Alþýðublaðið - 27.06.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.06.1941, Blaðsíða 1
Tnm ÁR/GANGUR FÖSTUÐAGUR 27. JÚNI 1941. 149. TÖLUBLAÖ Vélahersveitir Þjóðverja komn ar inn i hið gamla Rússland. ----—■»--- Stefna f áttina til Moskva. VÉLAHERSVEITIR ÞJÓÐVERJA, sem brutust í gegn um herlínu Rússa við Vilna, og Baranoviczi virðast sækja mjög hratt fram, því að í herstjórnartilkynningu Rússa í gærkvöldi var viðurkennt, að harðar orustur væru nú háðar á svæðinu umhverfis Minsk, sem liggur við járn- brautina frá Brest-Litovsk til Moskva, langt fyrir norð- austan Baranoviczi og alllanga leið fyrir innan hin gömlu landamæri Rússlands. En á báðum stöðum, þar sem véla- hersveitir Þjóðverja brutust í gegn, stefndu þær í áttina til Minsk, á öðrum staðnum í suðaustur og á hinum í norð- austur. Ógurlegár skriðdrekaorustur eru sagðar vera háðar vestan við Minsk. Vilna er nú á váldi Þjóðverja. í herstjórnartilkynningu Rússa, sem barst til Lond- on í morgun, er einnig talað um hrikalegar skriðdreka- orustur um 140 km. norðaustur af Lemberg (Lwow) í Suð- ur-Póllandi, en nánari fregnir af henni eru ókomnar. Á öllum suðurhluta vígstöðvanna, frá Czernovitz í Buko- vinu til Svartahafs, hafa Rússar enn hrundið áhlaupum Þjóð- verja og Rúmena og haldið stöðvum sínum. virtust sækja fram aðallega á fjórum leiðum á austurvíg- stöðvunum. í fyrsta lagi í norðausturátt um Lithauen og hin Eystrasalts löndin í áttina til Lendngrad. Þar virðast þeir þó enn ekki vera komnir til landamæra Lettlands. í öðru lagi í austurátt um norðurhluta Póllands í áttina til Moskva. Þar hafa þeir nú rofið herlínu Rússa milli Vilna og Baranoviczi í hinu svo- nefnda Baranoviczihliði fyrir norðan Pripetflóana í Austur- Póllandi og Ukraine. Það er þessi leið, sem Napoleon fór sumarið 1812, er hann fór hina frægu og örlagaríku Rússlands- för sína. í þriðja lagi í austurátt um Suður-Pólland fyrir austan Lemberg áleiðis til Kiev. Og í fjórða lagi frá Rúmeníu í norðausturátt til Bessarabíu og Odessa. Hilljðaaherir. Herstjórnartilkynningar Þjóðverja eru enn sem fyrr mjög þögular um það, sem ger- ist á vúgstöðvunum. í herstjórnartilkynningunni í gær var þó sagt, að eftir úr- slit fjölmargra landamærabar- daga, sem hefðu gengið Þjóð- verjum í vil, hefðu skapazt stórfelldir möguleikar til fram- haldssóknar. Talsmaður þýzku stjórnar- innar sagði í gærkvöldi, að Þjóðverjar hefðu nú eina milj- ón manna á vigstöðvunum og aðra til vara og mxmdi sókn- inni verða haldið áfram, hvað sem hún kostaði af hergögnum og mannslífum. i '■ ■ . lelð Napoleoos. Hernaðarsérfræðingur brezka útvarpsins skýrði frá því í gærkvöldi, að Þjóðverjar Rússar gera loftárás á oiíu- lindasvæðið mikla i Rúmeníu. Rússar gerðu stórkostlegar loftárásir á Rúmeníu í gær, þar á meðal á olíulindasvæðið mikla við Ploesti, sem aldrei áður hefir orðið fyrir loftárás. Loftárásir voru einnig gerð- ar á Bukarest, höfuðborg