Alþýðublaðið - 12.06.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.06.1941, Blaðsíða 4
HMMMTUDAGUR 12. JÚN! 1941. ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR Næturlæknir er Pétur Jakobs- son, Vífilsgötu 6, sími 2735. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.30 Minnisverð tíðindi. 20.50 Samleikur á orgel og píanó (Eggert Gilfer og Fritz Weisshappel): . „Ofan af himnum hér“, eftir P. Has- selstein. » 21,10 Upplestur: Geislaveiðar, eft ir Paul de Kruif (Þórarinn Guðnason, læknir). 21.30 Útvarpshljómsveitin: Lög úr óperettunni „Fagra ver- öld“. eftir Lehar. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Óperettan Nitouche verður sýnd í 40. sinn annað kvöld. Sýningin byrjar kl. 8%. Spegillinn kemur út á morgun. Félag íslenzkra ioftskeytamanna heldur aðalfund sinn í Oddfell- owhúsinu laugardaginn næstkom- andi ki. 14. Karlakórinn „Geysir" frá Akureyri er væntanlegur hingað í söngför annað kvöld. Ætlar kórinn að hafa söngskemmt- arnir hér í bænum og Hafnarfirði í næstu viku. Fyrsta söngskemmt- unin verður í Gamla Bíó næstkom- andi sunnudag. Munu karlakórar bæjarins heilsa Geysi með söng, þegar hann kemur að bryggjunni annað kvöld. Börnin í Brautarholti á Skeiðum eru nú búin að vera nærri 3 vikur í sveitinni. Nýlega fóru nokkrar konur úr barnaheimili= nefndinni Vorboði austur, og lek þá börnunum ágætlega. Voru öll frísk, laus við leiðindi og orðin brún og sælleg. Þau báðu að skila kveðju til foreldra og vanda- manna. Forst.k. heimilisins bað að skila því til foreldra og vanda- manna barnanna að koma ekki í heimsókn ti'l þeirra, því slíkt veki aðeins óróa og skapi leiðindi. — Sömuleiðis að senda börnum eklci sælgæti. Önnur blöð eru vinsam- lega beðin að taka upp þessa orð- sendingu. Séra Sigurbjörn Einarsson býr á Freyjugötu 17, sími 3169. Viðtalstími alla daga kl. 6—7 nema laugardaga og sunnudaga. ÍSLENDINGASAGAN Frh. af 2. síðu. því, að Menntamálaráð skuli hafa átt frumkvæði að þessari úfgáfu. flnefaleikamót ir- Masns f osrkveldi. Sci ipeinaiðt h dapr. FÆREI kcmust að en vildu til að sjá hnefaleikarana okkar berjast í íþrcttahúsi Jóns Þorstcinssonar í gærkvöldi. En þeir, sem á horfðu, urðu ekki fyrir vcnbrigðum, því bardag- ai_ir voru ijörugir og spenn- andi. Úrslit í einstökum flokkluini urðu þessi: Léíívkt: BjCfrn R. , Einarss'on vann Stefán Jónsson á stigum. Þetta var léttur oq góður leikur. Björn var sterkari, en Stefán stóð honum ekki að báld í lipurð og snariaika. Léhþungav'gt: Amar Jónsson vann Kristján Júlíusson á stig- um. Báðir sterkir, en Arnair virt- ist „lærðari" hnefa’jeikari, enda sótti hann meira. Vt.Ii vjgt: Jón Þorsteinsson sigr- aði Guðm. Hermannsson á stig- um. Báðir eru liprfr, vel æfðir og jafnir. Mesta athygli vö’rtu bardag- amir í frnrcv’g1, þar sem kepp- endumir vo'-'!u fjórir. Fyrst börð- ust Hrafn Jónsson og Sigurjón G. Þórðarson, og slö Hrafn Sig- urjðn niður í fyrstu lotu með vel hittu þungu kjáikahöggi. Síðan kepptu Haiukur Einarssion og Sig- ur'cur S gu ð;: on, og s'graði Sig- urður á stigum, enda. hafði hann meira vaid á le'knum. Þá börðust þeir til úrsl'ta í þunga- v.'igt Hrafn Jónscon og S'gurður Sgurðsron. Voru þeir ragir í fyrstu Ið'.unni, en Sjgurður sótti inn að Hrafni, on reyndi samt að gæta þess, að |hann kæmi