Tíminn - 16.07.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.07.1963, Blaðsíða 8
5 Akurnesingar Feta í fótspor for- á vinabæjamdti feðra Grænlendinga Dagana 27. júní til 1. júlí var haldið vinabæjamót í Narpes í Finnlandi. Mót þessi eru einn þáti/ur í starfi Norrænufélag- anrx_ Auk heimamanna sóttu þetta mót 5 fulltrúar frá Akra nesi, 12 frá Tönder í Danmörku, 5 frá Langesund í Noregi og 8 frá Vástervik í Svíþjóð. Allur undirbúningur mótsins var með ágætum og móttökur Finnanna og gestrisni svo sem bezt verður á kosið, og munu þátttakendum ógleymanlegar. Auk opinberra samkvæma og kvöldboða á einkaheimilum var ferðast allmikið bæði á landi og sjó og hinum erlendu gestum sýnt hið markverðasta þar í Nárpes og nágrenni. Nárpes liggur að Botnieskafló anum gegn Sundsvall í Svíþjóð Er byggðin dreifð og akrar, tún og skóglendi milli einstakra býla og smáþorpa, en alls eru íbúarn ir taldir um 9 þúsund. Sænska er aðalmálið, þó allmargir kunni einnig finnsku. Aðalatvinnuveg- ir eru landbúnaður og iðnaður, sérstaklega tengdur skógunum, sem eru mestu náttúruauðæfi Finnlands. Á síðari árum hafa verið reist fjölmörg og stór gróðurhús í Nárpes, þar sem að- allega eru ræktaðir tómatar og gúrkur. Mest er byggt úr timbri, sérstaklega íbúðarhús, en stór hýsl, svo sem kirkjan, sjúkra- húsið og nýjustu skólahúsin eru byggð úr steini. Virðist húsakost ur góður, lóðir stórar og mikill gróður sérstaklega hávaxin tré af ýsmum tegundum, er veita gott skjól og gera umhverfið hlý legt. Margir eiga sumarbústaði úti við ströndina, við víkur og voga, þar sem gott er að synda að af loknu gufubaði, en hvarvetna, bæði í íbúðanhúsum og sumar- bústöðum eru hinar frægu finnsku gufubaðstofur, en slík ar baðstofur, þar sem hitaðir voru steinar við viðareld, hafa einnig verið almennar á Islandi fyrstu aldirnar, meðan skógar voru nægir. Einnig þessara gæða nutu að komumennirnir í ríkum mæli á hinum gestrisnu heimilum Nár pes-búa. Fólkið er mjög alúðlegt og virðist ánægt með sinn hag, þó sagt væri, að nokkuð sé um brottflutning unga fólksins til stærri staða, svo sem víðast vill verða raunin á. Mót sem þetta eru vel fallin til að auka kynni milli viðkom andi staða og tengja einstakl- inga þessara bræðraþjóða vin- áttuböndum og auka þannig skilning og samúð, sem svo mikil þörf er á í samskiptum einstakl- inga og þjóða. Ákveðið var, að næsta mót þessara vinabæja yrði haldið í Langesund að þrem árum liðn- um. G.B. Mannfræðideild danska þjóð- minjasafnsins efndi til þriggja manna rannsóknarleiðangurs til Grænlands 16. júní s. 1. til þess að rannsaka uppruna Grænlend inga, en það hefur löngum verið vinsælt viðfangsefni. Fyrirliðinn í förinni er Hans Berg stud. mag. en auk hans fóru til Grænlands bandarísku eskimóafræðingarn- ir prófessor James Louis Giddings og Douglas Anderson, og í Græn landi mun grænlenzki listamað urinn og fornleifafræðingurinn ■Tens Rosing aðstoða vísinda- I ænnina, en auk þes munu Græn íendingar sjálfir verða þeim hjálplegir. Vísindamennirnir verða aðallega i Godthaab-firði, en þar verða rannsóknirnar framkvæmdar, og eiga þær að standa fram í ágúst. Leiðangrinum er ætlað að fylgja sporum forfeðra Græn- lendinga, en svo vísindalegar sé að orði komizt, þá er verkefnið í því fólgið, að rannsaka nánar stað, þar sem fundizt hafa menjar um hina svoköluðu Sar- aq-menningu, leita annars sams konar Saraq-staða í nágrenninu, og að lokum að líta á bústað nor rænna manna í sama stað. Alaska-rannsóknir. Grænlendingar sjálfir fylgjast af miklum áhuga með rannsókn um danska þjóðminjasafnsins á gamalli eskimóamenningu, og segja má, að í hvert sinn, sem „ Varðar slik afskræmmg og pynding ekki við lög?” GB-Reykjavík, 9. júlí. Birtingur lætur ekki á sér standa um hábjargræðistímann, og heifst nýjasta heftið á „Skýi úr buxum“, sem er nálega hálfrar aldar gamalt rússneskt atómljóð, setn tók víst meira en tvö kvöld að setja saman. Hötfundurinn er sjálf-ur Majakovskí, sem gaf fyrstu Ijóðalbók sinni þetta naín .Hún var í fjórum köfluim, sem höfundur valdi þessi einkunnarorð: „Niður með ást ytkkar". „Niður með list ykkar“. „Niður með þjóðskipulag ykkar“. og „Niður með trúarbrögð yklkar“. Eiga hin fyrstnefndu eink- unnarorð við ljúðið, sem Birtingur her nú á borð í þýðingu Gests skálds og rússneskufræðings Krist- jónssonar. Þá birtist hér í fyrsta sinn leik- rit eftir Thor Vilhjálmsson, mynd skreytt atf höfundi og netfnist: „Ætílar blessuð manneskjan að gefa upp andann?