Tíminn - 16.07.1963, Side 7

Tíminn - 16.07.1963, Side 7
Útgefi-ndl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson, Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — Veik ríkisstjórn Frá vettvangi Sameinuðu þjóöanna: | Bjartsýni ríkir um þrdun I efnahagsmáia í heiminum | Alþjóðleg viðskiptaráðstefna haldin á vegum S.Þ. í ársbyrjun 1964. EITT stjórnarblaðanna, Vísir, birtir fyrir nokkr- um dögum forustugrein úr danska blaðinu „Berlingske Tidende1 um þjóðaratkvæðagreiðsluna, er nýlega fór fram í Danmörku um landeignamálið. Eins og áður hefur verið rakið hér í blaðinu, urðu úrslitin þau, að frumvörp ríkisstjórnarinnar féllu og hún verður því neydd til að hefja um þau samningaviðræður við stjórnarandstæð- inga, en því hafði hún hafnað fyrir atkvæðagreiðsluna og hugðist nota hinn veika þingmeirihíuta sinn til þess að knýja stefnu sína fram. Stjórnin hefur nú lýst yfir því, aö liún muni draga þær ályktanir af atkvæðagreiðslunni, að brátt verði hafnir samningar við stjórnarandstöðuna um málið. „Berlingske Tidende“ telur það hins vegar ekki nóg. í greininni, sem Vísir birti, undir fyrirsögninni „Hin bitra stund Krag“, segir m. a.: „Það er nauðsynlegt að Krag taki víðtækara tillit til úrslita þjóðaratkvæðagreiðslunnar en þess eins ,að hann láti hefja undirbúning eða umræður um málið. Áhrif atkvæðagreiðslunnar ná lengra en það. Forsæt- isráðherra verður nú að taka tillit til, eða beygja sig fyrir þeirri staðreynd, að hann getur ekki hundsað al- gjörlega sjónarmið stjórnarandstöðunnar . . . Hann verður að hætta að treysta á þann meiri- hluta, sem hann getur unnið eða haft í augnabliki, sér til skamms framdráttar, því sá meirihluti eyðilegg- ur möguleikana á að hægt sé að leysa hin stærri og þýðingarmeiri vandamál“. Þetta er vafalítið rétt, en það eru fleiri en Krag, sem þurfa að gera sér þetta ljóst. Ríkisstjórn, sem hefur mjög veikan þingmeirihluta að baki sér og nær helming kjós- enda á móti sér, má ekki haga sér eins og hún hafi hálf- gert einræðisvald í þjóðfélaginu. Hún má ekki ráðast i framkvæmd umdeildra mála, nema kringumstæður séu alveg óvenjulegar, gegn á'kveðinni andstöðu stjórnarand- stæðinga. Hún má ekki hefjast f’’amkvæmda um stjórn arstefnu, sem raunverulega gerbreytir þjóðfélagsskip uninni, t. d. dregur eignir og yfirráð langtum meira a t'áar hendur en áður hefur átt sér stað. Hún má heldui ekki taka ákvarðanir í utanríkismálum, sem geta ger breytt aðstöðu þjóðannnar og bundið hendur hennar til iangs tíma. Nánast sagt má hún ekki beita sér öllu meira en embættismannastjórn myndi gera Slík stjórn verður að gera sér ljost, að hún er veik stjórn. Hún verður að taka fullt tillit ul þess, að hún hefur nær helming þjóðarinnar á móti sér £f slík stjórn hyggst að láta kenna aflsmunar, getur hún íyrr en varir upplif- að þá bitru stund, að meirihlutinn hefur snúist gegn henni. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Danmörku eru ekki aðeins lærdómsrík fyrir Krag forsætisráðherra, heldur og aðra valdamenn, sem líkt er ástatt um. Mismunun UM ÞAÐ LEYTI, sem núverandi ríkisstjórn kom til valda, nutu sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn nokkurn veginn jafnréttis í veitingu svokallaðra afurðalána. — Þetta jafnrétti var eðlilegt, vegna svipaðrar aðstöðu. Núverandi ríkisstjórn hefur breytt reglunum um veitingu þessara lána, þannig, að hlulur landbúnaðarins hefur verið stórlega skertur. Hann íær nú miklu lægri afurðalán en