Alþýðublaðið - 16.06.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.06.1941, Blaðsíða 2
MÁNPDAGUR 16. JÚNI 1941. ALÞvÐUBLAÐIO 1 17. júiií, h« ítiðisdagur iþró ttamanna. Cf Sr I Dagskrá I Reykvfkingar! Kl. 2,30 Það er pféðlegt 1 Heiðrið minningu 1. Skrúðganga íþróttamanna frá Alþingishús- inu. að skemmta sér á I lorsetans mikla og 2. Staðnæmst við leiði Jóns Sigurðssonar. For- seti í. S. í. leggur brómsveig á leiðið. Þjóð- söngurinn leikinn. fpréttaveUinam 1 meetið á Iprétta- 3. Gengið inn á íþróttavöll. Forseti í. S. í. setur s I vellinnm mótið. 1 4. Ræða: Séra Sigurbjörn Einarsson. 5. Lúðrasveit leikur. 17. jání | 1 17. júní 6. íþróttir hefjast. 8. Stjórnaboðhlaup 5x80 m. 7. Kötturinn sleginn úr tunnunni. ■ • ■ . . r\; ðll Resrkfavík 1 iþróttirnar verða m« s,3o dansar |á dans- I m|ðg spennandi! Frjálsar íþróttir og handknattleikur á íþrótta- vellinum. leikfum iprótta- I Búizt við nýjnm m. lo manna nm kvöldið I metum! Danzleikir í Oddfellow, Iðnó og Alþýðuhúsinu. Aðgöngumiðar seldir í anddyrum húsanna frá I Kl. 8.30: 1 Einar Lárusson. Minningarorð. ~ ÍÐASTLIÐINN föstu ^ dag var til moldar borinn hér í bæ Einar Lárusson verka- maður, Vesturgötu 66, en hann dó á Vífilsstöðum þann 5. þ. ni. eftir langvarandi vanheilsu. Einar heitinn var sonur merkishjónanna síra Lárusar Halldórssonar prests að Breiða- bólstað á Skógarströnd og konu hans, frú Arnbjargar Einars- dóttur, og þar fæddist hann 10. sept. 1910. Til Reykjavíkur fluttist Einar með foreldrum sínum árið 1918 og átti hér heima æ síðan. Sago nýkomið Hveiti Hrismjill Hrísgrjón Haframél Maizena TliriirMii! if$ss»«re^u iQ. — mm 1IMI& ! ÁavaltaflKi I. - Stasl HML Það ræður af líkum, að eftir jafn ungan mann og Einar verða ekki mörg þau afrek tal- in, er í álnum metast eða á landsvísu. Allra sízt þá maður- inn er einn hinna óbreyttu liðs- manna þjóðarinnar og sjúkur að auki. Heimurinn spyr jafn- an um afköst, en ekki aðstæð- ur. Þrátt fyrir það verður þó hin stutta æfi Einars athyglis- og eftirbreytnisverð á margan hátt, svo rík af skini og skúr- um sem hún var. Atvikin höguðu því svo, að vinnudagur Einars heitins hófst snemma. Þegar hann er átta ára deyr faðir hans og eftir stendur móðirin ein uppi, fá- tæk, umkomulítil ekkja með stóran barnahóp. Og tólf ára gamall byrjar Einar að vinna og er uppfrá því ein styrkasta stoð móður sinnar, eða allt þar til er heilsan bilar fyrir fimm árum síðan. Eftir það verður líf hans þrotlaus, vonlítil bar- átta við hinn hvíta dauða. Hinum langa erfiða sjúkdómi tók Einar með einstakri ró og karlmennsku og lét lítt á á- hyggjum sínum bera. Voru þær þó ærnar, sérstaklega eftir hið sviplega fráfall bræðra hans, Bárðar og Halldórs, er fórust með togatanum Ólafi, en við þá var afkoma heimilisins tengd og uppeldi litlu dóttur hans móðurlausu. Fer ekki hjá því að umhugsunin um líf og fram- tíð litlu stúlkunnar hafi á stundum verið hrollkennd nokkuð og kvíðafull umhyggju- sömum, vinnufúsum föður, lömuðum öllu starfsþreki og getu til sjálfsbjargar. En Einar heitinn hafði jafnan fá orð um og bar harm