Tíminn - 21.06.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.06.1963, Blaðsíða 13
 STÓRAUKIN SALA SANNAR VINSÆLDIR VÖRUNNAR SÍLDARSTÚLKUR DIXELMENN og SVIATSIVIANN vantar undirritaðan á Raufarnöfn, Vopnafjörð og Seyðisfjörð. Á stöðum þessum voru saltaðar um 35 þúsund tunnur s.l. sumar. Sildarstúlkurnar hafa fríar ferðir, húsnæði og kauptryggingu, eru flutt- ar á milli staða. ef óska. Enn fremur vantar góðan skrifstofumann til Haf- silfur h.f. á Raufarhöfn. Upplýsingar næstu daga á Hótei Borg, kl. 10—12 og 17—19. Jón Þ. Árnason Rúmdýnur vantar Undirritaðan vantar ca. 60 stk. af góðum rúmdýn- um, 80x200 sm. Upplýsingar á Hótel Borg daglega kl. 10—12 og 17—19. FLUGSÝN SIMI 18823 Víðivangur til að taka á móti ferðamönn- um hér i landi. í ályktun aðal- fund'ar Loftlciða segir: „Vill félagið stefna að því að greiða fyrir framkvæmdum, sem að þvj miða, jafnframt því sem auglýsingastarfsemi til að laðia hingað ferðamenn, verði efld verulega." Geg,n þessari framréttu hendi Loftleiða hf. má ríkisvaldið ekki slá. Avon hjólbarðar seldir og settir undir iVðgerðir Múla við Suðurlandsbraut Sími 32960. KATLAR fyrir sjálfvirk kynditæki fyrir súg- kyndingu. Veljið aðeins það bezta. I Vélsmiðja Sérleyfisferðir — B — Frá Reykjavík alla daga eft- ir hádegisverð, heim að kvöldi. Frá Reykjavík kl. 1 e.h. um Ölfus, Grímsnes, Laugardal, Geysi, Gullfoss, Reykjavík. Ferðir í Hrunamannahrepp Frá Reykjavík laugardaga kl. 1 um Selfoss og Skeið Frá Revkjavík sunnudaga kl. 1 um Biskupstungur , til Reykjavikur sömu daga. í mínum hringferðum fá far- þegar að sjá fleira og fjölbreytt ara en á öðrum leiðum lands ins, hátta svo heima að kvöldi. Bifreiðastöð Islands Sími 18911 Ólafur Ketilsson Sími 35200 Ljóðabækur Guttorms J. Guttormssonar Bóndadóttir, Hunangsflug- ur, Gaman og alvara. fást í Bókaverzlun Kr. Kristjánssonar, Hverfisgötu 26. p, HLÝPLAST PLASTEINANGRUN VÖNDUÐ FRAMLEIÐSLA HAGSTÆTT VERÐ SENDUM UM LAND ALLT LEITIÐ TILBOÐA F KÓPAVOGI SÍMI 36990 Uppsafabréf Framliald af 8. síðu. dóma, sem kunnugir vita að þeir eru ekki almennt haldnir af. Ef Björn heldur að dagpening- ar fyrir „þeyting“ austur fyrir fjall verði minni frá Hvanneyri en Reykjavík, þá hann um það, en mig grunar að það sem kann að sparast inn af dagpeningum fyrir Borgarfjarðarferðir muni étast upp af dagpeningum fyrir þeyting til Reykjavíkur til öflunar þeirrar þjónustu sem ekki verður fyrir bendi á Hvanneyri. Að halda að tilraunir hætti að fara út um þúfur, vegna þess að ekkði er hægt að líta eftir þeim, bara ef stofnunin flyzt til Hvann- eyrar er fjarstæða, sem sorglegt er að þurfa að lesa i grein eftir háskólamenntaðan. búvísindamann, þótt hagfræðingur sé. Það er trúlega styrkur fyrir bændaskóla, að vera á sama stað og rannsóknarstofnunin, en hver segir að hið gagnstæða gildi einn- ig? Ekki færir Björn rök að þvi. Sannleikurinn er sá að slíkt sam- krull hentar ekki til lengdar. Bændaskólinn verður fyrr eða síð- ar fyrir rannsóknarstofnuninni. Reynslan hér á Ultuna bendir til þess. Bændaskólinn hér var lagður niður fyrir ári því að hann þótti hamla háskólanum. Og hvers eiga Hólar að gjalda? Ekki styrk- :r það samkeppnisaðstöðu þeirra um nemendur, ef rannsóknarstofn- unin verður á Hvanneyri. Eða leið beiningaþjónustan? Er ekki þýð ingarmeira að miðstöð hennar sé ' nánum tengslum við rannsóknar- ■stofnunina, en að einn af búnað- arskólum landsins sé það? Séu fjósin að tæmast í Mosfells- sveit mætti kannske breyta þeim í fjárhús og gera svo tilraunir á túnunum? Að ferðir til og frá vinnustað taki tíma er engin ný speki. Eins og er tekur það sérfræðingana tima að fara á milli heimilis víðs vegar um bæinn og Atvinnudeild- ai;, en þaðr.er tími þeirra sjálfra ef ég er rétt upplýstyr, og á því yrði varla nokkur breyting. Öll röksemdafærsla þeirra félaga Björns og Magnúsar um samstarf- ið við aðrar stofnanir er hin furðu íegasta. Það er til of mikils mælzt að um samstarfið sé ákveðið í smá- atriðum í lögum eða greinargerð nieð þeim. Aðstaðan til gagn- kvæms samstarfs verður að vera tyrir hendi Það eru fullnægjandi rök. Sjálfir munu sérfræðingarn- ir finna formið. Má benda á, að nú þegar eru dæmi um þýðingar- mikið samstarf milli Atvinnudeild ardeildanna innbyrðis og Búnað- ardeildar og vissra deilda í Háskól ?num. Það er mér