Alþýðublaðið - 06.06.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.06.1941, Blaðsíða 4
nosnuDAjonK i. jwa tm. JL ALÞÝÐUIMÐIÐ FÖSTUÐAGUR Kzeturlæknir er Úlfar Þórðar- aon, Sólvallagötu 18, sími 4411. Wæturvörður er í Laugavegs- •C Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,25 Þingfréttir. 30,00 Fréttir. 30.30 Útvarpssagan: „Kristín Laf- ransdóttir“, eftir S. Undset. 31,00 Erindi: Úr sögu sönglistar- innar, VII. Upphaf óper- unnar (með tóndæmum). (Robert Abraham). Útlent Bén, enskt. Nagget-skóáburður. Vlndolin. Tawn-talk, fægilögwr. Sunlight sápa. Gólfklátar. Afburrkunarklátar. Tjarnarbnöin T|aœnargötu 10. — Sfani 3674 BREKKA Ásvallagötu 1. — Skni 167*. 21,30 Garðyrkjuþáttur (Ragnar Ásgeirsson). 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Reykjavíkur Annáll h.f. sýnir revyuna Hver maður sinn skammt í kvöld kl. 8.30 og er það í síðasta sinn, sem menn fá tæki- færi til að sjá þessa skemmtilegu revyu. Úrslitaleikir í 2. fl. fóru fram í gær. Valur vann K.R. með 2:1 og hefir þann- ig unnið mótið. Fram vann Víking með 1:0. Hjúskapur. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband Sig. Eyjólfsson skóla- stjóri að Selfossi og Unnur Þor- geirsdóttir, kennari, Hlemmiskeiði. Heimili ungu hjónanna er að Skeljafelli, Selfossi. Söngfélagið Harpa heldur fund í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 8.30 stund- víslega. 1. flokks mótið. Kl. 5 á morgun keppa K.R.— Fram og kl. 6 Valur—-Víkingur. Keppendur og starfsmenn mæti stundvíslega. Rakarastofur ver'ða opnaf til kl. 4 á morgun. Kaupi gull hæsta verði. Sig- urþór, Hafnarstræti 4. Útbreiðið Alþýðublaðtð! Hótel Borg Mig vantar röska stúlku til að leysa af í sumarfríum Húsfreyjan. Fund beldnr Skipstjéra- og Stýrlmannafélagið Eári i Géi- (nppi) í Hafnarfirðl í hvold kl. 8.30. StléralBie AG Gólfbónið KOMIB ÁlBfliBiDBfðrar Höfum loks fengið dálítið af aluminium búsáhöldum, svo sem Pottum, Kötlum, Skaftpottum, Tepottum, margar gerðir, Tepottum, sem nota má sem kaffi- könnur; tennfremur Mat- skeiðar, Gafla, Teskeiðar, Tesíur, Skæri, Kryddsett o. fi. !IaiMfe®rg$ ia.f. Laugaveg 44. 8AMLA Blðffi) „Soodf firais (Tarzan finds a Son). Aðalhlutverkin leika: Johnny Weissmiiller. Maureen O’Sullivan og hinn 5 ára gamli dreng- ur John Sheffield. Sýnd kl. 7 og 9. mii NnðMA Bið bs Oollfwcod Cavalcade Ameríksk stórmynd frá Fox er gerizt í kvik- myndaborginni Holiy- wood frá árinu 1913 er byrjað var að taka þar fyrstu filmurnar til ársins 1927, er talmyndagerðin hófst. Aðalhlutverkin leika: ALYCE FAYE og DON AMECHE. Sýnd klukkan 7 og 9. Reykjavíkur Amuáíl hX IIW Revyara sýoð 1 fevSId II. 8,30 Aðgöngumiðar seldir í dag eftir klukkan 1. Siðasta sioo. s. 0. fiðmla damsarmfr laugardaginn 7. júní kl. 10 e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. — Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2. — Sími 4900. — Aðeins dansaðir gömlu dansarnir. Harmonikuhljómsveit félagsíns (4 menn). Aðalfimdur Loðdýrarœktarfélags íslands verður settur í baðstofu iðnaðarmanna kl. 10 árd. laugar- daginn 7. júní. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Kl. 2 sama dag flytur Guðm. Gíslason í Rannsóknar- stofu Háskólans erindi um afleiðingar af notkun á skemmdu kjöti til loðdýrafóðurs. Auk þess flytur ríkisráðunautur erindi um fóðrun loð- dýra og annað um lífdýraval og sýningar, sennilega sama dag. Reykjavík, 5. júní 1941. FÉL AGSST J ÓRNIN. 