Alþýðublaðið - 10.06.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.06.1941, Blaðsíða 4
MttDJUDAGtfft 1«. JIINI ttát. ÞRIBJU Ð AGUR Næturlaeknir er Halldór Stef- ánason. Ránargötu 12, sími 2234. NæturvÖrður er í Laugavegs- og Sagólfs-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 18.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Kvíðbogi fyrir sjúk- dómum (Gunnl. Claessen dr. med.). 20.55 Hljómplötur: Symfónía í Es-dúr No. 4, eftir Bruckner. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. 'Kónlistarfélagið og Leikfélag Keykjavíkur sýna óperettuna „Nitouche“ í kvöld kl. 8. Trúlofun. í gær opinberuðu trúlofun sína ungfrú Þórunn Kjartansdóttir, Víf- Bsgötu 13 og Lárus Bl. Guð- mundsson verzlunarstjóri. Ferðafélagið fór gönguför á Skarðsheiði s.l. sunnudag. Um 40 manns tóku þátt í förinni. Gengið var á há- heiðina. Var sólskin þar uppi og Jogn og góð útsýn yfir Borgar- arfjörð. Sago nýkomið Hveiti Hrísmim Hrispjósi Haframél Mafzena Tiarearbóöin Tjanargðtu 10. — Sírai 3676 BREKKA Aívaltagðtu 1. — Sími IðfB. TERBOVEN Frh- af 2. síðu. á fundi með Hitler, Kmpp og Thyssen. fig mun aldrei gleyma þeim áhrifum, sem þessi frétt hafði á okkur, ekki aðeins í Ruhr- Rinarhémðun um, heldur einnig í Berlín. Félagarnir áttu erfittmeð að trúa því, að Hitler hefði selt sig þýzku stáliðnaðarkongunum Á stómm fundi, sem haldinn var, hótaði Terboven því, að allir þeir sem ekki samþykktu þessa ráð- stöfun, yrðu reknir úr flokknum“. Terboven hefir vafalaust m'-kla hæfileika í þá átt, að uitvega húsbónda sínum, Hitler, peninga. Hann náði sambandimi við þýzku stórið]'uhöldana á því tímaþili, sem Hitler vantaði peninga til- finnanlegast, og þessa hsefileika notar hann nú í Noregi. Og hann fékk fyrirhöfn sína borgaða. Hann hækkaði í tign- ilnni og komst í forinigjaráð Hitl- ers. Þegar Hitler kom til valda varð Terboven hátt settur maður, og hinn atvinniulaUsi bankaritari frá árinu 1923 þúirfti nú ekki lengur að halda á peningum hinn- ar gráhærðu vinkbnu sinnar. — Hann kvæntist ungrii, en auðvitað rikri stúlku og HHler og Göring vom brúðkaupsgestir. Terboven hélt brúðkaup sitt 29. Júní 1934- 1 skrautlegum veizlu- sölum hans í Essen var ákveðin þýzka Bartbolomeuisnlóttin, nefni- lega morðin á Schlei’cher, Bred- ow, Emst Röhm, Gregor Strasser o. fl. Terboven er ekki hræddur vi'ð að skjúta menn eða no'ta við and- stæðinga sína öll hugsan'Iég pyndingatæki. Vafalaust er Terboven maður, sem Hitler þarf á að halda. Hann hefir vi'ssa „töfra“/ og „stjiónn- málamannshæfi!eika“. En harm er líka grimmlyndur og miskunnar- laus, þegar hann þarf að vinna verk fyrir Hitler. Hann situr nú í norska Stórþinginu og sendir þaðan hverja samþykktina af annarri, eys út fé í Quislinga sína og hefir um sig lífvörð. Hann óttast ekkert annað en það, að einhvern daginn myrði N'orðmenn hann. Hann ber alltaf á sér marg- hleypu, og þegar einhver heim- sækir hann, verður viðkomandi maðu.r fyrst að fara gegn um þrjú herbergi, áður en hann kem- ur inn í hið allra helgasta, þar sem 4 Terboven situr. Terboven kom til Noregs með fyrirskipanir um það, að vinna norsku þjóðina fyrir nazismiann. Hann gaf út skipun um það, að Gestapo og lögreglan færu ekki jafn harkalega fram og í Póllandi '0g Tékkóslóvakíu. En þegar það gaf engan árangur, breytti hann um aðferð. Hann sendi nýlega orðsendingu til Hitlers og Ribbenfrops og bað um leyfi til þess að mega stjórna