Tíminn - 16.07.1963, Page 9

Tíminn - 16.07.1963, Page 9
Jarðræktaríramkvæmdir 1962 ÚTVARPSERINDIFLUTT í BÚNAÐAR- ÞÆTTI MÁNUDAGINN 8. JÚLÍ NYLEGA heíur verið lokið við að reikna út ríkisframlag til jarða bóta, og gera heildarskýrslu yfir jarðabætur þær, sem ríkisframlags njóta 1962. Framlag greitt árið 1963. Jarðabætur ársins 1962 hafa reynst sem hér segir: Nýrækt 3.766,16 ha. þar af sandrækt 46.55 ha. Túnasléttur 114,99 ha. Akrar og matjurtag. 514,71 ha. þar af akrar nær 500 ha. Handgrafnir skurðir 5072 m3 Lokræsi 23.959 m. þar af 13.322 m. tilraunaræsi. Grjótnám 17.283 m3 Girðingar 669.060 m. Vélgrafnir skurðir 2.475.262 m3 Þurrheyshlöður st. 120.492 m3 Þurrheyshlöður úr öð'ru efni 34.646 m3 Súgþurkunarkerfi 28.181 m^ Votheyshlöður st. 13.066 m3 Þvaggryfjur alst. 1410 m3 Áburðarhús st. 15.339 m3 Ilaugstæði 720 m3 Með framkvæmdum þessum hef ur töðuframleiðsla okkar aukist a. m. k. um 225 þús. hestburði, ef sómasamlega e rborið á umrædda nýrækt. Ríkisframlag til þeirra umbóta, sem gerðar hafa verið 1962 reynd ist 23.428 milljónir króna. f daglegu tali manna má oft heyra það, að rkisframlag til jarðabóta sé beinn styrkur til bænda, en slíkt er mikill mis- skilningur. Afurðasölulögum land búnaðarins er þann veg fyrir kom ið, að með aukinni tækni, meiri ræktun og stærri búum, þá lækk- ar söluverð landbúnaðarvara og neytendur njóta því þessa ríkis- framlags ekki síður en bændur. í sambandi við jarðabætur árs ins 1962 þykir mér hlýða, að koma á framfæri, ýmsum hugleiðingum í sambandi við þróun landbúnaðar ins hin síðari ár. Jarðabætur í stórum stíl hefjast fyrst hér með tilkonru véltækn- innar. Jarðabætur bænda jukust árlega frá því nokkru fyrir 1950 og til ársins 1959, en síðan hefur tekið fyrir aukninguna og skal ég litillega gera grein fyrir þeirri þróun. Eitt af þv ískyggilegasta í þróun síðustu ára, er það, að tala jarða- bótamanna fer sífellt lækkandi. Árið 1957 var tala jarðabóta- manna 3985, árið 1958 var hún 3989, 1959, 3906, árið 1960 3520, 1961 var hún 3308, en árið 1962 urnar engann veginn eins góðar og skyldi. Árin 1956—1959 var framræslan nokkurn veginn jöfn eða að meðaltali á þessum fjórum árum 3.912.775 m3, var hæst ár- ið 1958 3.988.783 m3. Árið 1960 var framræsla 3.061. 503 m3 1961 var hún 2.801.274 m3 og 1962 kemst framræslan niður í 2.475.262 m3 eða 1.437.513 m3 minni en meðaltal áranna 1956 —1959. Þetta er ekki æskileg þróun í iandi þar sem þúsundir hektara af lítt nothæfum mýrum bíða þess að verða töðuvellir, akrar eða gras góð beitilönd. — Nýræktin hefur ekki minnkað eins hröðum skref- um, og framræslan óg fækkun jarðabótamanna bendir til. Stafar það af því að nú kemur meiri ný- rækt að meðaltali á hvern jarða- bótamann, en áður var, á það eink um við á þeim svæðum þar sem ræktun og umbætur eru lengst komnar og bændur hafa helzt bol- magn til að leggja fé í umbætur. Til dæmis um það, má nefna Rangárvallasýslu. Þar er meðaltal nýræktar 1,43 ha. á jarðabóta- mann og enginn hreppur sýslunn- ar hefur minnj nýrækt en 1 ha. á hvern jarðabótamann. í þessari skýrslu eru jarðabótamenn þó ekki fleiri en 344 af ca. 500 bænd um. Til fróðleiks skal ég geta þess, að af 23 sýslum landsins eru 12 sýslur með nýrækt yfir 1 ha. að meðaltali á hvern jarðabótamann. Iiæst er Austur-Skaftafellssýsla með 156 ha. og önnur í röðinni er Rangárvallasýsla með 1.43 hai; eink- og áður er sagt. Þessar 12 sýslur skulu hér taldar í þeirri röð sem nýræktin er, á hvern jarðabótamann. Austur- Skaftafellssýsla, Rangárvailasýsla, Mýrasýsla, Skagafjarðarsýsla, A.