Rú- meníu, Constanza, flotahöfnina við Svartahaf, og Jassy. Gífur- legt tjón er sagt hafa orðið í loftárásunum, sem búið er að gera á Constanza. Þá hafa og Rússar haldið á- fram loftárásum sínum á finsk- ar borgir, og er talið, eftir því sem Stokkhólmsfregnir herma, að bækistöð hinna rússnesku flugvéla í þeim árásum sé Hangö, sem Finnar urðu að leigja Rússum við friðarsamn- ingana í fyrra. ; FA. á 2. aíðu. Fyrsti ríkisráðsfundurinn undir forsæti ríkisstjóra Fyrsti ríkisráðsfundurinn undir forsæti ríkisstjóra fór fram í morgun og flutti ríkisstjóri ávarp við það tækifæri, en síðan voru lögin, sem alþingi afgreiddi lögð fyrir hann til staðfestingar. — Á myndinni, sem tekin var af ríkisráðsfundinum, sjást: Fyrir fram- an borðið Sveinn Björnsson ríkisstjóri. Á bak við það frá vinstri Eysteinn Jónsson við- skiptamálaráðherra, Ólafur Thors atvinnuímálaráðherra, Hermann Jónasson, forsætisráð- herra, Stéfán Jóh. Stefánsson félagsmála- og utanríkismálaráðherra og Jakob Möller fjár- málaráðherra. Fyrir enda borðsins: Vigfús Einarsson skrifstofustjóri, ritari fundarins. (Sjá ræðu ríkisstjóra á 3. síðu). Útsvarsskráin komin: Togarafélðgunmn hlift vlð út~ svðrum á kostnað almennings. ...♦ — A€ 9 milljén kréna átsvarsupph»é alls bera pan ekki nema 2 milljénir, en hefOu átf al fá 5,7 mill~ jénir ef sðmu reglum heféi verié fylgt og viO aéra. T T TSVARSSKRÁ REYKJAVÍKUR kom út í morgun.4 ^ Nemur öll upphæðin, sem jafnað hefir verið niður, um 9,1 milljónum króna og er það um 3,2 millj. króna meira en í fyrra. Þrátt fyrir þessa hækkun heildarupphæðarinnar hefir útsvarsstiginn verið lækkaður mjög verulega. Útsvör á öllum almenningi eru því mun lægri en í fyrra og hefðu þó getað verið miklu lægri, ef lagt hefði verið á stríðs- gróða togaraútgerðarinnar samkvæmt sömu reglum og lagt var á aðra gjaldendur. Togarafélögin, ellefu talsins, bera ekki nema rúmar 2 milljónir króna af allri útsvarsupphæðinni, en hefðu, ef fullt réttlæti hefði verið viðhaft gagnvart öðrum gjald- endum, átt að bera 5,7 millj. króna. Mikill ágreiningur varð í niðurjöfnunarnefndinni út af þessu. Fulltrúi Alþýðuflokksins, Ingimar Jónsson, lagði til að 3,9 millj. króna. yrðu lagðar á togarafélögin og taldi sig með þeirri tillögu hafa gengið svo langt í ívilnunum við þau, sem á nokkurn hátt væri hægt að verja, enda var áður komin fram Frh. af 2. síöu. BræðslHSfldarverðið hefir ifl verið iliei Té"T2*b. iálið. Sildarverksmiðjur rikisins kefja starfsemi 10. júlí. ___ j RIKISSTJÓRNIN hefir nú fall- ist á ti'llögiur, sem síjóru síldarverksini'ðja rikiisins lagði fyrir hana um starfrækslu veik- smiðjanna i sianar iOjg sagt var fná her í blaiðiniu í fyrradajg'. ; Samkvæmt því byija síldarvetk- smiðjiur ríbásins. bæði á Sigliu- firði og Raufarhöfn, að taka á móti síld þ. 10. júlí eg greiða 12 fcr. fyrir análið. . , . i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.