Tíminn - 21.07.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.07.1963, Blaðsíða 3
Konan þarna á myndinni var einu sinni barónessa og bjó í stórhýsi, en nú kallar hún sig Miss og býr á bóndabæ skammt frá New York. Alexandra Tol- stoy, en það er nafn hennar, er dóttir rithöfundarins Tol- stoy, og hefur verið búsett i Bandaríkjunum í 24 ár, þar sem hún vinnur gegn kommún. isma. Á heimili hennar dvelur nú hópur af Staroobriadtsi, það er hópur fólks, sem tilheyrir einni grein grísk-kaþólsku kirkj unnar í Rússlandi, en forfeður þeitra flúðu heimaland sitt og fóru til Tyrklands fyrir 300 ár- um. Miss Tolstoy fékk ríkis- stjórnina til að fá 244 af þeim til Bandaríkjanna, og nú vonai hún, að hún geti hjálpað þeim til að koma sér upp smáþjóðfé- lagi í Bandaríkjunum. Hugsa sér allt það ríka fólk, segir hún, sem á landareignir, sem það þarf ekki á að halda, og borgar svo skatt fyrir i ofan- álag, meðan þetta fólk á hvergi höfði sínu að halla. Ný stjarna er sögð vera að sjá dagsins ljós á Norðurlönd- um og heitir hún Elisebeth Lar- sen, dönsk að þjóðerni. Hún og skrifar leynilögreglusögur Hún virðist sem sagt afsanna þá kenningu, að ljóshærðar kynbombur séu heimskar. kvikmyndahátíð í Berlín, og er það sú 13. sem þar er hald- in, Þar var mikið dansað og skemmt sér, og er sagt, að Þjóð verjar hafi vilja sanna, að þeir gæfu Frökikum í engu eftir hvað gleðskapinn í Cannes snertir. Unga, spengilega stúlk- an-'ámyndinni var kjörin „Frau Iean Festival“ og er hún í til- heyramdi búningi. Franski leik- aröm Daniel Gelin, sem nýlega hefur leiklð i kvikmynd í D’an- mörku, var þarna á meðal gesta, og hann lýsti því yfir, að dönsk kvikmyndagerð væri fyrir neðan allar hellur. Mynd- in, sem hann væri nýbúinn að leika í hefði verið slæm, þó að hægt hefði verið að gera hana góða. Danir eru að vonum mis- jafnlega hrifnir af þessum um- mælum. ☆ Bráðlega rekur líklega að því að ungir elskendur og annað álíka rómantískt verður bann- að á sígarettuauglýsingum, og glæsilegir karlmenn, reykjandi sígarettur verða að víkja fyrir auðnulegum landslagsaugiýsing um. Sígarettuframleiðendur velta því nú fyrir sér, hvort þannig breytingar í auglýsinga áróðrinum mundu hafa einhver róandi áhrif á þá, sem mest eru á móti reykingum. Fram- leiðendurnir héldu með sér fund fyrir skömmu í Washing- ton, og þar komu þeir sér sam- an um það, að reykingar væru fyrir fullorðið fólk, en ekki unglinga, og er ekki gott að vita, hvaða áhrif sú niðurstaða mun hafa á þýðingu sígarett- unnar í sambandi við skemmt- analífið. í Bandaríkjunum seg- ir fólk, að þetta hafi verið nauðsynlegt, það hafi orðið að grípa til einhverra róttækra ráðstafana, ef ekki hefði átt að koma til þess, að sígarettusala yrði algerl'ega bönnuð. Ameríka er að mörgu leyti furðulegt land. Það fyrirbrigði er ekki til, sem ekki finnst þar, og þær draumórakenndu hug- myndir, sem fólk annars staðar í heiminom kann að hafa, verða þar að veruleika. Hér á eftir ætlum við að birta nokkrar for vitnilegar fréttaklausur frá Ameríku. — Áætlað er, að eftix nokk- ur ár muni hver maður bera á sér örlítið tæki, sem bæði er útvarp, sími og sjónvarp, og með því verður hægt að ná sam bandi við hvern sem er, hvar sem er í heiminum, og sjá við- komandi, meðan samtalið fer fram. Þessi