Alþýðublaðið - 19.06.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.06.1941, Blaðsíða 4
mtMTUDAGUB 19. JÚNl 1941. FIMMTUDAGUR Næturlæknir er ólafur Jóhanns- >on, Laugaveg 3, sími 5979. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,25 Þingfréttir. 19,40 Lesin dagskrá næstu viku. 20 Fréttir. 20,30 Minnisverð tíðindi (Sigurður Binarsson). 20,50 Einsöngur (frú Guðrún Ágústsdóttir): a) Sveinbj. Sveinbj.: Vorsöngur. b) Sigv. Kaldalóns: 1. Mamma ætlar að moína. 2. Ég bið að heilsa. c) Jarnefelt: Berceuse. d) Lembcke: Maí-söngur. e) Sigf. Einarsson: Nótt. 21,10 Erindi Bandalags ís- lenzkra kvenna: Baráttan fyrir réttindum kvenna (frú Ragnhild- ur Pétursdóttir). 21,30 Tónleikar. Upplestur (Soffía Guðlaugsdóttir leikkona). Tónleikar. 21,50 Frétt- ir. Dagskrárlok. Nýtt kvennablaS 1. tölublað 2. árgangs er nýkom- ið út. Efni: Vorið og höfuðborgin, eftir M. J. K., Stúdentsmenntun kvenna, eftir Kristínu Ólafsdóttur lækni, Eykyndilsvísur Bjarnar ' Hítdælakappa, eftir Halldór Helga- son, Kínverskar konur. eftir Odd- nýju E. Sen o. m. fl. 1. flokks mótið. Úrslitaleikirnir fara fram í kvöld kl. 6 og keppa fyrst Fram og Valur, en síðar K.R. og Valur. Stigin standa nú þannig, Valur hefir 4 stig, K.R. 3, Fram 1 og Vík- ingur 0. Til snltngerðar Rabarbari Strausykur Kandissykur Púðursykur Vanillestengur Betamon í pk. og glösum Ávaxtalitur Flöskulakk Cellophanpappír Pergamentpappír Korktappar Sultuglös O^kaupíélaqié Síldveiði var dágóð á Reykjarfirði í gær og í fyrradag og var hún veidd í lagnet. Bátar, sem lögðu 15 net, öfluðu 40—60 tunnur. Síldin er í meðallagi feit og er talsvert af rauðátu. Síldin er veidd til beitu. Kvenréttindafélag íslands minnist 19. júní með kaffikvöldi í Thorvaldsensstræti 6 kl. 9 í kvöld. Veðra þar til skemmtunar ræður, frú Aðalbjörg Sigurðar- dóttir og frk. Laufey Valdimars- dóttir, frú Ingibjörg Benedikts- dóttir les upp og frú Guðrún Sveinsdóttir skemmtir með söng og gítarspili. Samakstur varð um hádegið í gær á Frí- kirkjuvegi milli íslenzkrar og norskrar Rauðakrossbifreiðar. — Skemmdir urðu litlar. Þá varð samakstur kl. rúmlega 4 rétt hjá kolaverzlun Sigurðar Ólafssonar, rákust á ensk og íslenzk bifreið og skemmdust töluvert. Loks rakst ís- lenzk bifreið á hjólreiðamann kl. 6,30 í gærkveldi. Meiðsli urðu engin, en hjólið skemmdist. Rakarastofur verða yfir sumartímann opnar til kl. 8 á föstudögum, en lokað kl. 2 á laugardögum. 75 ára er í dag Jóhannes Hjartarson fyrrverandi skipstjóri og verk- stjóri, Vesturgötu 27. Er hann einn af elztu Vesturbæingum og mörg- um Reykvíkingum að góðu kunn- ur. skriðdrekaoRustan Frh. af 1. síbu. Lítur svo út, sem hér hafi frekar verið um könnunartil- raun að ræða en meiriháttar sókn, enda segir í hinum brezku fréttum, að árangri áhlaupsins hafi fyllilega verið náð og hafi Bretar nú fengið vitneskju um, hve mildu liði Þjóðverjar hafi þarna á að skipa. ’ í þýzkum fregnum er úrslit- um orustunnar lýst sem mikl- um sigri möndulveldanna og er sagt, að fjöldi brezkra skrið- dreka séu eftir eyðilagðir í sandauðninni. Bretar telja sig hins vegar hafa eyðilagt fjölda skriðdreka og flugvéla fyrir Þjóðverjum. Stúkan FREYJA nr. 218 held- ur fund annað kvöld kl. 8V2 e. h. (Félagar stúkunnar, sem ætla sér að taka þátt í Jóns- messuhátíð Umdæmisstúk- unnar nr. 1 n.k. sunnudag að Jaðri, tilkynni þátttöku sína í síðasta lagi á fundinum.) Félagar fjölmennið. Æ.T. Sago nýkomið Mveiti ffin'smjði Mrísgr|dn Hafranaél ) Maízena Tjgroarbéðin ?$eæn*rgötu 19. — Sínsl 3896 BBEKKA Áavail&götu 1. — S'má 1S7& X^OOO^XXXXXTO Vinnfðt! Allar stærdir ávdlt éBÝRUST á SreítisgSíii 57 Sími 2843 XXKXXXXXXXXX vináttusáttmáli tyrkja CG ÞJÓÐVERJA Frh. af 1. síðu. sett sig upp á móti því, aS Tyrk- land ger'ði þennan samning við Þýzkaland, eftir að tryggt var a'ð með honutn væri ekki riftað því samkiomulaigi, sem Bretar og Tyrkir hafa gen með sér, enda er það vi'ðurkennt í London, að a'ð- stáða Tyrkja sé mjög erfið, síð- an Þjóðverjum tókst að leggja undir sig Baíkanskagann. 