sinn í hljóði, minn- ugur hinna spöku orða, eng- inn má sköpum renna. Minningin um Einar Lárus- son er heið og björt. Meðan heilsan entist vann hann störf sín af þeirri dyggðu og trú- mennsku, að orð var á haft. Kom sér hvarvetna vel, enda reglusamur svo af bar í dagleg- um háttum. Hann var greindur vel, en dulur í skapi og barst lítt á. Hann var drengur hinn bezti og nærgætinn, góður son- ur móður sinni. Nú er lífi þessa sjúka vinar okkar lokið og ljúf- sár minningin ein eftir. Við hina regnvotu gröf stend- ur döpur, aldurhnigin kona, er nú á á bak að sjá þrem sonum sínum, sem allir hafa í valinn fallið á miðjum starfsdegi manndómsára sinna. Sonum, sem hún ásamt öðrum börnum sínum kom á legg og til manns sakir kjarks og atorku. En það er enga örvænting að finna í svip þessarar lífsreyndu konu, heldur fullkomna ró og ör- yggi. Hún veit að dagsverkinu er enn ekki lokið. Við hlið hennar er lítil stúlka, er þarfn- ast leiðsagnar hennar við og stuðnings til þroska og mann- kosta. Þeim báðum skulum við biðja líknar. A. G. ÍORLOF VERKAMANNA OG SJÓMANNA Frh. af 1. síðu. lags íslands um málið og leggja það síðan fyrir næsta alþingi í því formi, sem hún telji henta. Það verður að sjálfsögðu fé- lagsmálaráðuneytið, sem hefir undirbúning þessa þýðingar- mikla hagsmuna- og menning- armáls verkanjanna :og sjó- manna með höndum. Byrjað að byggja skýli á Melallands fjðmm. LYSAVARNAFÉLAGIÐ mun, eins og kunnugt er, á næstunni byggja þrjú skýli á söndum Skaftafellssýslna, þar sein skipbrotsmenn gætu leitað afdreps, því að þar er víða langt til byggða. Um þess- ar mundir er verið að hefja byggingu á fyrsta skýlinu, og er það á miðjum Meðallands- sandi. Stjórnar Sigurjón Páls- son að Söndum verkinu. Alltmikliir erfiðleikar voru á út- vegun efnis Pl byggingarinmar, en úr pví raettisf á dálítið sér- kennilégan hátt. Eins og menn miunlui vita, strandaði í vetur skip hlaðið bíluim á Mýrdálissandi, iog hefir bíllunum veri’ð skipað á latnd á staðnum tog þeir setti'r þar sam- an. Nú hefir SlysavamaféHaginu tekizt að fá kassana, s#m voru utan úm bílaina, og verða þeir hiotáðir í miót vi'ð sf eypu og. ef til vi!Il fleira. Getur bygging skýl- isins því hafizt alLmik'IU fyrr eu ella. Enn mun ekki fuillráði'ð, hvar hin tvö ;skýlin eiga áð standa. BBliBaíjtcbieHS ■ s ■ MÍ vi M.s. ESJA austur um land til Akureyr- ar miðvikudagskvöld 18. þ. mán. Vörumóttaka á venjulega viðkomustaði á mánudag. — Farseðlar sækist á þriðjudag. ORÐSENDING frá Úthlntonarsbrifstofu Bejklavfknrtejnr Dagana 18.—20. júní (miðvikudag, fimmtudag og föstudag) fer fram úthlutun á seðlum fyrir sykri til sultu- gerðar í Reykjavík. Seðlarnir verða afhentir gegn fram- vísun stofna af núgildandi matvælaseðlum. Þeir, sem kunna að hafa glatað þeim stofnum fá ekki afhenta seðla fyrir sultusykri. i Afgreiðsla seðlanna fer fram í Góðtemplarahúsinu kl. 9—12 f. h. og 1—5 e. h. alla þrjá dagana. Fólk er áminnt 4 ’/ um að sækja seðlana einhvern hinna tilteknu daga, því að afgreiðslu þeirra er þá lokið .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.