Alþýðublaðið - 30.06.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.06.1941, Blaðsíða 2
■ÁNUDAGtlB 30. JÖNf 1S40L Pyrir veitingahús NÝKOMFÐ: Kaffiköama*. Tekatiar. Syk xsett. Yatnskönnur með loki Yatnsglös. H. Bioarssoa & Bjðrnsseo Bankastræti 11. ¥innofðt! AMar siærðir ávait éDÝMJST fi ifettisgötu 57 Simi 2S4I Saft og snita Bláberjasaft. Krækiberjasaf t. Kirsuberjasaft. Litað sykurvatn. Bláberjasulta. Syróp, dökkt og Ijóst. Atamon. Betamon. Vínsýra. Flöskulakk. Korktappar, allar stærðir. TpfiiFltii 'M. — Situi BBEKKA Aanmltagðtu I. — Sfca! IflM. Ársþing Í.S.f. hélt áfram í gær og á laugardag. Fóru fram kosningar í stjórn og var forseti, Ben. G. Waage, end- urkosinn. Nánar verður getið um þingið síðar hér í blaðinu. BOSSAfi OG ÞJÓÐVEKJA* Fib- af 1. síð*i. Rússar telja sig hafa skotið niður fyrir Þjóðverjum 33 flug- vélar í gaer, en segjast sjálfir ekki hafa misst nema 21. Þá segja þeir frá stórkostleg- um loftárásum enn á Constanza og Ploesti í Rúmeníu. Ploésti, sem er á olíulindasvæðinu, er sögð standa í björtu báli. Sbfrsla íýzli her- stjtauríiMr. Þýzka herstjórnin gaf út gær hina margboðuðu skýrslu sína um stríðið á austurvíg- stöðvunum fyrstu vikuna, en áður hafði hún varizt allra ná- kvæmra upplýsinga um það, sem farið hafi fram. Það voru hvorki meira né minna en 11 aukatilkynningar frá herstjórninni, sem voru gefnar út í Berlínarútvarpinu í gær, en á milli þeirra var dynj- andi hljóðfærasláttur. í þessum tilkynningum var því lýst yfir, að síðan árásin á Rússland hófst, hefðu Þjóð- verjar tekið 40 000 fanga, 600 fallbyssur og eyðilagt eða tekið að herfangi 2300 vélknúin her- gögn, þar á meðal fjölda skrið- dreka, og eyðilagt í loftárás- um 4100 flugvélar fyrir Rúss- um. Aðeins á fyrsta degi segj- ast þeir hafa eyðilagt yfir 1800 rússneskar flugvélar. Á öðrum díegi innrásarinnar segjast þeir strax hafa tekið Kaunas, höfuðborgina í Lithau- en, og Brest-Litovsk í Póllandi, tveimur dögum síðar segjast þeir hafa tekið Grodno í Norð- ur-PólIandi og Dvinsk í Lett- landi, austur af Lithauen. Sú borg liggur við fljótið Dvina nokkru ofar en Riga, og er því haldið fram í tilkynningum þýzku herstjórnarinnar, að Þjóðverjar séu á mörgum stöð- um komnir yfir Dvina. Af viðureigninni á norður- hluta vígstöðvanna var lítið sem ekkert sagt í aukatilkynn- ingum þýzku herstjórnarinnar. Rússar telja þær tölur, sem Þjóðverjar hafa gefiö u/pp í þess- ari fyrstu skýrsliu siinni, ekfci ná neinni átt oig .segja, aö þær séu aðeins gefnar út til þess að friöa fólkið i á Þýzkalandh sem hafi verið lorðið óþolinmótt éftir hin- urn margbööuöu sigurfregntum af aiusíiurvigstöðvunium. Segja Rúss- ar, að þeir sjálfir hafi ekki misst nema 950 flngvélar og 800 skriðdreka, en Þjóöverjar 2500 skriðdreka og 1500 flugyélar. Reutersfregn „einhvers staðar frá meginlandinu“ segir, að sig- urfregnir þýzku