Alþýðublaðið - 19.11.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.11.1927, Blaðsíða 2
E ÍALÞÝÐUBLAÐIÐ | kemur út á hverjum virkum degi. | 3 Afgreiðsla í Aipýðuhusinu við 5 Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. j til kl. 7 siðd. j Sferifstofa á sama stað opin kl. } 91/s— lO'/s árd. og kl. 8—9 síðd. j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 J (skrifstofan). j Verðlag: Áskriftarverð br. 1,50 á J mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 j hver mm. eindálka. J Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan j (i sama húsi, sömu simar). Atkvæðaf ölsun armálíð í Norður-ísafjarðarsýslu. ísafirði, FB., 18. nóv. Réttarhöld í Hnífsdalsmálinu haida áfram. Rannsóknardómarimn óskar þess g'etið, að hann hafi í dBg í rétti í Hnifsdal fundið höf- and að atkvæðaseðli, er hann áður faldi ritaðan af Friðbjörgu Frið- riksdóttur í Bolungavik. Sýkna Kristjáns Ólafssonar hreppstjóra i Bolungavík þar með sönnuð að hálfu og þá sennilega að öllu leyti. Alþbl. hefir spurst f\nir um, hver væri sendandi skeytisins, og fengiö staðfest, að skeytið er frá Finni Jónssimi póstmeistara. Auðvitað hefði sýkna Kristjáns sannast engu að siður, þó að Pét- «r Oddsson hefði ekki stofnað til upphlaups, og er framkoma hans og íhaldsblaðanna, sem Teynt hafa að trufJa rannsókn málsins, jafn- vítaverð, þótt Kristján reynist sýkn saka. Hafa og böndin bor- ist ineira að öðrum en honum, og er gott, að sannleikurinn komi í Jjós. Leiknrinn Sorni uin ihvértt og einn. pað var helgiblær yfir leikhús- gestum. Pað voru æðstu og eim- föKlustu sannindi lifsins, sem þeim voru sýnd, sannindi, sem ajlir þekkja, en þreytast þó aldr- ei á að heyra af því, hvað þau eru alkunn og sönn. Það er barna- légt, og leikritið er barnalegt alt í bezta skilningi orðsins, en ekki í sama skilningi eins og t. d. Helga kver Hálfdanarsonar, þó að Jeikritinu og kverinu svipi nokkuð hvoru til annars. Það kemur við i]>að í frumeðlí mannsins, sem með honum er borið, en nú á dögum er orðið umtumað af svonefndri mentun og þekkingu. Og menn geta látið það eðli, bælt og brot- ið af vélamenningu, rétta sig úr kútnum um stund við að horfa á 'þenna leik og látið áhorfendur hviia sigj við að vera í bili það, sem I>eir i raun og veru eru, — böhn. Leikritið er stælt eftir fomu síðalærdómsleikriti. Það heíir gert Hugo v. Hoffmannsthal. Það er ALÞÝÐUBLAÐi Ð nð eins bláefnið, sem er frá mið- öldum, en bæði forrn og frágang- ur er nútímans og ærið ólíkt fornu leikjununr. Sá, sem sér leik- inn, skyldi varast að halda, að hann sé nokkru nær um þá. Leik- irnir fomu voru, fullir af alls kon- ar glensi og gáska innan um al- vöruna og það alt ærið gróft. jafnvel harðklæmskt, sem þá þótti fyndið, en ekld ókurteist. Efnið sjálft er ekki neitt nýtt, hið al- kunna um vald auðsins og kyngi hans til að gera menn illa. Þó er alt heldur séð út um burgeisa- gluggann og miklu iheir litið á þær kvalir, sem auðmaðurinn hef- ir unnið til bæði þessa heims og annars með illmensku sinni, held- úr en á þá sálar- og líkams-á- verka, sem hann í skjóli auðsins hefir veitt fátækum. Og það bregst ekki, að guðleg náð mjög oddborgaralega metur smámyntir þær, sem auðmaðurinn hefir fleygt í aurná stöku sinnum, næg góðverk tií að hyija hitt, svo að hann loks gengur hvítur og fág- aður til eilífrar sælu, — unaðs- leg sjón fyrir auðmannsaugu. Auðvitað er þetta vafið í um- búðir sömu siðgæðispredikana, sem bæði pokaþrestar og aðrir kennimenn hafa flutt öldum sam- an. Sannieikurinn er — og er þó hart að þurfa að segja hann —, að andskotinn, senr einnig er sýndur í leiknum, er eini maðurinn þar, sem talar af fullu ráði og skyn- samlegu viti, þegar hann er að lýsa illvirkjum „Sérhvers" og rétti sínum á sálu hans, en hann virt- ist nokkuð ötvíræöur. Það er ekki efnið, sem ber leik- Lnn uppi, heldur frammistaða Ad- ams Poulsens og annara leikenda. Það er óhætt að segja, að aldrei hefir leíkfélagið komist hærra í list en hér. Allnr leikurinn var samfeldur og óslitinn sundur af kunnáttuleysishökti. Herra Poul- sen er víðfrægur fyrir leik sinn í jiessum sjónleik, og sýndi frammistaðan, að hann á það skil- ið. Gnæfir „Sérhver" svo hátt í leiknum, að hann skyggir á öll önnur hlurijerk í honum. En af- bragðsvel var leikinn djöfullinn (I. W.), skuldugi maðurinn (V. G.), mammon (T. H.) og frillan (Þ. B.). Ungfrúin, sem lék frilluna, hefir þó all-óþýðan róm, en getur óeíað bætt úr þvi. Yfir höfuð var