Alþýðublaðið - 30.05.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.05.1941, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 30. MAI 1941. AUtMnnABD Bitstjéri: Síafáia Pétarsaaa. V HSM|éra: AlþýtefeáEáa« vi8 Hverfiagötu. 4BÖ8: Bátotiési. 4801: IxnOendar Iréitír. W2i: Síaááía Pét- hstem) Br*a«ferawt 218. 4900: Vilhj. S. VIm&wa- Owárait) BrávsURgðtai 56. Ajfgrei®sla: AlþýðubMnu við Hverfissgötu 4®@9 og 480S. V«® kr. 3.98 & másmi&i. 15 aurar i iausasshi. ALíf BUPEENTSMIÐJAN H. F. Gðturaar og Araarhóll. OLL AÐBOÐ að umferð hér í bænum hefir í allan vetur og fram á pennan dag verið með fádæmum- Bókstaflega engin til- raun hefir verið gerð til að létta umferðina, beldur þvert á móti, allt hefir stefnt að því að setja hana í öngþveiti- Þetta mál hefir verið gert að umtalsefni hér í blaðinu. Var sérstaklega gagnrýnt það, sem síminn hefir verið að láta gera á helztu götuhiornum bæjarins, og var á það bent, hvernig miðbær- inn var gjörsamlega lokaður inni við þessar frauikvæmdir, sem stóðu allar yfir vikum saman iog eru sUmar ekki búnar enn í dag. Þetta er tvímælalaust eitthvert mesta hneyksli, sem framið hefir verið í sambandi við götur og Umferð héir í bænþm ■ Verkamenn- irnir vom látnir rifa Upp þetta götuhornið í dag, bætt við það hálfgeTt til að h'Iaupa í annað og hætta við það í miðju kafi til að hlaupa í hið þriðja. Stóreflis gryfjur voriu grafnar við aðal- samigönguhnútana og moldar- byngirnif lágu yfir helztu knoss- götumar, eins og Bankastræti og Læskjargötu, Kiikjustræti, Aðal- stræti, Túngötu og Suðurgötu og loks Hverfisgötu, Lækjargötu og Kalkofnsveg- Þetta verk var ekki unnið einU sinni, heldur tvisvar eða jafnvel þrisvar. Bkki hefir þeim mönnum, sem gengust fyrir þessum einkennifegu framkvæmd- um, þótt taka þvi að skýra fyrir fólki hvers vegna bei'ta varð þessari emkennilegu aðferð, og verður þvi að líta svo á, að al- mannarómur hafi haft rétt fyrir sér, að hér væri um að ræða hirðuleysi gagnvart Umferðinni í bænum og litla verkkunnátta þeirra verkfræðinga, sem hér lögðu vit t-il. En þetta er ekki hið eina, Fjölda margar götur hafa verið og em enn ófærar vegna hitá- veituskurðanna og moldarbyngj- anna á bökkum þeirra. Þá em þverrifumar óuppfylltu, sem hafa valdið bifreiðastjórum ómetan- tegu tjóni í vjetur og í vor. Menn geta alls ekki skiiið, hvers Vegna ekki er mokað ofan í hitaveituskurðina., Allir telja sannað, að hitaveitan komist ekki í framkvæmd fyrr en að stríð- inu loknu. Og hve nær endar það? Eigum við að hafa göt- urnar svona þangað til? Er það raunverulega meinihg borgar- stjóra og bæjarverkfræðings ? Við verðum að krefjast þess, að eitthvað sé gert í þessum málum- Umfeírðin í bænUm er margfalt meiri en nokkru 'sinni áður, og að öllum iíkindum fer hún vaxandi í sumar. Jafnframt em göturnar í margfalt verra á- standi en þær hafa verið áður. Allir hljóta því að sjá, að þetta getur ekki gengið svona lengur. Og fyrst að maður er farinn að skrifa um þetta mál, er rétt að minnast á annað skylt. Arnarhóll er okkur til _stór- skammar. Við megum ekki, þó að hann sé illa útlítandi', af okk- úr óviðráðanlegum ástæðum, þoia það, að túnið sé útlitandi eins og það hefir verið undan farna daga. Núna lítur það út eins og sorphaugur. Menn mega ekki kasta bréfum og rusli um túnið- Og ef ekki er hægt að kenna fólki þá siðsemi, að fara burtu með slíkt, þá ver&ur að sjá um, að túnið sé hirt við og við, eihs og gert hefir verið með góðum árangri undanfarih ár. Bygfflingatélag verkaipamsaa^ Árgjaldi félagsmanna fyrir árið 1941 er veitt móttaka hjá gjald- kera félagsins, Grími Bjarnasyni, Egilsgötu 10 frá kl. 6—9 e. h. dagana 30. maí til og með 7. júní. Þeir félagsmenn, sem ekki hafa greitt gjaldið fyrir þann tíma, verða strik- aðir út af félagaskrá og hafa þá glatað félagsrétti sínum. Stjórnin. Leiðbeiníig f birbifræssáningn veitir Hákon Bjarnason skógræktarstjóri í stöð Skógrækt- arfélags íslands í Fossvogi í kvöld kl. 8.30—10. — Allir velkomnir. — Birkifræ til sölu á staðnum. Rakarastofur verða opnar til kl. * i kvöld, STJÓRN SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS.en loka kl. 6 annað kvöld. Frnmvarp til laga nm rfkisstjérs verð nr lagt fsrrtr alpingi stras eítir iiátiina EFTÍR hátíðina mun verða lagt fyrir alþingi frum- varp um