Tíminn - 16.07.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.07.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RÍKID WILLIAM L. SHIRER — Við óskum eftir nýlendum frá Englandi og þess að hafa frjáls ar hendur í austri . . . Þörf Breta á friði er mikil. Það gæti verið þess virði að komast að því, 'hversu mikið Bretar vildu greiða fyrir sl&ap. frið. Tækifæri TiL þess að heyra, hversu ffilkið England vildi greiða bauðst í aóvember, þegar Halifax lávarður fór með áköfu samþykki Ohamberlains í pílagrímsför sína til Berchtesgaden til þess að hitta Hitler. Þe'r áttu langar viðræður saman 19. nóvember og í langorðri leynilegri skýrslu, sem þýzka utan ríkisráðuneytið gerði um þetta, komu fram þrír punktar: Chamber lain var mjög svo áfram um að samkomulag næðist við Þýzkaland og stakk upp á viðræðum milli landanna tveggja, sem ráðherrar landanna tækju þátt í. Bretland óskaði eftir almennum evrópskum sáttum, og í staðinn fyrir þær var landið reiðubúið að veita HUler tilslakanir varðandi nýlendur í Austur-Evrópu. Hitler, þegar hér var komið, hafði ekki sérlega mik- inn áhuga á ensk-þýzkum sátt- mála. Þegar tillit var tekið til heldur neikvæðrar útkomu þessara við- ræðna, vakti það undrun Þjóð- verja, að Bretar virtust hafa orðið fyrir hvatningu af þeim. Brezka stjórnin hefði þó orðið enn meira undrandi, hefði hún vitað af leyni- legum fundi, sem Hitler hélt í Berlín með herforingjum sínum og utanríkisráðherra nákvæmlega fjórtán dögum áður en viðræður hans og Halifax l'ávarðar fóru fram. Örlagarík ákvörðun 5. nóvember 1937. Von Blomberg marskáikur gaf 24. júní 1937, æðstu mönnurn allra þriggja greina hersins í skyn, hvað koma mundi, og hvaða undir- búnings væri krafizt. Þetta gerði hann í leiðbeiningarbréfi, sem merkt var: „Algjört leyndarmál" og aðeins var gert í fjórum ein- tökum. „Stjórnmálaástandið al- mennt", sagði hermálaráðherrann og æðsti maður heraflans, yfir- mönnunum þremur, „réttlætir þá ályktun, að Þýzkaland þurfi ekki að búast við árás frá nokkurri hlið." „Hvorki Vesturveldin né Rússland höfðu minnstu löngun til þess að hefja styrjöld, og þau voru heldur ekki undir hana bú- in", sagði hann. „Samt sem áður", héldu leið- beiningarnar áfram, „krefst hið breytilega stjórnmálaástand, sem ekki útilokar óvænta atburði, þess að þýzku herirnir séu stöðugt undirbúnir styrjöld . til þess að mögulegt sé að notfæra herinn, ef stjórnmálalega hagkvæm tæki- færi eiga eftir að koma i Ijós. All- an undirbúning hersins fyrir mögu legt stríð á tímabilinu 1937 til æwBBaaB—HBB 1938 verður að framkvæma með þetta í huga." Hvaða mögulegt stríð, þar eð Þýzkaland þurfti ekki að hræðast árás „frá nokkurri hlið?" Blom- berg var mjög nákvæmur. Tveir stríðsmöguleikar voru hugsanlegir (Kriegsfalle) „sem nú er verið að gera áætlanir um": I. Stríð á tveimur vígstöðvum, þar sem aðalátökin eru í Vestri. (Áætlunin „Rot"). II. Stríð á tveimur vígstöðvum, aðalátökin í Suðaustri. (Áætlunin „Griin"). í fyrra tilfellinu „var gert ráð fyrir", að Frakkar kynnu að gera óvænta árás á Þýzkaland, og færi ^svo, myndu Þjóðverjar beita aðal- herstyrk sínum í Vestri. Þessar aðgerðir fengu dulnefnið „Rot" (Rautt). Og annar möguleikinn: Styrjöldin í austri getur með óvæntuni aðgerðum verja gegn Tékkóslóvakíu Úl þess að komast hjá yfirvofandi árás af hálfu óvinasamsteypu. Nauðsynleg skilyrði til þess að réttlæta slíkar aðgerðir stjórnmálalega og fyrir alþjóðalögum varð að skapa fyrir- fram. (Dulnefni „rænt"). í leibeiningunum var lögð á- herzla á það, að Tékkóslóvakíu yrði að „skilja úr samsteypunni þegar í upphafi" og hertaka hana. Þá ¦var enn um þrjú atriðrað ræða, sem þörfnuðust „sérstaks undirbúnings". hafizt Þjóð- I. Vopnuð íhlutun gegn Austur- ríki (Dulnefnið „Otto"). II. Hernaðarleg vandræði við Rauða Spán (Dulnefni „Richard"). III. England, Pólland, Litháen taka þátt í styrjöld gegn okkur. (Viðbót við „Rautt/Grænt"). Otto er dulnefni, sem á nokkuð oft eftir a3 koma fyrir hér á eftir. „Otto" kom í staðinn fyrir Otto af Habsburg, ungan mann, sem gerði kröfu til austurrísku krúnunn- ar, en bjó um þessar mundir í Belgíu. í leiðbeiningum Blom bergs frá júnímánuði stóð eftir farandi um „Otto": Markmiðið. með þessum aðgerð- um — vonpaðri íhlutun í mál Austurríkis ef til þess kemur, að einveldið verði endurreist — verð- ur að neyða Austurríki með að- stoð hersins til þess að hætta við endurreisnina. Notfærð verður stjórnmálaleg sundurþykkja austurrísku þjóðar- innar og haldið verður í áttina til Vínar, og allt viðnám brotið á bak aftur. Varnaðarorð, næstum örvænt- jngarfull, koma síðan í lok þessa skjals. Það er ekki um neinar blekkingar að ræða í sambandi við Bretland. „England", stendur þar, „mun beita öllum fjár- og her- styrk sínum gegn okkur". Viður- kennt er í leiðbeiningunum, að ef til þess kæmi, að England gengi í lið með Póllandi og Litháen, „þá hefur hernaðarleg aðstaða okkar versnað svo mjög, að hún er óbæri leg, næstum vonlaus. Því munu stjórnmálaleiðtogarnir gera allt, til þess að halda þessum löndum hlutlausum, sér í lagi Englandi. Þrátt fyrir það, að Blomberg undirritaði leiðbeiningaskjalið, þá er augljóst, að það kom frá meist- ara hans í kanslarahölUnni. Til þessarar taugamiðstöðvar Þriðja ríkisins í Wilhelmsstrasse í Ber- 139 lín, komu eftir hádegi 5. nóvember 1937, sem einstaklingar, til þess að taka þar á móti frekari upplýsing- um og útskýringum frá foringjan- um: von Blomberg, marskálkur, varnarmálaráðherra og æðsti mað- ur heraflans, von Fritsch baron, yfirmaður landhersins; dr Rader aðmíráll, yfirmaður flotans Gör- ing," yfirmaður flughersins; von Neurath barón, utanríkisráðherra; og Hossbach offursti, aðstoðarmað ur foringjans í hermálum. Hoss- bach er ekki nafn, sem oft hefur komið fyrir, né á eftir að gera það í þessari bók. En ofurstinn fór með mikilvægt hlutverk þennan nóvemberdag. Hanu SKrifaði nið- ur, það sem Hitler sagði. og skrif- aði það síðan í mjög svo leynilega skýrslu, og skráði þannig fyrir mannkynssöguna — skýrsla hans kom fram við Nurnberg-réttar. höldin — lýsingu á úrslitaaugna- blikinu i lífi Þriðja ríkisins. Fundurinn hófst kl. 16:15 og stóð til kl. 20:30, og hafði Hitler lengstum orðið. Það, sem hann hafði að segja, byrjaði hann, Var ávöxtur „rækilegrar íhugunar og reynslu þeirra fjögurra og hálfs árs, sem hann hafi farið með völ'd- in-'. Hann útskýrði enn fremur, að hann liti á það, sem hann ætti eft- ir að segja, sem svo mikilvægt, aS kæmi til þess að hann létist, þá yrðu þau tekin sem hans síðustu óskir og erfðaskrá. „Markmiðið með stefnu Þýzka- lands", sagði hann, „var að veita öryggi og viðhalda hinu kynþátta- lega samfélagi og stækka það. Því fjallaði allt um landrými (eða Lebensraum)". Hann sagði, a3 Þjóðverjar hefðu „rétt á stærra svæði til þess að lifa á, en aðrar þjóðir . . Því hvíldi framtíð Þýzkalands einvörðungu á því að hægt væri að finna lausn á land- rýmisvandamálinu." 