óskiljanlegur mögu- leiki að hugsa sér að reka rann- sóknarstofnunina á tveimur stöð- um um langt árabil. Slíkt yrði varla góð hagfræði. Verði Hvann- eyri fyrir valinu verða ouÓvitað allir sérfræðingar að flytjast þang að, eða láta af störfum ella. Ríkið yrði að sja þeim fyrir húsnæði. Það gildir raunar jafnt fyrir háa sem lága. Það yrði hið þokkaleg- asta þorp að byggja upp í einum áfanga. Það er ekki nóg með að á Hvann eyri myndi skapast vinna fyrir margs konar iðnaðarmenn, heldur er rannsóknarstofnunin svo háð þessum margs konar iðnaði, að ríkið yrði jafnhliða annarri upp- byggingu að setja þar niður iðnað- armenn og tryggja þeim afkomu. Hvað bitlingum við kemur þá er saklaust þó þeir séu ekki lagðir til grundvallar við staðarvalið. Hins er þó að gæta að sérfræðing- ar munu f æ ríkara mæli sitja í nefndum og ráðum rfkisvaldinu til ráðuneytis. Það mun krefja bæð'i ferðatíma og peninga. Eins og ég drap á í upphafi er frumskilyrði þess að framhalds- nám í landbúnaði sé réttlætanlegt á íslandi að kennsla og námsað- staða öll sé sú bezta sem völ er á. Það er öllum, sem til þekkja, Ijóst að það á jafnt við hin almennu undirbúningsfög sem hin hagnýtu fræði. Ljóst er að kennsluaðstaða, sem fullnægjandi geti talizt í hin um almennu fögum náttúruvísinda, verður ekki fyrir hendi á Hvann- eyri. Þá er aðeins um tvennt að velja. Að leggja deildina niður án þess oð nokkuð komi í staðinn. Slíkt sýnist tæpast fýsilegt. Það myndi teljast spor aftur á bak og slík skref eru engum holl. Hinn kosturinn er sá að kennsl- an fari fram í Reykjavfk og nýttir séu þeir kraftar, sem þar eru. Eins og stendur eru náttúruvísindi í hinni mestu niðurlægingu við Háskóla íslands. Það stendur þjóð félaginu fyrir þrifum. Hér er gott tækifæri fyrir yfirvöldin ag slá tvær flugur í einu höggi. Slíkt yrði bændastétt landsins fullsæmilegt. Auðvitað yrði sameiginleg kennsla í öllum þeim fögum sem hægt er. Hitt er með ólíkindum, að við kom um tveim slíkum stofnunum á fót samtímis. Þess má geta að Svíar hafa einmitt farig inn á þessa braut, með samstarfi milli landbún aðarháskólans og Uppsalaháskóla. i.andbúnaðarháskólinn jekur að sér kennslu í vissum fögum þar sem háskólinn var lakast búinn og Uppsalahúskóli kennir landbún- aðarstúdentum sitthvað, svo sem stærðfræði, eðlisfræði og grasa- fræði. Rannsóknarstofnun landbúnaðar ,ns getur því aðeins orðið sveitum iandsins styrkur í baráttu þeirra menningar eða pólitískri að að benni sé búið svo vel sem efni standa til á hverjum tíma. Illa búin verður hún til lítillar hjálp- ar, jafnt þótt hún sé staðsett á Hvanneyri, Það er nokkuð Ijóst að staðsetn- ing rannsóknarstofnunarinnar hef ir lítig með dreifingu eða viðhald byggðarinnar að gera. Eini mögu- leikinn til þess að byggðinni sé haldið við er að þeir, sem þar eiga að lifa á framleiðslu sinni hafi þolanleg athafnaskilyrði. — Ríkislaunaðir starfsmenn eru minna háðir atvinnuskilyrðum í héraðinu en hinir. Hitt er ljóst að aukinn fólksf jöldi skapar aukna möguleika til menningarlífs, en í því efni eru Borgfirðingar hlut- fsllslega betur settir en margar sðrar byggðir á íslandi. Enginn leggur þó til að farið sé með stofnunina austur á Hérað. Mætti þó eflaust finna þar jarðir, sem hafa jafnmikið til brunns að bera i og Hvanneyri. | Mér er fyllilega ljóst að ég hefi ekki gert þessu máli nándar nærri full skil. Til þess er ekki rúm, enda aðstaðan of erfið héðan utan lands frá. Bjöm Stefánsson tók sér ekki fyrir hendur að gera samanburð á Hvanneyri og Korpúlfsstöðum, heldur að sanna að Hvanneyri væri bezt. Málflutningurínn varð eftir því. Eg hefi lagt megináherzlu á að draga fram það sem mér fannst athugavert við grein Björns og gen ekki ráð fyrir að mínar hugleiðingar verðS taldar hluit- lausar Slíkan hlutlausan saman- burð þyrft’ þó að gera. Sá sem því kemur í verk og ryður málinu craut á þeirri forsendu brýtur blað ( menningarsögu ekki aðeins oændastéttarinnar heldur og allr- ar þjóðarinnar. Núverandi ófremdarástand má pkki standa öllu lengur. Eg trúi pví að þegar staðurinn cr valinn muni allir sem einn hjálp ast að að byggja upp þá stofnun ■>:m við getum verið fullsæmdir at. Uppsölum um kosningar 1963 Lárus Jónsson T í M I N N, föstudagurinn 21. júní 1963, — 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.