ríkisstjóra íslands. — Ríkisstjórnin hefir undirbúið frumvarpið og er það svohljóð- andi: Alþingi kýs ríkisstjóra til eins árs í senn, og fer hann með vald það, sem konungi er falið í stjórnarskránni. Kosning ríkisstjóra fer fram í sameinuðu alþingi. Réttkjörinn ríkisstjóri er sá, er hefir meirihluta greiddra at- kvæða við óbundna kosningu, enda séu að minnsta kosti 2A hlutar þingmanna á fundi og eigi þátt í atkvæðagreiðslu. Hljóti enginn þann atkvæða- fjölda við fyrstu kosningu, skal kosið óbundinni kosningu að nýju. Nú verður kosning þó eigi lögmæt, og skal þá kjósa um þá tvo menn, er flest fengu at- kvæði við þá kosningu, en hafi við þá kosningu fleiri fengið jafnmörg atkvæði, ræður hlut- kesti, um hverja tvo skuli kjósa. Ef þeir fá báðir jafn- mörg atkvæði við bundnu kosn- inguna, ræður hlutkesti, hvor þeirra verður ríkisstjóri. Kosning skal vera skrifleg, cg telst auður seðill greitt at- kvæði. Kjörgengur til ríkisstjóra er hver 35 ára gamalj maður, sem fullnægir skilyrðum kosninga- réttar til alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu. Nú deyr ríkisstjói’i eða lætur af störfum áður en kjörtíma hans er lokið, og skal alþingi þá kjósa nýjan ríkisstjóra, svo fljótt sem kostur er. Ákveða má þá, að sú kosning gildi einungis til næsta reglulegs alþingis. Nú verður sæti ríkisstjóra laust eða hann getur ekki gegn störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum, og skal þá ráðuneyti íslands fara með vald ríkisstjóra. Ríkisstjóri má ekki vera al- þingismaður né hafa með hönd- um launuð störf í þágu opin- berra stofnana eða einkaat- vinnuf yrirtækja. Ríkisstjóra skulu greiddar af ríkisfé þrjátíu þúsundir króna í laun á ári, auk útlagðs kostn- aðar. Hann hefir gjaldfrjálsan bústað, ljós og hita, og er und- anþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum. Ríkisstjóri vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnar- skránni, er hann tekur við störfum. Af eiðstaf þessum eða heiti skal gera tvö samhljóða frumrit. Geymir alþingi annað, en þj óðskj alasafnið hitt. Ríkisstjóri er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum. Hann verður eigi sóttur til refsingar nema með samþykki alþingis. Ríkisstjóri hefir aðsetur í Reykjavík eða næsta nágrennL Lög þessi öðlast þegar gildi. ;?v Meiðrsiélr; vllskiftawlinlr erm ámsliiisiflr unm að vðrvnpaut&mir sfmar á figstiidilgiiiii meðaii er að ML 1 á lauj|ardðguKm. Paiatsiiiir, sem kumma að kerast oss effir M. 1® á ©r wafasamf fingagf ©r að af- ggreiða ©g seiida taeim Félag kjötverzlana í Reykjavik Sannleikurinn nm eftir sænska heilsufræðinginn og Lágarfi (Stellaria humifosa). útgefandi NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG ÍSLANDS. Bók þessi fjallar um áhrif hvíta sykursins og fleiri sykurteg- unda og annarra matvæla á heilsu manna. Jónas læknir Kristjáns- son ritar formála að bókinni og segir þar m. a.: „Þetta kver á erindi inn á hvert heimili á landi voru. Þa3 ætti að vera lesi® af hverjum manni, sem annt er nm sína eigin heilsu. Bng- inn gestur mun reynast hetri himilisvinnr.“ NOKKRAR FYRIRSAGNIR í BÓKINNI: Leyndardómnr græna blaðsins. Syknrgerð mannslíkamans. Sykur og tann- skemmdir. Súkkulaði sem fæðntegund. Syknr og harðlífi. Mikils- verð líffæri úrkynjast og hrörna. Tímar vöntnnarsjúkdóma. Skæð- asti heilsuspillir menningarþjóðanna. Hvernig mænuveikin verð- ur til. Sykur og íþróttir. Hvaða sykurtegund er bezt? Kaupið bókina og lesið hana, og yður mnn endast sykurskammt- urinn betur eftir en áður. Takið bókina með yður í snmarleyf- ið, og við heimkomu yðar verðið þér orðin margs vísari nm það, hvað þér eigið að eta og hvað þér eigið EKKI að eta, enn- fremnr um orsakir ýmissa sjúkdóma, vamir gegn þeim o. fl. Bókin kostar kr. 4.0« og fæst hjá bóksölnm. __ hvíta sykurinn Með auglýsingu 2. þ. m., skoraði viðskiptamálaráðu- neytið á alla þá, sem hafa tekið að sér verk fyrir brezku herstjómina að gefa skýrslu um, hvað af erlendu efni hafi verið notað við framkvæmdir verksins, frá 1. jan .s.l. að telja. i Með því að enn hafa margir látið farast fyrir að gefa slíka skýrslu, er hér með alvarlega skorað á alla, sem hlut eiga að máli, að gefa hana eigi síðar en 8. júní næstk. Viðskiptamálaráðuneytið, 30. maí 1941.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.