Alþýðublaðið - 23.06.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.06.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSÖN ' ÚTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKORINN XXII. ÁRGANGUR MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1941 145. TÖLUBLAD Férn ytfr landamærin f lyrrinétt án striðsyfirlýsingar á ðlln svæðinu norð« frá ishafi og suðnr að Svartabafi. Vinir í fyrradag, fjandmenní gær Loftárásir á margar rússneskar borgir i gær. -------•------- ÞÝZKAR HERSVESTiit rsjddtist kS. 4 i fyrrinétt ára strsSsyfirSýs- isigar yfir Bandamærs ilússlancis á ölBu svæöinu noröan frá Is- hafi sutiiir aS Svartahafi. Hálfum ©Örum kiukkutima siðar var sendiherra sovétstjérnar- insiar í Beriín, Dekanassov, EsoÖaSur á fund von Ribbenfrops ut- anríkismálaráöherra Hitiers, og tilkynnt þar, aÖ striö væri hafiö miili i®ýzkaiands og Rússlands. Stórfelldar loftárásir voru gerðar á margar rússneskar borgir, þar á meðal Odessa og Kiev í Ukraine, og flotahöfmina Sebastopol á Krím. En í tilkynningu rússnesku her- síjórnarinnar í morgun er sagt, að 65 þýzkar flugvélar hafi verið skotnar niður í þess- um árásum. Fregnir af orustum á jörðu niðri eru enn a£ . skornum skammti. Þjóðverjar hafa tekið bæina Bradny og Christianopel, skammt frá Brest-Litovsk og örstutt innan við landamæri Rússlands í Póllandi, en Rússar halda því fram, að þeir hafi hingað til getað hrundið öllurn áhlaupum þeirra annars staðar. I Allsherjar hervæðlug fyrir» skipuð austur á Rússlandi. •-------♦------ Því hefir verið lýst yfir í Moskva, að herlög séu gengin í gildi um allt Rússland og allsherjar hervæðing hafi verið fyrir- skipuð. Myrkvun hefir verið fyrirskipuð í Moskva og öllum stærri borgum Rússlands. Farið er að flytja fólk úr horgunum á 50 mílna breiðu svæði við vesturlandamærin og allar brýr hafa verið sprengdar í loft upp á þessu svæði. Rámenar berjast með Þjóðverjtim. Hitler. Stalin. Nýja ófriðarsvæðið. Þao er þegar víst, að Rúmen- ar taka þátt í stríðinu gegn Rússlandi m’eo Þjóðvérjum. Hafa hersveitir þeirra þegar farið yfir landamærin inn í Bessarabíu, héraðið, sem Rúss- ar tóku af Rúmenum í fyrra- haust, og náð þar einum landa- mærabæ á sitt vald. Antonescu, forsætisráðherra Rúmeníu, er farinn frá Bukar- est til vígstöðvanna og hefir falið bróður sínum að fara líiéð fotsætisráðherraembættið í fjarveru hans. lamaskns aspFiepm. E R |S V E r,T' IR Irjálsra .Frakka tóku Damaskus síðastliðinn laugardag. Voru þær áður búnar að umkringja borgina. Sókn bavii‘iino:.J-’--.a-. hersveitanna heldur áfram á öllurn vígstöðvum í Sýrlándi. Fregnirnar frá Finnlandi eru enn mjög ógiteinilegar. í íjSer- lín er gefið í skyn, að Finnar muni berjast með Þjóðverjum og fregnir hafa borizt af loftá- rásum skip í finnskum höfn- mn, t. d. í Ábo. Aðvaranir uni loftárásir hafa einnig verið gefnar í Helsingfors, en ekki er kunnugt, að nein árás hafi ver- ið gerð á þá borg. Sendiherra Finna í Washing- ton er sagður hafa lýst því yf- ir í gærkveldi, að Finnar muni ’ekki berjast með Þjóðverjum. Öll sænsk