Alþýðublaðið - 23.06.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.06.1941, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1941 MÁNUBAGUR i ---- Næturlæknir er Kristbjörn Tryggvason, Skólavörðustíg 33, sími 2581. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn (Sig- fús Halldórs frá Höfnum). 20.50 Hljómplötur: Lög leikin á celló. 20.55 Útvarpssagan: „Kristín Laf- ransdóttir“ eftir S. Undset. 21.25 Útvarpshljómsveitin: Tékk- nesk þjóðlög. Einsöngur Pyrir ?@itiplús NÝKOMIÐ: Kaffikönnur. Tekatlar. Sykursett. Vatnskönnur með loki. Vatnsglös. K. EmarssðB & Biðrassoa Bankastrseti 11. filBltðt! ÆUar stærðsr ávðslt éDÝSTOT I firattiigfitB 57 Siml 2849 7ÖUÖOO&ÖÖOOOZ (frú Elísabet Einarsdóttir): a) Cronmann: Ást er raust. b) Ole Bull: Þá einsamall er ég. c) Kjerulf: Nykur- inn. d) Sigv. Kaldalóns: 1. Vorvindur. 2. Eg syng um Þig- 21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Skólaár Tom Brown heitir ný mynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika: Cedric Hardwicke, Freddie Bart- holomew og Jimmy Lydon. Nýja Bíó sýnir enn þá myndina: Glettni lífsinsj með Deanna Durbin í að- alhlutverkinu. -Ungbarnavernd „Líknar“ Ljósböðini eru hætt og bólu- setping barna gegn barnaveiki fellur niður um tíma. Kennarastaffa við gagnfræðaskólann á Siglu- firði hefir verið auglýst laus til umsóknar. Vestmannakór er í söngför austan fjalls. Er það blandaður kór undir stjórn Brynjólfs Sigfússonar kaup- manns. Lagði hann af stað frá Vestmannaeyjum í fyrradag til Stokkséyrar. Ætlar kórinn að syngja á 5—6 stöðum í Árnes- og Rangárvallasýslum. í kórnum eru 40 manns. Þfíggja ira dreegnr hverfir. ÍÐASTLIÐINN fimmtu- dag hvarf 3ja ára gamall drengur, sonur Einars Run- ólfssonar að Bárðárdal í Vopna- firði, og hefir ekki fundizt enn, þrátt fyrir mikla leit. Umræddan dag voru menn frá Böðvarsdal við vegavinnu utan í svonefndu Búri. Seinni hluta dags færðu fjögur börn frá bænum þeim kaffi, og var 3ja ára sonur Einars með þeim. Þegar þau voru kömin áleiðis heim, vildi drengurinn fara aftur og dveljast með vega- vinnumönnum til kvölds. — Fylgdu hin honum, þar til að stutt var til mannanna, þó ekki sæist til þeirra. Drengur- inn kom aldrei til þeirra, og er hans var saknað um kvöldið, var leitin þegar hafin. Hún hefir, eins og áður var sagt, ekki borið neinn árangur. Ekkert íát á lofárðs- flHBrfitaðÞýzkalagd Aðalárásirnar h Bremen og Wilbeimshaven í nótt. BRETAR gerðu enn í nótt — 11. nóttina í röð, stór- kostíegar loftárásir á Þýzka- land, og voru aðalárásirnar að þessu sinni gerðar á Bremen og Vilhelmshaven. Aðrar minni loftárásiir voru 'gerðar á Dússeldorf og fleiri borgir viÖ Ruhr. Prestastefaa á Akar- ejri í Þessari viks. Stendur yfir í 3 daga. FIMMTUDAGINN 26. þ. m. hefst á Akureyri presta- stefna, sem mun verða sótt af prestum víðs vegar af landinu. Verða þar sem venjulega rædd ýms vandamál kirkjunnar og þjóðfélagsins. Þá verða og flutt erindi í Akureyrarkirkju fyrir almenning. í sambandi við stefnuna verður haldinn Biblíufélags- fundur og fundur með próföst- um landsins. Stefnunni lýkur á sunnudag og er búizt við, að þann dag prédiki synodusprestar í kirkj- um nærliggjandi prestakalla. IMILA BtólWl SKÓLAÁR TÖM BROWN (Tom Brown’s School Days) ' Aðalhlutverkin leika: Sir Cedric Hardwicke, Freddie Bartholomew og Jimmy Lydon. Sýnd kl. 7 «g 9. aaa ss Gletni lítsins Aðalhlutverk: DEANNA DURBIN, Kay Francis, Walter Pidgeon, Lewis Howard, Eugene Pallette. Sýnd klukkan 7 og 9. H£lLOSÖtUB.IRöfiIR: ÁRN I JQNSS O N, HafNfl.RS.ÚS;REYKii Jóhanna Þórðardóíítir, bankafulltrúi, andaðist að Sjúkrahúsi Hvítabandsins þann 22. júní. Guðrún Stefánsdóttir, Hverfisgötu 73. Eva Cnríe svlft friisk- iB riUiberiararétti. EFTIR því, sem Lundúna- blaðið „Daily Herald“ skýrir frá, hefir Vichystjórnin nú svift Evu Curie, dóttur hinn- ar heimsfrægu vísindakonu Marie Curie, sem ásamt manni sínum uppgötvaði radium, frönskum ríkisborgararétti. Eva Curie lifir nú landflótta vestur í Ameríku. Hún er þekkt hér á landi af hinni ágætu bók,, . sem hún hefir skrifað um ævi móður sinnar og starf og Krist- ín Ólafsdóttir læknir hefir þýtt á íslenzku. ........ - 1 Útbrelðið Alpýðublaöíð. 