Tíminn - 21.07.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.07.1963, Blaðsíða 8
Mynd þessl er tvö hundruð ára gömul teiknlng, er franskur maSur gerSi af SkálholtsstaS, er hann helmsóttl hann 1772, f bkkupsfHS Flnns Jónssonar. Höfundur Hungurvöku fer þessuim orðum um Teit Ketil- bjamarson, hins gacnla að Mos- felli: „Hann var sá gæfumað- ur, aS hann byggði þann bæ fyrstur, er í Skála'holti heitir, er nú er allgöfugastur bær á öllu íslandi“. Þótt gengið hafi á ýmsu um göfgi staðarins, er aldir runnu, og þetta höfuðsetur íslenzkra mennta hafi í augum margra seinni tíða kynslóða verið nán- ast þjóðsaga, hefur hann nú loks verið hafinn úr niðurlæg- ingunni, kirkja vegleg byggð og heit strengd um að reisa þar menntasetur, svo að staðurinn Hfi ekki á fornri frægð einni um alla framtíð. Bislkupsstóll var stofnsettur í Skálholti árið 1056 og stóð þar í 840 ár, eða til ársins 1796, að embættið var flutt til Reykja- víkur. Br síðasti Skálholtsbisk- up féll frá, voru þar hús flest kotnin að falli og skömmu síðar rifin dómkinkjan, veglegust kirkja Íslands, er Brynjólfur biskup hafði látið reisa á ár- unum 1650—51. Kom í hennar stað lítilf jörleg kirkja og var þá svo komið, að mörgum þótti þair „Snornabúð stekkur". ar nálgaðist níu alda afmiæli biskupsdóms á íslandi og Skál holtsstóls, komst hreyfing í þá átt að hefja staðinn að nýju til vegs. Með lögum 1952 var þar áikveðið prestssetur, og tveim árum síðar var ákveðið tveggja milljóna króna fjárveit ing á næstu fjárlögum til kirkjubygingar: Hefur síðan verið haldið áfram að veita fé til endurreisnar staðarins og kirkjubyggingarinnar, svo að hún er nú fullgerð og vígslu- hátíð hennar fer fram í dag. Sonartsonur Teits er nam staðinn, ísleifur, varð fyrstur biskup í Skálholti, og síðan son ur hans Gizurr, en þeir voru báðir taldir meðal göfugustu manna, er sögur fara af hér á íslandi. Gizurr gaf kirkjunni Skálholt, sem var föðurleifð hans. Meðan Skálholt var bisk- upssetur, sátu þar fjörutíu og fimm biskupar, 32 kaþólskir og 13 lúterskir, langflestir íslenzk ir menn, en nokkrir erlendir. Er ekki rúim hér til að nefna nærri alla, en sagt lítillega frá nokkrum. Tíðast nefndur meðal allrar alþýðu til þessa dags, og líka einn fremstur hinna kaþólsku biskupa, er Þorlákur Þórhalls- son, bunnastur undir nafninu Þorlákur belgi, og var dagur við hann kenndur, Þorláks- messa á sumri, mikill hátíðis- dagur fyrrum. Ekki gekk allt friðsamlega eftir að hann tók við embættí, og átti hann í harðri baráttu við bændur, sem vildu halda sínum rétti til af- skipta- af kirkjunni, en hann hélt fram óskoruðum yfirráðum kirkjunnar, og varð hann sigur sæll. Hann var feikna lærdóms maður, óglæsilegur og gallað- ur ræðumaður, en samt dáðust margir að honum, hann var í senn heilagur maður í lífemi og mjög séður fésýslumaður, að sagt er, vel verklega kunnandi, kunni svo vel til ölgerðar, að „brást aldrei það öl, sem hann blessaði". En kraftaverkin, er gerðust fyrir bænir hans, lifa lengst í sögum, og ekki síður þau, er gerðust eftir hann lát- inn. Enginn dýrlingur hefur orð ið meiri hér á landi en hann, og tveir messudagar bera nafn hans. Eftir hann tekur við embætti Páll Jónsson Loftssonar, glæsi- menni, er söngrödd hafði slíka, að í minnum var haft. Þá skal nefna Áma Helgason, er varð biskup 1304, en eæ Skálholts- kirkja brann fimm árum síðar, sigldi hann og kom aftur með mikil tillög. Hann stofnsetti lærða manna spítala í Gaul- verjabæ, elliheimili handa prestum. En lengst mun lifa saga sú, er hann reit um fyrir rp.nnara sinn. Árna biskup Þnr- láksson og gerist þar með braut ryðjandi í ævisagnagerð. En síðastur hinna kaþólsku biskupa i Skálholti varð Ögmundur Páls son, og er saga hans raunasaga um gáfað glæsimenni, sem ör- lögin léku hart. Hann var list- rænn rithöfundur, sem ljósast kemur fram í bréfutn hans, er kafla má perlur sem slík. Fyrstur biskup hins nýja sið ar, Gizurr Einarsson, átti upp tökin að miklu snilldarverki ís- lenzkra bókmennta, sem hann vann raunar ekki sjálfur, held- ur fékk Odd Gottskálksson til að gera, en það er hin meistara lega þýðing Nýja testamenntis- ins. Einn stórbrotnasti biskup í Skálholtí í lúterskum sið er Brynjólfur Sveinsson, þótt saga hans yrði raunaleg áður lyki, og er til frábær lýsing af þessum skapmikla manni, þar sem er bréfabók hans, er fyllti hvorki meira né minna en 20 bæfcur. Við almúgamenn var hann lítillátur, að sagt er, en slíkan ægihjálm bar hann og alvöru tignarsvip, að ekki höfðu allir kjaik tH að horfa á hann eða ávarpa. Hann var höf?&ngi í orðsins fyllstu merkingu, veit u31 á gest og gangandi, sam- ræðumaður mikill, veitti vfn af örlæti, „tjáði þá ekki undaai að mælast og þoldiu fáir tfl jafns við hann“. Segir Torfi ævisögu- ritari hans, að er Brynjólfur drakk, væri það gert „alvarlega og karlmannlega af hreinu þeli og hugljúfu hjartalagi". Mörg- um ofbauð hve stórbrotinn hann var, einnig, er hann réðst í kirkjusmíðina, sem ekkert var til sparað, og þóttu það mikil firn. Smiði fékk hann hvaðan- æfa að, tré fékk hann af reka- fjörum og frá útlöndum, svo sem jám og allt er honum þótti til þurfa að reisa Guði hið veg legasta og traustasta hús, er VI3 uppgröft f Skálholti 1954 fannst stelnklsta Páls bfskups Jóns- sonar, og sést hún hér á myndinnl. 8 T f M I N N, sunnudagurinn 21. júlí 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.