Tíminn - 16.07.1963, Page 3

Tíminn - 16.07.1963, Page 3
Þreveldafundur um tilraunabann hafinn: Krústjoff gerir gnða- sáttmála ekki að skilyrði NTB-Moskvu, 15. júlí. ÞREVELDARÁÐSTEFNAN um bann við kjarnorkuvopna- tiiraunum hófst í dag í Moskvu og tekur Krústjoff, forsætis- ráðherra, sjálfur þátt í viðræðunum. Haft var eftir vestræn- um heimildarmönnum skömmu áður en fundurinn hófst, að Krústjoff hefði látið þess getið við sovézka starfsmenn sína, að griðarsáttmáli milli NATO og Varsjár-bandalagsins væri ekki skilyrði fyrir samningi um tilraunabann, en eins og kunnugt er hafa vestrænir aðilar lýst þvf yfir, að ekki verði fallizt á slíkan samruna þessara mála. Formaður bandarísku nefndar- innar er hinn sérlegi fulltrúi Kenn edys, Averal Harriman, en for- maður brezku nefndarinnar er Hailsman, lávarður, vísindamála- ráðherra. Mjög létt var yfir fundarmönn- um í dag, er þeir komu saman í fyrsta sinn og voru gamanyrði lát- in fjúka. Meðal annars beindi Krústjoff, ítrsætisráðherra, þeirri spurningu til brezku og bandarísku fulltrú- anna, hvort ekki væri bara bezt að skrifa strax undir samninginn. Harriman tók spurningunni með sömu glettni og ýtti strax skrif- blokk og blýanti til Krústjoffs, en Andrej Gromyko, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, var fljótur til og sagði: Skrifaðu undir, síðan fyllum við út það, sem þarf á ^ftir! Um 15 bandarískir, brezkir og iovézkir blaðamenn voru viðstadd- ir upphaf þessa fyrsta fundar þre veldanna í Kreml, en þegar gamn inu lauk og hinar raunverulegu viðræður skyldu hefjast, voru þeir beðnir að ’/firgefa fundarsalinn. Af háifu Bandaríkjanna og Breta sitja ráðstefnu þessa 9 fulltrúar, en fimm eru fyrir hönd Sovétríkj- anna. Krústjoff er sjálfur formaður sovézku nefndarinnar, en auk hans eru m. a. Gromyko, utanrík- ísráðherra, Valarian Zorin, og Sem jon Tsarapkin, aðstoðarutanríkis- ráðherra. Haft er eftir vestrænum heim- ildum, að Krústjoff hafi látið þess getið við sama tækifæri og þegar iiann sagði griðarsáttmála ekki vera skilyrði fyrir samnngi um til- raunabann, að hann gæti, fyrir hónd Sovétríkjanna, vel fallizt á samning um bann við kjamorku- v'opatilraunum í háloftunum og undir yfirborði hafs, og telja vest rænir aðilar góðar horfur á slík- um samningi, sem ekki næði til neðanjarðartilrauna Að því er varðar síðast nefndu tilraunir telja Vesturveldin, að svo gott sé að leyna slíkum tilraun um, að nauðsynlegt sé að hafa sér stakt eftirlit á sprengingastaðnum, ‘-u þar stendur líka hnífurinn í kúnni, þvi að Sovétríkin eru lítt fús til svo umfangsmikils eftir- iits. ALLT AÐ FARAIBÁL OG HAILSMAN LÁVARÐUR NIKITA KRÚSTJOFF NTB-Moskvu, 15. júlí. Orðrómurinn um, að viðræður kínverskra og sovézkra kommún- istia um hugsjónaágreining sinn, séu í þann vegin,n að fara út um þúfur, verður æ háværari með hverjum degi. Haft er þó eftir heimildum, sem venjulega