- Ilúnavatnssýsla, Vestur-Húnavatns- sýsla, Borgarfjarðarsýsla, Snæfells og Hnappadalssýsla, Árnessýsla, Palasýsla, Vestur-Skaftafellssýsla. Ef athugaðar ern nýræktarfram- kvæmdir á hvern bónda í þessum 12 sýslum verður útkoman þannig, að í þessum sýslum teljast ca. 3560 bændur, og nýræktin er 2.854,84 ha., koma þá 0,80 ha. á hvern bónda, að meðaltali, jarðabóta- menn eru 2138 eða tæplega % bændanna. Meðaltalsnýrækt verð- ur því í þessum 12 sýslum 1.33 ha. á jarðabótamann. Lægst er Gullbringusýsla með 0,21 ha. á jarí^abótamann, en þeir eru aðeins 9 í sýslunni, enda rækt- Hannes Pálsson sýslum er 900,22 ha., og koma því 0,37 ha. á hvern bónda að meðal- tali. Þegar þess er gætt, að í 9 af þess- um 11 sýslum (Eyjafjarðar- og Kjósasýsla undanteknar) er með- altúnastærð ekki nema 7,50 ha. og með'altals t.únaukning þessara 9 sýslna 1962 er ekki nema 0,38 ha. á hvern bónda árið 1962, þá má segja að vá sé fyrir dyrum með viðhald þessara byggða. Búfróðir menn álíta, að hver bóndi þurfi minnst 20 ha. af rækt anlegu landi, ef hann og fjölskylda ’nans eiga að geta lifað eftir þeim tiöfum, sem nútíminn krefst. Eldra fólkið sættir sig e. t. v. við þessi skilyrði, en unga fólkið hverf ur burt ef búskapurinn getur ekki gefið svipað'a afkomu og önnur störf. Eigi ekki stór svæði að fara í auðn eins og Sléttu- og Grunnavík urhreppar_ í Norður ísafjarðar- i úr að gera nýja mdaáaétlun í búnaðarmál'- Engum vafa er það undirorpið að það eru vfirleitt fátækari byggð arlögin, sem minnst gera að fram kvæmdum Á nokkrum stöðum hamlar það ræktun að litlir eða engir ræktunarmöguleikar eru til, jarðir sem þannig hagar til um, hljóta að fara í eyði, nema hlunn- jndi geti haldið afkomunni uppi. Ég vil vekja athygli bænda á því, að þó lítil séu efni, þá er allt- uf hægt að rækta, ef viíji og dugn- aður er fyrir hendi. Öðru máli gegnir með byggingarnar, en til þess að geta byggt verð'ur ræktun- in að koma fyrst. Aðstoð þess opinbera er mest til ræktunarinnar. Til framræslunnar leggur ríkið lil 65% af kostnaði, og a. m. k. 15—20% af kostnað'i má fá að lán; úr framkvæmdasjóðum Búnaðar- Eftir Hannes Pálsson frá Undirfelli ræktunar og annarra framkvæmda i sveit væri framræslan, en hún befði dregizt ískyggilega saman. Ennfremur hef ég hér að framan bent á það, að framkvæmdirnar dragast mest saman, þar sem umbótanna er mest þörf. Austur- Skaftafellssýsla er eina undantekn ingin á því sviði, en landbúnaður- ín á Vestfjörðum, nánar tiltekið i ísafjarðarsýslum og hluta af Barðastrandasýslu hlýtur að fara i rúst, ef bændur þar geta ekki aukið' ræktunina í stórum stíl frá því, sem verið hefur hin síðari ár. Og hvernig verða hin hlómlegu sjávarútvegsþorp Vestfjarða sett, ef þau geta ekki fengið mjólk banda börnum sínum úr næstu byggðarlögum. Eins og að framan er sagt var nýræktin 1962 3766 ha„ árið 1959 var hún 4456 ha. Árið 1962 er því rýræktin 690 ha. minni en 1959. Á 2 síðustu árum hafa nýjar "æktunarbætur komið til sögunn- ai. Það eru kornakramir. Árið 1961 eru þeir um 400 ha. og 1962 nær 500 ha. Þetta er þó ekki að öllu aukning á ræktuðu landi. — Mikið' af ökrunum eru á sandsvæð- unum og ný svæði tekin fyrir ár hvert, hinn gamli akur e. t. v. lát- mn blása upp að nýju. Auk þessa er hér í mörgum