hvert einasta hlutverk vel leikið. Athugavert er það við sviðið, að fulldimt er á því allajafna. Gætti þess sérstaklega, er djöfullinn var þar, og þótti mörgum kunningj- um hans og vinum fyrir því, að sjá hann ekki belur. Það er að geta þess, að það bagaði ekki, þótt hr. Poulsen tali dönsku, en aðrir íslenzku; það fór jafnvel vel. Þýðingin fellur vel í eyra, en fyrirsögn leiksins er ólipur og ó- íslenzkuleg. Þess ber og að geta, að leikendaskráin, sem svo er ne/nd, er verri en ekki. Nöfn leik- enda eru ekki skráð við hlutverk- in, og greinin um miðaldaleikina er einskis virði, en þó kostar þessi bleðill 50 aura. Greinar þær, sem eru í skránni, eru að jafnaði fjarska lélegar, og þarf eftirleið- is að vanda til þeirra. Hvað gefa menn fyrir þessa setningu: „Guð- ræknisleikir þessir voru á útlendu rnáli nefndir mysterier“; þet a er danska, en ekkert alþjóðamál, og það sýnir sjóndeiidarhringinn. Það þarf ekki að efa, að að- sókn verði að þessum ieik, enda er þa'ð að vonum, — ekki víst, að slík list bjóðist í liráð. G. J. Tilmæli. Hr. ritstjóri! í blaði yðar í dag er ég víttur með sterkum orðum fyrir að hafa í „Verði“ 12. þ. m. bygt frásögn af atkvæðaföls- unarmálinu vestra á skeytum frá „Vesturlandi“. Tig er sakaður um , lævíslega hlutdrægni, yfirdreps- skap, hræsni 0. s. frv. Ég' veit hins vegar ekk’i til þess, áð neinu í þessari frásögn blaðs míns hafi verið andmælt sem ó- sannindum í nokkurri fregn að vestan, og vil ég því biðja yður að gera mér og lesendum yðar jiann greiða að skýra frá þvi lið fyrir lið, hver ósannindi ég hafi haft eftir „Vesturlandi" í „Verði" 12. þ. m. Lesendur yðar geta svo sjálfir um það dæmt, hvort ritháttur yð- ar í minn garð réttlætist af ó- heiðarleik mínum í nefndum fréttapistli 12. þ. m. 18. nóv. 1927. Kristján Albertsson. Tii ritstjöra Alþýöublaðsms. Aths. Ritstj. Alþbl. hefir ekki viljað synja Kr. A. þeirrar sæmd- ar að fá einu sinni að sjá grein eftir sig i heiðarlegu blaði. Slík tilhliðrunarsemi gæti verið dálxt- il hugnun manni, sem hefir stað- reynst svo áhrifalaus, að við fyxsta tækifæri verður sá maður dömsmálaráðherra, sem hann hef- ir hrakyrt niður fyrir allar hellur alla sína blaðamenskutíð. Hins vegar lætur Alþbl. ekki ginnast til að verða við þeim tilmiæium Kr. A. að rekja neitt í sundur uœ ósannindi í tiltekinni grein, þar Sem hann hefir ekki verið sakað- ur rnn /þau, heldur hræsni. Blað- ið bendir lesendunum á að lesa frásögnina x „Verði“, skeyti „Vest- urlands'1 um atkvæðafölsunarmál- ið og bera alt saman við uminæli AJjxbl. og spyrja síðan sjálfa sig, hvort hræsnin skíni ekki út úr „Veröi“ í umræddri frásögn Kr. A. Verði svarið þá neitandi, þá fær Kr. A. uppreisn, sem hann hefir ríka þörf fyrir. Hitt má vixða. homum til vorkunnar, sem ekki er nema mannlegt, að hann sjái ekki rótgróna bresti í fari sínu. Biskupinn af Birmingham. Mynd þessi er af dr. Barnes. biskupi af Birmingham á Eng- landi. Það var hann, sem Harald- ur Níelsson prófessor hafði eftir ummæíin um breytiþróunarkenn- inguna og guðfræðikerfin í ræð- unni, sem birt váx- í blaðinu á laugardaginn var. Skömmu eftir að biskupinn flutti ræðuna, höfðu honum borist 1100 bréf út af henni. Voru þau öil þakkarbréf, nema tæp 40, sem voru andstæð kenningu hans eða gagnrýndu hana. Karlakór Reykjaviknr söng aftur í GamJa Bíó á sunnu- daginn fyrir vel setnu húsi. Söngskemtun þessi vaj mjög á- nægjuleg og tilbreyting fyrir bæj- arbúa að eiga fleiri en eitt söng- félag í hænum. Söngstjórinn, Sxg- urður Þórðarson, er ötull og vandvirkur og stjómar sérstak- lega liðlega og smekklega, enda lætur kórinn að stjóm hans eft- ir því, sem hægt er, en það er tímaspursmál að samæfa jafn- margar og misjafnar raddir, svO' vel sé, enda vantar enn allmikið á- þá samræmandi heild raddanna, sem skapar hrifandi lcraft og hríf- andi söng yfirleitt. Þó brá þessu fyrir í sumum lögunum, enda rnxrn Sigurði Þórðarsyni takast þetta með mægum tímia. Einsöngvurunum tökst báðum mætavel. Mun þetta vera með því íyrsta, sem Sigurður Markan syngur fyrir kóri. Rödd hans er hljómrik og Jmrimannleg og fer vel fyrir söngflokk, enda voru bæði lögin, er hann söng í, end- urklöppuð, og þar að auk tvö önnur, ,,Vögguv[sa“, sænskt þjöð- lag, og „.Kínverskur mars“. „Píla- grímssöngurinn úr ,Tannhauser‘ “ var ekki vel æfður og ekki nærri nógu aðlíðandi. Vonandi leggur kórið sig betur f:nam við [xað stór- fagta Iag. R. J.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.