Noregi án Quislings, sem yrði sér ekki til annars en armæðu. Þegar’ Quisling kioanst á snoð- ir um þetta, fór hann í skyndi til Berlinar, átti tal við Hitler og Rosenbierg og kom i veg fyrir ráðagerðir Terbovens. Öll norska þjóðin verður nú að þjást undir valdastreytu ná- unga eins og Quisliings og Ter- bovens- Httler hefir ekki enn þá ákveðið, hvað gera skuli. Err norska þjóðin er ákveðin — og sá daguT er vonandi ekki langt undan, að þar verði hvorki Quis- ling né Terboven. SJÓMANNADAGURINN Á AKÉANESI Fxh jaf 3. síðu. mikill fjöldi fólks og fór skémmtunin hið bezta fram. Yeður var ákjósanlegt og ár- angur dagsins mjög góður. Á- góði af hátíðahöldum sjómanna á Akranesi rennur til sund- laugarbyggingar. Trúlofun. S.l. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Kristín Magnús- dóttir, Austurgötu 26, Hafnarfirði, og Héðinn Vilhjálmsson, loft- skeytamaður, Reykjavík. GAMLA Biúím „Sonir Tarzaosu (Tarza* finds a Son). w l Aðalhlutverkm leika: Johttnfr Weissmuller. Manreen O’SnUivan og hian 5 ára gwnli dneag- ur Jehn Sheffidd. Sýnd kl. 7 og 9 m NYJA bio ■ Píltir eða stðlka Ameríksk skemmtimynd. BABY SANDY and the little torna- does BUTCH and BUDDY. The Mischief makes of “The Under-Pup“ in Sandy is a Lady. Sýnd kl. 7 og 9. Jarðarför konunnar minnar, Sveinbjargar D. Kristjánsdóttur, og litlu dóttur okkar, fer fram frá dómkirkiunni. ” '' ' * ' ■ með húskveðju að heimm bennar, Suðurgötu 3, kl. 3 e. h. Jarðað verður í Fossvogi. Kristþór Alexandersson. SÝRLAND Frh. af 1. siðu. fregnunum frá Sýrlandi tekið með miklum fögnuði og það talið vel farið, að Bandamenn skyldu ekki hafa gefið Þjóð- verjum tíma til þess að búa betur um sig á Sýrlandi en þeir voru þegar búnir að gera. Sendiherra Vichystjórnarinn- ar í Washington er sagður hafa kvartað undan innrásinni við Cordell Hull í gær, en fengið daufar undirtektir hjá utan- ríkismálaráðherra Roosevelts. í blöðum í Bandaríkjunum er sagt, að Gordell Hull hafi svar- að því, áð Vichystjórnin hefði ekki undan neinu að kvarta, hún hefði ekki gert neitt til að verja Sýrland, þegar Þjóðverj- ar voru að taka sér þar bæki- stöðvar fyrir herflutninga í lofti austur til írak. í Tyrklandi er mikil ánægja látin í ljós yfir því, sem gerzt hefir, og er sérstaklega fagnað þeirri yfirlýsingu Breta og frjálsra Frakka, að Sýrland verði látið sjálfrátt um framtíð sína að styrjöldinni lokinni. CH352!3S2í2I2i3!3ri{253 finnnfðt! Allar stærðir ávalt ÓDÝRUST f Grettisgðtn 57 Simi 2849 133 THEODORE DREISER JENNIE GERHARDT ana tók hún stundum í hárið á honum og sagði, að hann væri dýr, en allra yndislegasta dýr. — Veit ég það, sagði hann, -— en þú ert himnesk opinberun í gagnsæjara lagi. — Nei, þegiðu nú, sagði hún, því að stundum var falinn broddur í athugasemdum hans. Svo gerði hann gælur við hana, því að hann skildi, að þrátt fyrir lífsreynslu hennar varð hún þó að styðja sig við hann. Henni var það vel ljóst, að hann gat lifað án hennar. En hann reyndi að leyna því. Hann reyndi að láta sem svo, að hún væri honum ómiss- andi, en það var alveg bersýnilegt, að hann gat vel verið án. hennar. Hins vegar gat Letty ekki verið án Lesters. í þessum óvissa og breytingasama heimi var það ekki lítils virði að hafa við hlið sína mann á borð við Lester. Það var eins og að sitja nálægt logandi lampa í myrkri eða brennandi arni í kulda. Lester óttaðist ekki neitt. Hann fann, að hann vissi, hvernig hann vildi lifa, og