6c|fl Ríulaidi? Menn spyrja nú, til hvers Hitler hafi þá séð sér hag í því að gera slíkan vin.áttusáttmália við Tyrkland- Það er gefið í skiyjn í London, að ekki sé ólíklegt, að Hitler heyni að rnotfæra sér þennan nýja vináttlusáttmála til þess að knýjia Rússa til frekari aðstioðar við Þýzkaland í stríðinu- Virðist þá tilgangur HÍtliers fyrst og fnemst vera sá, að skilja Tyrki frá Blrliflflflriflfl skent I leikiDB. (The Saint Takes Over.) Ameríksk leynilögreglu- mynd, gerð samkvæmt skáldsögu eftir Leslie Charteris. Aðalhlutverkin leika: Gfeorge Sanders og Wendy Barrie. Sýnd kl. 7 og 9. Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. mtm aið b Gletii lífsiis Aðalhlutverk: DEANNA DURBIN, Kay Francis, Waltér Pidgeon, Lewis Howard, Eugene Pallette. Sýnd klukkan 7 og 9. S. G. T. einpíip eldri daasarnir verða í G.T.-húsinu laugardaginn 21. júní kl. 10. — Áskriftarlisti og aðgöngumiðar í G.T.-húsinu frá kl. 2. Sími 3355. S.G.T.-hljómsveitin. I. S. I. K. R. R. ét 1. Mks Úrslitaleikur í kvöld kl. 8: Fram og Vikingnr. O. ®il kárvoía, sem vér framleidnm, verða fraoivegis menguð á paun laáft, að gtan verða hættuleg til drykhgar. \ Áfengisverzlun ríkisins. Rússum þannig, að Rússland standi eitt síns liðs, meðan haam ;r að gera upp við það. Undaufarnar vikur hefir mikið /eri'ð talað um stórkiostlegan jýzkan liðssamdrátt meðfram illum vesturlandaanæmm Rúss- ands, niorðan frá Finnlaindi og suður að Svartahafi. Er sagt að Jitler hafi þar nú urn 120 har- ylki, eða um U/2—2 miRjónir nanna. Telja sumir, að þessi liðs- íamdráttur hafi farið fram í hót- unarskyni við Rússa til þess að* knýja þá til aið.láSa meira hveitl O'g meiri olíu af hendi við- Þjóð- verja en hingað til, en aðrdir að ef til vill sé um aðrar miiklu al- varlegri kröfuir að ræða, jafnvel leyfi til þess að fara með þýzkan her yfir SuÖUr-Rússland og Ká- kasus að baki Bretum í Irak, Sýrlandi og Palestínu. 1 CJbíefölft Alþýðaibteöíð! 137 THEQDORE DREtSER JENNIE GERHARDT trékassann inn í vagninn. Þjáningastuna leið af vörum Jennie, þegar kassinn hvarf. Það var mikið af varningi, sem átti að fara með lestinni, en að lokum var farangursvögnunum lokað. í sama bili blés eimlestin til brottferðar og stóra vélin fór smám saman að bæra á sér. Klukkur hringdu, það ýskraði í eimpípunni og út um reyk- háfinn gaus kafþykkur, kolsvartur reykjarmökkur, sem þyrlaðist yfir vagnana og lá þar eins og svört slæða yfir líkkistu. Kyndararnir vissu, að þaðvvar mikið, sem vélin þurfti að draga og mokuðu kolum í eldinn án afláts og logatungurnar sleiktu skófl- urnar þeirra. Jennie stóð grafkyr og horfði á þessa furðulegu sýn. Hún var náföl í andliti, augun uppglennt og hún spennti greipar á brjósti sér. Það var aðeins eitt í huga hennar — þeir voru að aka burt með hann. Og yfir öllu hvíldi jdökkgrár nóvemberhiminn. Hún horfði og horfði, þangað til bjarminn frá rauða ( ljóskerinu hvarf í reyk og þoku, sem hvíldu yfir járnbrautarteinunum. — Já, sagði einhver, sem fram hjá fór og hlakk- aði til leyfisdagsins, sem í vændum var. — Það verður gaman. Þú manst eftir Önnu, er ekki svo? Og svo kemur Jim frændi og Ella frænka. Jennie heyrði hvorki þetta né annað af því, sem þvaðrað var umhverfis hana. Fram undan sá hún mörg löng og döpur einstæðingsár. Og hvað átti hún nú að taka sér fyrir hendur? Hún var ekki orðin tiltakanlega gömul. Og hún þurfti að ala upp tvö munaðarlaus börn. Einhvern tíma myndu þau ganga í hjónaband og yfirgefa hana. Og hvað myndi þá taka við? Dagar dapurrar einveru. ENDIR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.