131 THEOPORE DREiSER JENNIE OERHARDT metnaðargirni mín um það leyti, sem faðir okkar dó, var einmitt í því fólgin að sameina vagnafram- leiðslufélögin í eitt stórt fyrirtæki, og ég var hrædd- ur um, að þú myndir vera á móti því. Ég hefi seinna komizt á þá skoðun, að ég hefði ekki átt að haga mér eins og ég gerði þá, en ég gerði það nú samt. Ég býst ekki við, að þig langi til að heyra meira um það mál. En hitt er það .... — Eiga þetta að vera eins konar skaðabætur? skaut Lester inn í rólega. — Ekki endilega það, Lester, enda þótt það sé ef til vill í og með. Ég veit, að þetta hefir litla þýðingu fyrir þig nú orðið, og ef svo væri, hefði ég átt að gera það fyrir löngu. En mér datt í hug, í hreinskilni sagt, að þú myndir hafa hug á þessu ekki síður en ég. Það gæti líka fleira af því leitt. í hreinskilni sagt þá datt mér í hug, að við myndum geta sætzt með þessu móti. Og þegar alls er gætt, þá erum við þó bræður. — Já, sagði Lester, — það er ekki hægt að synja fyrir það. Um leið og hann sagði þetta fór hann að hugsa um hið spaugilega við þetta mál. Hversu mikla þýð- ingu hafði þessi bróðurtilfinning haft? Raunveru- lega hafði Róbert neytt Lester út á þá braut, sem hann var nú kominn á. Og enda þótt Jennie væri ef til vill eina manneskjan, sem þjáðist vegna þessa atviks, þá hafði það haft sín áhrif á Lester líka. Satt var það, að Róbert hafðf ekki hindrað það, að Lester fengi sinn fjórðungshluta af arfinum, en hann hafði ekki heldur hjálpað honum til þess, það var fjarri því, og nú hélt Róbert, að þetta tilboð gæti gert allt gott aftur. Það særði Lester ofurlítið. Það kom honum í slæmt skap. Lífið var einkenni- legt. —Ég skil þetta ekki vel, Róbert, sagði hann loks dálítið hvatskeytslega. — Ég kann að geta skilið þær hvatir, sem á bak við þetta tilboð liggja. En ég get ekki séð, að þetta sé hyggilegt. Þú átt að eiga þín eigin taúdfæri. Ég vil ekki þiggja þau. Við getum komið á öllum þeim breytingum, sem þér sýnist, þó að þú kaupir hlutabréfin. Ég er nægi- lega ríkur. Og fortíðin er gleymd. Ég hefi ekkert á móti því að hitta þig og tala við þig, þegar þér þóknast. Hitt er ekki annað en plástur á gamalt sár. Þú vilt öðlast vináttu mína og á því er enginn hængur frá minni hlið. Ég ber ekki í brjósti neitt hatur til þín. Það er fjarri því. Róbert horfði á hann athyglisaugum. Svo brosti hann ofurlítið. Þrátt fyrir allt, sem hann hafði gert á hluta Lesters, og þrátt fyrir það, sem Lester hafði gert, gat hann ekki annað en dáðst að honum. — Það kann að vera, að þú hafir á réttu að standa, Lester, sagði hann að lokum. —- En það var ekki af lágum eða lítilmótlegum hvötum að ég kom til þín með þetta tilboð. Ég vildi, að það, sem milli okkar hefir verið, væri grafið og gleymt. En við skulum þá ekki tala um það lengur. Kemurðu ekki bráðum til Cincinnati? — Ekki býst ég við því, svaraði Lester. — Ef þú skyldir koma þangað, þá myndi það gleðja mig ef þú heimsæktir mig. Hafðu kcnu þína með þér. Þá getum við talað um gamla daga. Lester brosti leyndardómsfullu brosi. — Það gæti verið nógu gaman, sagði hann, — en lét engin geðbrigði á sér finna. En hann minnt- ist þess, að þegar hann bjó með Jennie hafði þetta

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.