hvernig hann vildi deyja. Það verður auðvitað, að maður með slíkri skap- | gerð varð að hafa efnalega góða aðstöðu. Þar sem jj peningar hans voru í öruggum fyrirtækjum — mest- jj ar eigur hans voru í hlutabéfum í stórum fyrirtækj- J’ um, þar sem ekki þurfti að gera annað á hluthafa- | fundum en að samþykkja það, sem hinir duglegu og metnaðargjörnu framkvæmdarstjórar höfðu hugsað J sér að framkvæma, gat hann lifað eins og hann lysti. . Hann og Letty höfðu mjög gaman af því að heim- sækja ýmsa skemmtistaði í Bandaríkjunum ég Ev- rópu. Oft spilaði Lester fjárhættuspil, því að hann hafði gaman af því. Og hann vildi leggja háar fjár- hæðir í borð. Og honum þóttu góðir sterkir drykkir. Hann var þó ekki drykkjumaður, heldur hafði hann gaman af víni í samkvæmum. Allt gekk sinn vanagang, og Lester var að byrja að verða sljór fyrir tilverunni. Ef Lester hefði kvænst Jennie og fengið tíu þúsund dollara á ári til að lifa á, hefði hann haft sömu afstöðu til lífs- ins og hann hafði nú. Hann myndi hafa fundið sér fáeina góða vini, sem hefðu getað metið hann sem góðan kunningja. En bráðlega varð ofurlítil breyting á. Kanehjónin fluttu til New York. Frú Kane hafði kynnst fáeinum æðri stéttar frúm, og þær höfðu hvatt hana til þess að flytja til New York. Loks ákvað hún að leigja sér hús í 78 götu nálægt Madison Avenue. Þar fékk hún sér einkennisklædda þjóna eftir enskum sið og sal- ina skreytti hún samkvæmt ýmsum stílum. Lester brosti að hégómagirni hennar og glysgirni. — Þú ert alltaf að tala um lýðræði, sagði hann einn daginn. — Þú ert ekki meiri lýðræðissinni en ég er trúmaður, og það þýðir, að þú ert alveg ger sneydd lýðræðishugmyndum. — Hvað ertu að segja! sagði hún. — Ég er lýð- ræðissinni. Við höfum bæði stéttarvitund. — Finnst þér það bera vott um lýðræðislegar hug- myndir, að hafa einkennisklæddan ráðsmann og ein- kennisklædda þjóna? — Já, þá skoðun hefði ég, svaraði hún. Það er ef til vill ekki samkvæmni í því, en það eru kröfur tímanna. En hvers vegna ert þú að hreyfa mótmæl- um? Þú ert þó nógu fljótur að gera athugasemdir, ef allt er ekki eins og það á að vera — hvað lítið sem á brestur. — Þú hefir aldrei heyrt mig rífast út af smá- munum. — Ég á ekki við það bókstaflega. En þú vilt hafa allt sem fullkomnast og það veiztu vel. — Það kann vel að vera, en hvað kemur það við lýðræðishugmyndum þínum? — Ég er lýðræðissinni. Það fullyrði ég. Ég er jafn lýðræðissinnuð og nokkur önnur kona. Það er aðeins þetta, að ég lít á hlutina eins og þeir eru og reyni að færa mér allar aðstæður í nyt og sama gerir þú. Þeir ættu ekki að kasta grjóti, sem í glerhúsi búa. Hús þitt er svo gegnsætt, að ég get séð allt, sem þú tekur þér fyrir hendur. — Það er ég, sem er lýðræðissinni, en ekki þú, sagði hann ertnislega. En þó samþykkti hann allt, sem hún gerði. Vegna of lítillar hreyfingar hafði hann fitnað tölu- vert síðustu árin. Hefði hann haft skynsamlegt mataræði og hreyft sig nægilega mikið, hefði hann getað orðið áttræður eða níræður. En honum stóð á sama um það, hvort hann lifði lengur eða skemur, og þess vegna var heilsufar hans þannig, að jafnvel hinn smávægilegasti sjúkdómur hefði getað riðið honum að fullu. Það dró að því, sem koma hlaut. Þá bar það við að hann og Letty fóru sjóferð til Nord Kap ásamt fáeinum kunningjum. Vegna ýmis- konar kaupsýslustarfa ákvað Lester að fara aftur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.