sjáavrútvegurinn. Með þessari mismunun h-?iuj ríkisstjórnin sýnl að hún gerir upp á milli atvinnuvega þjóðarinnar o.e ætlar landbúnaðinum minni rétt en öðrum atvinnuvegum. VÍÐA um heim var fram- leiðsluaukningin árið 1962 minni en árin næst á undan og oft rýrari en vonir stóðu til, segir í síðasta yfirliti Sam einuðu þjóðanna yfir efna- hagsþróunina í heiminum. -r- Hins vegar lofaði framleiðslu (aukningin fyrstu mánuði þessa árs góðu, og horfurnar um næstu framtíð eru enn góðar, segir ennfremur í yf- irlitinu. Þessi skýrsla, „World Eco- nomic Survey, 1962“, er til um- ræðu á fundi Efnahags- og fé- lagsmálaráðsins í Genf í þessum mánuði Fyrri hluti skýrslunnar fjallar um þróunarlöndin og heimsviðskiptin, en seinni hlut- inn hefur að geyma yfirlit yfir hina raunverulegu efnahagsþró- un í iðnaðarlöndunum, í þeim löndum, sem flytja út hráefni, og Ií löndum, sem reka áætlunarbú- skap. Samkvæmt skýrslunni var framleiðslan í Norður-Ameríku allverulega meiri árið 1962 en ár ið 1961. Hins vegar er vert að hafa í huga, að árið 1961 hafði komið. afturkippur í framleiðsl- una. Enda þótt þróunin hafi leitt í ljós, að óttinn við hlé á áfram- haldandi aukningu árið 1983 hafi verið ástæðulaus, þá er á það bent í skýrslunni, að efnahags- líf-ið einkennist enn af illa nýtt- um framleiðslumöguleikum og atvinnuleysi. í Vestur-Evrópu varð fram- leiðsluaukningin árið 1962 minni en árið áður, og stafaði það af því að hin mikla fjárfesting und- anfarinna ára virtist vera í rén- un. Af þeim sökum er þróunin ótryggari en verið hefur. í nokkr um löndum gerðu snöggar verð- sveiflur málið flóknara. í þróunarlöndunum naut út- flutningurinn árið 1962 góðs af bættu ástandi í Norður-Ameríku eftir afturkippinn 1961, samfara nokkurri birgðaukningu í Vest- ur-Evrópu. Enda þótt útflutnings aukningin væri hlutfallslega minni en allsherjaraukning á al- þjóðlegum viðskiptum, var hún samt örari etn árið 1961. Meðal þeirra landa, sem reka áætlunarbúskap, var aukningin mjög svipuð og árið á undan i landbúnaðarframleiðslu Sovét- rikjanna. Hins vegar kom veru- legur afturkippur í þá fram- leiðslu í nokkrum þessara landa, fyrst og fremst vegna slæms veð- urfars. í nokkrum löndum Aust- ur-Evrópu var framleiðsluaukn- ingin árið 1962 minni en hún hafði verið flest árin eftir seinni heimsstyrjöld. Hins vegar hélt iðnaðarframleiðslan áfram að aukast ört í öllum löndum Aust- urEvrópu — yfirleitt örar en á- ætlað hafði verið fyrir árið 1962. Haldi efnahagsútþenslan Vestur-Evrópu áfram með sama hraða og á árunum 1950—60, er U THANT, — undirbýr alþjóðlega viðskipta- ráðstefnu í byrjun næsta árs, þar sem m.a. verður rætt um efnahags- bandaiög eins og EBE og áhrif þeirra á heimsviðskiptin. sennilegt að innflutningur Vest- ur-Evrópu frá öðrum heimshlut- um muni fara stöðugt vaxandi. jafnvel þótt hlutdeild þessara landa í allsherjarviðskiptum Vestur-Evrópu munj minnka vegna hinnar efnahagslegu sam- einingar, segir í fyrra hluta skýrslurinar, sém" fjallar um þró- unarlöndin og alþjóðaviðskiptin. Hins vegar mundu hinar óhag- stæðu afleiðingar þess, þ.e. í stað innflutnings komi innlend fram- leiðsla, ef samdráttur yrði í Vestur-Evrópu, verða að sama skapi meiri og alvarlegri. Jafn- vel þótt samanlagður innflutn. ingur Vestur-Evrópu frá öðrum löndum haldi áfram að aukast, geta þar fyrir utan ákveðnar vörutegundir og ákveðin lönd orðið fyrir eínahagslegum skakkaföllum af sameiningu Vestur-Evrópu. Á það einkum við um