2 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ inn, eins og mikið væri um að vera, og benti með ó- hreinum þumalfingri. Hell leit um öxl og sá, að mað- urinn og stúlkan höfðu. numið staðar og horfðu á eftir honum. Vélbátur þeytti eimlúðurinn einhvers staðar úti á vatninu, og þegar hann þagnáði bar síð- degisgolan raddir þeirra að ey-rum hans. — Þetta er karlmannlegur náungi, sagði maðurinn, og stúlkan svaraði: — Við verðum að fá hann til að leika við okkur tennis. Hell hélt áfram og var gramur. Hann kærði sig ekkert um að heyra yfirlætisfullan náunga, sem leit út eins og mannlíkan í búðarglugga, vega sig og meta. Það var víst ekki siður hér við Meyjavatn að ganga berfættur og láta sjá sólbrennda kálfa, heldur gengu menn á íþróttaskóm, fjallaskóm og á kvöldin sennilega á gljáskóm. Já, einmitt það. En það voru eins konar milliskór, sem Hell hafði á fótuhum, skór, sem hægt var að nota við hvaða tækifæri sem var, en aldrei gátu þó farið vel, eða verið við hæfi. Og þann- ig var allur fatnaöur hans, mjög fábreyttur. — í. pappaöskjunni hafði hann hvíta skyrtu og blá föt, j og í bakpokanum mislita skyrtu og sundfötin. Og í fötin, sem hann gekk í, voru ferðaföt. Meira iv föi | hann ekki með sér af fatnaði. Einu sinni hafði hann átt smókingföt, en þau hengu % nú í veðlánastofu langt í burtu, í Vínarborg, og möl- urinn át þau. En samt var hann ekki kominn í hund- ana enn þá. Hell blístraði ofurlítið, til þess að koma sjálfum sér í gott skap aftur. Bláleit regnmóða kom á móti honum, og það mátti búast við skúr úr henni. Hann kom fyrst auga á hana yfir hlíðinni hinum megin vatnsins, því næst færðist hún yfir vatnið og eftir ofurlitla stund dundi regnið á stormtreyjunni hans Hells. Bekkirnir við strand- veginn voru auðir, aðeins eitt par sat í skýlinu við veginn og beið eftir sólskini. Þau voru bæði vel klædd og samt leit svo út sem þau væru skjálfandi. Tutíugu bátar hjuggu votu stefni í röð í öldurnar undir biksvörtum skýjum, og hinum megin við vatnið virtist vera upp stytt. Þegar skúrin var liðin hjá sást allt í einu glytta í bláan himin og hann speglaði sig í vatninu, og um leið og sumarið brosti þessu daufa brosi fannst Hell sem tvö brún augu lykjust upp einhvers staðar langt inni í bonum sjálf- um. Hann varð hrifinn og ótta sleginn í senn. Það var eins og þessi augu ættu heima 4 bak við gráu augun hans sjálfs, og þó var eins og þau horfðu á hann utan frá. Þótt Hell væri orðinn nærri því tutt- ugu og sex ára hafði annað eins og þetta aldrei komið fyrir hann áður, og það fyllti hann óróleika, en jafn- framt unaði. Hann mundi ekki eftir því, að hann hefði nokkurn tíma séð augu með nákvæmlega þess- um svip. Meðan hann var að velta þéssu fyrir sér, heyrðist honum hann heyra málróm, sem á einhvern leyndardómsfullan hátt væri í ætt við brúnu augun: — Mér þykir bezt það, sem er beizkt, sagði röddin, og allt í einu baðaði tlell út hendinni og hló. Nú mundi hann það allt. En um leið fann hann, að munnur hans fylltist vatni, og hann undraðist það ekki. Hann fór að reyna að hugsa um eitthvað, sem var beizkt á bragðið. Hann nam staðar og þefaði í allar áttir. Hann fann matarlykt frá gistihúsum og greiðasölustöðum. — Ég er glorhungraður, sagði Hell við sjálfan* sig. Fyrir framan ofurlitla veðurathuganastöð stóðu fáeinir menn og voru að lesá á loftþyngdarmælinn. Blái bletturinn á himninum stækkaði óðum. Ströndin hinum megin vatnsins sást nú greinilega og það var eins og hún hefði komið nær, kögruð iðgrænu sefi og yfir húsum bærðust laufkrónur trjánna. Strand- veginum lauk með víðu torgi, en umhverfis það voru nýkölkuð hús. Ofurlítill rani teygði sig út í sjóinn, og á honum stóðu tvö gistihús. Út um upp- ljómaða gluggana barát tónlist, og lofthanarnir snerust. — Þá erum við komnir á áfangastaðinn, sagðí drengurinn, en honum hafði Hell steingleymt. Hann hafði fylgt stóra manninurn dyggilega, eins og súkkulaðibitinn skyldaði hann til ævilangrar þjón- ustu. — Hérna er þorpið, og þarna eru gistihúsin. Litli Pétur og Stóri Pétur og tennisbrautin. Tennisbrautin lá við vatnið. Engin umhverfis hana voru að hálfu leyti í kafi í vatni, og var það hörmu- legt ásýndum. Hell hristi höfucjið. — Hvers konar veður er þetta, sagði hann eins og hann væri að ásaka himininn. — Það er oftast hellirigning, sagði snáðinn. í sömu andránni skeði dálítið, sem erfitt er að skýra. Það kom stúlka út um dyrnar á gistihúsinu Stóri Pétur og staðnæmdist á efsta sandsteinsþrep-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.