eru áreiðanlegar, að sé viðræðunum enn ekki formlega slitið og að nýr fundur verði sennilega haldinn á Lenin-hæð í Moskvu á morgun. í dag var haldinn rúmlega þriggja klukkustunda fundur, en að honum loknum héldu kínversku nefndarmennirnir til sendiráðs síns, sennilega til að ráðfæra sig við stjórnina í Peking. Sama leynd hvílir yfir viðræð- unum og áður, og fá blaðamenn litlar fréttir af fundunum. í gær birti aðalmálgagn sovézku stjórnarinnar, Pravda, opið bréf til kínverskra ráðamanna, þar sem þeir eru meðal annars sakaðir um að gera tilraun til að sundra heimi kommúnismans, og í dag birti blað ið þriggja dálka leiðara um ágrein inginn, sem það sagði mjög alvar- legan. Bréfið, sem Pravda birti, náði yfir heilar fjórar síður i blaðinu, og í dag tók Isvistija nánar fyrir helztu atriðin, sem þar voru nefnd. Segir Isvestija, að við liggi, að sjónarmið kínverskra kommúnista beinist að skiptingu hinnar alþjóð- legu kommúnistahreyfingar og stofnunar nýrrar. Segir blaðið enn fremur, að Kín verjarnir rói að því öllum árum, að skapa það álit hjá öðrum þjóð- um og þá einkum Afríku- og Asíu- mönnum, að Kínverjar séu hin útvalda þjóð, hafin hátt yfir hvíta kynstofninn. Hið opna bréf í Pravda á sunnu- daginn er ta'lin harðasta árás, sem Sovétríkin hafa gert á afstöðu Kínverja. Seint í dag var haft eftir sovézk um heimildum, að enn hafi ekki farið fram raunverulegar viðræð- ur á hnum 11 dögum, sem liðnir eru frá því Kínverjarnir komu tii Moskvu, heldur hafi hvor aðili um sig gefið yfirlýsingar um aðalsjón. armið sín. Fundurinn i dag stóð i þrjá og hálfa klukkustund, og voru fund- armenn hýrir á svip, er þeir héldu til sendiráða sinna að aflokn um fundinum. SÍLDVEIÐISKÝRSLAN Lítil sfldveiðl var síðast liðna viku. Bræla var á miðunum. Aust- an Langaness var lítið hægt að at- hafna sig vi'ð veiðar og á norður- miðum var ekki velðiveður síustu daga vikunnar og lá allur flotinn í höfnum inni eða í landvari. Að- eins einin dag í vikunnl var veiði svo nokkru næmi. Vikuaflinn var 78.032 mál og tunnur, en var 283.428 mál og tunn ur sömu viku í fyrra. Söltun er nú nokkru meiri en í fyrra eða 111.528 uppsaltaðar tunn ur, en í lok sömu viku í fyrra 61. 151 tunnur. Heildaraflinn í viku- lokin var 435.994 mál og tunnur, í fyrra 489.982 mál og tunnur. Aflinn hefur verið hagnýttur þannig: í salt, uppsalt. tunnur 11.528 í bræðslu, mál 310.646 í frystingu, uppm. tn. 13.820 Vitað var um 211 skip, setn feng •ið höfðu einhvern afla í vikulokin og af þeim höfðu 175 skip aflað 500 mál og tunnur og þar yfir. fylgir hér með skrá um þau skip. Mál og tunnur Ágúst Guðmundss., Vogum 630 Akraborg, Akureyri 4104 Akurey, Höfn, Homafirði 3203 Anna, Siglufirði 4335 Arnames, Hafnarfirði 1390 Árni Geir, Keflavík 3619 Árni Magnússon, andgerði 3149 Árni Þorkelsson, Keflavík 998 Arnkell, Rifi 872 Ársæll Sigurðsson, Hafnarf. 1204 Ársæll Sigurðss., II, Hafnarf. 