herstjómariunar séu hættar að verka á þýzku þjóð ina. Hún hafi nóg að hugsa um heima fyrir, vegna sbortsins á öllum hlutum ,sem nú sverfi þar fastar að. 7 ÖLÆÐI Frh- af 1. siðu. Alþýðublaðinu sagt í morgun. Ekki var þó slegist út úr gæð- ingunum — og er af sem áður var. Annars var ákaflega mikið um ferðalög úr bænum um ! helgina. Ikinfriinnii fan ir beimleiðis. Víkiflgar vann þá 4:1 gær. Akureyringarnir kvöddu Reykjavík snemma í morgun. Þeir höfðu þá dval- izt hér rösklega viku og leikið fjóra leiki. Þeim sí?|asta við Víking lauk með sigri Víkinga, 4 gegn 1. Fyrri hálflfeflk lauk með 3:0, en þeim síðam 1:1. Leikurinn viar jafnari eb marklatölumair sýna, og hefði oi’ði’ð meira spennanidi, ef Akuitteyringar hefðu verið dá- lítið heppniam. Þeir- Brandur og Edwald vom pottUTiun og pann- ann í Víkingsllðinu og björgúðu möigu vel. Alþýðublaðið hitti fararstjóra Norðanmanna, Hermann Stefáns- Russneskar flugvélar á kunnunar fiugi. son, áð máli áður en þeir fóiu, log spurði hann hvemig þeir fé- lagar liétu yfir ferðiuui. „Móifctök- umar hafa verið afbragðsgóðar", sagði háun, „og við fáum aldrei fulJþabkað þeim, sem tekið hafa á móti okkur og þá fyrsit og fremst móttökunefndinini, þeim Ó1 afi Jónssyni, Kristjáni L. Gests- syni, Guðjóni Einarssyni, Haraldi Ágústssyni, Sig. Þórðarsyni og Björgvin Schram. Þeir hafa gert okkur dvölina bér og ferðimar U!m nágrennið og tH Geysis ó- gleymanlegar ánægjustundir. Að vísu erium við ekki fullkom- lega ánægðir með íþróttalegau á- rangur fararinnar, en ég (öf í jeng- um vafa Um, að dnenigimir hafa mikið lært á komiuinni og það er ætlun tokkar, að halda þessUm ReykjavíkurferÖUm áfrarn næstu ár, allt þangað tíl við getUm fyllilega boöið Reykvífciinguim byrginn og sigrað þá“. Þáð er ósk allra reykvíkskra í- þróttaimjanna, að þeim megi' vegna vel og þeir komi sem oftast suður. Það ©r að vísu erfitt að keppa fjóra leiki á einni viku, leik annan hvern dag, og alltaf við óþiteytt lið, en utan- bæjarlið hafa sýnt það, að þiaiu eru að verða æ betur þeim vanda vaxin. IlrétfaMsIlirepir Búizí vil, eð frimkvæmdir geti brátt hafizt. ÞRÓTTAMENN á Akureyri hafa undanfarin ár átt við þröngan húsakost að búa til inniæfinga á vtetrum. Nú horfir nokkru betur um þessi mál, þar eð alþingi hefir veitt 100 000 * kr. til íþrótíahúss á Akureyri, og er útlit fyrir, að fram- kvæmdir hefjist á næstunni. UudanfaTið hefir sta’fað íþróita hús'snefnd þar nyrðra, og eiga sæti í henni fullrúar allra í- þtróttafélaganna, sem eru sex, svo- toig fulltrúax skólanna. Formaður nefndarinriar er Hermann Stef- ánsson. Ákveðið hefir verið að húsið eigi1 að standa við sundlaugina. Er húsameistari ríkisins nú að vinna að teikningum að hinu fyr- irhugaða íþróítahúsi. Úthreiðið Alþýðuhlaðið. ðlæsileg Jónsmessn- hótið á Eyrarhakka Geysimikii pátttaka af Effnsr- bakka og úr Beykjavik. UM helgina var