ekki síóru höggi á sig, en Hrafn en mjög sterkur og höggþung- ur. Þreyttist Sigurður á þessu og haf^i Hrafn1 leikinn alveg- í sinni hendi um það er IaUk. Hrafn er minni, sterkari og, eins Sfl T DANSLEILUR verður í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. laugardaginn 14. júní kl. 10. — Áskriftarlisti og aðgöngumiðar á sama stað frá kl. 2. Sími 4900. — Ágæt hljómsveit. — Pant- aðir aðgöngumiðar verða að sækjast fyrir kl. 8. Mönnum undir áhrifum áfengis bannaður aðgángujr. Telmönp e!dr! daasarnír _ @ .....................» _ verða í G.T.-húsinu laugardaginn 14. júní kl. 10. — Áskriftarlisti og aðgöngumioar í G.T.-húsinu frá kl. 2. Sími 3355. S.G.T.-hljómsveitin. Pantaöir aðgöngumiðar verða að sækjast fyrir ld. 8. B tiaAMLA Bfiðl Heppnir finir (Lucky Partners.). Ameríksk gamanmynd. Aðalhlutverkin leika: GINGER KOGERS og RONALD COLMAN. Sýnd kl. 7 og 9. BS NYlA BIO ass Piltnr eða stálka Ameríksk skemmtimynd. BABY SANDY and thö little torna- ( does BUTCH and BUDDY. The Mischief makes of “The Under-Pup“ in Sandy is a Lady. Sýnd kl. 7 og 9. Twgliataríélagið og Leikíélag Reykjavikur. II O U C HE“ •n 40. sýning annað kvöld kl. 8.30. ALLRA SÍÐASTA SINN. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. Innilegar þakkir fyrir alla vinsemd og alúð við andlát o'g jarðarför móður minnar, Vilborgar Guðnadóttur. Sigríður Eiríksdóttir. Jarðarför mannsins míns, Þörleifs Guðmundssonar frá Háeyri, fer fram frá fríkirkjunni föstudaginn 13. þ. m., og hefst með hús' kveðju að heimili hans, Ljósvallagötu 16, kl. 1.30 síðdegis. Hannesína Sigurðardóttir. loig áður er sagt, 'mjög 'högg- þungiur. Siguröur er hár og vax- inn sem hnefaleikari. Aðbúnaður við keppnirnar var mjög slæmur, en ekki mun hægt að kenna ueinum Um það, pví að góður útbúnaður mun ekki vera til hér á landi. Dýraverntlarinn, 4. tbl. þessa árgangs er nýkom- ið út. Efni: Frumvarp til laga um eyðingu svartbaks, Blátt og marið, eftir B. Sk., Dimma, eftir Bjarna Sigurðsson, Sámur bjargar Móra, eftir Guðmund á Sandi, Hestur- inn, eftir Þorstein Konráðsson. % 133 THEOPORE DREt«ER JENNIE GERHARDT heim til Chicago í lok nóvembermánaðar og hitta konu sína í New York rétt fyrir jólin. Iiann skrifaði Watson og sagði honum, að hann mætti búast við sér og leígði sér herbergi í Auditorium, því að hann hafði tveim árum áður sett höll sína í Chicago og bjó nú í New York. í/lok nóvembermánaðar veiktist Lester slcyndilega. Læknir var sóttur og sagði hann, að þetta væri ill- kynjað kvef. Hann var ekki mjög veikur, en hafði þó grim um, að eitthvað illt væri í aðsigi. Hann lét Watson.senda Latty skeyti urn að hann væri veikur, en þó ekki alvarlega. Útlærð hjúkrunarkona stund- aði hann, og honum var bannað að taka á móti heim- sóknum. Letty gat ekki komið til New York fyrr en eftir þrjár vikur. Hann hafði það á vitundinni, að hann myndi aldrei sjá hana framar. Það var einkennilegt, að hann gat ekki um annað hugsað en Jennie. Þó var það ekki vegna þess, að hún var í Chicago, heldur vegna þess. að hann hafði ekki séð hana svo lengi. Hann hafði ætlað sér að heimsækja hana strax og hann hefði lokið kaup- sýsluerindum sínum. Hann hafði spurt Watson, hvernig henni liði og fengið þær fréttir, að henni myndi líða vel. Hún lifði kyrlátu lífi og svo leit