49 Um leið og Beecher tók upp blaðið, var honum ljóst, að báðir hermennimir virtu hann forvitnir fyrir sér. Hann varð skyndilega sárreiður. Hvaða rétt höfðu þeir til að glápa svona á hann? Þeir héldu að njósnararnir, dollararn- ir og kjánalegt, amerískt steigur- lætið nægði þeim til þess að þeir gætu þrengt sér upp á hvern, sem ekki var eins hávaðasamur og frakkur og þeir sjálfir. Reiðin var eins og eldur, sem brenndi burt síðustu krafta hans. Honum fannst hann vera hjálparlaus, viðkvæmt gamalmenni. Hann vissi að þeir voru tortryggnir gagnvart honum, — þeim var ljóst að hann var aum ur og óttasleginn og að áliti þess- ara nauta gat það varla þýtt ann- að, en hann hefði eitthVað óhremt í pokahorninu. Drykki maður sig ekki fullan og slægi hnefanum i borðið og kallaði þá innfæddu ur- ættispakk og þrælakyn, hafði mað- ur engan rétt til að kalla sig Ameríkana. „Má ég bjóða þér upp á effin; , spurði liðþjál'finn. „Ég gef einn umgang, félagi." „Nei, þakka þér samt kærlega", sagði Beecher og sneri aftur að borði sínu og reyndi af fremsta megni að ganga rólega og eðlilega. Á forsíðu blaðsins var frétt um stjórnarkreppu í Frakklandi. Ráð- herra hafði sagt sig úr stjórninm í mótmælaskyni við aðgerðir Frakka í Alsír. Beecher fletti blað- inu yfir á næstu síðu. Hann hrökk í kút á bak við blaðið og starði á myndina fyrir framan sig. Myndm var af honum sjálfum, og yfir henni stóð letrað feitru letri: „Grunaður um morð — horfinn með áætlunarflugvél tíl Rabat." Beecher þvingaði sjálfan sig til að sitja rólegur. Hann reyndi að draga andann djúpt og rólega nokkrum sinnum. Hægt og rólega, hugsaði hann. Ekkert óðagot. Hann kveikti sér í sígarettu og gætti þess gaumgæfilega að láta eldspýtuna falla í miðjan ösku- bakkann. Hermennirnir horfðu ekki lengur á hann, — hann þorði að vísu ekki að líta upp, en hann heyrði teningana slást við flösk- urnar og borðið, um leið og þeir köstuðu þeim. Beecher leit á dagsetmngu blaðs ins og taldi dagana á fingrum sér. Þeir höfðu farið frá Mirimar á mánudagskvöldið. í dag var fimmtudagur. Fjörutíu og átta tíma höfðu þau verið í eyðimörk- inni. Sagan var sem sagt tveggja daga gömul og hófst með því að lík Frakkans fannst í garðinum við húsið hans á þriðjudagsmorg- un. Myndin af honum var augsýni- lega tekin upp eftir spönsku blaði, því að hún var illa prentuð og andlitsdrættirnir máðir Það var mynd, sem Trumbull hafði tekið af honum á ströndinni í skugganum af Casa Flore, vín- veitingahúsi, sem hafð/ verið reist undir klettunum við Mirimar. Beecher var í baðbuxum og með bjórflösku í hendinni, þótt það að vísu kæmi ekki fram á myndinni í blaðinu, — þeir höfðu skorið af honum upp að öxlum og stækkað andlitsmyndina Fréttin var nokkuð færð í stíl- inn, en í höfuðatriðum rétt. Þeir höfðu náð í rétt nafn og aldur og sömuleiðis var greint í smáatrið- um frá ryskingunum við Maurice og síðan var tilkynnt. að hann hefði farið frá Mirimar í flugvél, sem (þegar blaðið fór i prentun) var seinkað um tíu tíma til Rabat. Nö?n áhafnarinnar og farþega voru sett upp í stafrófsröfl (Fyrsti flugstjóri Miguel Davoe, 29 ára, FORUNAUTAR OTTANS W. P. McGivern Fransico Menoja, annar flugstjóri, 28 ára, James Lynch, greifi, 41 árs, Laura Meadows, 26 ára). Þessi greifatitill Lynch var óumflýjan- legur, hugsaði Beecher. Persónulegar upplýsingar um hann sjálfan báru vitni um ríku- legt hugmyndaflug. Hann var til skiptis kallaður: „auðugur heims- borgari", „aðlaðandi „flóttamaður" eða „rithöfundur, sem dvaldist