2420 Ásgeir, Reykjavík, 1168 Áskell, Grenivík 3261 Ásúlfur, ísafirði 1527 Auðunn, Hafnarfirði 4398 Baldur, Dalvík 2124 Baldv. Þorvaldsson, Dalvík 1807 Bára, Keflavík 4116 Bergvík, Keflavík 1788 Bjarmi, Dalvík 3985 Björg, Neskaupstað 1363 Björg, Eskifirði 2285 Björgúlfur, Dalvík 1982 Björgvin, Dalvík 1938 Búðafell, Búðum, áskrúðsf. 3451 Dalaröst, Neskaupstað Dofri, Patrebsfirði Draupnir, uðureyri, Súg. Einar Hálfdáns, Bolungav. Einir, Eskifirði Eldborg, Hafnarfirði Eldey, Keflavík, Engey, Reykjavík Erlingur III, Vestmannaeyj. Fagriklettur, Hafnarfirði Faxaborg, afnarfirði Fiskaskagi, Akranesi Fram, Hafnarfirði Framnes, Þingeyri Freyfaxi, Keflavík Freyja, Garði Fróðaklettur, Hafnarfirði Garðar, Garðahr. Gísli lóðs, Hafnarfirði Gissur hvíti, Höfn, Hornaf. Gjafar, Vestmannaeyjum Glófaxi, Neskaupstað Gnýfari, Grafarnesi Grótta, Reykjavík Guðbjartur Kristján, ísaf. Guðbjörg. ísafirði Guðbjörg, Ólafsfirði 2561 1250 1883 2234 2047 5870 1206 2376 901 1006 2932 1207 2397 1588 1901 2613 951 4166 1510 1004 5688 1415 1283 7451 1909 662 2900 Guðfinnur, Keflavík 2216 Guðm. Péturs, Bolungavík 2298 Guðm. Þórðarsori, Rvík 6255 Guðrún Jónsd., ísafirði 2617 Guðrún Þorkelsd., Eskifirði 3580 Gullborg, Vestmannaeyjum 1104 Gullfaxi, Neskaupstað 3766 Gullver, Seyðisfirði 5489 Gunnar, Reyðarfirði 6597 Gunnhildur, ísafirði 2061 Gylfi II, Rauðuvík 515 Hafrún, Bolungavík 4224 Hafrún, Neskaupstað 2296 Hafþór, Reykjavík 1847 Halkion, Vestmannaeyjum 3000 Halídór Jónsson, Ólafsvík 5475 Ilamravík Keflavík 2841 Hannes Haístein, Dalvík 6596 Haraldur \kranesi 2661 Heiðrún Bolungavík 1100 IJelga, Rvik 1585 tlelga Björg. Höfðakaupst. 2221 Helgi Flóventss., Húsavík 5998 Helgi Helgason, Vestm.eyjum 1777 Héðinn. Húsavík 4921 tlilmir, Kefiavíb 1382 Hoffell, Fáskrúðsfirði 5558 Hólmanes. Eskifirði 546 Ilrafn Sveinbj.son, Grindav. 1383 Hrafn Sveintjs., II. Grindav. 1036 Ilringver, Vestm.eyjum 1116 Hrönn II, Sandgerði 1852 Huginn, Vestm.eyjum 3164 Hugrún Bolungavík 715» Hvanney, Höfn Hornaf. 762 Höfrungur Akranesi 2232 Uöfrungur II., Akranesi 4367 mgiber Ólafsson, Keflavík 1753 Jón Finnsson, Garði 4207 Jrn Garðar. Garði 6500 I' n Guðmundsson, Keflavík 1792 Jór. Gunnlaugs. Sandgerði 2274 Jón Jónsson, Ólafsvík 3360 Jrn á Stapa. Ólafsvík 2760 lón Oddsson, Sandgerði 2295 Jónas Jónasson, Eskifirði 618 Jökull, Ólafsvík 1984 Kambaröst Stöðvarfirði 2028 Keilir. Akranesj 1146 Kópur, Keflavík 4620 Kristbjörg, Vestm.eyjum 2261 Heifur Eiríksson, Rvík 2328 L.iósafeil. Fáskrúðsfirði 716 Lomur, Keflavík 820 Mánatindur, Djúpavogi 4525 Manni, Keflavík 1174 Margrét, Siglufirði 3754 Marz, Hnitsda1 892 Mummi Flateyri 1492 Náttfari, Hnsavík 3160 Oddgeir, Grenivík 5332 Ofeigur II Vestm.eyjum 2056 Ólafur Dekkui Ólafsfirði 3094 Framhald á 15, síðu. T í M I N N. briðiudagurinn 16. júlí 1963. — 3

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.