út sem hún væri vel heilbrigð. Lester langaði til að sjá hana. ' Þessi þrá hans óx dag frá degi, og honum batnaði ekki veikin. Annað slagið var hann mjög þjáður af magaverkjum, og eftir þessi köst var hann mjög máttfarinn. Oft hafði læknirinn orðið að gefa honum kokainsprautur, til þess að lina þjáningar hans. Eftir eitt af þéssum köstum lét hann sækja'Wat- son, og þegar hann kcm sendi hann hjúkrunarkon- una út úr herberginu. Því næst sagði hann: Watson, ég vildi gjarnan biðja yður að gera mér greiða. Viljið þér ekki biðja ungfrú Stcver að koma til mín. Það er sennilega bezt, að þér farið sjálfur. Og sendið svo hjúkrunarkonuna og þjóninn burtu á méðan hún dvelur hér. Watson skildi þetta mjög vel. Hann hafði mikla samúð með T^ester og kenndi í brjósti um þau bæði. Hann var að velta því fyrir sér, hvað fólk myndi hugsa, ef það þekkti hina rómantísku ástarsögu þessa mikilsvirta manns. Lester var hinn drenglynd- asti maður og hafði gert Watson að auðugum manni. Og Watson þótti vænt um að geta gert honum greiða. Watson náði sér í bíl og ók aö húsi Jennie. Hún var að vökva blómin sín, þegar hann kom. Hún varð undrandi á svipinn yfir þessari óvæntu heimsókn. — Ég kem í raunalegum erindagerðum, ungfrú Stover, sagði hann. — Herra Kane liggur veikur á 'sjúkrahúsi. Kona hans er í Evrópu, og hann bað mig um að fara hingað og biðja yður að heimsækja sig. Hann vildi helzt, að þér kæmuð strax, ef þér gætuð. Getið þér það? — Já, ságði Jennie. í svip hennar mátti sjá, hvern- ig henni Var innanbrjósts. Börnin voru í skólanum. G mul, sænsk ráðskona var í eldhúsinu. Húh gat vel farið að heiman eins og á stóð. En- allt í einu mundi hún eftir draumi, sem hana hafði dreymt fáeinum nóttum áður. Henni fannst (hún vera úti á dimmu, [ leyndardómsfullu vatni, en yfir vatninu hvíldi þoka t eða reykur. Hún heyrði gjálfrið í öldunum, og svo >, kom báturinn fram úr þokurökkrinu. Það var lítill l áralaus bátur. Honum var stýrt með ósýnilegum | höndum. í bátnum sat. móðir hennar, Yesta og einn 1 maður enn, sem hún sá ekki vel hver var. Móðirin | var föl í andliti og sorgbitin, eins og hún hafði oft verið í lifanda lífi. Hún starði á Jennie hátíð- leg og samúðarfull á svipinn, og nú skildi Jennie- ! allt í einu, að þriðja persónan var Lester. Hann horfði á hana þunglyndislegu augnaráði — þannig hafði hún aldrei séð hann áður — og svo sagði móð- irin: „Nú verðum við að leggja af stað.“ Báturinn fór á hreyfingu. Djúpur söknuður greip hana, og henni fannst sig syfja svo mikið. Hún hrópaði: „Ó, mamma, þú mátt ekki yfirgefa mig.“ En móðir hennar horfði á hana dapurlegu augna- ráði, og svo hvarf báturinn. Hún vaknaði skyndilega, og henni fannst Lester hvíla við hlið sér. Hún teygði út hendina og ætlaði að koma við handlegg hans. Því næst reis hún upp í myrkrinu og nuddaði augun og þá rnUndi hún eftir því, að hún var ein. Þessi draumur hafði mikil áhrif á hana og í tvo daga var hún mjög sorgbitin. Og Joks þegar hún var farin að álíta, að draumurinn væri einber markleysa kom Watson og færði henni óheilla- fréttirnar. Hún fór inn og hafði, fataskipti. Þegar hún kom fram aftur, var auðséð á henni, að henni var þungt í skapi. En hún var ennþá falleg kona og töfrandi. val

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.