tilfellum um til- raunabúskap að ræða. Vonandi gef- ur hann góða raun á vissum lands- fvæðum, og væri það mikils virð'i ■tyrir þjóð vora. Girðingar hafa haldizt í horfinu, eru svipaðar og fær hafa verið um mörg undanfar- andi ár. Árin 1956—1959 var bygg ing á steinsteyptum heyhlöðum að meðaltali 124.647 m3, en árin 1960 —1962 voru byggðar aðeins 95.720 m3 að meðaltali á ári. Árið 1962 hefur meira verið byggt af þurr- heyshlöðum úr öðru efni ,<n stein- sieypu, en nokkurn tima fyrr .eða °6í8 m3 meira en meðaltal árahna 1956—1959 Á árinu 1962 hafa súg þurrkunarkerfi í heyhlöður aukizt meir en nokkru sinni fyrr. Er sú umbót sjálfsagt til mikilla bóta. — Aukningin nemur ca. 8000 mo, frá meðaltali áranna 1956—1959. Bygg ing á þvaggiyfjum og áburðarhús um hefur farið minnkandi síðustu 4 árin. Þvaggryfjr alsteyptar voru árin 1956—1959 að meðaltali 2435 m3, en árið 1962 aðeins 1410. Eru framkvæmdir af þeirri tegund jarðabóta því 1025 m3 minni árið 1962, en meðaltal áranna 1956— 1959. Svipuð hlutföll eru með á- burðarhúsin, þó ekki alveg eins slæm. Þá hef ég lýst að nokkru þróun jrrðabótanna síðustu ár, en áður en ég skil við þetta efni vil ég geta þess að í 10 hreppum lands- íns hefur verið gert það myndar- iegt ræktunarátak, að meðaltals- ræktun hvers jarðabótamanns 1962 er yfir 2 hektara. Þetta eru eftirtaldir heppar: var hún komin niður í 3210 manns. Frá árinu 1958 hefur tala jarða- bótamanna fækkað um 779 og frá því hún steig hæst á árunum eftir 1950 hefur hún lækkað um 1136. Frá 1958 virðist bændum hafa fækkað um ca. 370. (Það smá sax- ast því alltaf á limina hans Björns míns). Ætla má að' tala bænda sé nú rétt um 6000, eru því jarðabóta- menn ársins 1962 rúmlega helm- ingur bænda. Þegar tala jarðabsía manna var hæst var hún rúmlega % bænda. Þær jarðabætur, sem mesta þýðingu hafa fyrir afkomu þjóðarinnar er vitanlega ræktun- in, þ. e. nýræktin og framræslan, og er framræslan þar hin óhjá- kvæmilega byrjuaiframkvæmd. Á sviði framræslunnar eru horf- unarskilyrði mjög lítil og engin aherzla lögð á landbúnað. Næst koma neðan frá, ísafjarðarsýslurn ar, Vestur-ísafjarðarsýsla með með altal af nýrækt o,37 ha. á jarða- bótamann og eru þeir aðeins 31 að tölu. Bændur í sýslunni taldir tæpt 100 koma því ca. 0,11 ha. á bónda. f Norður-ísafjarðarsýslu er nýræktin 0,54 ha. á jarðabóta- mann, eru þeir 52 af ca. 106 bænd- um, kemur því þar að meðaltali ca. 0,26 ha. af nýrækt á hvern bónda. Þegar tillit er tekið til þess að 12 ha. af 28 ha nýrækt, er í Nauteyrarhreppi, þá kemur heldur lítil nýrækt á hina hrepp- ana. f þeim II sýslum, sem nýrækt hafa minna en 1 ha. að meðaltali á hvern bónda árið 1962, þá má ur ca. 2440. Nýræktin í þessum bankans. Á síðasta ári var auka- íramlag tii nýræktar, sem áð'ur náði aðeins til 10 ha. fært upp í 15 ha. á býli. Það er því ekki ýkja mikið af stofnkostnaði, sem bónd- inn þarf að leggja fram til að koma túninu sínu upp í 15 hektara. — Jarðræktarlögin eru nú í endur- skoðun og vonandi verður auka- fiamlagið látið þar ná til 20 hekt- ara á býli. Ekki þykir mér ólíklegt, að þá verði einnig hækkað ríkis- framlagið til byggingarfram- bvæmda, enda þess brýn þörf, þar sem vísitölu ríkisframlagsins hef- ur verið haidið fastri s. 1. 3 ár, enda þótt kostnaður umbóta hafi hækkað um 60—80% á síðustu 3 arum. í upphafi máls míns taldi ég upp umbætur ársins 1962 og benti á það, að hinn nauðsynlegi undanfari 1. Torfalækjarhreppur í A.