skip á Eystrasálti hafa fengið fyrirskipun um að hverfa heim til sænskra hafna tafarlaust. Þjóðverjar hafa tilkynnt ný haettusvæði í Eystrasalti. Þýzkur tundurskeytabátur hefir sökkt 4000 smálesta rússnesku skipi i Eystrasalti. Fregnir frá ■ Ankara í mloígun hertna, að Tyrkir hafi lýst yfir hlutleysi sínU' í stríðinu niilli Þýzkalands og Rússllands. Útvarpið í Rómaborg lýsti því yfir í gær, að Ítalía liti svo á, að hún væri komin í stríð við Rússland. Kereriski, sem var síð^sti for- sætisráðherra Rússlands fyrir byltinguna 1917 iog nú lifir liand- flótta í Ameríku, lýsti því yfir í Úew Yjork í gær, að allir Rússar myndu samoitiast til vamar landi sínu. F.rekari fréttir á 2- síðu. fér iiiiii veita I hjálp, sem nut er, segir Chiirchtll. -------4------ ÚtvarpsræOa brezka farsatisráthenais í gær- kvSldf, eftir að árásin á RAssiaið varð kuus. WINSTON CHURCHILL forsætisráðherra Breta flutti útvarpsræðu kl. 7 í gær- kveldi, eftir að árás Hitlers á Rússland var orðin kunn. Aðalefni hennar var á þessa leið: Churchill hyrjaði á því að lýsa því yfir, að nú væri komið að fjórðu þáttaskiptunum í stríðinu. Hin þrjú voru fall Frakklands, sigurinn í loftor- ustunni um Bretland í septem- ber síðastliðnum og samþykkt láns- og leigulaganna. Þjóðverjar hefðu dregið saman ógrynni liðs við landa- mæri Rússlands norðan frá ís- hafi suður að Svartahafi. Þeir hefðu skyndilega, án þess að styrjöld væri lýst yfir eða úr- slitakostir settir, látið rigna sprengjum yfir rússneskar borgir. Aðeins einu dægri áðnr hefðu Þjóðverjar fullvissað Rússa um vináttu sína. Þannig hefði verið endurtek- ið í; stórum stíl það ofbeldi, sem heim-urinn hefði svo oft verið vitni að, og hyenan Mussolini reyndi að líkja eftir af fremsta megni. Þá lýsti Churehill því lyfir, að. þetta hefði ekki komið sér á óvart. Hann hefði greinilega aðvarað Stalin og látið í ljós þá von, að aðvörun sín væri ■ tekin til greiná. Hið blóðþyrsta skrímsli, Hitler, væri ekki enn þá orðinn saddur, hann yrði að halda á- fram morðunum. Þýzka hern- aðarvélin, sem svo heimsku- lega var leyft að byggja upp, yrði að halda áfram. Það yrði líka að fóðra hana, ekki einungis á holdi og blóði, held- . ur einnig á olíu. Og þess vegna væri þessari ruddalegu árás beint gegn a-ússneskum bænd- ■um og verkamönnum. Hitler yrði að stela frá þeim daglegu brauði þeirra, fötum þeirra og olíu, og kalla þannig , fram hungursneyð, sem hvergi ætti sinn líka í sögunni. . En þetta væri aðeins áfangi á þeirri leið, að steypa í ör- birgð og eymd 500 milljónum íbúa Kínaveldis og 350 milljón- um Indverja. Það væri ekki of djúpt tekið í árinni, þótt sagt væri, að lífi og afkomu 1000 milljóna manna væri stofnað í voða. Þá hélt Churchill • áfram og sagði, að hann hefði verið and- stæðingur kommúnismans í 20 ár, og hann myndi ekki taka aftur neitt af því, sem hann . hefði sagt um kommúnismann, en allt slíkt hyrfi ;í skugga þessa mikla glæps. Hann dró upp lifandi mynd- ir af hinni geigvænlegu og sví- i Frh. á 2» siíPa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.