yfirlýsing er höfð eftir einum færasta vísinda- manni Bandaríkjanna í dag. Hann segir jafnframt, að eftir tuttugu ár, þá verði heiminum stjórnað með rafmagni. — Það kom fyrir í Chicago fyrir skömmu, að sauð á skóla- bíl, og hinir fimmtíu farþegar stukku út og hlupu að næsta vatnshana og komu svo allir aft ur með gúlsopa af vatni tíl að setja á bílinn. — Farið er að framleiða nýja tegund af sígarettum í Bandaríkjunum og eru þær al- gerlega lausar við nikótín. Ekki er enn vitað, hver sala á þeim verður. — Það lítur út fyrir það, að jarðarförin sé eitt það dýrasta, sem bandarískur ríkisborgari þarf að borga. Þeir, sem hafa rannsakað þetta segja, að venju leg jarðarför kosti að meðaltali þúsund dollara, og er þá sölu- skattur á líkkistunni talinn með. . , -ii Þorþið Barrington í Ne\v Jerseý er'ekki mjög stórt, en það á við mikið lögregluvanda mál að stríða. Af átta lögreglu- þjónum, sem þar eru, hafa sjö verið settir í fangelsi fyrir svik í sambandi við umferðargjöld, og sá áttundi er að rannsaka mál'ið. Glæpamenn á staðnum eru auðvitað í sjöunda himni, því að nú hafa þeir þorpið út af fyrir sig. — Á síðasta ári innbyrðu Amerikanar 13.200 milljónir pylsur, „hot dogs“, eins og þeir kalla þær, en það gerir 71 pylsu á hvern íbúa. — Og það nýjasta nýtt þarna vestur frá er „luxury home lobster tank“, en það mundi þýða humarkassi fyrir lúxus- heimili. Þessi humarkassi er þannig gerður, að í honum breytist venjulegt vatn í sjó- vatn, og hann er fylltur af lif- andi humrum mánaðarlega, svo að engin hætta er á öðru en að humarætur fái humarinn sinn glænýjan. hefur hingað til verið mjög vin- sæl í danska sjónvarpinu, en nú hefur hún öðlazt jafnmikl- ar vinsældir í öllum nágranna- löndunum. Hún hefur einnig verið mikið á leiksviðinu í Danmörku. Elebeth ætlaði sér annars að verða dýralæknir, og var byrjuð í háskólanum, þeg- ar leiklistin kom til sögunnar. Hún býr í gamaldags bónda- húsi í Lystrup, og þegar hún er ekki að leika, þá situr hún Keisarahjónin í íran fara auðvitað í sumarfrí, eins o° annað fólk, og þarna eru þau stödd í litlu sveitaþorpi við Kaspihafið. Farah Diba er í síðbuxum, en maður ☆ Þegar við minnumst á írans- keisara, þá dett'ur okkur í hug saga, sem Soraya, áður kona hans, segir í nýútkomnum end- urminningum sínum. Það hafði oft komið fyrir hana á meðan hún var nýgift og óreynd, að hún fl'issaði kjánalega öllum á óvart, ef henni fannst eitthvað fyndið. Þessi skólastelpulegi ávani kom henni einu sinni illa, þegar hún var að halda erindi í útvarpið fyrsta árið sem hún var gift. Hún var mjög tauga- óstyrk og svo fór, að allt stóð hennar hefur augsýnilega val ið sportfötin í dálitlum sum- argalsa, enda er það viðeig- andi, þegar fólk er að lyfta sér upp. í henni og orðin komu öfugt út. Þá flissaði keisaraynjan í út- varpið, þar sem henni fannst kringumstæðurnar svo fyndnar. Það má nærri geta, hve undr- andi íransbúar hafa orðið. Hér á myndinni er Soraya nýgift og stödd á kvikmyndasýningu, og þar hefur aftur gripið hana óviðráðanleg löngun til að flissa að einhverju. Við hina hlið keisarans er systir hans og hún hefur greinilega ekki komið auga á það skemmtilega, sem Soraya er að hl'ægja að. T f M I N N, sunnudagurinn 21. júlí 1963. — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.