“ Persónur leiks- ins eru: Armbendill Jónsson; Pét- ur; Rödd II; Rödd III og Rödd IV. Tími: Nú og, þá og þegar. Staður: Þar sem vild, hér og þar. Er óhætt að segja, að ekki leiðist öllucn á meðan þeir lesa þessa frumsmíð Thors. Annað, sem hann leggur til í þetta nýja hefti, er grein um bandaríska sagnaskáldið Thoma Wolfe (En.gill, horfðu heim), og þýdd saga eftir júgóslavneska skáldið Vladan Desnica. Þá er greinin „Af minnisblöð- um málara" og heldur Hörður Ágústsson þar áfram að lýsa göml um íslenzkum guðShúsum og ann ars konar húsucn, sem hann hefur ferðast um Iandið undanfarin sum ur tii að skoða og fengið td þess styrk úr Hugvísingadeild Vísinda- sjóðs. Af þessum nýjustu minnis- blöðum Harðar lesum við þetta: „Svalbarðskirkja virðist í fyrstu sömu gerðar og nafna hennar í Eyjafirði, en við nánari aðgæzlu kemur smekkur landans í ijós: búið að hylja húsið asbestplötucn og forklúðra það innan með máln- ingu. Hvers eiga þau að gjaida þessi görnlu góðu hús, kirkjur og hfbýii? Séu þau ekki jöfnuð við jörð eins og auvirðilegt spýtna- dót, og monthús af Háteigskirkju ætt reist í staðinn, þá er þeim cnisþyrmt á alla lund af hreppa- kóngum úthéraða. Við fyliumst skelfingu, er við minnumst augn- stungna og húðflettinga forfeðr- anna, og hugsum: hvíiík grimmd. En hús 'hafa líf eins og menn, þess vegna berast mér tii eyrna angist- aróp Svalbarðskirkju í júnístiil- unni, þar sem hún stendur húð- flett í asbestham sem aldrei grær við limu hennar. Ég mmnist þess i fyrra, er ég leit Hjarðarholts- kirkju i Dölum augnstungna i úr- svölu dimcnviðri, hímandi voniausa i blindu sinni, að mér var hugsað til hins ágæta höfundar hennar, Rögnvalds Ólafssonar, að oft hlyti hann að hafa snúið sér við í gröf sinni. Ekki tók betra við, þegar inn í húsið var komið: hið fagra tréverk, sem Rögnvaldur var snill ingur að tilreiða Ustilega fyrir sjónir manna, var nú huiið tré- texi, sem málað hafði verið undir- buxnableikt. Þannig hafa þeir einnig leikið eitt bezta verk Þor- steins Daníelsen, stórsmiðs og forvígismanns í húsagerð og skipa smíði á fyrri heimingi 19. aldar: Munkaþverárkirkju. Hér er húð- fatið flatblikk. Varðar slík af- skræming eða pynting ekki við lög, kæru meðbræður? Er ekki hægt að snúa sér til nokkurs ábyrgs aðija með svona mál, nœr enginn refsiréttur yfir þessa spelivirkja? Geta menn bótaiaust farið með menningararfleifð heillar þjóðar eins og þeim sýnist? Hvað segir biskuplnn, húsameistari ríkisins, þjóðminj avörður ? “ Svo mörg eru þau orð. Og þess ari grein Harðar fylgja firna skemmtilegar ljósmyndir af göml- um húsum, máiverki efir Jón í Möðrudal og af Kristjáni Fjalla- skáidi sitjandi undir húsvegg í Vailanesi langt kominn að tæma pyttluna. Hjörleiifur Sigurðsison Ustmál- ari á þarna grein er hann nefnir: „Hljóðiáta yfirboðið', og fjaliar um horfna kollega, Jan Vermeer og Þórarin Þorláksson, gerir á þeim samanburð. Og lestina rekur svo greinin „Eddufræðin gegn skáidskapnum", sem Jón Óskar, skáld, ritar að gefnu tilefni, sem sé orðum, sem bókmenntfræðingur lét falla um atómijóð í viðtali við Tímanum 22. des. s.l. — Danskir og bandarískir Eskimóa-sérfræðingar vinna að þýðingarmiklum rannsóknum í Godtháb firði í sumar, en þar bjó Sarqaq-fólkið í kring- um árið 800 fyrir Krisfsburð. Fyrirliðinn Hans Berg. fréttist um nýjan fornleifafund, finnist íbúunum, að þeim hafi verið gefinn hluti af þjóðlegri fortíð. Starfsmenn þjóðminjasafnsins byggja rannsóknir sínar í Godt- haabfirði á margra ára vinnu Grænlendingsins Jens Rosing, !sem byrjaði sjálfur að grafa á stað, sem kalalður er Itiynera, en síðar fékk hann hjálp dr. Helge Larsen hjá þjóðminja- safninu. Þarna var m. a. grafið á árunum milli 1950—60, og árið 1960 tók Hans Berg stud. mag. þátt í uppgreftrinum. Banda- ríkjamennirnir tveir, sem vinna .