sitt vald, sem hann gæti notað eða myndi nota sem hækistöð til árása á Norður- eða Suður-Ameríku.“ Unæll amerískra Maða m ísland Þá hafa einnig borizt hinga'ð ummæli niokklurra ameríkskra blaða um Island í tilefni af sam- þykktum alpingis í sjálfstæðis- málinu- Birtu þau fregnir af samþykkt- um alþingis 20. þ. m., Dg vom þær fregnir frá Kaupmannahöfn. Skýrðu þau frá því, hveimig at- kvæðagneiðslur Um málið hefðu fallið- Blaðið „New Yoit Tinœs“ birti 21. meí þá filegn frá Stokkhólmi, að ákvarðanir alþingis hefðu komið Dönum alveg á óvart, en að ísland hefði aðeins verið Dan^ mörku byrði, en hún hefði staðið straum af kostnaði við utanríkis- mál þeirra, landhélgisgæzlu og háskóla. Þá segir blaðið orðrétt: „Akvörðunin er endanleg. Áfallið fyrir Danmörku er þeim mUn meira, þar sem hún er nú hen- tekin og hjálparvana.“ Enn frem- ur segir blaðið, aö Sveinn Björns- m á 4. Sið«. Iratar ira að in- kriiijaJBagdad. Elga á eiaum stad aðeins 7 km. dfaraa i FREGNIR frá London í morgun herma, að hersveitir Breta í Irak séu nú að umkringja Bagdad, höfuðborgina þar, og eigi ekki nema örskammt ófar- ið til hennar bæði að vest- an og norðvestan. Eiga þeir norðvestan við borg- ina ekki nema 7 km. ó- farna til hennar og að vest- an ekki nema 12. Þriðji herinn sækir til borgarinn- ar að sunnan, frá Basra. Á hann lengri leið ó- fiarna en hinir, eða um 60 km. ■ '*'*’*'*'*'<*#’##'#'##>#s###s##>#h#<#«#i#'#*###>##>*#i Bretar eao I vðri segir Mr. Meazies. En kjarknr pelrra ðsigrandi. íltvarpsræða eftir konnna heim til istralín. M.». MENZIES, forsætis- ráðherra Ástralíu, er nú kominn heim aftiu: eftir margra mánaða dvöl á Englandi og stutt ferðalag um Bandaríkin og Kanada á leiðinni. Við komuna úl Sidney flutti hann útvarpsræðu úl þjóðar sinn- ar og sagðist geta lýst þeim á- hrifum, sem hann hefði orðið fyr- ir í för sinni í eftirfarandi fímm aðalatriðum: íl) Kjarkur brezku þjóðarinnar, sagði hann, er ósigrandi. 2) Mikil og vaxandi ameríksk hjálp er væntanleg, og það er fyrst og fnemst undir henni kom- ið, hvenær hægt verður að leiða stríðið til lykta með fullum sigri. 3) Stríðið er enn á vamarstigi af hálfu Breta og bandamanna þeirra, og það má ekki búast vlð neinum stóilum sigrum fyrst Um sinn. 4) Bnetar og bandamenn vantat enn flugvélar til þess að vena jafnokar Þjóðverja, en hermenn- irnir em fullkomlega eins góðir og hjá þeim. 5) Það er mjög mikið komið undir átaki Ástralíu í stríðinu, en það er meðal annars undir því ktomið, að fullfeomin sam- vinna komist á meðal alira flokka um stjörn landsins. Mr. Menzies lauk máli sínu með því að eggja þjóð sína lögeggjah tíl samheldni og þjóðlegrar ein- ingar. Búðir verða opnar til kl. 4 á morgun.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.