haldin Jóns- messuhátíð á Eyrarbakka og var það aðallega Félag Eyr- bekkinga hér í Reykjavík, sem gekkst fyrir henni, en heima- Eyrbekkingar stjórnuðu mót- tökunum. Hátíðin 'hófst kl. 7 á laugar- dagskvöld og lauk ekki fyrr en kl. 7 í gærkveldi. Um 200 gamlir Eyrbekking- ar sóttu hátíðina héðan úr Reykjavík. — Við Vesturbúð- ina , hafði verið komið fyrir stórum palli, sem tjaldað var yfir, og var hátíðinni stjórnað þaðan á laugardagskvöldið. Ræðumenn á laugardagskvöld voru Ragnar Jónsson formaður Eyrbekkingafélagsins, Sigurður Kristjáns oddviti, Aron Guð- brandsson forstjóri, Gunnar Benediktsson rithöf., Guðm. Pétursson símritari og Vigfús Jónsson. Sunginn var Eyrar- bakkaóður, sem Maríus Ólafs- son hafði ort, og héraðssöngur Árnesinga eftir Aron Guð- brandsson, en Páll ísólfsson hafði samið lag við hann. Kvartett héðan úr Reykjavík söng, Lárus Pálsson og Sigrún Magnúsdóttir léku og sungu þætti úr Nitouche og Lárus Ingólfsson söng gamanvísur. Geysimikill mannfjöldi hlýddi á þessi atriði og voru gjallar- hom á staðnum svo að víða heyrðist. Um kvöldið hófst dansleikur í Fjölni og var dansað þar til sól reis. Vegna þess að húsrúm reyndist of lítið var og dansað á götunni um skeið eftir músíkinni inni í húsinu. Um morguninn var guðs- þjónusta í Eyrarbakkakirkju og predikuðu síra Gísli Skúla- son og síra Eiríkur Eiríksson. í gær kl. 4 hófst samsæti í Fjölni. Vóru þar margar ræður fluttar og mikið sungið. Var því hófi slitið um kl. 7. Þessi fyrsta Jónsmessuhátíð Eyrbekkinga fór mjög vel fram og var Eyrbekkingum til mik- ils sóma. 4 —_— Fram fer til ísafjarðar. _ . i ( Knattspyrnufélögin á ísafirði, Vestri og Hörð- / ur, hafa hoðið knattspymufé- laginu Fram að koma í heim- sókn vestur og keppa Við heimamenn þar. Framarar hafa ákveðið að taka boðinu og leikmenn fé- lagsins eru mjög fúsir að fara, sagði Ragnar Lárusson, formað- ur Fram, blaðinu í morgun. Em miklir erfiðleikar eru á ferðum, því þær eru stopular. Sennilega verður ferðin á tímabilinu 10. —20. júlí. JHE WORLD#S GOOD NEWS. ,, I will come to your home every day through jjHE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR Att ínlernational Daily Newspaper j7 * * * * * * 14 records íor you tho wcrrW’s oleon, cnnstruqtiire' dötags. Tho Monltor does not exploit crirae or senSátlöTi; neíthnr does it ignore them, hut déals oorrectim'ly with tfceni. Fenturoa tor búsy men and KU th« íamUy. inoiuding.ths Weeítly Magaatas Seotlon. The Ohristlan Scienco EablIShteg Scwlety One, Norway Stroet. Boston, Massaohusetts & Vleaso enter my BUbacriptton to The ChrisHan Selenco Monltor íor a perlod of ! 1 year $12.00 0 months $0.00 í months $2.00 1 month $1,00 Baturday issué, teoludlng Mágaztee Sehtiön: 1 year $2.60, «issués 2S« 1 Namo __________ Address. ~SárafAÍ~Sbí>i oit liéqúcsi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.