þarna í sumar, hafa framkvæmt umfangsmiklar rannsóknir á elztu eskimóamenningu í Alaska þar sem menn hafa rekizt á menjar um eskimóabygðir allt frá árinu 2500 f. k. Litið er á Sarqaq-menninguna, sem grein af þessari gömlu Alaskamenn- ingu, og Sarqaq-eskimóarnir hafa verið uppi í kringum árlð 800 f. k. í Grænlandi hefur einn ig verið hægt að fylgja þróun- inni lengra til Dorset-menningar innar ( í kringum Kristburð) og til Thule-menningarinnar (um 1200 e. k.) Veiðibústaðir. Auk þess sem leiðangrinum er ætlað að Ijúka við rannsóknirnar við Itivnera, á hann að líta á stað, sem heitir Nunguak við fiskveiðistöðina Kapisigdlit. Við Itivnera hafa fundist heil ó- sköp af rostungatönnum og hreindýrakögglum. Itivnera er eini staðurinn, þar sem slíkar minjar hafa fundizt frá græn lenzku Saraqaq-menningunni, og Nunguak er einnig einstakur í sinni röð, því þar hafa fundizt merki um húsatóftir eða tjald- hringi frá Sarqaq-tímanum. Það er skoðun vísindamanna, að báðir þessir staðir hafi verið veiðibústaðir Sarqaq-fólksins. Hér hafa menn veitt til skiptis hreindýr og lax á síðsumrum, haustum og snemma vetrar, á meðan fólkið flutti hins vegar til annarra staða á öðrum árs- tímum. Jarðarfarasiðir og farartæki. Sarqaq-bústaðurinn við Nung- uak er í námunda við laxá, og þar dveljast Grænlendingar enn þann dag í dag á meðan á lax- veiðum stendur. Enn eru tjöld grænlenzku lax- veiðimannanna reist í nágrenni þess staðar, sem Eskimóa-forfeð- urnir bjuggu löngu fyrir Krist- burð og veiddu sinn lax, og þar sem menjar um bústaðina hafa fundizt. Við Nunguak hafa einn ig fundizt pimpsteinar með slíp unarrispum. Talið er að þeir hafi verið notaðir til brýnslu á laxa stingjum Sarqaqfiskimannanna. í sumar á að framkvæma ná- kvæmar uppmælingar á húsa- tóftum og tjaldhringjum Eski- móanna, og eins á að líta vel í kringum sig eftir menjum um forna greftrunarsiði, svo framar lega, sem um greftrunarsiði hef ur verið að ræða hjá Sarqaq-fólk- inu. Vel getur verið, að hinir dauðu hafi einfaldlega verið lagð- ir einhvers staðar til, og þar hafl þeir síðan horfið sporalust niður í jörðina. Að öllum líkindum hefur Sarqaq fólkið leitað að veiðitímanum lokn um burtu úr fjarðarbotninum og í áttina til strandhéraðanna nær hafinu, en menn hafa enga hug- mynd um, hvernig þessir flutn- ingar hafa farið fram. Það hef- ur nefnilega ekkert fundizt, sem sagt getur um það, hvernig flutn ingarnir hafa getað átt sér stað á þessum tíma árs, og hvaða far artæki hafi verið notuð. Leitaraðferðir. í leiðangurslok eiga vísinda- mennirnir að reyna að finna fleirl Sarqaq-bústaði með því að ganga um svæðið, og fara á „Inuk"-bát sínum í sjóferðir með fram ströndinni. í þessu sambandi verður um að gera að lifa sig inn í þær kröfur sem Sarqaq-eskimóarnir settu til umhverfisins, þegar þeir völdu sér bústaði. Sarqaq-bústað irnir afhiúpa sig í rauninni ekki í landslaginu, og visindamenn- irnir geta því aðeins fundið þá, að þeir þekki þarfir þessarra veiðimanna. Svæði i kringum ár mynni og dalsmynni verða fyrst og fremst rannsökuð. Leiðangursmenn munu fá hjálp frá kaþólska prestinum föður Wolfe, auk allra annarra, sem munu hjálpa þeim, en hann hefur oft áður tekið þátt í forn leifauppgreftri á Grænlandi, og nú sem stendur er hann forstöðu maður fyrir kaþólskri trúboðs- stöð á Grænlandi. Meðal þeirra, sem framkvæmt hafa undirbúningsrannsóknir í sambandi við Sarqaq-menning- una, er Mans Mosegárd ráðu- nautur, en hann hefur melra að segja verið af sumum kallaður finnandi Sarqaq-menningarinn- ar. 8 T f M I N N, þrWjudagurinn 16. Júlí 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.