-Húna- vatnssýslu 2,75 ha. Jarðabóta- menn í hreppnum eru % bænd anna. 2. Rangárvallahreppur í Rangár- vallasýslu 2,69 ha. Jarðabóta- menn rúmlega 3/5 bændanna. 3. Fellshreppur, Skagafjarðasýslu 2,67 ha. Jarðabótamenn ca. V> bændanna í hreppnum. 4. Mýrahreppur í A.-Skaftafells- sýlsu 2,51 ha., þar eru jarða- bótamenn rúml. % bænda hreppsins. o Andakílshreppur, Borgarfjarða sýslu 2,32 ha. Þar eru jarða- oótamenr tæplega helmingur oændanna. 4 Borgarhafnarhreppur, Austur- Skaftafellssýslu 2,28 ha. Jarða bótamenn % bændanna. 7. Hálsahreppur, Borgarfjarðar- sýslu 2,21 ha. Jarðabótamenn rúmur Vz bændanna. 8. Borgarhreppur, Mýrasýslu 2,18 Jarð'abótamenn ca. 5/8 hluti bændanna. 9. Saurbæjarhreppur, Dalasýslu 2,17 ha. Jarðabótamenn tæpl. % Dændanna. 10. Skógarstrandarhr. Snæfellsnes sýslu 2,15 ha„ og mun þar vera um að ræða ca. Vz bænda í hreppnum. Að lokum þetta: Enda þótt jarða bætur hafi heldur dregizt saman hin síðustu ár, einkum í þeim hér- uðum, sem helzt þyrftu að auka umbæturnar, þá ér engin ástæð» að vera allt of svartsýnn. Eins og aðstoð ríkisins er n» háttað, þá getur efnalítili bóndi komið ræktuninni á býli sínu a. m. k. upp í 15 ha. án þess að þurfa að leggja tram mikið fé úr eigin vasa. Ríkisframlagið, bæði hinn beini jarð'; æktarstyrkur og fram lag nýDýlastofnunarinnar, ásamt fjárfestingariánum Búnaðarbank- ans vega mikið upp á móti stofn- kostnaði á 15 ha. ræktun á býli Bændurnir í Mýra- og Borgar- hafnarhi-eppum í A.-Skaft. hafa sýnt goit fordæmi með ræktunar- átaki sínu 1962. Þegar ræktunin er komin vel á veg er alltaf frekar möguleiki að koma upp nauðsyn- :egum byggingum. En byggingarn- ar, bæði íbúðarhús og nauðsynleg- ar útihúsabjggingar verða vitan- iega alltaf örðugastj hjallinn fyr- :r bændastéttina En ekki er tími til að ræða það mál hér. Ég óska svo þess, að bændum þessa lands megi sumarið verð'a giöfult og gott og með bættum verðlagsgrundvelli og aukinni tæktun og verkmenningu verði bóndastarfið eftirsóknarvert eins og það þarf og’ á að vera. Lifið' heilir, bændur góðir, og megið þið ætið verða frjálsir menn í frjálsu landi. Jóhann Kristófer allur kominn á íslenzku GB-Reykjavík, 2. júlí. í dag kom út á forlagi Heims- kringlu lokabindið af Jóhanni Kristófer eftir Romain Rolland í þýðingu Sigfúsar Daðasonar skálds. Liðin eru allmörg ár síðan Heimskringla byrjaði útgáfu þessa öndvegisverks hins franska Nóbels skálds, sem fyrst kom út á frum- málinu í tíu bindum, en íslenzka útgáfan er í fjórum bindum. Þór- arinn Björnsson skólameistari hóf að þýða söguna á slenzku og þýddi tvö fyrstu bindin. Varð síðan hlé á útgáfunni, en þá tók Sigfús Daða son til við þýðinguna og lauk hann við seinni bindin tvö. Önnur fræg skáldrit frönsk, sem Heimskringla hefur gefið út á ís- lenzku, eru Sagan af Tristan og ísól eftir Joseph Bediker (Einar Ól. Sveinsson þýddi),_Plágan eftir Albert Camus (Jón Óskar þýddi) og Þögn hafsins (Sigfús Daðason þýddi). Víðivangur kornafbriigðum, sem nú er vol á, má reka arðgæfa kornjurt. Það á því ekki að draga úr mönnum, sem vilja Ieggja út í þessa nýju búgrein, heldur hvetja þá og styðja með ráðum o.g dáð. Það á að stefnia að landnáml kornyrkjunnar á fs- landi, oig það ætti að vera ósk allra, sem vilja hag og heill ís- lenzkna atvinnuvega. 9 i T f M I N N, þriðjudagurinn 16. júlí 1963. —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.