Tíminn - 12.07.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.07.1963, Blaðsíða 9
Rætt við Sigurð (Sigga biaðasaia) Þórðarson, sem i 20 ár stóð á götu- horni stórborgar og seldi dagbiöð Að því er ég bezt veit, hefur aðeins einn íslendingur haft af því atvinnu uim langt skeið að standa á götuhorni í erlendri stórborg og selja dagblöð. Það er hann Siggi blaðasali, eins og hann var oftast nefndur meðai larnda sinna í Seattle. Hann er einn hinna mörgu Vestur-íslend inga, sem kotnu hingað fyrir þjóðhátíðina og var þá liðinn meira en hálf öld síðan hann fór burt af ísiandi. Ég var að reyna að ná tali af Sigga blaðasala síðustiu dag ana, sem hann dvaldist hér, en það gökk seint, því að hann var þá í ferðalagi um Borgarfjörð. Loks hafði ég upp á honum heima hja systur hans inni á Laugateig. Hann kom til dyra, en ég kom utan úr sólslkininu með ofbirtu í augum og bar ekíki strax kennsl á gamla mann inn. Svo var mér boðið inn í stofu, og systir hans sagði: „Það fór nú ems með mig, þeg- ar ég hitti hann Sigga bróður, ég ætlaði ekki að þekkja hann, en það er nú líka svo langt síðan Okkar leiðir skildu. Hve- nær var það nú aftur, Siggi? Jú, það var 1909. Margir breyt- ast svo sem á skemmri tíma“. Sigurður Þórðarson nefnist maðurinn, en það hét raunar faðir hans, og þarf það tæp- lega ^kýringar við, að erlendis kenna íslendingar sig sjaldnast við föður sinn, heldur taka sér föðurnafn hans fyrir ættarnafn, þeir sem fara utan. — Ertu Borgfirðingur, Sig- Sigurður Þórðarson (Siggi blaðasalt). Ljósm.: TÍMINN—GE af þeim beztu í miðborginni. Tveir menn höfðu átt það áður og þeim samdist eteki sem bezt yið helzta blað'ið í borginni, Seattle Times. Svo seldu þeir mér hornið, cg það var nú bara mikill peningur, sem ég þurfti að snara út, 2200 dalir, en það var líka í eitt skipti fyrir öll. En nokkru eftir að kaunin voru gerð og salan strax farin að ganga prýðilega, vildi annar sá, sem seldi mér, endilega kaupa hornið af mér aftur, úr því að hann var búinn að losna við fé- laga sinn. En ég var nú ekki aldeilis fáanlegur til þess. — Hvernig stendur á því, að blaðasalar á götuhornum í ame rískum borgum tala alveg óskilj anlegt mál, þegar þeir kalla og auglýsa vöru sína? — Það gera þeir víst til að vekja forvitni vegfarenda svo að þeir kaupi blaðið, sumum fannst að við blaðasalar töluð- um eins og við værum með munn inn fullan af kartöflum, sagði Sigurður -og hló. Það vildu all- ir kaupa blað og lásu bara fyr- irsagnirnar á blöðunum, sem við héldum á eða héngu á sölu kassanum. Flest blöð voru prent uð með stóru fyrirsagnarletri, en sagt var um þau, sem höfðu smátt fyrirsagnaletur, að það væri til þess gert, að menn lé£u sér ekkj nægja að lesa aðeins fréttafyrirspgnirnar í framhjá- leiðinni heldur keyptu blað. > — Ertu hættur blaðasölunni? — Já, það eru mörg ár síð- an ég seldi hornið mitt á West lake og Pine Street. Eiginlega eru blaðasalar á gptuhornum i borgum vestra alveg að hverfa eins og áður tíðkaðist, og vélar eða sjálfsalar hafa tekið við. Tímamii eru breyttir. — Þu hefur auðvitað lengi verið í islenzka félagsskapnum í Seattle? — Það hef ég verið alla tíð, bæði 1 þjóðræknisdeildinni Vestra og kirkjunni, sem við gömlu landarnir nefnum alltaf Hallgrímskirkju, þó að hún sé ekki eins íslenzk nú orðið og áð ur var Ég hef lengi verið í kirkjukórnum, því að ég hef alltaf haft mikið yndj af söng. Forsöngvarinn okkar, Tani Björnsson, hefur líka verið hér í heimsókn, hann talar og syng ur á íslenzku eins vel og