á Spáni við að skrifa bók" Beecher lokaði augunum og reyndi að bæla niður í sér löngun t'l að skella upp úr. Hann sá vini sína fyrir sér, Trumbull, Nelson og kannske ír- ann, hefja hróður hans hærra og hærra af einskærri, brennandi hollustu. Nelson hlaut að hafa lagt til auðinn, — hann mundi ekki vilja láta neinn halda, að Beeeher byggi á Spáni, vegna þess að það væri ódýrt. írinn mundi vera al- varlegur í bragði og Beecher sá hann fyrir sér hrista fallegt höf- uðið og segja. „Hann var góður með stöngina. náunginn sá." Rit- höfundurinn bar keim af Trum- bull, enda var hann sannfærður um, að rithöfundar væru dular- fullt fyrirbrigði, guðs útvaldir, langt yfir hversdagslegt dægur- -stríð hafnir. Að lokum var vitnað ! orð Don Julio, lögreglustjóra Mirimar tnn- tak orða hans var að morð hefði verið framið og flugvélar saknað, en hann neitaði að láta uppi nokkr ar getgátur um samband milli þess ara atburða Beecher sá, að Don IJulio hafði látið vera að minnast á eitt mikilvægasta atriðið. Hann hafð ekki minnzt á, að sá, er grun- aður var um morðið á Frakkan- um, var einnig þrautreyndur flug- stjóri. Hvell hringing frá símanum rauf kyrrðina, og Beecher beið all- ur á nálum, á meðan barþjónninn gekk yíir gólfið til að anza. And- artaki síðar leit hann við og hróp- aði: „Monsieur Norton, Monsieur Norton." Beecher þakkaði honum og flýtti sér yfir að símanum. „Já?" sagði hann. „Þetta er allt í lagi. Gekk ágæt- lega." „Hvaðs herbergisnúmer hef- urðu?" 841". ,,Ég kem eftir andartak." „Er nokkuð að? Þú ert svo ein- kennilegur í málrómnum." „Nei, allt er i stakasta lagi." Beecher dró djúpt andann. „Láttu engan bilbug á þér finna. Vertu róleg." Beecher lagði tólið á og greiddi reikninginn við barborðið. Hann ætlaði að fara að hraða sér út, þegar liðþjálfinn hrópaði hvasst: „Andartak kunningi." Beecher sneri sér hægt við með höndina á dyrasnerlinum, brosti uppgerðarbrosi og sagði: „Já?" Liðþjálfinn stóð með hendur a mjöðmum hár og hrikalegur í dauflega lýstum salnum. Hann setti undir sig hausinn, eins og hann væri við nýliðakönnun í hernum. „Blaðið, kunnmgi!", sagði hann ísmeygilega blíðri röddu. „Blaðið mitt, ef við eigum að vera ná- kvæmir." „Fyrirgefðu". sagði Beecher. Honum fannst hann stirður og klaufalegur, þegar hann gekk ínn eftir salnum aftur. „Ég gleymdi að skila því. Ég hélt satt að segja, að þú værir búinn að lesa það." Liðþjálfinn glotti við tönn. „Ég skalsegja þér, hvernig í þessu ligg ur. Ég safna nefnilega skopmynda teikningum, Arts Buchwalds, og mér er illa við að missa eitthvað úr. Þú skilur, — ef ekkert spenn- andi gerist, hefur maður þó alltaf Art til að stytta sér stundirnar i bröggunum. Og það er allt útlit fyrir, að það verði eini félagsskap- urinn í kvöld." Beecher fitlaði við blaðið undir handleggnum. Hann langaði helzt til að rífa það í tætlur. Myndin af honum var í annarri síðu, og það mundi verða það fyrsta, sem lið- þjálfinn ræki augun . „Það er skolli gaman að Buchwald", sagði hann og vætti þurrar varirnar. „Það segirðu satt. Hann er stór- kostlegur." „Og mjög frumlegur", sagði Beecher og forðaðist augnaráð lið þjálfans. í rökkrinu virtist tor- tryggnin sóína út úr augum hans. Hann starði á teningana á borS- inu. Liðþjálfinn rétti út höndina eftir blaðinu. Allt í einu sagði Beecher: „Get- ið þið bætt einum við í spilið?" „Þó það nú Væri", sagði liðþjálf 14 T I MI N N, þriSjudagurinn 16. júlí 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.