landbúnaðinn ★ Alþjóðleg viðskiptaráð- stefna. Undirbúningur hinnar Alþjóð- legu ráðstefnu um viðskipti og þróun, sem halda á í ársbyrjun 1962, framkvæmdaáætlunin um „þróunaráratug“ Sameinuðu þjóðanna og efnahagslegar og fé- lagslegar afleiðingar afvopnunar eru meðal veigameiri umræðu- efna á sumarþingi Efnahags- og félagsmálaráðsins, sem nú stend ur yfir í Genf. Að því er snertir viðskiptaráð- stefnuna hefur sérstök undirbún- ingsnefnd setið á rökstólum síð- an í janúar. Hún hefir fjallað um uppkast að þeim umræðu efnum, sem ráðstefnan tekur fyr ir. í uppkastinu eru sjö megin- atriði: 1. Útþensla alþjóðaverzl- unar og þýðing hennar fyrir efna hagsþróunina. 2. Alþjóðleg vöru vandamál. 3. Verzlun með iðnað- arvörur og hálfunnar vörur 4. Endurbætur á ósýnilegri verzlun þróunarlandanna. 5. Afleiðingar svæðisbundinna efnahagssam- taka. 6. Fjárhagslegur stuðning- ur við aukin alþjóðaviðskipti. 7. Undirbúningur, aðferðir og end- anleg tilhögun opinberra stofn- ana á ráðstöfunum, sem miða að því að færa út kvíar alþjóðavið- skipta. í skýrslu frá nefndinni um al- þjóðleg vöruviðskipti er fjallað um tvær tillögur um ráðstafanir, sem gerðar verði með það fyrir augum að jafna hinar breytilegu útflutningstekjur landa. sem framleiða hráefni. Annað mikilvægt atriði á skrá Efnahags- og félagsmála- ráðsins er fjárhagsstuðningur við efnahagsþróunina. í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um þetta efni segir, að straumurinn af fjár . magni, sem lánað er til langs tíma, og opinberum fégjöfum frá háþróuðum löndum með einka- rekstur hafi vexið úr 5.2 milljörð um dollara árið 1959, í 6 millj- arða 1980, og 7.2 milljarða 1961. Lönd þau, sem reka áætlunarbú- skap, veittu á þessu skeiði að- stoð, sem árlega nam einum milljarði dollara, og er það tals- vert meira en áður var. í sam- bandi við þetta atriði skýrir fram kvæmdastjórinn frá samnings- viðræðum, sem hann hefur átt við rkisstjórnir í háþróuðum löndum varðandi tillöguna u-m að koma upp stofnlánasjóði hjá Sameinuðu þjóðunum Áætlanirnar um „þróunarára- tuginn“ hafa m.a að geyma til- lögu um að koma á fót árið 1964 stofnun Sameinuðu þjóðanna til menntunar og rannsókna, og til- lögu um samræmingu allra að- gerða með tillitj til vatnsforða heimsins. ★ Nafn matarins skiptir miklu. Ensku nöfnin á steinbíti og háfi eru Catfish (kattfiskur) og Dogfish (hundafiskur), og fáir kæra sig um að leggja sér slíka fiska til munns. En sé skipt um nöfn á þessum næringarríku og bragðgóðu fisktegundum og þær nefndar „kótelettufiskur" og „fiskur 45“, er mikil eftirspurn eftir þeim. Þetta dæmi hefur Daninn John Fridthjof komið fram með. Hann veit hvað hann er að segja, því undan farin 10 ár og rúmléga það, hefur hann starf að sem nærjngarséríræðingur fyrir Matvæla- og landbúnaðar- stofnunina (FAO) í Suður-Ame- ríku og Afriku, og nú hefur hann sent á markaðinn bók um reynslu sína. Dæmið um „kattfiskinn“ (steinbítinn) kemur frá Dan- mörku á árunum eftir stríð. Steinbíturinn var ein bezta fisk- tegund, sem veidd var, mjúkur og bragðgóður. En það var ekki fyrr en mönnum datt í hug að selja hann í sneiðum og kalla hann „kótelettufisk", að hann fór að ganga út. Háfurinn („hundafiskurinn") er veiddur við Vestur-Afríku og er bæði góður og bætiefnaríkur. En nafnið var honum andstætt og hann átti litlu gengt að fagna, Framhald 6 13 sfðu. \ T I M I N N, þriðjudagurinn 16. júlí 1963. — 2

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.