nokk- ur annar, J)ó að ekki hafi fyrr komið til Islands en nú. Hann hefur um langt árabil verið helzti einsöngvari og söngstjóri í okkar hópi í Seattle. Stundum hefur líka Tryggvi, bróðir hans komið að skemmta okkur, hann er tónskáld og spilar ljstavel á píanó. En hann býr á austur- ströndinni. — Haldið þið ekki alltáf Vestrafundi með kaffi og ís- lenzku kaffibrauði í kirkju- kjailaranum? — Jú, það á nú svo að heita, að við höfum fundi að stað- aldri vetrarmánuðina eins og í gamla daga, en mikið hefur samt fækkað i hópnum, sem sækir fundina, en auðvitað höf- um við alltaf kaffi á eftir og jólaköku kieinur og pönnukök- ur með Við reynum að hafa það sem íslenzkast — sem lengst. Vélar teknar ¥lð á götu- hornum okkar blaðasalanna urður? spurði ég hann, þegar við vorum setztir. — Ekki nema að litlu leyti og tel mig því yfirleitt ekki Borg firðing. Pabbi var ættaður úr sveitum Borgarfjarðar, en ég er fæddur og uppalinn í Vest- ur-Landeyjum, fæddist á Þúíu, þar sem foreldrar mínir bjuggu en fór tvævetur gamall til móð- urömmu minnar, Guðríðar Ein arsdóttur, og ótst upp hjá henni og seinni manni hennar, Magn- úsi Stefánssyni á Klasbarðahjá- leigu, þangað til ég varð 14 ára. Þá fór ég að vinna hjá vanda- lausum, aldamótaárið. En 1906 byrjaði ég að læra skósmíði í Reykjavík hjá Birni Jóhannes- syni á Hverfisgötunni, bróður Bjarna snikkara, sem byggði Bjarnaborgina. Hjá Birni var ég þrjú ár. — Var það þá, sem útþráin greip þig? — Já, ég slóst í för með vest urfarahóp, varð samferða fólk- inu til Winnipeg og setti mig þar niður við skósmíðar. Þar var ég í fjögur ár, til ársins 9 1913, þá fór ég vestur á Kyrra hafsströnd, til BLaine í Washing tonríki að heimsækja pabba. — Var hann þá fluttur til Ameríku? — Hann var þá farinn vestur fyrir mörgum árum. — Voru ekki margir íslend- ingar búsettir í Blaine, þegar þú komst þangað? — Jú, Blaine var þá og löng- um að mestu leyti íslenzkt býggðarlag. Þar stunduðu flest ir búsikap og unnu margir með fram fiskvinnu, einkum niður- suðu á laxi, sem veiddist feikn- in öll af. íslendingar þar höfðu tvær kirkjur, lúterska og Unit- arakirkju.og þeir héldu aðal- lega félagslífi og skemmtunum, sem fólk af öðrum þjóðernum sótti líka mikið. — Varstu lengi í Blaine? — í tvö ár, til 1915, þegar ég fór suður til Seattle, og þar hef ég verið síðan, að undan- skildum þeim tíma, sem ég var í herþjónustu. — Fórstu í stríðið? — Það kom ekki til að ég yrði sendur á vígstöðvarnar, og reyndar fór ég aldrei út úr Washingtonríki. Ég var kvaddur í herinn voríð 1918, var fyrst sendur til æfinga í her- búðum, sem nefnast Camp Lou is, rétt utan við borgina Tac- oma, sem stendur við Puget Sound, sama sund og Seattle. Þar var ég langt fram á haust áríð eftir að stríðinu laulk, og ég hafði með höndum það starf, sem ég kunni bezt, skósmíði. Svo þegar ég losnaði, hélt ég aftur upp til Seattle og fékk vinnu í matvöruhúsum. — Þér hefur fallið veL við Seattle? — Það get ég sagt með sanni, að Seattle hefur reynzt mér lang bezt af öllum stöðum, sem ég hef veríð á, já, hún hefur farið vel með rnig. — Og var ekki blaðasalan það starf, sem þú stundaðir lengst? — Jú, ætli það ekki, ég var með blöðin á götuhorninu mínu í Seattle í nærri tuttugu ár. — Hélztu þig alltaf á sama horninu? i— Það varð hver að vera á sínum stað, engum leyfðist að fara inn á svæði annarra. Ég keypti mitt hom, sem var eitt GUNNAR BERGMANN T í M I N N, föstudagurinn 12. júlí 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.